Þjóðviljinn - 11.02.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Morgunblaðið og El Salvador
íslenskir fjölmiðlar hafa á síðustu árum tekið hægfara
breytingum í takt við þá alþjóðlegu þróun sem hefur gerst í
fjölmiðlun. Menn leggja áherslu á að segja satt, og láta
ekki þurra flokkspólitík vera kvarða á sanngildi frétta.
Vissulega ræður pólitík áfram miklu um fréttamat, og
það vægi sem einstakir fjölmiðlar tengja frásögnum af
atburðum. Það er að sönnu eðlilegt. Hitt er án tvímæla, að
horfin er að mestu sú ógeðfellda aðferð að hagræða staðr-
eyndum í stíl við þá stjórnmálastefnu sem viðkomandi
fjölmiðill kann að styðja öðrum fremur.
Á þessu eru þó sorglegar undantekningar. Morgunblað-
ið, sem æ oftar reynir að koma því á framfæri að það sé
ekki lengur flokksmálgagn af gamla skólanum, fær yfir sig
einhverja undarlega fortíðarsýki í hvert sinn sem kosning-
ar nálgast. Þá er allt í einu einsog ártaliö sé ekki 1987,
heldur 1957, og kaldastríðskuflinn ekki lengur falinn í
skápnum heldur skyndilega orðinn að hversdagsflík.
Þetta gerðist fyrir síðustu kosningar, þegar Morgunblað-
ið breyttist á tveimur dögum í þröngt flokksmálgagn. Og
enn eru kosningar á döfinni, og aftur skiptir drekinn ham og
heldur að kaldastríðið sé enn í gangi. Annað er að minnsta
kosti ekki að sjá af dæmalausum óhróðursskrifum þess
um fjársöfnun á vegum El Salvador nefndarinnar á íslandi,
sem hafa engan sjáanlegan tilgang annan en þann að
sverta fólk og samtök, sem styðja kúgaða alþýðu Suður
Ameríku.
El Salvadornefndin á íslandi stóð um jólin fyrir fjársöfn-
un til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftanna í október á
síðasta ári í San Salvador. Svipaðar safnanir hafa raunar
farið fram víðar um heim. Þetta verður hins vegar Morgun-
blaðinu tilefni til að slá upp frétt um að söfnunarféð renni til
samtaka skæruliða í El Salvador.
Hér er um að ræða einstaklega ósmekklega ásökun á
hendur starfsamra félagssamtaka, sem hafa lagt á sig
erfiði og óeigingjarnt starf til að aðstoða fólk í nauð. Stað -
reyndin er sú, aðféðíeróskiptí gegnum Alþýðusambandið
í El Salvador, alveg á sama hátt og framlög frá mörgum
öðrum erlendum hjálparstofnunum. Það getur vel verið að
Alþýðusambandið í El Salvador styðji ýmsar af kröfum
þjóðfrelsishreyfingarinnar þar í landi. En að halda því fram
að skæruliðar stjórni sambandinu er einfaldlega blekking.
Afturhvarfið til kaldastríðsvinnubragðanna kemur
næsta vel fram í því, hvert Morgunblaðið sækir heimildir
Alþýðuflokkurinn hefur byggt kosningabaráttu sína á því
að höfða til hægri. Það gekk til að byrja með næsta vel, og
flokkurinn sogaði til sín atkvæði frá íhaldinu.
Jónana tvo í Reykjavík brast hins vegar örendi til að
þreyta sundið til enda. Sigurðsson náði ekki hljómgrunni
meðal kjósenda, og Hannibalsson einfaldlega sprakk á
limminu
íhaldinu hefur því gengið giska vel að heimta sauðina
sína aftur af fjalli og meðal forystu stjórnarflokkanna eflist
byr hugmyndum um áframhald núverandi stjórnarmyn-
sturs. Við Jóni Baldvin, eina íslendingnum sem að eigin
sögn fæddist til að verða forsætisráðherra, blasir því hin
langa eyðimerkurganga stjórnarandstöðunnar. Til þeirrar
göngu þarf sterka leggi, sem ekki er að finna í forystu
Alþýðuflokksins.
