Þjóðviljinn - 29.01.1987, Page 16

Þjóðviljinn - 29.01.1987, Page 16
SAMVINNUÐANKI ÍSLANDS HF. HAB BSRB Stjómin veitir gálgafrest Viðræður staðnaðar Stjórn HitaveituAkraness og Borgarfjarðar varð ígœr við tilmælum sveitarstjórnanna um frestun á gjaldskrárhœkkun. Jóhann Arsœlsson: Bíðum eftir ríkisvaldinu. Albert Guðmundsson: Getekkertgertí málinu Við viljum bíða átekta og sjá hvort það skýrist ekki í febrú- ar hvað ríkisvaldið ætlar að taka til bragðs og því ákváðum við á þessum fundi að nýta okkur ekki heimild iðnaðarráðherra til hækkunar á gjaldskrá í janúar, sagði Jóhann Arsælsson stjórnar- maður í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar í samtali við Þjóð- viljann í gær. Stjórn hitaveitunnar fékk um það tilmæli frá hreppsráði Borg- arness og bæjarráði Akraness að fresta gildistöku 14,6% hækkun- ar á gjaldskrá hitaveitunnar, sem átti að taka gildi 1. janúar. Fyrr í þessum mánuði höfðu sömu aðilar farið þess á leit við forsætisráðherra, fjármálaráð- herra og iðnaðarráðherra, að þeir færu fram á það við stjórn veitunnar að gildistöku hækkun- arinnar yrði frestað um tvo mán- uði, í trausti þess að gripið yrði til ráðstafana til að rétta hag hita- veitunnar. Viðbrögð við þeirri málaleitan hafa aðeins borist frá Albert Guðmundssyni iðnaðarráðherra, sem segist í raun og veru ekkert geta gert í málinu, hans sé aðeins að staðfesta beiðnir um hækkan- ir. í svari Alberts er ekki að finna neina viljayfirlýsingu um að létt verði á 1500 milljóna króna skuldum veitunnar. Gjaldskrá HAB er sú hæsta á landinu. Forráðamenn veitunn- ar, ásamt hitaveitu Akureyrar og Fjarhitun Vestmannaeyja, hafa farið fram á það við ríkisvaldið að það grípi til ráðstafana sem gætu létt á skuldum þessara fyrirtækja, sem samtals skulda um 4 milljarða króna. Nefnd sem unn- ið hefur í málinu á vegum iðnað- arráðuneytisins mun hugsanlega skila af sér í næsta mánuði. -gg Viðbrögð viðscmjenda eru mjög treg en af þeim orsökum má segja að viðræður séu staðn- aðar í bili, sagði Kristján Thor- lacius formaður BSRB í gær- Eins og greint hefur verið frá í Þjóðviljanum hefur gengið illa að koma saman heildarkröfugerð fyrir BSRB og hefur verið ákveð- ið að láta félögin reyna til þrautar í sérviðræðum áður en annað er reynt. Kristján sagði að það væri tilfinning samningsfulltrúa að í þessum viðræðum virtust við- semjendur bæjarstarfsmanna, annarra en borgarinnar, vera víð- sýnni en aðrir viðsemjendur. -K.Ól. Þingeyri Gagnslausir gólftusku- samningar Fiskvinnslufólk á Þingeyri mjög óánœgt Stór hluti fasstráðins fiskverka- fólks á Þingeyri skrifaði í síð- ustu viku undir áskorun til Verkalýðsfélagsins Brynju á Þingeyri og vinnu veitenda um að leiðrétta nú þegar fastráðning- arsamninga sem talið var að gæfu fólki rétt á 4 vikum á launum eftir uppsögn en 5.janúar síðastliðinn var fólkið tekið af launaskrá vegna sjómannaverkfallsins og sett á atvinnuleysisbætur. „Á fundi sem við héldum hér luku allir upp einum munni um það að þeir væru mjög óánægðir með þessa samninga, því þeir gefa okkur engan rétt“ sagði Kristjana Vagnsdóttir verkakona í frystihúsinu í samtali við Þjóð- viljann. „Þetta eru gólftusku- samningar sem hafa ekkert gildi. -vd. Æskulýðsmál Stórátak í Hafnarfirði „Hér eru öll hjól á fullu og það er virkilega gaman að taka þátt í því átaki sem verið er að gera í æskulýðsmálum í Hafnarfirði enda er mikill og góður vi|ji hjá bæjaryfirvöldum að stokka þessi mál upp“, sagði Árni Guðmunds- son nýskipaður Æskulýðsfulltrúi Hafnfirðinga i samtali við Þjóð- viljann í gær. í fyrrakvöld var tekin í notkun ný hverfamiðstöð fyrir unglinga í suðurbænum sem er í nýbyggingu við Öldutúnsskóla og meirihluti Æskulýðsráðs hefur lagt til við bæjaryfirvöld að fest verði kaup á Veitingahúsinu Skiphól í miðbæ Hafnarfjarðar fyrir æskulýðsmið- stöð bæjarins. Þá hefur æskulýðsráð ákveðið að gera tilraun með rekstur á daggæsluheimili fyrir „lykla- börn“ á aldrinum 7-11 ára í gamla æskulýðsheimilinu sem fyrir löngu er orðið of lítið fyrir æsku- Iýðsstarfsemi í bænum. Einnig eru uppi hugmyndir um að koma á fót vísi að útideild á vegum æskulýðsráðs. - lg. Nýja hverfamiðstöðin í öldutúnsskóla er þegar komin í fullan gang og f gær var æfing hjá unglingaleikhúsinu f Firðinum. Með á myndinni eru þeir Gísli Ásgeirsson umsjónarmaður miðstöðvarinnar og Árni Guðmundsson æskulýðsfulltrúi. Mynd: Sig. Staðgreiðsla skatta Farmenn/útgerðarmenn Tillögur um 35% brúttóskaftt Stjórnarflokkarnir velta enn vöngum yfir tillögum skattanefndarinn- ar. 27% skattur til ríkis og 8% útsvar. 8000 kr. persónuafsláttur á Stjórnarandstaðan hefur enn ekki fengið í hendur tillögur sérstakrar nefndar, sem nú vinn- ur að undirbúningi frumvarps um staðgreiðslukerfi skatta. Stjórnarflokkarnir hafa haft til- lögurnar til umfjöllunar í nokk- urn tíma og er búist við að frum- varp liggi fyrir um næstu helgi. Samkvæmt tillögunum er gert ráð fyrir að lagður verði flatur brúttóskattur á allar launatekjur. Til ríkisins renni 27% skattur og útsvarið verði 8% þannig að brúttóskatturinn yrði samtals 35% Hann leggist undantekning- mánuði arlaust á allar launatekjur launþega og sjálfstætt starfandi atvinnu einstaklinga í rekstri þar með talda dagpeninga, ferða- kostnað og bílastyrk, sem nú er skattfrjálst. í tillögunum er gert ráð fyrir að 30 þúsund króna mánaðartekjur verði undanþegnar skatti og nemur skattaafslátturinn því um 8 þúsund krónum á mánuði eða um 100 þúsundum á ári. Nú eru tekjuskattsmörkin um 27 þúsund og útsvarsmörkin um 22 þúsund. Þá er gert ráð fyrir að barnabætur verði borgaðar beint út en sérs- takt húsnæðisframlag og hugsan- lega sjómannaafsláttur komi til uppí skattinn. Deilur eru uppi milli stjórnar- flokkanna um hvort skattleggja eigi dagpeninga, ferðakostnað og bílastyrki sem önnur laun og vill Sjálfstæðisflokkurinn hafa þessar tekjur undanþegnar skatti meðan Framsókn hallast að skattlagn- ingu. Þá er óljóst hvernig ætlunin er að skattleggja tekjur af eignum, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist hart á móti því að vaxtatekjur verði skattlagðar eins og Álþýðubandalagið leggur til. -ÁI Ekkert mjakast Samningsaðilarsvartsýnir áframhaldið. Jón Steindór Valdimarsson: A ekki von á að deilan leysist á nœstu dögum Ekkert hafði mjakast í viðræð- um farmanna og útgerðar- manna um kvöldmatarleytið í gær og voru samningsaðilar svartsýnir á framhaldið. Jón Steindór Valdimarsson hjá Vinnumálasambandi Samvinnu- félaga sagði að eins og staðan væri nú væri ekki útlit fyrir að það tækist að semja á næstu dögum. Kristinn Skúlason fulltrúi í samn- inganefnd farmanna var ekki bjartsýnni. Hann sagði að út- gerðarmenn væru mjög stífir á því að bjóða ekki meira en tilboð þeirra nú hljóði uppá, sem er annars vegar tilboð sem er í stór- um dráttum grundvallað á jóla- föstusamningunum og hins vegar tilboð sem felst í kjarabótum sem farmenn fengju samfara breytingum á vinnuramma far- manna. Sagði Kristinn að það væri útilokað að farmenn gætu gengist inná þetta tilboð enda hefði félagsfundur farmanna ný- verið gefið skýrt tjl kynna að samninganefndin hefði enga hei- mild til þess að víkja frá þeim kröfum sem farmenn hefðu sett upp, sem væru lágmarkslaun á bilinu 33-35 þúsund og 73% yfir- vinnuálag. -K.Ól.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.