Þjóðviljinn - 12.02.1987, Síða 7

Þjóðviljinn - 12.02.1987, Síða 7
Albert Guömundsson scetir ennþá réttarstöðu grunaðs manns í Hafskipshneykslinu, umfangsmesta gjaldþrotamáli síðari áratuga j skoðanankönnun kom l fram, aðyfir70afhundraði íslendinga töldu að Albert bceri siðferðileg skylda til að segja afsér / þingi kvaðstAlbert Guð- /Y. mundsson ekki hafa þegið neitt af Hafskip. íviðtali við Þjóðviljann viðurkenndi hann síðarað Hafskip hafi borgað fyrir hannferð til Nissa -w-p fsti maðurinn á lista Sjálf- tL stœðisflokksins í Reykja- vík, stundum kallaður herra Hafskip, fékk langt innan við 40prósent atkvœða íprófkjör- inuífyrstasœtið 5taðhceft hefur verið aðAl- berthafi verið til rannsókn- ar hjá tveimur opinberum embcettum vegna meintra skattsvika. HP segir að málaf- erli vofiyfir ráðherranum af opinberri hálfu jp nn síðar upplýstiAlbertað th ríkissjóður hefði líkagreitt honum Nissaferðina Sjálfstœðisflokkurinn Hafskipsflaggið við hún Albert Guðmundsson hótaði sérframboði. Forystuna brast kjark og bœldi niður andófið gegn Albert. Hafskip hefur endanlega bœstíflota Sjálfstæðisflokksins Fyrir skömmu var sögulegur fundur haldinn í Valhöli, flokks- musteri Sjálfstæðisflokksins, sem margir höfðu beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Fulltrúa- ráð flokksins í Reykjavík kom þar saman til að samþykkja eftir langa bið hinn endanlega fram- boðslista í Reykjavík. Margir höfðu beðið með öndina í hálsin- um, - yrði Albert Guðmundsson settur á, eða myndu flokksstoð- irnar guggna á andófi sínu gegn hinum umdeilda ráðherra. Ungtyrkir á vígaslóö Ungtyrkir Heimdallar höfðu haft uppi ill hljóð í fjölmiðlum vikurnar á undan, og kváðust í engu myndu eira hinum þrautseiga þingmanni í efsta sæti listans, þar sem úrslit prófkjörs- ins höfðu þó sett hann upphaf- lega. Mikill kurr var á meðal al- mennra flokksmanna, sem vildu ekki mann með Hafskipsferil Al- berts í efsta sæti listans. Morgun- blaðið hafði sömuleiðis farið hamförum mánuðum saman og barist mjög hatrammlega gegn Albert, án þess þó nokkurn tíma að hafa kjark til að segja upphátt það sem lá milli línanna. Það var því lítil furða, þó menn biðu fundar fulltrúaráðsins með eftirvæntingu, - myndi Sjálfstæð- isflokkurinn sýna að enn hefði hann rögg og reisn til að hreinsa sig af óværu Hafskipshneykslis- ins? -Eða myndi hann sýna enn einu sinni að hið gamla siðferðis- þrek, sem fyrrum forystmenn flokksins sýndu oft á tíðum, væri löngu horfið út í buskann? Albert sat heima Fundurinn í Valhöll varð stutt- ur. Miklu styttri en nokkurn ór- aði. Þorsteinn hélt ræðu. Friðrik hélt ræðu. En Albert Guðmunds- son talaði ekki. Hann lét ekki einu sinni sjá sig á fundinum. Hann sat bara heima. Honum fannst lítil þörf á að mæta, því hann var búinn að sjá til þess, að forysta flokksins mokaði fyrir hann flórinn, kæmi í kring að engin andstaða yrði gegn honum á fundinum. Hótun um sérframboð Bak við tjöldin hafði Albert Guðmundsson hótað forystu flokksins að yrði hróflað við hon- um úr fyrsta sæti listans myndi hann ekki hika við að fara í sér- framboð. Af hálfu forystumanna í Sjálf- stæðisflokknum voru vinningslík- ur sérframboðs Alberts taldar góðar. Menn gerðu