Þjóðviljinn - 12.02.1987, Page 12

Þjóðviljinn - 12.02.1987, Page 12
HEIMURINN Nicaragua Kontravinum fækkar á Bandaríkjaþingi Frumvarpsdrög kominfram í öldungadeildinni um að hœtta fjárstuðningi. Kontraliðar ekki taldir eiga möguleika á sigri Líkur eru á að meirihluti demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings stöðvi fjár- stuðning til kontra-skæruliða í Nicarauga og þrýsti á Reagan- stjórnina að skipta um stefnu í málefnum Mið-Ameríku með því að styðja friðarviðleitni Contadora-ríkjanna. Hneyksl- isþefurinn af vopnasölumál- inu veldur hér nokkru en sennilega er klofningur í röð- um kontra-liða þyngri á metun- um, og ekki síður að þeirri skoðun vex fylgi innan og utan Bandaríkjanna að þeir séu óf- ærir um að vinna hernaðar- sigur gegn stjórnarhernum nema með stórauknum stuðn- ingi eða beinni þátttöku Bandaríkjanna. Fyrir utanríkismálanefnd öld- ungadeildarinnar liggur nú frum- varp frá demókrataHum Chris Dodd og repúblikananum Lowell Weicker um bann við öllum opin- berum stuðningi við kontraliða. í frumvarpinu er ekki aðeins gert ráð fyrir að engar nýjar fjárveit- ingar verði leyfðar heldur einnig að ekki verði afhentar 40 milljónir dollara sem átti að greiða kontraliðum eftir miðjan febrúar af þeim 100 milljónum sem þingið samþykkti í fyrra til kontraliða. í frumvarpinu eru einnig ákvæði um að ríki sem styðja kontraliða fái ekki fjár- hagsstuðning frá Bandaríkjun- um, og á þannig að setja undir leka frá Bandaríkjastjórn til kontraliða gegnum þriðja aðila, einsog stundað hefur verið með milligöngu til dæmis ísraels og Brunei. Menn telja ósennilegt að þetta frumvarp renni óbreytt í gegnum þingið, - það að halda eftir þegar samþykktum stuðningi og að refsa þriðja aðila er álitinn of stór biti fyrir þingmeirihlutann - en aftur er mjög líkegt að bann við framhaldsfjárstuðningi verði samþykkt og Reagan fái ekki í gegn þær 105 milljónir sem hann vill gefa kontraliðum í fjárlögum fyrir næsta ár. Okkar hryðjuverka- menn Chris Dodd er formaður þeirrar undirnefndar utanríkis- málanefndarinnar sem helgar sig málefnum Ameríkuríkja og hef- ur þannig umtalsverð áhrif. Hann lýsir sig andstæðing „kommún- ísks kerfis“ í Nicaragua, en telur að Bandaríkjastjórn geti ekki að svo stöddu breytt innanríkis- stefnu sandínistastjórnarinnar í Managua, nema þá með innrás. Stuðningur Washington-stjórnar við kontraheri hafi hert að pólit- ískum réttindum í Nicaragua, og nú eigi Bandaríkjamenn að söðla um, og styðja viðleitni Contadora-ríkjanna til friðar. Þannig megi hindra erlendar (so- véskar) herstöðvar í landinu, minnka hernaðarumsvif í Mið- Ameríku allri og stöðva erlendan stuðning við skæruliða í þessum heimshluta. Undir þessi rök Dodds taka demókratar yfirleitt. Formaður utanríkismálanefndarinnar, Clai- borne Pell, hefur þannig látið hafa eftir sér að stuðningurinn við kontraliða sé vanhugsaður og heimskulegur og hafi haft hrika- legar afleiðingar. „Ég kem ekki auga á muninn milli kontralið- anna í Nicaragua og hryðjuverka- manna annarsstaðar,“ segir Pell. Þótt meðflutningsmaður frum- varpsins í öldungadeildinni, repúblikaninn