Þjóðviljinn - 11.02.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.02.1987, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN— Hvernig kunnirðu við kvikmynd- ina „Böðulinn og skækjuna"? Melkorka Ólafsdóttir: Vel, en hún var ívið langdregin á köflum. Ekkert tiltakanlega dóna- leg. Karítas Jensdóttir: Mér fannst hún ágæt - reyndar mögnuð. Hún er vel gerð og leikin. Jón Matthíasson: Mér fannst hún hálf skítug, blaut og subbuleg. Gunnlaugur Jónsson: í einu orði sagt, góð. Jón Pálsson: Ég byrjaði að horfa og fannst hún ógeðfelld. Hætti að horfa þegar það var búið að höggva tvo. Mér leist satt að segja ekkert á mynd- ina. FRETTIR Ríkisstjórnin Okrið lögleitt Nýtt stjórnarfrumvarp um vaxtamál heimilar okurþegar þröngt er á almennum lánamarkaði. Svavar Gestsson:Frumvarpinu ekki œtla að loka okurleiðunum, heldur lögleiða þœr Frumvarp um okurlög sætti harðri gagnrýni á aiþingi í fyrra- dag og sagði Svavar Gestsson greinilegt að ríkisstjórnin ætiaði sér ekki að loka leiðum til okur- lánastarfsemi, heldur þvert á móti opna fyrir að hún geti þrifíst áfram þegar þröngt er á al- mennum lánamarkaði. Ný ákvæði um okur er að finna í vaxtafrumvarpi sem viðskipta- ráðherra mælti fyrir á alþingi í, fyrradag. Ef frumvarpið verður samþykkt falla úr gildi gömlu ok- urlögin frá 1960, sem reyndust eins og kunnugt er haldlaus að mati Hæstaréttar þar sem Seðla- bankinn hafði ekki uppfyllt ákvæði þeirra um auglýsingu hámarksvaxta. Matthías Bjarnason viðskipta- ráðherra sagði hin nýju ákvæði koma algerlega í stað laganna frá 1960 og tækju auk þess til þriðja aðila eða „skuggamannanna" sem lána fé í gegnum okrara. Þá gerir bráðabirgðaákvæði ráð fyrir að refsiákvæði gömlu laganna standi óhögguð gagnvart þeim málum sem nú bíða í dómskerf- inu. Svavar Gestsson benti á að samkvæmt frumvarpinu væri leyfilegt að semja um hvaða vexti sem er og það teljist því aðeins okur samkvæmt frumvarpinu ef um grófa misnotkun aðstöðu er að ræða eða ef lánarinn hagnýtir sér á óréttmætan hátt fjárþröng lántakanda af ásetningi eða stór- felldu gáleysi. Orðalag okur- greinarinnar sjálfrar væri alltof þröngt og í greinargerð segði að brotið þurfi að vera „gróft“ til að það teljist refsivert. Þetta sagði Svavar í samræmi við okurstefn- una sem ríkisstjórnin hefði rekið frá 1984 og menn þekktu afleið- ingar hennar ekki aðeins af ok- urmálunum, sem hefðu strandað í Hæstarétti, heldur einnig af nauðungaruppboðunum, gjald- þrotunum og erfiðleikum fyrir- tækjanna úti á landsbyggðinni. Kjartan Jóhannsson tók undir þessa gagnrýni Svavars og sagði ákvæðin allt of þröng. Nauðsyn- legt væri að veita neytendum, þ.e. lántakendum meiri vernd gegn okri en frumvarpið gerir ráð fyrir. Umræðunni varð ekki lok- ið. -ÁI Höfrungur AK landaði fullfermi af loðnu á Akranesi síðdegis á laugardaginn, 920 tonnum. Mynd gg. Loðnuveiðarnar 270 þúsund eftir af kvótanum 745 þúsund tonn afloðnu komin á land. Brœla á miðunum síðan á mánudaginn Nú eru samkvæmt upplýsing- um loðnunefndar komin 745 þús- und tonn af loðnu á land og eru því 270 þúsund tonn eftir af kvót- anum. Bræla hefur verið á mið- unum síðan á mánudagsmorgun- inn. Þegar Þjóðviljinn ræddi við Ástráð Ingvarsson hjá loðnu- nefnd í gær höfðu þrettán skip tilkynnt um afla síðan á sunnu- daginn. Víkingur AK landaði 1100 tonnum í gær, Hrafn GK landaði 620 tonnum á Þórshöfn og Húnaröst ÁR landaði sama magni á Hornafirði. Aðrir voru með minna. Skipin hafa verið að veiðum við suðausturland. Höfrungur AK landaði full- fermi á Akranesi á laugardaginn, 920 tonnum. Þá landaði Hilmir II 1200 tonnum í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. -gg Arnarflug Aætla 10 miljónir í hagnað Öll áhersla á áœtlunarflug. Erlendu leiguflugi hœtt Rekstraráætlun Arnarflugs fyrir þetta ár sem samþykkt var á hiutahafafundi félagsins í fyrra- kvöld gerir ráð fyrir 10 miljón króna hagnaði af rekstri félagsins á þessu ári og 35 miljón króna hagnaði á árinu 1988. Taprekstur félagsins á liðnu ári nam um 125 miljónum króna. Hlutahafafundurinn sam- þykkti að auka hlutafé félagsins um 130 miljónir í tveimur áföng- um, 105 miljónir á þessu ári og 25 miljónir á næsta ári. Þegar er búið að fá loforð fyrir um 60-70 miljónum. Nýstofnað dótturfyrirtæki Arnarflugs mun taka yfir innan- landsflug félagsins í næsta mán- uði en Arnarflug mun nú leggja alla áherslu á áætunarflug til Evr- ópu en önnur hefðbundin starf- semi s.s. leiguflug á erlendum mörkuðum verður lögð niður um óákveðinn tíma. -Ig Gautur GK Gengið frá kaupunum Hraðfrystihús Grundarfjarðar gekk á föstudaginn frá kaupum á togaranum Gauti GK frá Garði fyrir 165 miHjónir króna. Skipið verður þó ekki afhent fyrr en í maí byrjun. Matsverð Gauts er aðeins um 86 milljónir króna þannig að kaupverðið er nær 100% yfir matsverði. Algengt er að skip með kvóta seljist á 30-50% yfir matsverði. Útgarður í Garði, sem átti skipið, sá ekki fram á að geta haldið því. Sótt var um lán til Byggðasjóðs, en beiðninni var hafnað, þannig að forráðamenn fyrirtækisins sáu ekki annað fært en að selja skipið. -gg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 11. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.