Þjóðviljinn - 11.02.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.02.1987, Blaðsíða 13
HEIMURINN Sovéthermenn í Afganistan. Á heimleið? Einnig vilja fyrrnefndir sjö for- ingjar uppreisnarmanna ekki ljá máls á annarri lausn þjóðar sinn- ar en að öllum ítökum Sovét- manna verði eytt og að gerðar verði upp sakirnar við banda- menn þeirra. Það er því síst að furða þótt stríðsþreytt alþýða manna óttist að Genfarviðræðurnar skili litl- um árangri. -ks. Hvíta húsið Eyjólfur hressist Irtið Stefnurœða forsetans hafði ekki tilætluð áhrif á almenningsálit Stefnuræða Reagans í bandaríska þinginu um daginn var ekki síst ætlað að hressa uppá álit forsetans meðal al- mennings heimafyrir eftir að vopnasölumálin sköpuðu honum síaukinn mótbyr. Sam- kvæmt skoðanakönnun í síð- asta Newsweek hefur þetta ekki tekist. í könnuninni er einnig spurt hvort menn telji Reagan- stjórnina hafa náð árangri í nokkrum mikilvægum þjóðmál- um. Rúmur helmingur aðspurðra segir stjórnina hafa náð árangri í baráttu gegn verðbólgu og eiturl- yfjum, en við fjórum öðrum spurningum er svar spurðra neikvætt Reagan. 32% telja Re- agan hafa náð árangri í að afstýra kjarnorkustyrjöld, 19% segja hann hafa reynt án árangurs, 8% segja hann ekkert hafa sinnt þeim málum og 26% segja hann hafa skapað vanda í þessum efnum. Utanríkismál: árangur 28%, reynt en mistekist 29%, ekki sinnt 4%, skapað vanda 30%. Fjárlagahalli: árangur 21%, reynt en mistekist 35%, ekkert sinnt 5%, skapað vanda 29%. Bil milli ríkra og fátækra: árangur 14%, reynt en mistekist 27%, ekkert sinnt 22%. skapað vanda 29%. - m Kjarnorkutilraunir Frakkar íhuga N-Atlantshaf Leit stendur yfir að öðru tilraunasvæði en Mururoa Wellington - Frakkar íhuga nú að halda áfram kjarnorkutil- raunum sínum annars staðar en á Mururoa-rifi í Suður- Kyrrahafi, og kemur Norður- Atlantshaf meðal annars til greina. Þetta sagði í gær franskur vísindamaður, Abra- ham Behar prófessor í París, á ráðstefnu í nýja-Sjálandi um kjarnorkumál. Skýrsla sem út kom á vegum Sameinuðu þjóðanna í gær dregur upp mjög ófagra mynd af meðferð suður-afrískra stjórnvalda á svörtum skóla- börnum sem voga sér að mót- Kvikmyndir Síðasti tangó í Róm Allar leiðir liggja til Rómar, og síðasti tangóinn sem dansaður var í París fyrir finimtán árum verður að lokum stiginn líka í ít- ölskum kvikmyndahúsum. Dómari í Rómaborg lauk í gær langri deilu um siðsemi kvik- myndar ítalans Bertolucci með því að vísa frá ákæru gegn leikstjóranum og öðrum aðstand- endum. Það voru ástaratlot þeirra Marlon Brando og Maríu Schneider í kvikmyndinni sem fóru fyrir brjóstið á viðkvæmum ítölum, en dómarinn byggði á áliti sérfræðinga sem sögðu myndina listaverk og kynlífslýs- ingar hennar því ekki klám. Ástæða þess að Frakkar íhuga að gefa Mururoa-rif uppá bátinn sem tilraunastað á að vera að eyjan þolir illa kjarnorkuspreng- ingar, undirstaða hennar er ekki traust og kjarnorkuúrgangur berst auðveldlega í hafið frá eynni. Behar sagði að sennilega yrði tilraunastöðin flutt á næsta ári, annaðhvort til einhverrar mæla ófremdarástandi í menntunarmálum sínum. Mörg þeirra hafa slasast alvar- lega þegar lögregla hefur ráðist á göngur og fundi sem haldnir hafa verið til að stappa stálinu í þá sem neita að sætta sig við fjórða flokks menntun. Hefur öllum ráðum verið beitt til að kveða mótmælin niður, táragas, gúmmíkúlur og jafnvel skotvopn notuð og mörg hundruð ung- menna yngri en sextán ára læst niðrí dýflissum. Stjórnvöld viðurkenna að á þriðja