Weicker, skeri sig úr um utanríkisstefnu í þingflokki sínum eru einnig ýmsar hræringar meðal repúblikana í þessum mál- um. Þar á íranshneykslið sinn hlut að málum, og ekki síður að Reagan á stutt eftir í forsetastóli og vafasamur pólitískur ávinn- ingur að því fyrir framagjarna repúblikana að fylgja í öllum málum fráfarandi forseta sem mjög virðist rýjast að vinsældum. Hópur harðlínumanna stendur þó ákaft gegn öllum breytingum í afstöðu til Nicaragua undir for- ustu Jesse Helms, eins helsta tals- manns „siðræna meirihlutans" í hópi repúblikana. Hann var um daginn kjörinn leiðtogi þing- flokks síns í öldungadeildinni. Það er útlit fyrir mikil átök á Bandaríkjaþingi um Nicaragua, og ekki síður milli þings og for- seta, og ástæðurnar er ekki ein- „Ég elska frelsishetjurnar í Nicaragua" er textinn á þesu áróðursplakati frá stövðum kontraliða í Miami í Floridafylki í Bandaríkjunum, og undir það tekur Reagan forseti nú sem fyrr. Þingmönnum virðist sífellt uppsigaðra við þetta ástarsamband. göngu að rekja til kosningasigurs demókrata í nóvember. Margir þeirra studu 100 milljónirnar til kontraliða í fyrra og hafa ekki skipt um skoðun nú af skyndi- legum hlýhug til sandínista. Afskipti Bandaríkjamanna til Nicaragua valda þeim álitshnekki um allan heim og eru viðkvæmt umræðuefni á fundum banda- rískra forystumanna og vestur- evrópskra starfsbræðra þeirra, einkanlega þegar fréttir berast af hryðjuverkum kontraliða í styrj- öldinni. Þetta þykir vont, en væri þó bærilegt ef nokkur möguleiki væri á hernaðarlegum sigri kontraliða. Um það efast fleiri og fleiri, þar á meðal yfirmaður bandaríska setuliðsins í Panama, Paul Gorman, sem er síður en svo kunnur að vinfengi við sandínista eða aðra vinstrimenn í Mið- Ameríku. Hann sagði í vitna- leiðslum í öldungadeildinni fyrir skömmu að kontraliðar ættu enga hernaðarmöguleika í Nicar- agua, sama hvað þeir fengju mik- inn stuðning að norðan. Erlendir frétta- og sendimenn í Managua eru sama sinnis, - í rauninni verði fátt til að flykkja þjóðinni einarð- APÓTEK Helgar-, kvöld og varsla lyfjabúða í Reykjavík vikuna 6.-12. febr. 1987 er í Háaleitis Apóteki og Vesturbæjar Ap- óteki. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast nætui- vörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Siðarnefnda apó- tekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. Hafnarfjarðar apótek eropið alla virka daga frá kl 9 til 19 og á laugardögum frá kl. 10 til 14, Apótek Norðurbæjar er opið mánudaga tii fimmtudaga frá GENGIÐ 11. febrúar 1987 kl. Bandaríkjadollar 39,330 Sterlingspund... 59,998 Kanadadollar.... 29,438 Dönskkróna...... 5,7374 Norskkróna...... 5,6270 Sænsk króna..... 6,0615 Finnsktmark..... 8,6725 Franskurfranki.... 6,5078 Belgískurfranki... 1,0471 Svissn.franki... 25,6389 Holl. gyllini... 19,2069 V.-þýskt mark... 21,6694 Itölsklíra...... 0,03046 Austurr.sch..... 3,0812 Portúg.escudo... 0,2793 Spánskurpeseti 0,3070 Japanskt yen.... 0,25664 Irsktpund....... 57,776 SDR............... 49,7191 ECU-evr.mynt... 44,6848 Belgfskurfranki... 