Þjóðviljinn - 12.02.1987, Side 3

Þjóðviljinn - 12.02.1987, Side 3
FREITIR Félagsmálastofnun Stútfullt af fordbmum Húseigendafélagið skorar á leigusala sem leigir Félagsmálastofnun að hœttaþví. Leigusalinn: Erorðlaus. Sólveig Kristjánsdóttirstarfstúlka Húseigendafélagsins: Ekki kvartað meira undan leigjendum Félagsmálastofnunar en öðrum i þessu fjölbýlishúsi er íbúðin sem Húseigendafélagið mælist til að sé ekki leigð skjólstæðingum Félagsmálastofnunar. Mynd: Sig. Okur Matthías á gati Ráðherrann veit ekki hvað telst okur samkvœmtfrumvarpi sínu „Ég get ekkert verið að svara hvaða spurningum sem er héðan úr salnum,“ sagði Matthías Bjarnason, viðskiptaráðherra á alþingi í gær, þegar Svavar Gests- son spurði hann hvaða vaxtastig teldist okur í dag, ef frumvarp hans um vaxtamálin væri orðið að lögum. En ráðherrann stóð á gati. Umræðum um nýtt vaxtafrum- varp var fram haldið í gær og gagnrýndi Svavar enn hversu ó- Ijós ákvæðin um hvað telst okur samkvæmt frumvarpinu, eru. Svavar vísaði á bug yfirlýsingum ráðherra um að þeir hafi ekki get- að vitað hvert stefndi í okur- og vaxtamálum eftir ákvörðun um vaxtafrelsi 1984 og rifjaði upp lagafrumvörp Alþýðubandalags- ins haustið 1984. Þar var beinhörð tillaga um að vextir, umfram 2-3% raunvexti, teljist okur í samræmi við gömlu okur- lögin, sem voru orðin haldlaus vegna þessarar ákvörðunar. -ÁI Sturlumálið Ingvar fastur fyrir Mikil óvissa um stuðning viðfrávísun- artillögu Sjálfstæðismönnum tókst ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að fá Ingvar Gíslason, forseta neðri deildar alþingis til að taka sitt eigið frumvarp um fræðslustjóra- málið fyrir á fundi deildarinnar í gær. Olli þetta talsverðri reiði einstakra þingmanna, þeirra á meðal Hdlldórs Blöndals, skrifara deildarinnar. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans mun Ingvar mæla fyrir frumvarpi sínu, Guðmundar Bjarnasonar, Stcingríms J. Sigfússonar og Kristínar Hall- dórsdóttur á mánudaginn kemur. Sjálfstæðismenn munu þá kynna frávísunartillögu sína og er ljóst að hún mun hljóta einhvern stuðning frá Framsóknar- mönnum, ef þeir þá ekki forða sér úr þingsal. Hins vegar virðist allt stefna í að Alþýðuflokks- menn komi Sverri og Sjálfstæðis- flokknum til hjálpar og telja menn það lýsandi tákn um við- reisnarvon flokkanna beggja.-ÁI Að voga sér að koma því á framfæri við nokkurn mann að hann skipti ekki við Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar finnst mér svo siðlaust að ég verð orðlaus, sagði Gunnar Jónsson íbúðareigandi en íbúð hans hefur um skeið verið í leigu hjá Félagsmálastofnun sem hefur framleigt íbúðina skjólstæðing- um sínum. Gunnar fékk nýlega bréf frá Húseigendafélaginu þar sem skorað er á hann að hætta að leigja stofnuninni og er það sam- kvæmt tilmælum eins íbúa húss- inns en húsið er sambýlishús. Samkvæmt bréfi Húseigenda- félagsins, hagsmunasamtaka hús- eigenda, til Gunnars, hafa íbú- arnir kvartað yfir óþægindum undan leigjanda Félagsmála- stofnunarinnar og undan því að hann þrífi ekki sameign. Þá er kvartað undan hávaða eftir klukkan 24 á kvöldin. í bréfinu er því skorað á Gunnar að hætta að leigja skjólstæðingum