Þjóðviljinn - 12.02.1987, Síða 1
Fimmtudagur 12. febrúar 1987 34. tölublað 52. órgangur
Útvegsbankinn
Hafskip borgar ekki
Hlutafjárbréfin íHafskipumfrá 1985 skila sér illa í Útvegsbankann. Aðeins verið greitt af92 bréfum afl50.15 milljónir
ívanskilum. Nokkrir hafa neitað að borga
Skuldabréfin sem færa áttu
Hafskip hf. 80 milljón króna
hlutafjáraukningu að kröfu Út-
vegsbankans og tryggja þannig
fjárhagslega stöðu fyrirtækisins
gagnvart bankanum eru í geysi-
legum vanskilum. Aðeins hefur
náðst að innheimta 7-8 milljónir
af þeim um það bil 20 miijónum
sem átti að greiða af brcfunum 1.
september sl.
Samkvæmt upplýsingum sem
Þjóðviljinn fékk hjá Útvegsbank-
anum átti að greiða af 152 bréfum
1. september í fyrra og voru það
fyrstu afborganir af bréfunum.
Enn hefur aðeins verið greitt af
92 bréfum og eru um 15 milljónir
króna í vanskilum af fyrstu út-
borguninni. í þeirri upphæð eru
15% dráttarvextir frá gjalddaga.
Þessir aðilar hafa fengið ítrek-
anir um að greiða af bréfunum,
en ekki hefur verið gripið til al-
varlegra innheimtuaðgerða.
Nokkrir aðilar hafa lýst yfir því
að þeir muni aldrei greiða af bréf-
unum enda telja þeir sig hafa ver-
ið plataða til þess að skrifa undir
bréfin á aðalfundi Hafskips árið
1985. Að sögn hafa nokkrir stórir
aðilar farið fram á samninga um
greiðslukjör, en bankinn hefur
ekki tekið afstöðu til þeirrar
beiðni.
Eins og kunnugt er gerði Út-
vegsbankinn kröfu til þrotabús-
ins um veðrétt í þessum bréfum,
en þrotabúið hefur þvertekið
fyrir að viðurkenna þann rétt
bankans. -gg
Albert
Tákn
Hafskips
Albert Guðmundsson er enn í
réttarstöðu grunaðs manns í Haf-
skipsmálinu.
Samkvæmt fjölmiðlum var
hann til rannsóknar hjá tveimur
opinberum embættum vegna
meintra skattsvika.
HP kveður hann eiga málaferli
yfir höfði sér af hálfu hins opin-
bera.
Á þingi neitaði Albert að hafa
þegið nokkuð frá Hafskip.
Nokkrum mánuðum síðar viður-
kenndi hann að skipafélagið
hefði greitt fyrir hann för til
Nissa.
Síðar kom í ljós, að Nissaförin
virtist tvígreidd, því ríkissjóður
borgaði hana líka.
Yfir 70 af hundraði lands-
manna vildu að hann segði af sér
vegna Hafskipsmálsins.
Samt er Albert Guðmundsson,
tákngervingur Hafskipsmálsins, í
efsta sæti á lista Sjálfstæðis-
flokksins. -ÖS.
Sjá bls. 7
Viltu svín, kjúkling eða lamb? Fólk hefur í æ ríkari mæli hallað sér að þeim tveimur fyrrtöldu á undanförnum árum, en
lambakjötið á verulega undir högg að sækja. Mynd E.ÓI.
Kjötneyslan
Stöðvarfjörður
Fiskverkun
í fjárhúsi
Trillukarlar með
fiskverkun ígömlu
fjárhúsi
Þetta hefur farið vel af stað hjá
okkur, sagði Bragi Pálsson
starfsmaður hjá Færibak á
Stöðvarfirði, en Færibakur hf. er
nýtt fyrirtæki, líklega eitt sinnar
tegundar á íslandi, en um er að
ræða fiskverkunarfyrirtæki
trillukarla.