því skóna að hann kæmist inn með 2 til 3 þing- menn, sem ynnust á kostnað þingmannahóps Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Jafnframt gerðu menn sér grein fyrir þeirri miklu óánægju sem kraumaði undir yfirborði flokksins með tilþrifalitla og daufa forystu í - að ógleymdum óvanalega bragðlausum fram- boðslista í Reykjavík. Hinir gömlu lappar úr liði sjóaðra Sjálfstæðismanna töJdu að þetta óróleikaástand skapaði fræði- legan möguleika á því að fylgis- skriða færi af stað úr hlíðum Sjálfstæðisflokksins yfir á vænt- anlegt sérframboð Alberts með ófyrirséðum afleiðingum fyrir flokkinn. Vitaskuld styrkti þetta stöðu Alberts. Styrjöld frestað Þrátt fyrir að öflugir yngri menn á borð við Davíð Oddsson og aðra hauka vildu gjarnan sjá á bak Albert varð það niðurstaðan á meðal valdameiri forystu- manna, Þorsteins Pálssonar og ráðgjafa hans, að fresta stríðinu við Albert. Þessi niðurstaða var tekin með hliðsjón af tvennu: -Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík virtist vera að styrkja stöðu sína á nýjan leik, eftir nær þrefalt meira tap þar í skoðana- könnunum en úti á landi. Hinn svokallaði “Albertseffekt" sýnd- ist því genginn yfir. -Þorsteinn Pálsson hafði jafn- framt Styrkt stöðu sína mjög verulega. í framhaldi af því var sú viturlega ákvörðun tekin að keyra alla kosningabaráttuna fyrst og fremst á persónu hans. Það varð með öðrum orðum meira rúm fyrir Albert en áður. Hótun hans um sérframboð, ítr- ekuð opinberlega af dóttur hans og herforingja, Helenu, varð svo endanlega til að menn ákváðu að freista þess ekki að hrófla við honum úr efsta sæti listans í Reykjavík. Hafskip við hún Þannig var í raun tekin pólitísk ákvörðun á efstu stöðum innan Sjálfstæðisflokksins að gera tákngerving spillingarinnar í ís- lensku viðskiptalífi, Albert Guð- mundsson, að opinberum leið- toga kosningabaráttu Sjálfstæðis- flokksins í höfuðborginni. Hafskip var dregið að hún. Spillingartáknið gert að oddveifu baráttunnar. í sjálfu sér eru menn hættir að undrast á Albert. Hann hefur sýnt þolgæði og þrautseigju, en um leið fullkomið virðingarleysi fyrir þeim siðferðisreglum sem þorri manna hefur í heiðri. Ákvörðun fulltrúaráðsins um að láta hann halda efsta sætinu - þrátt fyrir nýjar ásakanir um meint skattsvik - segir því ekkert nýtt um Albert. En hún segir mikið, mjög mikið, um Sjálfstæð- isflokkinn. Lánveitingar Það er hins vegar vert að rifja upp, að Albert Guðmundsson hefur í engu hreinsað sig af Haf- skipsmálinu. Til að sýna hvað felst í rauninni í ákvörðun Sjálf- stæðisflokksins um að gera hann að foringja listans, er rétt að rifja upp nokkur atriði sem tengjast honum og Hafskipsmálinu. Alþingismaðurinn Albert Guðmundsson var forsvarsmað- ur Útvegsbankans og Hafskips samtímis um nokkurra ára skeið. Á þessum tíma stórjukust lán- veitingar bankans til Hafskiþs. í sjálfu sér er ekkert sem segir, að Álbert beri þar beina ábyrgð. Sjálfur neitar hann nokkurri vitn- eskju um útlánaukninguna. en bara sú staðreynd að oddviti fyr- irtækis er jafnframt oddviti banka gerir það auðvitað að verkum, að bankastjórar veita fyrirtækinu betri þjónustu en ella. Þessvegna þarf ekki neinum blöðum að fletta um að