stofnunar- innar „þar sem reynslan sýnir meiri líkur á ónæði frá íbúðum í umsjón Félagsmálastofnunar en almennt gerist og gengur“. „Fólk hringir hingað og kvart- ar undan leigjendum og í mörg- um þessara tilfella er það að kvarta undan atriðum sem það myndi alls ekki kvarta undan væru leigjendurnir ekki leigjend- ur Félagsmálastofnunar. Oft á tíðum hafa þeir sem kvarta ekki Anæstu dögum mun mennta- málaráðherra kynna á alþingi tillögur til breytinga á grunn- skólalögum, þar sem m.a. er lagt til að fræðsuráð verði lögð niður og störf fræðslustjóra heyri undir ráðuneyti. „Þetta er tilraun til að einfalda stjórnunina á grunn- skólakerfínu og draga skýrari mörk á milli þess hvað heyrir undir hvern - ráðuneyti og sveitarfélög,“ sagði Páll Dag- bjartsson, skólastjóri og fulltrúi í einu sinni haft fyrir því að tala fyrst við leigjendurna, sagði Þór- ir Indriðason fulltrúi í Húsnæðis- deild Félagsmálastofnunarinnar í Reykjavík um málið. „Því miður þá er þetta oft afleiðing af for- dómum almennings gagnvart þeim sem þurfa á aðstoð okkar að halda“. Sigrún Benediktsdóttir lög- fræðingur Húseigendafélagsins sú sem skrifaði bréfið til Gunnars sagði að það væri ekki stefna fé- nefnd, sem ráðherra fól að endur- skoða grunnskólalögin. Páll sagði að núverandi skipan fræðsluráða væri óeðlileg, þar sem ráðin eru kosin af sveitar- stjórnum. Þrátt fyrir að fræðslu- ráð fari með fjármuni ríkissjóðs, hefur ríkisvaldið ekki nein áhrif á stefnu og kosningu ráðanna. Hugmyndin er sú að fræðsluráð verði lögð niður og starf þeirra falið sveitarfélögum og sérstök- um þjónustuskrifstofum ráðu- lagsins að leggjast gegn því að fólk leigi skjólstæðingum Félags- málastofnunar. „það er ljóst að þetta fólk býr við mikla fordóma umhverfisins og mjög oft hefur það ekki unnið til þess. í um- ræddu tilfelli virðist staðreyndin hins vegar vera önnur,“ sagði Sig- rún. Aðspurð um hvort meira bæri á kvörtunum undan leigjendum Félagmálastofnunar en öðrum sagði Sólveig Kristjánsdóttir neytis í fræðsluumdæmunum, er hafi með hendi eftirlit með skóla- starfinu og veiti skólunum þá ráð- gjöf og þjónustu er þá kann að vanhaga um. Valgeir Gestsson, formaður Kennarasambandsins sagði í samtali við blaðið að hann hefði pata af þessum tillögum. Hann taldi að Kennarasambandið fengi þessar tillögur sendar fljótlega til umsagnar og fyrr vildi hann ekki tjá sig um þær efnislega. Að óathuguðu máli sagði Valgeir að það legðist illa í sig að fræðslu- ráðin yrðu lögð niður - það væri fremur ástæða til að auka vald þeirra en hitt. „Það er allt gott um það að segja ef sveitarfélögin fá meiru ráðið um grunnskólastarfið. En ég óttast að með þessu sé ríkis- valdið eina ferðina enn að yfir- færa kostnaðinn af skólahaldinu á sveitarfélögin,“ sagði Jóhann Gcirdal, kennari, er blaðið leit- aði álits hans á fyrirhugaðri niðurlagningu fræðsluráða. í þessu sambandi er mönnum hollt að minnast deilna menntamála- ráðherra við fræðsluráðið á Norðurlandi eystra. Verði út- gjaldaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga ekki fastákveðin, samfara niðurlagningu fræðsluráðanna er hætt við að breytingin sé enn ein tilraun ríkisstjórnarinnar að færa gjöld og álögur frá ríki til sveitarfélaga. -RK starfstúlka hjá Húseigendafé- laginu, að svo væri alls ekki. Það væri ekkert kvartað meira undan þeim en t.d. húseigendum sjálf- um. „Ég hef verið hér í 6 ár og ætti því að hafa ágæta hugmynd um ástandið,“ sagði Sólveig. —K.