Þessvegna reyna nú kratar allt til að koma sér í mjúkinn
hjá íhaldinu. Og sorglegasta dæmið um það gaf að líta á
alþingi, þegar lögð var fram tillaga manna úr Framsókn og
Alþýðubandalagi um rannsóknarnefnd vegna Sturlumáls-
sínar sem rætnisskrifin um El Salvador nefndina grundast
á. Grein þess er byggð á stofnun sem ber heitið Freedom
House í New York og blaðið kallar „viðurkennda upplýs-
inga og rannsóknarstofnun.“ Sannleikurinn er hins vegar
sá að umrædd stofnun er þekkt fyrir allt annað en hlutlaus
vinnubrögð. Hún er einn helsti banki upplýsinga fyrir öfga-
öfl til hægri í bandarískri stjórnsýslu.
Það segir sína sögu, þegar Morgunblaðið er aftur farið
að nota vinnubrögð af þessu tagi. Sums staðar stendur
tíminn kyrr.
ins. Með stuðningi krata væri von til að slík tillaga næði
fram að ganga, og miðað við yfirlýsingar Sverris Her-
mannssonar hefði honum borið siðferðileg skylda til af-
sagnar. Með því hefði raun unnist sigur í Sturlumálinu fyrir
þá, sem hafa barist gegn framkomu Sverris í málinu.
En kratar brugðust. Þeir leggja fram sína eigin tillögu, og
ætla bersýnilega ekki að styðja hina tillöguna. Með því
bjarga þeir Sverri, og leggja um leið drjúgum inn á reikning
sinn hjá íhaldinu.
Það getur vel verið að kratar telji sig með þessu komna
með tána upp í himinsæng íhaldsins. En þetta eru undar-
leg vinnubrögð, og sýna einungis það eitt, að til að vinna
sér hylli íhalds er forysta Alþýðuflokksins reiðubúin til að
gera hvað sem er.
Og það ætti að vera hollt íhugunarefni kjósendum í
Norðurlandskjördæmi eystra, að til að vinna sér hylli íhald-
sins er krataforystan jafnvel reiðubúin til að breyta sér í
bjarghring fyrir Sverri Hermannsson.
-ÖS
Hentistefnukratar
KUPPT
Heimspekideild,
Háskólinn
og þjóðfélagið
„Heimspekideild, Háskólinn
og þjóðfélagið" heitir grein eftir
prófessor Pál Skúlason og birtist í
nýútkomnu fyrsta tölublaði
Tímarits Háskóla íslands.
í grein sinni spyr Páll meðal
annars: „Hvaða gagn gerir
heimspekideild í þjóðfélaginu?"
„Það er ástæða til að spyrja
þessarar spurningar í fyllstu alv-
öru. Sannleikurinn er sá að fræði
heimspekideildar virðast á leið
með að verða hornreka í háskól-
anum. Til marks um þetta er sú
skoðun, sem örlað hefur á, að
þessi fræði séu óþarfa munaður,
fólk sé hér að fást við hluti sem
fáa eða enga varði um og þjóðfé-
lagið láti sig litlu skipta. Hvernig
stendur á þessu? Er hugsanlegt
að sjónarmið heimspekideildar
stangist á við ríkjandi sjónarmið
manna úti í þjóðfélaginu og
jafnvel ráðamanna í málefnum
háskólans sjálfs? Ég held að svo
sé og vil reyna að skýra í hverju
þessi ágreiningur eða hugsanlegi
árekstur sé fólginn.
Fræði heimspekideildar skoða .
veröldina undir sjónarhorni
menningarinnar, þ.e.a.s. frá
sjónarmiði siða-, hugmynda- og
tjáningarkerfa. Sagnfræði, mál-
fræði, bókmenntafræði og
heimspeki fást öll við margvísleg
menningarfyrirbæri: Þau yfir-
vega svið stjórnmála og efna-
hagsmála að svo miklu leyti sem
þau tengjast sviði menningarinn-
ar. Tungumálin, sagan, bók-
menntirnir, listirnar, siðirnir og
hugmyndirnar eru viðfangsefni
heimspekideildar. Það er mikil-
vægi þessara fyrirbæra í
mannlífinu sem heimspekideild
vill sýna fram á og sífellt vekja
eftirtekt á. Er ekki gildi
rannsókna á þessum fyrirbærum
augljóst? Blasir ekki við að án
rannsókna á þessum fyrirbærum
væri veruleiki okkar sjálfra hul-
inn, við værum ekki „með sjálf-
um okkur“, ef svo má taka til
orða?“
Frjálshyggjumenn
ganga lengra en
marxistar
„Það er ekki menningarkerfið,
heldur efnahagskerfið sem
mönnum er tamara að leggja
þjóðfélaginu til grundvallar og
líta svo á að stjórnmála- og menn-
ingarkerfin hvíli á því, stjórnmál
og menningarmál væru reist á
grunni efnahagslífsins. Á 19. öld
voru mótaðar fræðikenningar í
þessa veru, meðal annars af Karli
Marx og ýmsum fylgismönnum
hans. Þetta viðhorf er í reynd
ævafornt og hefur smám saman
náð að gegnsýra þjóðfélagið.