Fyrirtækið, sem stofnað var í
janúar af 11 trillukörlum, verður
rekið allt árið í kring í gömlu fjár-
húsi sem nú hefur verið innréttað
sem fiskverkunarstöð. Starfs-
menn fiskverkunarinnar eru um 6
talsins en auk þess starfa trillu-
karlarnir af og til við verkunina
sjálfir. Að sögn Braga er fyrir-
tækið að senda um 60 tonn af fiski
til Grikklands á næstu dögum en
þar er að mestu um saltaðan afla
að ræða.
Fyrirtækið dregur nafn sitt af
boða nokkrum sem er á slóðum
þar sem Stöðfirðingar stunda
handfæraveiðar á sumrin.-K.ÓI.
Fjallalambið fer halloka
Þótt kjötneysla landans hafi aukist minnkar neysla kindakjöts. Var að
meðaltali 38 kíló á mann ífyrra. Hefur mest orðið 53 kíló
Enda þótt kjötneysla landans
aukist ár frá ári minnkar
kindakjötsátið stöðugt. Hver ís-
lendingar borðaði að meðaltali
aðeins um 38 kíló af kindakjöti
eða lambakjöti í fyrra, en hæst
hefur þessi neysla komist upp í 53
kfló á ári.
Árleg kjötneysla hvers íslend-
ings hefur aukist um tæplega 3
kfló síðan árið 1983, en neysla
kindakjöts hefur minnkað um
Á lafoss/SÍS
Setja ullarbann á bændur
Alafoss og Iðnaðardeild SÍS
hafa stöðvað öll ullarkaup af
íslenskum bændum þar til rfldð
hefur gert upp niðurgreiðslur frá
fyrra ári og tryggt niðurgreiðslur
og eða verðlækkun á þessu ári.
Umboðsmenn þessara fyrirtækja
hafa fengið fyrirmæli um að taka
ekki við meiri ull frá bændum.
„Við gerðum samning við ríkið
fyrir nokkrum árum um niður-
greiðslur á ull. Ríkið stóð ekki
við þennan samning í fyrra. Þessi
tvö fyrirtæki eiga inni niður-
greiðslur upp á samtals 40
milljónir króna frá því í fyrra og
við munum ekki taka við meiri ull
fyrr en þessu hefur verið kippt í
lag og samkomulag hefur náðst
fyrir þetta ár,“ sagði Gunnlaugur
Þráinsson framkvæmdastjóri hjá
Álafoss í samtali við Þjóðviljann í
gær.
Álafoss liggur að sögn Gunn-
laugs með talsverðar birgðir af ís-
lenskri ull sem það getur ekki
flutt út án þess að stórtapa á við-
skiptunum. 30% verðfall varð á
íslenskri ull á heimsmarkaði á
síðasta ári og hún á í erfiðri sam-
keppni við ull frá öðrum löndum
sem í flestum tilvikum er mýkri.
„Með þessari ákvörðun sem
tekin var í dag erum við að þrýsta
á ríkið með að greiða niður-
greiðslur fyrra árs og semja um
ráðstafanir á þessu ári,“ sagði
Gunnlaugur.
„Málið er til meðferðar í ráðu-
neytinu og ég á von á að niður-
staða fáist innan tíðar. Það er ver-
ið að kanna forsendur þessarar
kröfugerðar," sagði Sigurður
Þórðarson skrifstofustjóri í fjár-
málaráðuneytinu í gær.
-gg
nær 6 kfló á þessu tímabili. Hins
vegur hefur svínakjötið unnið
talsvert á. Árið 1983 borðuðu
menn að meðaltali 3,6 kfló af
svínakjöti en í fyrra voru þau orð-
in 7,3.
Það sama gildir um kjúklinga
og annað fuglakjöt. Árið 1983
borðuðu íslendingar að meðaltali
um 3,2 kíló af fuglakjöti, en nær 7
í fyrra. Neysla nautakjöts hefur
einnig aukist.
Hlutdeild kindakjöts í
neyslunni hefur þannig hrapað úr
69% í 57% af heildarneyslunni á
þessum árum.
Félög sauðfjárbænda í Borg-
arfjarðarhéraði og Snæfells- og
Hnappadalssýslu fjölluðu um
þessi mál á fjölmennum fundi í
Borgarnesi í vikunni og er sagt frá
fundinum í blaðinu.
-gg
Sjá SÍÖU 9