Þjóðviljinn - 29.01.1987, Side 15
ÍÞRÓTTIR
HKRR
Háta'ð í HöHinni
Reykjavík-Landið hjá körlum og konum
England
Uveipool
steinlá í Luton!
Luton gjörsigraði Englands- og
bikarmeistara Liverpool, 3-0, í 3.
umferð ensku bikarkeppninnar í
knattspyrnu í gærkvöldi. Liðin
höfðu áður gert tvö markalaus
jafntefli.
Brian Stein kom Luton yfir og
síðan sótti liðið látlaust uns Mick
Harford og Mike Newell bættu
við mörkum. Annar þriggja
marka sigur Luton á Liverpool í
vetur, á gervigrasinu umdeilda.
Luton fær QPR í heimsókn í 4.
umferð.
í öðrum leik í 3. umferð í gær-
kvöldi vann Stoke stórsigur á
Grimsby, 6-0, og mætir Cardiff á
heimavelli í 4. umferð.
-VS/Reuter
2. deild
Ovænt að Varmá
Fylkir lagði Aftureldingu
Handknattleiksráð Reykjavík-
ur heldur í kvöld uppá 45 ára af-
mæli sitt með mikilli handknatt-
leikshátíð í Laugardalshöllinni í
kvöld. Hún hefst kl. 19.30 með
leik Reykjavíkur og Landsins í
Kvennakarfa
KR vann
KR vann mjög mikilvægan
sigur á ÍBK í kvennadeildinni í
körfuknattleik í gærkvöldi, 64-
52. Leikið var í Keflavík og stað-
an í hléi var 26-21, KR í hag.
Kristjana Hrafnkelsdóttir
skoraði 22 stig fyrir KR og Linda
Jónsdóttir 17. Katrín Eiríksdóttir
gerði 18 stig fyrir ÍBK en Björg
Hafsteinsdóttir 16.
-VS
Erla Rafnsdóttir skoraði 11
mörk þegar Stjarnan vann léttan
sigur á Ármanni, 37-13, í 1.
deildinni í gærkvöldi. Leikið var í
Digranesi og Stjarnan hafði mikla
yfirburði allan tímann, staðan
var 20-6 í hléi.
Mörk Stjörnunnar: Erla Rafnsdóttir 11,
Margrét Theodórsdóttir 6, Steinunn Þor-
steinsdóttir 6, Guðný Gunnsteinsdóttir 5,
Hnind Grétarsdóttir 4, Brynhildur Markús-
dóttir 2, María Grétarsdóttir 2, Ingibjörg
Andrésdóttir 1.
Mörk Ármanns: Margrét Hafsteinsdótt-
ir4, HallaGrétarsdóttir3, Ellen Einarsdóttir
2, Elísabet Albertsdóttir 2, Guðbjörg
Ágústsdóttir 1, Bryndís Guðmundsdóttir 1.
Kvennahandbolti
Fundur með
þjálfurum
Kvennalandsliðsnefndin í hand-
knattleik heldur f kvöld fræðslufund
fyrir þjálfara kvennaflokka. Hann fer
fram í Iþróttamiðstöðinni í Laugardal
og hefst kl. 20. Fjallað verður um ár-
angur landsliðsins og áætlanir um
æfíngar og leiki þess, uppbyggingu á
þjálfun yngri flokka, varnarleik,
séræfingar, íþróttamciðsli ofl.
kvennaflokki en síðan mætast
hljómsveitin Greifarnir og Eirík-
ur Hauksson & félagar í knatts-
pyrnuleik. Kl. 21.15 mætast síð-l
an Reykjavík og Landið í karla-
flokki.
Seint í gærkvöldi var orðið
nánast öruggt að landsliðsmenn-
irnir gætu leikið með í karla-
leiknum og verður þá valinn
maður í hverju rúmi í báðum lið-
um.
Þar verða þá að sjálfsögðu
allir þeir bestu úr íslensku félags-
Iiðunum en með Reykjavíkur-
liðinu leika að auki Sigurður
Sveinsson og Páll Olafsson og
með liði Landsins verður Krist-
ján Arason. Þetta er kjörið tæki-
færi til að sjá flesta bestu leik-
menn landsins í einum og sama
leikíum.
