Þjóðviljinn - 11.02.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR
Skíði
Allt til
Akureyrar
Akureyringar voru ósigrandi á
fyrsta bikarmóti vetrarins í alpagrein-
um sem fram fór á ísafirði um helg-
ina. Guðmundur Sigurjónsson og
Anna María Malmquist sigruðu í
stórsvigi karla og kvenna og Guð-
mundur og Guðrún H. Kristjánsdótt-
ir í svigi.
Magnús Eiríksson, Siglfirðingur-
inn gamalkunni, sigraði í 15 km skíða-
göngu karla, en einnig var keppt í
norrænum greinum á Isafirði. f öðr-
um flokkum sigruðu Rögnvaldur Ing-
þórsson, Pröstur Jóhannesson og Ósk
Ebenezardóttir frá ísafirði, Sölvi
Sölvason og Ester Ingólfsdóttir frá
Siglufirði og Guðmundur Óskarsson
frá Ólafsfirði.
Bikarkeppni unglinga 15-16 ára í
alpagreinum fór fram í Bláfjöllum.
Ásta Halldórsdóttir, ísafirði, sigraði í
svigi stúlkna og Ólafur Sigurðsson,
ísafirði, í stórsvigi pilta. Aðeins var
hægt að keppa annan daginn svo stór-
svig stúlkna og svig pilta féllu niður.
Knattspyrna
Stórsigur
West Ham
West Ham hristi af sér slenið úr
síðustu deildaleikjum sínum í fyrra-
kvöld og vann Sheffield United 4-0 í 4.
umferð bikarkeppninnar í knatt-
spyrnu. West Ham mætir nú Shefficld
Wednesday á útivelli í 5. umferð.
Frank McAvennie, sem hefur átt
erfitt uppdráttar í vetur, skoraði 2
markanna, Stewart Robson skoraði
sitt fyrsta mark frá því hann var
keyptur frá Arsenal fyrir 700 þúsund
pund fyrr í vetur og fjórða markið
gerði Tony Gale.
Aberdeen mátti þola tap á heima-
velli, 0-1, gegn Celtic í 3. umferð
skosku bikarkeppninnar Það var
markakóngurinn Brian McClair sem
skoraði markið á 15. mínútu, hans 29.
fyrir Celtic á keppnistímabilinu. Celt-
ic á annan erfiðan leik í 4. umferð,
gegn Hearts á útivelli, en Hearts tap-
aði um síðustu helgi í fyrsta skipti á
heimavelli í tvö ár.
-VS/Reuter
Blak
Þróttur og Fram
Þróttur Reykjavík og Fram eru
áfram með í bikarkeppni karla eftir
sigra um síðustu helgi. Þróttur vann
HK örugglega, 3-0 (15-6,15-12 og 16-
14) og Framarar lögðu HSK 3-0 (15-
13, 15-12, 15-12).
Glíma
Enn Olafur
Ólafur Haukur Ólafsson vann
Skjaldarglímu Ármanns þriðja árið i
röð sl. laugardag. Jón Unndórsson,
Leikni R., varð annar og Helgi
Bjarnason, KR, þriðji. Skjaldarglím-
an var þarna háð í 75. skipti.
Kvennahandbolti
Ellefti
Fram
sigur
r
i roo
Vann Stjörnuna örugglega, 25-18
Hé&inn Qilsson er eitt stærsta
tromp unglingalandsliðsins, a.m.k.
það hæsta.
Framstúlkurnar komust yfir
þýðingarmikla hindrun í gær-
kvöld þegar þær sigruðu Stjörn-
una 25-18 í Laugardalshöllinni.
EUefti sigur þeirra í röð og allt
stefnir í enn einn meistaratitilinn.
Úrslitin voru í raun ráðin í hálf-
leik því þá stóð 14-8, og síðan
16-8. Stjarnan náði að laga stöð-
una í 19-15 en Fram svaraði því
með þremur mörkum í röð. Liðin
gerðu sig sek um fjölda mistaka,
Stjörnustúlkur öllu meiri, en
Fram var allan tímann betri aðil-
Mörk Fram: Guðríöur Guðjónsdóttir
6(1 v), Ingunn Bernótusdóttir 5, Margrót
Unglingalandsliðið
Fyrsta heimsókn
utan við NM
Þrír leikir við Vestur-Þjóðverja
Leikið í Hafnarfirði og Kópavogi
Blöndal 5, Arna Steinsen 4(1 v), Jóhanna
Halldórsdóttir 3, Ósk Víðisdóttir 2.
Mörk Stjörnunnar: Erla Rafnsdóttir
8(3v), Hrund Grétarsdóttir 3, Margrét The-
odórsdóttir 3, Guðný Gunnsteinsdóttir 2,
Oddný Teitsdóttir 1, Brynhildur Markús-
dóttir 1.