1,0340 kl. 9 til 18.30, föstudaga kl. 9 til 19 og á laugardögum frá kl. 10 til 14. Apótekln eru opin til skiptis annan hvern sunnudag frá kl. 10til 14. Upplýsingarísíma 51600. Apótek Garðabæjar virka daga 9-18.30, laugar- daga 11-14. Apótek Kefla- vikur: virka daga 9-19. aöra daga 10-12. Apótek Vestmannaeyja: virka daga 8-18. Lokaðíhádeginu 12.30- 14. Akureyri: Akureyrarapót- ek og Stjörnuapótek, opin virkadagakl. 9-18 Skiptasta vörslu, kvöld til19,oghelgar, 11 -12 og 20-21. Upplýsingar s. 22445. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspit- alinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30- 19.30, helgar 15-18,og eftirsamkomulagi, Fæðing- ardeild Landspitalans: 15- 16. Feðratími 19.30-20.30. Öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátuni 10 B: Alladaga 14-20 ogeftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: virka daga 16- 19, helgar 14-19.30 Heilsu- verndarstöðin við Baróns- stig: opin alla daga 15-16 og 18.30- 19.30 Landakotss- pitali: alla daga 15-16 og 19- 19.30. Barnadelld Landa- kotsspítala: 16.00-17.00. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-l6og 19-19.30. Kleppsspitaiinn: alla daga 15-16og 18.30-19 Sjukra- húsið Akureyri: alla daga 15-16og 19-19.30 Sjúkra- húsið Vestmannaeyjum: alladaga 15-16og 19-19 30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16og 19-19.30 SjúkrahúsiðHúsavik: 15-16 og 19.30-20 LÖGGAN Reykjavik.....simi 1 11 66 Kópavogur.....sími 4 12 00 Seltj.nes.....sími 1 84 55 Hafnarfj......sími 5 11 66 Garðabær......sími 5 11 66 SiuKkvilið og sjúkrabilar: Reykjavík.....simi 1 11 00 Kópavogur.....simi 1 11 00 Seltj.nes.....sími 1 11 00 Hafnarfj.... sími 5 11 00 Garðabær.... sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarnarnes og Kópavog er i Heilsuverndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólar- hringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir i sima 21230. Upp- lýsingar um lækna og lyfja- þjónustu eru gefnar I sim- svara 18888. Borgarspítalinn: vakt virka daga kl.8-17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða náekkitilhans Landspital- inn: Göngudeildin opin 20 og 21. Slysadeild Borgarspítal- ans: opin allan sólarhringinn, sími8 1200 Hafnarfjörður: Dagvakt. Upplýsingar um nælurvaktir lækna s. 51100 Garðabær: Heilsugæslan Carðaflöt s. 45066, upplýs- ingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiöstöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavík: Dagvakt Upplýs- ingar s. 3360 Vestmanna- eyjar: Nev ðarvakt lækna s 1966 ÝMISLEGT Hjálparstöð RKI, neyðarat- hvarf fyrir unglinga Tjarnar- götu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin Ráðgjöf i sálfræðilegum efn- um.Simi 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 10-14. Simi68r''-'0. Kvennaráðgjöfin Kvenna- húsinu. Opin þriðjud kl 20- 22.Simi21500. Upplýsingarum ónæmistæringu Upplýsingar um ónæmistær- ingu (alnæmi) i sima 622280, milliliðalaust samband við lækni. Fyrirspyrjendurþurfa ekki að gefa upp nafn. Við- talstímarerufrákl. 