lánin til Hafskips gengu liðlegar vegna til- vistar Álberts Guðmundssonar í stóli stjórnarformanns Útvegs- bankans. Hann hlýtur því að bera nokkra siðferðilega ábyrgð á því, að við gjaldþrot Hafskips tapaði Útvegsbankinn og þarmeð ís- lenskir skattgreiðendur hund- ruðum miljóna. Ósannindi Á sínum tíma tók fjármálaráð- herrann Albert Guðmundsson við tæpum árslaunum verka- manns frá forstjórum tveggja stórfyrirtækja og afhenti - án þess að geta þess hvaðan féð kæmi - einum þingmanna stjórnarand- stöðu og áhrifamanni í verkalýðs- forystu. Svona vinnubrögð eru auðvitað fáheyrð, nema þar sem félagsskapur af sikileyskum upp- runa ræður ríkjum. Þess er einnig vert að minnast, að í þingræðu, þar sem tilfinning- arnar flæddu einsog fljót í leysingu, kvaðst Albert Guð- mundsson alsaklaus af því að hafa þegið nokkuð af Hafskip. Nokkrum mánuðum síðar viður- kenndi hann þó að Hafskip hefði greitt fyrir hann ferð til Nissa. Með öðrum orðum: hann skrökv- aði að þjóð og þingheimi. Albert átti þó eftir að bæta um betur. Enn síðar var nefnilega upplýst, að Nissaferðin hefði líka verið greidd af ríkissjóði. Af ís- lenskum skattgreiðendum! Hvar gæti það gerst á byggðu bóli, að fjármálaráðherra léti fyr- irtæki greiða fyrir sig ferð, neitaði því á þingi, játaði það svo í blaða- viðtali, og staðfesti síðan að sömu ferð hefði hann líka látið skatt- greiðendur borga? Meint skattsvik Síðan hefur HP staðhæft að Al- bert Guðmundsson, fyrrverandi yfirmaður skattamála, hafi verið til rannsóknar hjá tveimur opin- berum embættum vegna meintra skattsvika. Blaðið hefur jafn- framt staðhæft að málaferli vofi yfir honum af hálfu hins opin- bera. Menn skulu ekki heldur gleyma því, að í tengslum við Hafskipsmálið hefur Albert Guðmundsson verið kvaddur fyrir rannsóknarlögreglu með réttarstöðu grunaðs manns. Grunur er auðvitað allt annað en ákærður. En það leiðir af sjálfu sér, að grunaður maður kann að verða ákærður. Dómur fólksins íslenskur almenningur hefur þegar fellt sinn dóm yfir stöðu efsta manns á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavik. í einni af skoðanakönnunum HP kom þannig fram, að 70 prósent ís- lendinga töldu að ráðherranum bæri siðferðileg skylda til að segja af sér. Dómur Sjálfstæðismanna í prófkjörinu fyrir jólin var líka ærið þungur. Albert náði að vísu efsta sætinu. En með langt innan við 40 prósent atkvæða. Einungis vegna þess að Morgunblaðinu og flokksforystunni tókst með ótrú- legum klaufaskap að kljúfa þann hóp sem andæfði Albert, náði hann. En hinum almenna stuðn- ingsmanni Sjálfstæðisflokksins líkar það illa. Fólkið er á móti honum. Það vill ekki tákngerving Hafskips á þing. Niðurstaða fundar fulltrúa- ráðsins er því vissulega dapurleg. Ekki bara fyrir réttsýna Sjálf- stæðismenn, heldur fyrir alla þá sem meta að einhverju pólitískt siðferði. Með ákvörðun sinni um að leiða Albert Guðmundsson til öndvegis í Reykjavík hefur for- ysta stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnr nefnilega sýnt, að hún ætlar að gera þann siðferðisbrest sem birtist í Hafskipsmálinu að varanlegu ástandi í íslenskum stjórnmálum, -ÖS. Flmmtudagur 12. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.