Ól. Bankainnlán Lífeyris- sjóðimir eiga 70% Svavar Gestsson: Aukning innlána er kominfrá lífeyrissjóðunum en ekki almennum sparifjáreigendum Innistæður í bönkum og spari- sjóðum hafa vaxið jafnt og þétt allt frá 1975, en sú aukning er allt að 90% frá lífeyrissjóðunum komin. Lífeyrissjóðirnir eiga nú 70% af heildarinnistæðunum og heildareign þcirra - á föstu verð- lagi hefur aukist meira en tvöfalt frá 1975! Þetta kom m.a fram í ræðu Svavars Gestssonar á alþingi í gær, þegar hann vísaði á bug þeim r.öksemdum Sjálfstæðis- manna að vaxandi almennur sparnaður væri í landinu og það væri allt frjálsu vöxtunum að þakka. Á árinu 1975 var heildareign lífeyrissjóðanna 10% af lands- framleiðslu en 9 árum síðar, á ár- inu 1984 var hún orðin 22% af landsframleiðslu. Lífeyrissjóð- irnir eiga nú 70% af heildarinni- stæðum í bönkum og sparisjóð- um í landinu, en almennur pen- ingalegur sparnaður er mjög lítill og margfalt minni en í nálægum löndum. Þetta gengur þvert á kenningar um að gífurlega -háir raunvextir hafi kallað á aukinn sparnað almennings, því lífeyris- sjóðirnir standa fyrir 80-90% af aukningunni,“ sagði Svavar. -ÁI Matvörur Neytendur borga bnísann Skipulagsleysi í verslun á ísafirði og Vestmannaeyjum Smásöluálagning matvöru- verslana á ísafirði og í Vest- mannaeyjum er hærri en annars staðar á landinu segir í könnun Verðlagsstofnunar. Þrátt fyrir nokkurn fjölda verslana á þessum stöðum er verðsamkeppni þeirra í milli lítil og álagning hefur ýmist hækkað eða staðið í stað frá því að hámarksálagning var felld nið- ur fyrir nokkrum árum. Verðkönnun Verðlagsstofnun- ar á sl. ári leiddi í ljós að verðlag á matvöru var 8% hærra á ísafirði 6% hærra í og um Vestmannaeyjum en á höfuð- borgarsvæðinu. Til þess að leita skýringa á þessum óeðlilega verðmismun gerði stofnunin sér- staka athugun fyrir skemmstu á verðmyndun og aðstæðum í mat- vöruverslun á þessum stöðum. í ljós kom að flutningskostnaður á þar minnsta sök að máli. Þess í stað er mikill fjöldi umboðs- og heildsölufyrirtækja á jafn litlum neytendamarkaði, þes valdandi að vöruverð hækkar, nema að álagning í smásölu lækki vegna þjónustu milliliðanna. Smásölu- álagningin hefur hins vegar ekki lækkað heldur hækka í sumum tilvikum. Jafnframt kom í ljós að í mörgum tilfella eru vörukaup verslana ómarkviss, sem leiðir til þess að veltuhraði vörubirgða og fjármagns er lítill. Verðlagsstofnun bendir á það, svo bót verði ráðin hér á, þurfi verslunareigendur að taka upp breytta starfshætti. Aðhald af hálfu neytenda með verðsaman- burði á milli verslana verði jafn- framt að koma til ef eðlileg verð- samkeppni á að geta þróast á ísa- firði og í Vestmannaeyjum. -RK Menntamál Fræðsluráð lögð niður! Valgeir Gestsson: Leggst illa ímig. Páll Dagbjartsson: Tilraun til að fastsetja hvað heyrir undir hvern ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.