18-19. Samtök kvenna á vinnu- markaði. Opið á þriðjudogum frá 5-7, i Kvennahúsinu, Hótel Vik.efstu hæð. Frá samtökum um kvenna- athvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir kon- • ur sem beittar hafa veriðof- beldi eða oröið fyrir nauðgun. Samtökin ’78 Svarað er i upplýsinga- og ráðgjalarsima Samtakanna 78 félags lesbía og homma á Islandi á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 - 23. Simsvari áóðrumtímum Siminner91-28539. Fólageldri borgara Opiö hús í Sigtúni við Suður- landsbraut alla virka daga milli 14og 18. Veitingar SÁÁ Samtök áhugafólks um á- fengisvandamálið, Síðumula 3-5, sími 82399 kl. 9-17, Sálu- hjálpíviðlögum81515. (sim- svari). KynningarlundiríSíðu- múla3-5fimmtud. kl. 20. Skrifstofa Al-Anon aðstandenda alkóhólisla. Traöarkotssundiö. Opmkl. 10-12 alla laugardaga, simi 19282. Fundir alla daga vik- ' unnar. Fréttasendingar rikisút- varpsins á stuttbylgju eru nú á eftirtöldum tímum og tíðn- um: Til Norðurlanda, Bretland og meginlands Evrópu: Dag- lega, nema laugard. kl. 12.15 til 12.45 á 13759 kHz, 21.8m og9595 kHz, 31.3m. Daglega kl. 18.55 til 19.35/45 á 9985 kHz, 30.Om og 3400 kHz, 88.2 m. Til austurhluta Kanada og Bandaríkjanna: Daglega kl. 13.00 til 13.30 á 11855 kHz, 25.3m, kl. 18.55 til 19.35/45 á 11745 kHz, 25.5m, kl. 23.00 til 23.35/45 á 7290 kHz, 41.2m. Laugardaga og sunnudaga kl. 16.00 til 16.45 á 11745 kHz, 25.5m eru há- degisfréttir endursendar, auk þess sem sent er fréttayfirlit liðinnar viku. Allt íslenskur tími, sem er sami og GMT/UTC. SUNDSTAÐIR Reykjavik. Sundhöllin: virka daga 7-20.30, laugardaga 7.30-17.30, sunnudaga8- 14.30. Laugardalslaug og Vesturbæjarlaug: virka daga 7-20.30. laugardaga 7.30-17.30. sunnudaga 8- 15.30. Uppl. umgulubaði Veslurbæ i s. 15004 Brelðholtslaug: virka daga 7.20-20.30, laugardaga 7.30- 17.30. sunnudaga 8-15.30. Upplýsingar um gúlubað o.fl. s 75547 Sundlaug Kópa- vogs: vetrarfimi sepl-mai. virka daga 7-9 og 17.30- 19 30, laugardaga 8-17, sunnudaga9-12 Kvennatim- ar þriðju- og miövikudögum 20-21. Upplýsingar um gufu- boðs 41299 Sundlaug Ak- ureyrar: virka daga 7-21. laugardaga 8-18, sunnudaga 8-15 Sundhöll Keflavikur: virka daga 7-9 og 12-21 (töstudaga til 19). laugardaga 8-10og 13-18,sunnudaga9- 12. SundlaugHafnartjai ar: virka daga 7-21, laugar daga8-16, sunnudaga9- 11 30 Sundlaug Seltjarn- arness: virkadaga7 10- 20.30, laugardaga 7,10- 17.30, sunnudaga8-17.30. Varmárlaug Mosfellssveit: virka daga 7-8 og 17-19.30, laugardaga 10-17.30, sunnu- daga 10-15.30. 1 2 i— # 4 5 • 7 • • # 11 li li # 14 # is is r^ L J 17 i« L J i* [2° 21 l: 22 23 # 24 n 25 M- 1 KROSSGÁTA NR. 18 Lárétt: 1 hangs 4 storka 8 ræðin 9 óhreinkað 11 kvendýr 12 hest 14 rykkorn 15 nöldur 17 andvarp 19 fugl 21 hlut 22 skaði 24 púkar 25 kallið Lóðrétt: 1 band 2 hljómað 3 ákveðinn 4 viss 5 hópur 6 skrifa 7 framleiðslu 10 rifinn 13 tarfur 16 kjána 17 lítil 18 eira 20 ofni 23 hest Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 Gils 4 áköf 8 olnbogi 9 roka 11 alur12traust14 rr 15 feit 17 makar 19 ein 21 æði 22 klið 24 riða 25 ótal Lóðrétt: 1 gort 2 loka 3 slaufa 4 ábati 5 kol 6 ögur 7 firran 10 orkaði 13 serk 16 teit 17 mær 18 kið 20 iða 23 ló 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.