Á undan vann KR sanngjarnan
sigur á Val, 23-19. Eftir hnífjafn-
an fyrri hálfleik og 10-10 í hléi
gerði KR útum leikinn með 7
mörkum gegn einu á fyrstu 12
mínútum seinni hálfleiks. Vals-
liðið vaknaði til lífsins undir lokin
en það var of seint. Sterkur varn-
arleikur, markvarsla Ásu Ás-
grímsdóttur og skynsamlegur
sóknarleikur lögðu grunninn að
sigri KR.
Mörk KR: Sigurbjörg Sigþórsdóttir 7,
Elsa Ævarsdóttir 4, Karólína Jónsdóttir
4(1v), Snjólaug Benjaminsdóttir 3, Arna
Garðarsdóttir 2, Valgeröur Skúladóttir 2,
Bryndís Harðardóttir 1.
Mörk Vals: Katrín Fredriksen 7, Guðrún
Kristjánsdóttir 5(3v), Erna Lúðvíksdóttir
4(3v), Ásta B.Sveinsdóttir 2, Soffía
Hreinsdóttir 1.
Handbolti
Víkingar
meö40
íslands- og bikarmeistarar
Víkings hófu bikarvörnina af
miklum krafti í gærkvöldi þegar
þeir sóttu 3. deildarlið Hvergerð-
inga heim. Víkingar sigruðu 40-
18 eftir 22-7 í hálfleik. Bjarki Sig-
urðsson skoraði 9 marka Víkings,
Guðmundur Guðmundsson 8 og
Arni Friðleifsson 7. Fyrir Hvera-
gerði skoraði Ólafur Jósefsson 5
mörk, Anton Tómasson 4 og
Gunnar Einarsson 3. Stefán Hall-
dórsson lék ekki með Hvergerð-
ingum og var það skarð fyrir
skildi.
FH fékk öflugri mótspyrnu í
Njarðvík gegn 3. deildarliði
UMFN en sigraði 23-18 eftir 13-8
í hléi. Óskar Ármannsson 7 og
Þorgils Óttar Mathiesen 5 voru
atkvæðamestir FH-inga en Pétur
Arnarson skoraði 7 mörk fyrir
UMFN, Pétur Árnason 4 og
Ólafur Thordarson 2.
-VS
Staðan í 1. deild:
Fram 14 13 0 1 312-222 26
FH 14 11 0 3 314-215 22
Stjarnan 13 9 0 4 310-231 18
KR 15 7 2 6 271-280 16
Víkingur 14 6 1 7 262-245 14
Valur 14 5 1 8 291-270 11
IBV 12 1 1 10 171-273 3
Ármann 14 0 1 13 200-401 1
Um næstu helgi leikur íslenska
unglingalandsliðið í handknatt-
leik í fyrsta skipti hér heima gegn
erlendum mótherjum, ef Norður-
landamót eru undanskilin. Það er
unglingalandslið Vestur-Þjóð-
verja sem er væntanlegt en liðin
mætast þrisvar, í Hafnarfírði á
föstudagskvöldið og í Digranesi í
Kópavogi á laugardag og sunnu-
dag.
Það eru piltar fæddir 1968 og
síðar sem skipa liðin og ísland
mætti einmitt vestur-þýska liðinu
í Noregi fyrr í vetur. Þá sigruðu
Vestur-Þjóðverjar með einu
marki. í liði þeirra eru nokkrir
leikmenn sem farnir eru að leika í
Bundesligunni, svo sem skyttan
Michael Hein, félagi Páls Ólafs-
sonar hjá Dússeldorf. Þar eru
einnig leikmenn frá Lemgo,
Hofweier og Hameln.
Geir Hallsteinsson þjálfari hef-
ur valið 18 leikmenn fyrir leikina
og eru þeir eftirtaldir:
Markverðir:
Bergsveinn Bergsveinsson, FH
Bjarni Frostason, HK
Leifur Dagfinnsson, KR
Sigtryggur Albertsson, Gróttu
Aðrir leikmenn:
Árni Friðleifsson, Vlkingi
Einar Guðmundsson, Selfossi
Guðmundur Guðmundsson, Val
Guðmundur Pálmason, KR
Halldór Ingólfsson, Gróttu
Héðinn Gilsson, FH
Konráð Olavsson, KR
Ólafur Kristjánsson, FH
Orri Bollason, (R
Óskar Helgason, FH
Páll Ólafsson, KR
Sigurður Sveinsson, Aftureldingu
Sigurpáll Aðalsteinsson, Þór A.
Þorsteinn Guðjónsson, KR
Eins og sést á þessu eru flestir
piltanna orðnir lykilmenn í liðum
sínum í 1. og 2. deild og eru því
komnir með talsverða reynslu.
Þeir Héðinn Gilsson og Árni
Friðleifsson hafa leikið með A-
landsliðinu og Konráð er í hópn-
um sem valinn hefur verið fyrir
Ólympíuleikana.
