Þjóðviljinn - 31.01.1987, Side 14

Þjóðviljinn - 31.01.1987, Side 14
VHDHORF ALÞÝDUBANDAIAGHE) ABR \ Deildarfundur 4. deildar Deildarfundur 4. deildar ABR verður haldinn láugardaginn 31. janúar kl. 14.00 að Hverfisgötu 105. j Dagskrá: 1) Starf deildarinnar í komandi kosning- um: Sigurður Einarsson formaður deildarinnar. 2) Onnur mál. Gestur fundarins verður Svavar Gestsson for- njiaður Alþýðubandalagsins. Stjórnin. Jrifffr' Sigurður Alþýðubandalagið á Akureyri Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin þann 6. febrúar nk. í Alþýðuhúsinu. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 20.30. Ávörp, söngur, glens og grín. Heiðursgestir verða Lena og Árni Berg- 'mann. Skemmtinefndin. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði ABH, laugardaginn 31. janúar kl. 10.00 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar. Undirbúningur fyrir síðari umræðu. 2) Upplýsingar úr nefndarstörfum. 3) Útgáfa Vegamóta. 4)önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Stjórnin. Alþýðubandalagið Akranesi Bæjarmálaráð Fundur verður haldinn í Rein þriðjudaginn 3. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 1987. Stjórnin Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn laugardaginn 31. janúar í Alþýðu- húsinu kl. 13.30. Efstu menn G-listans koma og ræða kosningastarfið framundan. - Stjórn- In. ABfí Spilakvöld Spilakvöld hjá Alþýðubandalaginu í Reykjavík verð- ur í Flokksmiðstöðinni þriðjudaginn 3. febrúar kl. 20.00. Gestur kvöldsins verður Olga Guðrún Arna- dóttir rithöfundur, sem skipar 5. sætið á lista Alþýðu- bandalagsins. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjómin. Olga Guðrún. Alþýðubandalagið í Kópavogi Morgunkaffi ABK Heiðrún Sverrisdóttir bæjarfulltrúi og formaður skólanefndar verður meö heitt á könnunni milli 10 og 12 laugardaginn 31. janúar í Þinghóli, Hamra- borg 11. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Kópavogi Bæjarmálaráð - fjárhagsáætlun Fundur verður í bæjarmálaráði mánudaginn 2. febrúar kl. 20.30 í Þing- hóti. Dagskrá: Umræða um fjárhagsáætlun Kópavogs 1987. Frummælandi Heimir Pálsson bæjarfulltrúi. Allir velkomnir. Stjórnin Fóstrur Fóstrur óskast til starfa á dagvistarheimili Hafn- arfjarðar. Fóstru í heila stöðu á dagheimilið Víðivelli. Fóstrur eftir hádegi á leikskólana Arnarberg, Álfaberg, Norðurberg og Smáralund. Upplýsingar um störfin veita forstöðumenn við- komandi heimila og dagvistarfulltrúi í síma 53444 á Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar. Félagsmálastjóri Hafnarfjarðar Að gefnu tilefni Kristín Einarsdóttir skrifar „Ég held að rétt vœrifyrir stjórnmálaflokkana að líta sér nœr og hugleiða hvað það ersem gerir sérfram- boð kvenna enn nauðsynlegt. Við kvennalistakonur teljum enn fulla þörf fyrir sérframboð kvenna ogþess vegna bjóðum viðfram. “ Nú eru liðin meir en 5 ár síðan ákveðið var að bjóða fram sér- lista kvenna í sveitarstjórnar- kosningum í Reykjavík og á Ak- ureyri og 4 ár síðan Kvennalista- konur buðu fyrst fram til Alþing- is. Enn hefur verið ákveðið að bjóða fram Kvennalista og nú í fleiri kjördæmum en fyrir síðustu kosningar. Ég tel ekki nokkurn vafa á hví að sérframboð kvenna er ein róttækasta aðgerð sem gripið hefur verið til hin síðustu ár til að auka áhrif kvenna í þjóðfélaginu og ná áhrif hennar langt út fyrir það sem mælanlegt er í fylgi við Kvennalistann. Ekki tekið tillit til sjónarmiða kvenna Konur hafa löngum verið óá- nægðar með sinn hlut innan vald- astofnana þjóðfélagsins. Ekki hefur verið tekið tillit til sjónar- miða kvenna jafnt og karla og er því einkum um að kenna að kon- ur hafa lítið komið nærri á þeim stöðum þar sem ráðum er ráðið. Kvennalistakonur töldu og telja enn að ein leið til að koma kvenn- asjónarmiðum á framfæri í stjórnmálum væri sérframboð, þar sem fullreynt þótti að hægt væri að hafa áhrif á hina stöðn- uðu karlaflokka. Tilgangur sér- framboðanna er því fyrst og fremst að koma kvennapólitík- inni að en ekki eingöngu að fjölga konum í sveitarstjórnum og á þingi. Áhrif kvennaframboða Eitt af því sem kvennafram- boðin hafa komið til leiðar er að konum hefur fjölgað á framboðs- listum stjórnmálaflokkanna í „sæmilegum vonarsætum“ svo notað sé orðalag „m“ höfundar forystugreinar Þjóðviljans 22. janúar. En hvers vegna eru oftast konur í baráttusætum eða neðar á listunum? Að vísu eru engar kon- ur nálægt slíku á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum en þar hefur hingað til ekki verið nægi- lega mikil hreyfing á Kvennalist- akonum til að karlarnir hafi séð ástæðu til að rýma til fyrir konum í baráttusætum hvað þá heldur í sæmilegum vonarsætum. Og nú eru Kvennalistakonur að bjóða fram gegn konum að dómi sama leiðarahöfundar. Aldrei geta þessar konur verið til friðs. Það bjóða víst aldrei neinir karlar sig fram gegn neinum öðrum körlum og alls ekki gegn konum, eða hvað? Konur eiga víst að gera sig ánægðar með að í flestum kjör- dæmum er varla von til að nema ein ef þá nokkur kona af flokks- listunum komist inná þing. Sjáifskipaðir ráðgjafar kvennalistans Og að sjálfsögðu komast spek- ingarnir að því að best sé fyrir Kvennalistann að bjóða ekki fram, því það tryggi best að sjón- armið kvenna eigi greiða leið inn í valdastofnanir þjóðfélagsins. Það þarf örugglega alveg sérstaka hæfileika til að komast að slíkri niðurstöðu. Annars fer það að nálgast efni í gamanleik ef safnað er saman öllu því sem stjórnmála- sérfræðingunum sjálfskipuðu hefur dottið í hug að segja gegn Kvennalistanum. Ef karlaflokk- unum er svo mikill akkur í kvenn- asjónarmiðum á þingi, hvers vegna eru þá ekki fleiri konur í s.k. öruggum sætum og hvers vegna eru þeir svo hræddir við framboð Kvennalistans? Óttast offjölgun Þrátt fyrir einhverja fjölgun kvenna á framboðslistum, stefnir ekki í það að nein veruleg fjölgun þingkvenna eigi sér stað þó að margir virðist óttast slíkt, ef marka má gengi kvenna innan gömlu stjórnmálaflokkanna. Körlunum finnst meira að segja alveg nóg um þegar konur gera kröfu um að tillit sé tekið til þeirra innan stjórnmálaflokk- anna og tala um fjölgun kvenna á þingi, úr 3 í 9 eins og gerðist við síðustu kosningar, nánast eins og um offjölgun hafi verið að ræða. Þingstörf eru e.t.v. ekki fyrir konur að þeirra dómi, heldur að- eins við hæfi karla. Er nauðsyná framboði? Ég held að rétt væri fyrir stjórnmálaflokkana að líta sér nær og hugleiða hvað það er sem gerir sérframboð kvenna enn nauðsynlegt. Við kvennalista- konur teljum að fuil þörf sé enn fyrir framboð kvenna og þess vegna bjóðum við fram. Væri ekki hollt fyrir aðra að hugleiða hvort nokkur þörf sé fyrir þeirra framboð og þurfa þau ekki líka að svara vel eins og Kvennalist- inn þegar spurt er um pólitíska stefnu eins og leiðarahöfundur „m“ fer fram á. Kvennalistinn hefur skýra póli- tíska stefnu sem birst hefur, fyrst fyrir síðustu alþingiskosningar og síðan í fjölmiðlum, þó með þeim takmörkunum sem málgagns- leysið setur okkur. Þetta hefur greinilega farið framhjá leiðara- höfundi m. Það hefur þess vegna einnig farið fram hjá honum að pólitísk stefna Kvennalistans er ólík stefnu annarra. Stökkbreyting? Ég tel það mjög jákvætt ef gömlu flokkarnir hafa tekið það mark á því sem Kvennalistakon- ur og margar aðrar konur hafa haldið fram um áhrifaleysi kvenna í íslenskum stjórnmálum, að konur geti nú farið að taka þátt í stjórnmálum innan gömlu flokkanna á sínum eigin forsend- um. Ég er að vísu ekki sannfærð um að karlarnir hafi tekið þeim stökkbreytingum að farið verði að taka mið af sjónarmiðum kvenna. Því miður hefur mér ekki fundist málflutningurinn hingað til bera þess merki að ástæða sé til mikillar bjartsýni. Kristín Einarsdóttir, lífeðlisfræðingur Kristín Einarsdóttir er lífeðlis- fræðingur og skipar 2. sætið á lista Kvennalistans í Reykjavík. Ráðunautur í fiskeldi Búnaðarfélag íslands óskar að ráða landsráðu- naut í fiskeldi. Starfið verður einkum í því fólgið að leiðbeina bændum og félögum þeirra, er hafa í huga að stunda matfiskeldi og eða seiðaeldi. Nánari upplýsingar um stafið veitir búnaðarmála- stjóri. Umsóknarfrestur er til 1. mars 1987. Búnaðarfélag íslands Bændahöllinni Pósthólf 7080 127 Reykjavík sími 19200 Umboðsmenn óskast Þjóðviljann vantar umboðsmenn í Garði og Mosfellssveit. Uppl. í síma 681333 eða 681663. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur þlOÐVILIINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.