-VS
Staðan í 1. deild:
Fram......... 13 12 0 1 292-212 24
FH........... 13 10 0 3 276-201 20
Stjarnan..... 12 8 0 4 285-207 16
KR........... 13 5 2 6 224-245 12
Valur........ 12 5 1 6 248-222 11
Víkingur..... 12 5 1 6 232-210 11
IBV........... 9 1 0 8 117-199 2
Ármann....... 12 0 0 12 173-361 0
Það er ákveðinn aðstöðumun-
ur sem greinir íslenska landsliðið
í handknattleik frá flestum öðr-
um toppliðum heims - og hann
felst f því hve stór hluti íslensku
leikmanna leikur utan heima-
lands síns.
Þær sex þjóðir sem léku í
Eystrasaltskeppninni á dögunum
tefldu samtals fram 11 leik-
mönnum sem leika með er-
lendum félögum, og 7 þeirra voru
frá íslandi. Einar Þorvarðarson,
Kristján Arason, Sigurður
Sveinsson, Páll Ólafsson, Bjarni
Krfstján Arason reynist liði
Landsins vafalítið góður styrkur gegn
Reykjavík í kvöld.
3. deild
ÍH vann í
Hveragerði
ÍH vann óvæntan sigur á
Hvergerðingum, 26-20, í
Hveragerði í gærkvöldi. Þetta
var flmmti sigur Hafnarfjarð-
arliðsins unga í röð í 3.
deildinni í handknattleik og
með þessu áframhaldi gæti
það blandað sér í baráttuna
um sæti í 2. deild. -VS
Guðmundsson, Sigurður Gunn-
arsson og Alfreð Gíslason.
Hinir fjórir voru Svíarnir
BjörnJilsen, PerCarlen ogPeder
Jarphag, og Pólverjinn Jerzy
Klempel. Þrjár þjóðanna sex,
Austur-Þýskaland, Sovétríkin og
Vestur-Þýskaland, tefldu því
fram hreinum „heimaliðum" -
allir þeirra landsliðsmenn leika
með innlendum félagsliðum.
Þegar bætt er við þeim íslensku
landsliðsmönnum sem leika er-
lendis og reiknað er með f undir-
Fallbaráttulið Fylkis setti strik
í reikninginn í toppbaráttu 2.
deildar karla í handknattieik með
þvf að leggja Aftureldingu óvænt
að Varmá í gærkvöldi, 25-23.
Þetta var aðeins annar sigur Ár-
bæinga í deildinni í vetur.
ÍR-ingar náðu á meðan fjög-
urra stiga forskoti í deildinni.
Þeir gerðu engin mistök gegn
botnliði í A á Akranesi og sigruðu
30-15. Ólafur Gylfason var marka-
hæstur hjá ÍR méð 8 mörk en
Guðmundur Sveinsson gerði 6
fyrir ÍA. Staðan í 2. deild er þá
þannig:
(R.............. 11 9 2 0 274-204 20
Afturelding.... 11 7 2 2 269-222 16
ÞórA............. 9 5 2 2 188-183 12
IBK............. 10 4 2 4 210-201 10
HK.............. 10 5 0 5 249-208 10
IBV............. 10 5 0 5 224-210 10
búningnum fyrir Ólympíu-
leikana, Atla Hilmarssyni, Þoi-
bergi Aðalsteinssyni, Þorbirni
Jenssyni og Steinari Birgissyni,
ásamt Gunnari Gunnarssyni sem
hefur verið nefndur í því sam-
bandi sést vel við hve ramman
reip íslensk handknattleiksfor-
ysta á við að etja. Þetta þýðir að
þótt undirbúningurinn sé mikill í
sníðum og hafi aldrei verið um-
fangsmeiri en einmitt nú, er mjög
sjaldgæft að hægt sé að kalla allt
liðið saman í einu til æfinga eða til
leikja.
ReynirS........ 9 2 4 3 200-222 8
Grótta..........10 3 1 6 216-257 7
Fylkir......... 11 2 1 8 210-257 5
lA.............. 9 1 0 8 175-251 2
-VS
Úrvalsdeildin
Haukar-
Valur
Fjórtánda umferð úrvals-
deildarinnar í körfuknattleik
hefst í kvöld. Haukar mæta Val í
íþróttahúsinu í Hafnarfirði og
byrjar leikurinn kl. 20. Annað
kvöld leika toppliðin, UMFN og
ÍBK, í Njarðvík og loks mætast
KR og Fram á sunnudagskvöldið.
