Þjóðviljinn - 11.02.1987, Blaðsíða 5
Ágúst Guðmunds-
son:Gottað
bendaávinnu-
brögðvið úthlut-
anirsjóðsins. Ég
ereiginlegamest
undrandi hvað út-
hlutunin kemur
mörgummikiðá
óvart nú.
Þorsteinn Úlfar
Björnsson:
Þaðereinkennilegt
að sjóðurinn
skuli ekki styrkja
handritagerð
sérstak lega.
Það hefði mátt
deila þessum
undirbúnings-
styrkjum
upp í marga
handritastyrki.
Guðný Halldórs-
dóttir: Það þýðir
ekki að slá ryki í
augu fólks með því
að tala um að
mynd Hrafns sé
mönnuð íslensk-
umleikurum
os.frv. Myndiner
fjármögnuð að
langmestu leyti af
Svíum og þess-
vegna hljóta þeir
aðeigahanaað
mestu.
Atriði úr kvikmyndinni Skilaboð til Söndru.
Kvikmyndir
Hrafn á spena
Kvikmyndasjóðs
Rúmlega þriðjungur úthlutunarfjár í einn stað.
Kvikmyndagerðarmenn: Hneyksli. Úthlutunarnefnd: Stœrri styrkir en fœrri
Hrafn Gunnlaugsson hefur þegið úr Kvikmyndasjóði
samtals 28 milljónir að núvirði. Það eru 16,5% alls
úthlutunarfjár sjóðsins frá upphafi til þessa dags.
Hrafn er út og inn um allt
stjórnkerfið og étandi með
þessu liði sem stjórnar. Tveir
þriðju úthiutunarnefndarinnar
eru persónulegir vinir hans og
ekkert skrýtið að þeir vilji gera
vel við hann.
Það væri nær að sjóðurinn
veitti fleiri handritastyrki í stað
einhverra undirbúningsstyrkja
sem enginn veit til hvers eru.
Forkastanlegt að þessi litli
peningur sem til er í landinu til
kvikmyndagerðar skuli fara í
að styrkja sænska kvikmynda-
gerð.
Ef ekki má styrkja samvinnu
af þessu tagi er framtíð íslenskr-
ar kvikmyndagerðar vonlítil.
Hrafn hefur skilað fyllilega
þeim myndum sem hann hefur
fengið styrk til að gera.
Mikil ólga er meðal kvik-
myndagerðarmanna eftir síð-
ustu úthlutun Kvikmyndasjóðs
þar sem Hrafn Gunnlaugsson
fékk nú, í fyrsta sinn eftir að
farið var að standa við lög um
ljárveitingar til sjóðsins.
Tilvitnanirnar hér að ofan
eru teknar úr viðtölum við kvik-
myndagerðarmenn og einn út-
hlutunarnefndarmanna sem
hér fara á eftir.
Úthlutanir
Kvikmyndasjóðs
Reiknað til núvirðis hefur frá
1979 til og með síðustu úthlutun
verið úthlutað úr sjóðnum alls
um 170 milljónum króna og fyrir
þetta fé framleiddar um 25
leiknar myndir og nokkuð marg-
ar heimildamyndir, en stærstur
hluti úthlutunarfjárins hefur far-
ið til leiknu myndanna eða um
102 milljónir.
Það er mjög dýrt að framleiða
eina kvikmynd og talið er að að
meðaltali kosti að framleiða
hverja leikna mynd, um 20
milljónir og má því reikna með að
þessar 25 myndir sem gerðar hafa
verið síðan 1979 hafi kostað um
500 milljónir og reiknum við með
því að 85 milljónir af þessum 102
milljónum sem úthlutað hefur
verið úr kvikmyndasjóði á tíma-
bilinu hafi farið til leiknu mynd-
anna, má gera ráð fyrir því að á
hafi vantað 415 milljónir til að
standa straum af gerð þeirra.
Rússnesk rúlletta
Hvaðan hafa kvikmyndagerð-
armenn náð í þessa 415 milljónir?
Jú, með því að taka lán út og
suður og með því að veðsetja per-
sónulegar eigur sínar og fjöl-
skyldna sinna og vina og hafa þeir
stundum líkt þessu við rússneska
rúllettu, því lítt mögulegt er að
gera sér grein fyrir aðsókna að
mynd um það leiti sem vinna við
hana hefst.
Nú í ár hugsuðu kvikmynda-
gerðarmenn sér gott til glóðar-
innar þar sem í fyrsta sinn var,
fyrir tilstilli menntamálaráð-
herra, Sverris Hermannssonar,
það fé í sjóðnum sem lög um
hann gera ráð fyrir.Fleiri um-
sóknir um úthlutun bárust en
nokkru sinni fyrr eða um 70.
Fremur hljótt var um flesta
umsækjendur nema einn. Alþjóð
fékk snemma að vita að Hrafn
Gunnlaugsson, deildarstjóri inn-
Iendrar dagskrárgerðar hjá Sjón-
varpinu hefði sótt um styrk til að
gera stórmynd í samvinnu við
sænsku kvikmyndastofnunina og
voru fjölmiðlar fullir af fréttum
þar um.
Hverjir hafa fengið mest?
Þjóðviljinn hefur kannað
hvernig úthlutunarfé hefur verið
skipt og í hvað það hefur farið.
Þess ber að geta að um er að ræða
lauslega athugun og niðurstöður í
grófum dráttum og þess skal get-
ið að allar tölur eru miðaðar við
núvirði krónunnar.
Ljóst er að Hrafn Gunnlaugs-
son hefur fengið úr sjóðnum frá
því að úthlutun hófst og til þessa
dags alls 28 milljónir, eða tæplega
16,5% af öllu sem úthlutað hefur
verið úr sjóðnum frá upphafi.
Hann hefur hingað til gert þrjár
myndir; Óðal feðranna, Okkar í
milli og Hrafninn flýgur og hefur
því hver mynd kostað kvik-
myndasjóð 9,3 milljónir.
Hrafn nýtur semsé mestra
styrkja íslenskra kvikmynda-
gerðarmanna.
Sá sem næst best er styrktur
samkvæmt þessu er Hilmar Odd-
son en hann hefur fengið 7,5
milljónir og gert eina mynd; Eins
og skepnan deyr.
Þriðji er Kristín Jóhannesdótt-
ir sem hefur fengið 7,2 milljónir
og gert eina mynd.
Fjórða sætið skipar Þorsteinn
Jónsson. Hann hefur fengið 10,2
milljónir og gert 2 myndir og hvor
því kostað kvikmyndasjóð 5,1
milljón.
Fimmti er Jakob Magnússon
sem fékk 4,5 milljónir og hefur
gert eina mynd.
Sjötti er Egill Eðvarðsson sem
fékíc 3,8 milljónir og gerði eina
mynd.
Sjöundi er Ágúst Guðmunds-
son sem skilað hefur af sér fjórum
myndum og fengið 9.9 miíljónir
svo hver mynd hefur kostað af fé
sjóðsins 2,3 milljónir.
í áttunda sæti er svo Þráinn
Bertelsson sem fengið hefur 10,8
milljónir og gert 5 myndir og hver
mynd því kostað sjóðinn 2,2
milljónir.
í sérflokki er síðan Eyvindur
Erlendsson sem fengið hefur úr
sjóðnum 6,8 milljónir en engin
mynd hefur komið frá honum
enn.
íslensk mynd?
Það sem mörgum finnst at-
hugavert við þess" msn sjóðsins
Sjá næstu síðu
Miðvikudagur 11. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5