Þjóðviljinn - 29.01.1987, Síða 14
ALÞYÐUBANDALAGtÐ
ABR
Deildarfundur 4. deildar
Deildarfundur 4. deildar ABR veröur haldinn
laugardaginn 31. janúar kl. 14.00 að Hverfisgötu
105.
Dagskrá: 1) Starf deildarinnar í komandi kosning-
um: Sigurður Einarsson formaður deildarinnar. 2)
önnur mál.
Gestur fundarins verður Svavar Gestsson for-
maður Alþýðubandalagsins.
Stjórnin.
Sigurður
Alþýðubandalagið á Akureyri
Árshátíð
Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin þann 6. febrúar
nk. í Alþýðuhúsinu. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 20.30.
Ávörþ, söngur, glens og grín. Heiðursgestir verða Lena og Árni Berg-
mann.
Skemmtinefndin.
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Bæjarmálaráðsfundur
Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði ABH, laugardaginn 31. janúarkl.
10.00 í Skálanum, Strandgötu 41.
Dagskrá: 1) Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar. Undirbúningur fyrir
síðari umræðu. 2) Uþþlýsingar úr nefndarstörfum. 3) Útgáfa Vegamóta.
4)Önnur mál.
Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega.
Stjórnin.
Alþýðubandalagið Akranesi
Bæjarmálaráð
Fundur verður haldinn í Rein þriðjudaginn 3. febrúar kl. 20.30.
Dagskrá: Fjárhagsáætlun Akraneskauþstaðar 1987.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum
Almennur félagsfundur
Almennur félagsfundur verður haldinn laugardaginn 31. janúar í Alþýðu-
húsinu kl. 13.30.
Efstu menn G-listans koma og ræða kosningastarfið framundan. - Stjórn-
in.
Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni
Almennur félagsfundur
Almennur félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.30
að Kirkjuvegi 7.
Efstu menn framboðslistans koma og ræða kosningastarfið framundan.
Nýir félagar velkomnir.
Fjölmennið.
Stjórnin.
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
Æskulýðsfylkingin í Reykjavík
Félagsfundur
Félagsfundur verður fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.00 að Hverfisgötu
105.
Fundarefni: 1) Starfið framundan. Framsaga: Sigurður Einarsson. 2)
önnur mál.
Nýir félagar eru sérstaklega boðnir á þennan fund. Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
ÞJÓÐVILJINN
blaðið
sem
vitnað
erí
444*'
4W
FRA LESENDUM
Að gefnu tilefhi
Eftir lestur leiðara Þjóðviljans 22. janúar 1987
Leiðarahöfundur Þjóðviljans
reynir að sýna fram á hvem óleik
kvennalistakonur í framboði víða
um land gera mönnum sem eru
kvenkyns og „í sæmilegum von-
arsætum“ á framboðslistum
krataflokkanna tveggja, Alþýðu-
bandalags og Alþýðuflokks, auk
kvenframbjóðanda Framsóknar-
flokksins. Rök eru þau að
Kvennalisti hafi ekkert það á
sinni stefnuskrá í félags- og velf-
erðarmálum sem fiokkarnir þrír
hafa ekki sömuleiðis. Þar séu
konur einfaldlega að hafa af öðr-
um konum vænleg þingsæti.
Leiðarahöfundur segir kvenna-
listakonur ekki trúverðugar
nema þær geti svarað fyrir sér-
stöðu sína í hinum ýmsu mála-
flokkum.
Með sömu rökum mætti
kannski spyrja hvort ekki sé nóg
að hafa aðeins einn stjórnmála-
flokk í stað þeirra fjögurra sem
lengstan aldur eiga í íslenskri
pólitík. Þar séu karlar yfirleitt í
efstu sætum sem stefni flestir að
því sama, þ.e. að komast til áh-
rifa fyrir sig og sína innan ríkjandi
þjóðfélagskerfis.
Það mætti líka segja að til að
vera trúverðugur kostur í ís-
lenskri pólitík þyrfti Alþýðu-
bandalagið að gera betur grein
fyrir sinni sérstöðu en því hefur
auðnast undanfarin ár. Að sú
mannúð og bræðraþel sem krist-
allast í þeirri félagslegu þrá-
hyggju að vilja fyrst og síðast hafa
Sverris-
þula
mennta-
mála-
ráðhena
Ég hefi eins og aðrir fylgst
nokkuð með sérkennilegri at-
hafnasemi menntamálaráðherra í
sambandi við skólamálin þarna
fyrir norðan, en þar virðist hann
vera kominn í styrjöld við allt og
alla.
Út frá þeim hugleiðingum varð
þessi þula til:
Svipmikill ráðherra, Sverrir,
sig mjög í embætti derrir,
í menntaminnkun hann sperrir
myndugleikans pot.
Um rök er ekki að ræða,
reynir hann kennara að hræða,
- um allan fjandann þeir fræða,
það er ferlegt trúnaðarbrot -.
Að heimsku má hlúa og glæða,
því hafa má af henni not.
Stafi’honum af mönnunum
mæða
má reka þá eins og skot.
Af svona hœstvirtum höfðingja
fræða
hefur þjóðin sko aldeilis not.
Grímur Norðdal,
Úlfarsfelll
STAÐAR NEM!
Öll hjól eiga að stöðvast
algerlega áðuren
að stöðvunarlínu Hfll
er komið.
vit fyrir öðru fólki megi heita
samnefnari hinna sjálfskipuðu fé-
lagshyggjuflokka, þótt engir telji
sig vita eins vel og silkisófagengi
Alþýðubandalagsins hvað aum-
ingjans verkalýðnum sé fyrir
bestu.
Af leiðara Þjóðviljans má al-
veg ljóst vera að leikreglur full-
trúalýðræðis eru mönnum þar á
bæ ekki sérstaklega hugþekkar,
ef þeirra eigin menn eru taldir
eiga á hættu að fara halloka fyrir
róttækari stjórnmálaöflum en Al-
þýðubandalagið getur þóst vera.
Það hlýtur að verða mönnum um-
hugsunarefni í þeirri kosninga-
baráttu sem framundan er.
Rúnar Ármann Arthursson
* Söfnun
vegna jarðskjálftanna í El Salvador lýkur 6. febrúar.
Framlög greiðist með gíró inn á reikn.
0303-26-10401.
E! Salvador-nefndin
VEISLUR - SAMKVÆMI
Skútan h/f hefur nú opnað glæsilegan sal, kjörinn
fyrirárshátíðar, veislur, fundi félagasamtakaog alls
kyns samkvæmi. Leggjum áherslu á góðan mat og
þjónustu.
SKÚTAN HF.
Dalshrauni 15, Hafnarfirði, sími 51810 og 651810.
©
Blikkiðjan'
Iðnbúð 3, Garðabæ.
Önnumst hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
46711
HUSVÍKINGAR -
ÞINGEYINGAR
Almennur fundur í Félagsheimili Húsavíkur
föstudaginn 30. janúar n.k. kl. 21.00.
Fundarefni: Opinber rekstur -
fræðslu- og skólamál
Menntamálaráðuneytið
SVERRIR HERMANNSSON
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi
Karl A. Þorsteins,
ræðismaður,
Hagamel 12, Reykjavík
verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 30. janúar kl
13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Kvennadeild
Rauðakrossins.
Jóhanna Þorsteins
Þór Þorsteins
Hildur Karlsdóttir
Ragna M. Þorsteins
Karl J. Þorsteins
börn og barnabörn
Dóra Egilson
Eiríkur Haraldsson
Ingi R. Helgason
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN