Þjóðviljinn - 31.01.1987, Side 9

Þjóðviljinn - 31.01.1987, Side 9
Lars Dybdal: Villta málverkið hefur öðlast sessí danskri myndlist ogerekki einsvillt og af er látið. MENNING Sýning á danskri nútímalist verður opnuð í Norræna húsinu í dag DÖNSKU villingarnir Það er líf í sölum kjallara Nor- ræna hússins um þessar mundir, en þar verður í dag opnuð sýning á um 50 myndverkum eftir valinn hóp danskra listamanna af yngstu kynslóðinni, sem fengið hefur viðurnefnið „Dönsku vill- ingarnir". Það var stjórn Norræna hússins sem átti frumkvæðið að sýning- unni, en verkin eru valin af dönsku listfræðingunum Lars Dybdal og Helle Behrndt. „Dönsku villingarnir1 er hópur listamanna af yngstu kynslóð- inni, sem á það sameiginlegt að hafa ráðist af miklu offorsi gegn þeim þrönga stakki sem þeim þótti myndlistinni skorinn af 68- kynslóðinni með þeirri ofur- áherslu sem hún lagði á hug- myndalist og minimalisma. Þeir sprengdu af sér alla viðtekna ramma, og sprengingin átti sér stað með sögulegri sýningu sem haldin var í Tranegárden í útborg Kaupmannahafnar í maí 1982 undir yfirskriftinni „Hnífurinn á hausnum“. Sýning þessi, sem kennd var við málverk eftir Keh- net Nielsen, þótti fremur merki- leg fyrir þá nýju tjáningarmögu- leika sem hún opnaði, heldur en að gæði verkanna væru svo frammúrskarandi. Reyndarvoru fistamennirnir ekkert að þræta fyrir það að myndir þeirra væru undir sterkum áhrifum frá þeim hræringum, sem þá voru að ger- ast í Þýskalandi og Ítalíu og kennd voru við „nýja málverk- ið“. Þeir straumar bárust reyndar hingað til íslands um líkt leyti, en íslensku villingarnir héldu sína sprengisýningu 1983 undir yfir- skriftinni „Gullströndin andar“, eins og menn muna. Lars Dybdal sagði okkur að verkin á þessari sýningu væru val- in til þess að gefa nokkra heildar- mynd af þeirri þróun sem átt hefði sér stað hjá þessum iista- mönnum frá 1982, auk þess sem sýningin hefði sögulegt gildi, þar sem einnig voru á sýningunni sögulegar heimildir og veggbiöð frá þessum tíma. í upphafi hefðu þessir lista- menn lagt litla áherslu á einstakl- ingsbundna tjáningu, og Traneg- árdsýningin hafi að miklu leyti verið unnin í samvinnu, þar sem megináhersla var lögð á að gefa hinum opinberu listastofnunum og öllu yfirvaldi langt nef. Hreyf- ing þessi var skyld pönk-kúltúrn- um að þessu leyti auk þess sem hún beitti gjarnan íróníu og háði til þess að auka sprengikraftinn. Jafnframt má segja að með þessu framtaki hafi málararnir verið að gera örvæntingarfulla tilraun til þess að skapa myndmál sem náð gæti til fjöldans í gegnum þann mikla múr fjölfaldaðs myndefnis sem einkennir upplýsingasamfé- lagið og þá jafnframt að leita uppi þau svið mannlegrar reynslu, sem ekki yrði miðlað á myndrænan hátt með fjölmiðlatækni nútím- ans. Lars Dybdal vildi líkja þessari hreyfingu „villtu málaranna" eins og hún mótaðist í upphafi, við Cobra-hreyfinguna sem myndað- ist í norðanverðri Evrópu fyrir stríð. Báðar hefðu þessar hreyf- ingar verið í uppreisn gegn fyrri hefðum, lagt áherslu á hömlu- lausa tjáningu og byggt á náinni samvinnu listamannanna. Það sem skilur hins vegar á milli er að „villingarnir" lögðu enga áherslu á djúpsálarfræði eða einstaklingsbundna tjáningu, sú tjáning sem þeir lögðu áherslu á var miklu fremur líkamleg í of- forsi sínu og hömluleysi. Til- gangslaust er líka að leita að _ „dýpri“ eða duldri merkingu þessara verka, þau eru fyrst og fremst á yfirborðinu, og það af ásettu ráði. Og á meðan Cobra-málararnir sóttu inspírasjón í þá „heilbrigðu“ og „upprunalegu“ tjáningu sem finna mátti, í trúar- legri list „frumstæðra“ þjóða í fjarlægum löndum, þá er langt í frá að dönsku villingarnir séu að taka sér slíka „frumstæða“ list til fyrirmyndar. Dönsku villingarnir vildu hafna allri viðtekinni fagur- fræði málverksins, og þær tilvís- anir í ytri hlutveruleika sem mátti finna í málverki þeirra í upphafi höfðu ekki boðskap eða táknræna merkingu sem náði mikið út fyrir það að undirstrika merkingarleysu myndmálsins á öld fjölmiðlatækninnar, sem svo freklega hefur ruðst inn á svið Nina Sten-Knudsen: Hestur. myndlistarinnar. Lars Dybdal sagði að greinileg þróun hefði átt sér stað í þessu nýja og hlutbundna málverki frá 1982: Hinn ofsafengni og líkam- legi tjáningarmáti hefði vikið fyrir persónulegri myndsköpun, þar sem persónueinkenni hvers og eins kæmu skýrar í ljós. „Sprengingin“ frá 1982 hefði í raun opnað leiðir til nýrrar ein- staklingsbundinnar tjáningar, og sú mikla samstaða og samvinna sem einkennt hefði hópinn í upp- hafi hefði nú vikið fyrir einstakl- ingsbundnari þörfum. Sagði Lars Dybdal að það væri meðal annars markmið þessarar sýningar að bregða upp mynd af þessari þró- un. í fíjótu bragði virðist mér sem íslensku „villingarnir“ geti dregið þann lærdóm af þessari sýningu, að hinir dönsku kollegar þeirra hafi nýtt sér á athyglisverðan hátt þá nýju tjáningarmöguleika sem opnuðust með sprengingunni í byrjun áratugarins. Því þrátt fyrir allt virðast þar enn vera ótæmdir möguleikar. Meðal málara sem þannig hafa ótvírætt þróað „nýja málverkið“ inn á frjósamar leiðir og sýnt sterka persónulega tján- ingu eru þær Anette Abrahams- son og Nina Sten-Kundsen. Það sem einkennir þessa málara er jafnframt að þeir hafna ekki lengur ýmsum þeim fagurfræði- legum gildum sem gefið var langt nef í upphafi „nýja málverksins“, heldur hafa þeir þvert á móti skapað persónulegt og tjáning- arfullt myndmál með því að nýta sér möguleika litarins til hins ítr- asta. Villingarnir eru ekki lengur villtir, heldur sýna þeir þroskuð efnistök, sem jafnframt hafa skapað þeim viðurkenningu innan hinna opinberu listastofn- ana sem eitt sinn voru tákn hins hataða borgaralega yfirvalds. Þannig berast byltingarmennirnir borgaralegir, vonandi til þess að mana fram nýja byltingarsinna í myndlistinni, því hvar væri myndlistin án þess eldmóðs sem byltingin kyndir? Sýningin í Norræna húsinu er lofsvert framtak, sem ber að þakka. Sýningunni fylgir myndarleg sýningarskrá, og hafa Carlsberg-sjóðurinn og August- inus-sjóðurinn í Danmörku styrkt útgáfu hennar. Sýningin verður opnuð kl. 15 í dag af Ker- sti Markus, ritara í danska sendi- ráðinu. Lars Norgárd: Flekkaðar hendur. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. janúar 1987 Laugardagur 31. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN i A Útboð Bæjarsjóður Kópavogs óskar eftir tilboðum í byggingu 2. áfanga Hjallaskóla í Kópavogi. Verk- ið felst í að byggja 885 m2 skólahús á einni hæð úr steyptum einingum og skila því að mestu leyti tilbúnu undir tréverk. Sökklar hafa verið steyptir fyrir þennan áfanga. Utboðsgögn eru afhent á tæknideild Kópavogs, Fannborg 2, 3. hæð, gegn kr. 10.000 skilatrygg- ingu. Tilboðum skal skila á sama stað miðvikudaginn 11. febrúar kl. 11 f.h. og verða þá opnuð í viður- vist þeirra bjóðenda sem þar mæta. Bæjarverkfræðingur Kópavogs VEGAGERÐIN Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í verkið: Eyjafjarðarbraut vestari, Ðrunná - Hrafnagil. (Lengd 8,3 km, fylling 89.000 m3 burðarlag 25.000 3 og klapparskering 6.000 m3). Verki skal að fullu lokið eigi síðar en 1. ágúst 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 2. febrúar n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 23. febrúar 1987. Vegamáiastjóri LATÍNA Fyrirhugað er að halda 8 vikna námskeið í latínu í Námsflokkum Reykjavíkur, Miðbæjarskóla. Innritun næstu virka daga á skrifstofu Námsflokk- anna frá kl. 13-21. Símar 12992 og 14106. LEIKHÚSIÐ í KIRKJUNNI sýnir ieikritið um I HALLGRIMSKIRKJU 8. sýning sunnudaginn 1. febrúar kl. 16. 9. sýning mánudaginn 2. febrúar kl. 20.30. Aukasýning miðvikudaginn 4. febrúar uppseit. Miðapantanirí Hallgrímskirkju alian sólarhringinn í síma 14455. Miðasala opin sunnudaga frá kl. 13 og mánu- daga frá kl. 16 og á laugardögum frá kl. 14-17. Vegna mikillar aðsóknar óskast pantanir sóttar daginn fyrir sýningu, annars seldar öðrum. 'b > STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGA*N

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.