Nokkrir hafa sjaldnar getað
mætt til leiks eða æfinga en aðrir,
t.d. Alfreð Gíslason og Sigurður
Sveinsson. Þeir voru báðir með í
Eystrasaltskeppninni, Alfreð í
lykilhlutverki, án þess að hafa
fengið neinn undirbúning og voru
þar með lítið heima í þeim
leikkerfum sem liðið hefur æft og
notar. Þetta leiddi óhjákvæmi-
lega af sér mistök og stirðleika í
sóknarleik íslands í keppninni -
en samt mun minni en búast hefði
mátt við.
-VS
Kvennahandbolti
Erla með ellefu
Miklir yfirburðir Stjörnunnar
-MHM
Eystrasaltskeppnin
Athyglisverður aðstöðumunur
Sjö af ellefu „útlendingum“ voru íslenskir
England
Hart deilt um gervigras
Orlagaríkur fundur í dag. Gervigras bannað eða úrvalsdeild stofnuð?
I dag halda ensku deildafélögin
í knattspyrnu mikilvægan fund í
London. Þar mun West Ham
leggja fram tillögu um að ekki
verði leyft að taka nýja gervigras-
velli í notkun næstu þrjú árin -
og þarf tvo þriðjuhluta atkvæða
deildaliðanna 92 til að fá hana
samþykkta.
Fjögur félög hafa þegar tekið
gervigras í notkun, QPR 0g
Luton úr 1. deild, Oldham í 2.
deild og Preston í 4. deild. Tólf til
viðbótar hafa sótt um að fá að
koma upp slíkum völlum, þar á
meðal 1. deildarliðin Wimble-
don, Charlton og Oxford.
Margir telja að ef tillaga West
Ham verði felld geti það orðið til
þess að „stóru“ félögin beiti sér
fyrir stofnun úrvalsdeildar og segi
skilið við deildakeppnina en hug-
myndir þess efnis voru svæfðar
með málamiðlun sl. vetur. Verði
hún samþykkt sjá hinsvegar
margir fyrir sér skipbrot og gjald-
þrot margra félaga, sérstaklega í
neðri deildunum.
Andstæðingar gervigrassins
segja að það eyðileggji helstu ein-
kenni ensku knattspyrnunnar,
hraðann, „rennitæklingarnar“ og
baráttugleðina og að á gervigrasi
sé leikin gerviknattspyrna. Aðrir
halda því fram að á gervigrasi séu
meiri möguleikar á að þróa góða
knattmeðferð og fallega knatt-
spyrnu en á venjulegu grasi. Þau
félög sem hafa komið sér upp
gervigrasi hafa einnig hagnast
verulega á því, í aurum talið, því
vellina er hægt að nýta fyrir
æfingar og keppni allan sólar-
hringinn, allt árið um kring.
Framfarir í gerð gervigrasvalla
hafa orðið miklar síðustu misser-
in. Völlur Luton sem var gerður
1985 er sagður margfalt betri en
völlur QPR frá 1981 og vellir
Oldham og Preston sem lagðir
voru 1986 slá velli Luton
auðveldlega við.
En-Tout-Cas, brautryðjendur
í gerð gervigrasvalla, segja að
þeir þurfi sex ár í viðbót til að geta
gert slíkan völl sem sé óþekkjan-
legur frá venjulegum grasvelli.
David Evans, stjórnarformaður
Luton, segir að innan sex ára geti
hann bundið fyrir augu Howards
Kendall framkvæmdastjóra
Everton, leitt hann inná gervigras-
völl, og hann muni ekki geta
greint hann frá „ekta“ velli. En
þeir hjá En-Tout-Cas hafa hótað
því að ef tillaga West Ham verði
samþykkt muni þeir hætta rann-
sóknum sínum með öllu. Það yrði
gífurlegt áfall fyrir þá sem trúa
því og treysta að gervigras sé
framtíðin í ensku knattspyrn-
unni. -VS/Reuter
Knattspyrna
Framarar
á förum
Guðmundur í Val
Tveir knattspyrnumenn úr
Fram munu ganga frá félaga-
skiptum í þessari viku. Jónas
Björnsson fer til KS á Siglufirði
eins og við höfum áður sagt frá og
Guðmundur Baidursson, fyrrum
landsliðsmarkvörður, hefur
ákveðið að ganga tU liðs við Vals-
menn.
Jónas lék einn leik með Fram í
1. deild sl. sumar og báða Evr-
ópuleikina um haustið. Guð-
mundur hefur ekki komist að í
marki Fram síðan árið 1984
vegna góðrar frammistöðu Friðr-
iks Friðrikssonar.
-VS
Flmmtudagur 29. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15