Helstu talsmenn þessa hérlendis
á síðustu árum hafa verið ákafir
markaðshyggjumenn sem virðast
sumir hverjir líta svo á að öll
mannleg samskipti séu viðskipti,
að lífið sé business og ekkert ann-
að. Markaðshyggjumenn hafa
jafnvel gengið lengra en róttæk-
ustu marxisar því að þeir virðast
vilja fella stjórnmála- og menn-
ingarkerfin inn í munstur efna-
hagskerfisins. Þjóðfélagsveru-
leikinn á að verða veröld við-
skiptanna og ekkert annað.
Hvers vegna hafa menn miklað
svo mjög fyrir sér hlut efnahags-
kerfisins? Hvers vegna hefur hið
svokallaða hagnýta sjónarmið til
allra hluta náð að gegnsýra
samfélagið? Hvers vegna eru
fræði eða vísindi, sem ekki er-
unnt að tengja beint viðskiptum
manna, atvinnu eða heilsufari,
talin óhagnýt, ef ekki algjörlega
gágnslaus og ómerk?
Skýringin á þessu hefur marg-
oft verið gefin og hún er sára-
einföld. Hin hagnýtu fræði lúta
að því sem er gefið í beinni en
skammvinnri skynjun og þau
gera kleift að framkvæma tiltekn-
ar aðgerðir sem bera skjótan ár-
angur. Þessi fræði eru í eðli sínu
skammsýn rétt eins og mennirnir
sjálfir sem eru öllu öðru fremur
OG SKORID
háðir þeim veruleika sem þeim er
gefinn í beinni skynjun hér og nú
og þeim verkum sem unnt er að
framkvæma hér og nú. Öll fræði
eða vísindi, sem ekki má tengja
við heim beinnar skynjunar eða
framkvœmda, eru þannig talin
óþörf og jafnvel til óþurftar. Öll
fræðastarfsemi eða rannsóknir,
sem ekki hafa framleiðslu efnis-
legra gæða að lokamarki, eru því
litin hornauga. Afleiðingin verð-
ur sú að hvers kyns tæknifræði
eða vísindi, sem menn telja með
réttu eða röngu að stuðli að
auknum efnislegum umsvifum,
hafa notið forgangs við fjár-
veitingar til rannsókna. Sannir
vísindamenn leiðast jafnvel útí
blekkingaleik við peningavaldið
til að geta stundað hreinar rann-
sóknir, ef þeir gefast ekki hrein-
lega upp fyrir skammsýninni.
Hér eiga einkum náttúruvísindin
í vök að verjast, en margar grein-
ar þeirra eru í bráðri hættu fyrir
heimskunni sem tekur fram-
leiðslu efnalegra gæða fram yfir
andleg verðmæti þekkingar og
skilning- sér hvorki né skilur hin
sögulegu og röklegu tengsl á milli
þróunar eiginlegra vísinda og
nútímaveraldar með öllum sínum
efnisgæðum. Hér takast á tvö
sjónarmið sem virðast röklega
séð ósamrýmanleg.“
Páll lýkurgrein sinni á eftirfar-
andi orðum:
„Þessi öfugsnúna heimsmynd
er skýrast tákn þeirrar andlegu
örbirgðar sem heimspekideild er
stofnuð til að berjast gegn og há-,
skólinn allur á að berjast gegn,
vilji menn að hann sé köllun sinni
trúr: Að þjóna þeim sannleika
sem gerir sköpunarverkið
skiljanlegt í smáu sem stóru, verk
mannanna sem undur náttúrunn-
ar.“
þlOÐVILllNN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín
Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ólafurGíslason,
Siaurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir,
Víöir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrlta- og prófarfcalestur: Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlttsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, GarðarSigvaldason.
Framkvæmdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnflörð.
Bílstjóri: JónaSigurdórsdóttir.
Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Viihjálmsson, ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmlðja Þjóðvlljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð:55kr.
Áskríftarverð á mónuði: 500 kr.
4 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. febrúar 1987