hundrað barna séu í haldi en áreiðanlegar heimildir skýrsluhöfunda segja þá tölu mun hærri. í fangavistinni sæta börnin mjög illri meðferð. Þeim er mis- þyrmt og gert lífið leitt á marga vegu. Sum eru sett í klefa með harðsvíruðum afbrotamönnum sem margir hverjir misnota þau kynferðislega og niðurlægja á allskyns hátt. Fjöldi ungmenn- anna nær sér aldrei eftir vistina í helvíti fangaklefanna og bera menjar andlegra og líkamlegra pyntinga æ síðan. í skýrslunni kemur fram að annarrar franskrar eyju í Suður- Kyrrahafi eða í Norður- Atlantshafið. Hann tiltók ekki hvar á Norður-Atlantshafi kæmi til greina að halda áfram sprengjutilraunum. Frakkar hófu neðanjarðar- sprengingar á Mururoa-rifi í júní 1975 og hafa síðan sprengt þar 83 sinnum við áköf mótmæli al- þrátt fyrir þetta láti svört skóla- æska ekki deigan síga í baráttu sinni sem er aðeins einn hlekkur af mörgum í frelsisbaráttu blökkumanna í Suður-Afríku. Hún hafnar skólagöngu sem ekki þjónar hagsmunum hennar sjálfrar heldur hefur að markmiði að framleiða auðmjúkt þjónustu- fólk og undirtyllur. Gefum skýrsluhöfundum síð- mennings og ríkisstjórna í Suður- Kyrrahafi, sérstaklega Ástrala og Nýsjálendinga. Franskar ríkis- stjórnir hafa virt þau mótmæli að vettugi hvaða pólitískur litur sem á Parísarstjórn hefur verið, og Frakkar hafa neitað þverlega að samþykkja samning Suður- Kyrrahafsríkja um kjarnorku- vopnalaust svæði. Bandaríkja- asta orðið : „ Svörtu skólafólki rennur til rifja að sitja ekki við sama borð og hvítir jafnaldrar þess og vilja aðskilnaðarstefnuna feiga. Það er góður baráttuandi í röðum ungmennanna, þau eru órög við að bjóða lögreglunni byrginn og orða vel kröfur sínar, sem bæði eru skynsamlegar og réttlátar. -ks. stjórn gaf fyrir skömmu til kynna að hún vildi ekki skrifa undir heldur. Bretar eru enn óráðnir, en Sovétmenn segjast ætla að skrifa undir, og sendiherra Kína á Fiji-eyjum skrifaði undir samn- inginn í gær með fyrirvara um samþykki annarra stórvelda í framtíðinni. - m Kína-Sovét Rætt um landamærin Moskvu - Sovétmenn og Kín- verjar hófu í fyrradag viðræður í Moskvu um landamæradeilur ríkjanna, og taka upp þráðinn þar sem hann var felldur þegar uppúr svipuðum viðræðum slitnaði árið 1978. Á síðasta ári hafa í Moskvu sést ýmis teikn um að Sovétmenn séu reiðu- búnir að ganga lengra en áður til að r.á samkomulagi. Sovétmenn og Kínverjar deila um yfirráð ánna Amur og Ussuri á austurlandamærum ríkjanna. Russakeisari ákvað fyrir byltingu að landamærin væru á bakkanum Kínamegin, en fyrir skömmu gaf varautanríkisráðherra í Moskvu í skyn að þarmeð muni Sovétmenn geta fellt sig við kínversk yfirráð á Chenbao-eyju sem er eitt helsta þrætuepli ríkjanna. Kínverjar hafa haft her á eyjunni síðan 1969 þegar mannskæð átök urðu á þessum slóðum. Eftir þau hófust viðræður um málin, en uppúr slitnaði ’78. Ekki er búist við skjótri lausn á þessari áralöngu deilu, en það þykir hjálpa til að Sovétmenn hafa undanfarið sýnt lit á þeim sviðum sem Kínverjar nefna sem helstu ágreinignsmál, Afganist- an, Kampútsea og sovéskur her á landamærum Kína, - í Peking mun þannig hafa verið litið á það með velþóknun þegar Sovét- menn fluttu heim hluta herliðs síns í Mongólíu. - m Miðvikudagur 11. febrúar 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 13 S. -Afríka Skólabömum misþyimt Svörtskýrsla um menntamál blökkumanna. Fjöldi svartra skólabarna bak við lás ogslá Svört ungmenni I átökum við lögreglu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.