-VS
í kvöld leika FH og Víkingur í
Hafnarfirði kl. 20.
-VS
England
Storsigur
Chelsea
Chelsea styrkti stöðu sína í fall-
baráttu ensku 1. deildarinnar í
gærkvöldi með stórsigri á Ox-
ford, 4-0. Þar með höfðu liðin
sætaskipti á stigatöfíunni, Chels-
ea er í 15. sæti en Oxford í 16.,
bæði með 32 stig. í 4. deild vann
Orient 2-0 útisigur á Scunthorpe.
-VS/Reuter
Vestur-Þýskaland
Hörð gagnrýni
Thiel ekki með í B-keppninni
Frá Jóni H.Garðarssyni frétta-
manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi:
Vestur-Þjóðverjar léku tvíveg-
is við Ungverja, silfurliðið úr síð-
ustu heimsmeistarakeppni, um
helgina. Fyrri leiknum sem fram
fór í Bremerhaven lauk með sigri
Vestur-Þjóðverja, 23-17, en sá
seinni endaði með jafntefli, 26-
26.
Þýska liðið lék ágætlega í þess-
um leikjum en er samt gagnrýnt
harkalega í blöðum. Það er
greinilegt að Vestur-Þjóðverjar
eru ekki sáttir við að vera B-þjóð
í handknattleik. Þeir fara í B-
keppnina á Ítalíu síðar í þessum
mánuði en vonir þeirra þar biðu
alvarlega hnekki á dögunum þeg-
ar Andreas Thiel, sem margir
telja besta markvörð heims, slas-
aðist í leik gegn Frökkum. Ljóst
er að hann verður ekki með á
Ítalíu.
Knattspyrnuhjálp
1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2.
Enginn seðill með 12 réttum leikjum kom fram í 25. leikviku Get-
rauna. Með 11 rétta voru 8 raðir og fær hver 88,185 krónur. Með 10
rétta voru 97 raðir og hver fær 3,117 krónur í sinn hlut.
26. leikvika | s Coventrv-Chelsea x x 1 Qfió X 1 1 k. é1 1 1
Luton-Aston Villa 1 1 1 1 1 1
Manch.Utd-Watford 1 1 1 1 X 1 1
Norwich-Manch.City 1 X 1 X X 1 1
Nottm.Forest-West Ham 1 1 1 1 1 1 1
Oxford-Everton 2 1 2 2 2 2 2
Q.P.R.-Newcastle 1 1 1 1 1 1 1
Sheff.Wed.-Arsenal 2 2 1 X X 2 2
Tottenham-Southampton 1 1 1 1 1 1 1
Oldham-ipswich 1 X 1 X X 1
Sunderland-Derby County 2 1 X 2 2 1 2
W.B.A.-Stoke 1 1 1 X 1 X
Bylgjan er með 119 leiki rétta í fjölmiðlakeppninni, DV 114, Tíminn
113, Morgunblaðið 112, Þjóðviljinn 111, Dagur 110 og Ríkisútvarpið
109.
Archibald með Afríkuaðstoð
Stórleikur fyrirhugaður á Wembley í apríl
Skoski knattspyrnumaðurinn
Steve Archibald, sem hefur nán-
ast gleymst hjá dótturliði Barcc-
lona í spænsku 2. deildinni,
minnti á sig í gær, ekki þó með
frammistöðu sinni á knattspyrnu-
vellinum.
Hann tilkynnti að hann hefði í
hyggju að koma á fót „knatt -
spyrnuhjálp" fyrir bágstadda í
Afríku, líkt og Bob Geldorf beitti
sér fyrir meðal tónlistarmanna
eins og heimsfrægt varð.
Archibald stefnir á að koma á
stórleik á Wembley-leikvangin-
um í London í apni og að hans
sögn hafa stórstjörnur á borð við
Diego Maradona, Bernd Schust-
er, Osvaldo Ardiles, Toni
Schumacher, Michael Laudrup,
Preben Elkjær, Emilio Butragu-
eno og Gary Lineker þekkst boð
hans um að taka þátt. Hann segist
einnig vonast eftir því að Pele og
George Best sjái sér fært að leika
sinn hálfleikinn hvor.
Archibald mun síðar í vikunni
ræða við ensk knattspyrnuyfir-
völd um leikinn og mögulega
þátttöku leikmanna enskra fé-
laga en hann er þegar búinn að fá
tilskilin leyfi frá Alþjóða Knatt-
spyrnusambandinu, FIFA.
„Ég fékk hugmyndina að þessu
þegar ég sá þátt með Bob Geld-
orf. Það hafði djúp áhrif á mig að
sjá hve ástandið er slæmt í Afr-
íku,“ sagði Archibald í gær.
-VS/Reuter
Steve Archibaid er f svipaðri að-
stöðu og Bob Geldorf á sinum tíma -
nánast gleymdur.
Miðvikudagur 11. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15