Þjóðviljinn - 12.02.1987, Side 13

Þjóðviljinn - 12.02.1987, Side 13
HEIMURINN legar um Ortega forseta og félaga hans en framganga kontraliða og stuðningar Reagans við þá. Við þessar áhyggjur þeirra í Washington bætist að kominn er upp alvarlegur klofningur í röðum kontraliða. Sjö foringjar skæruliðahópa sem herja frá Costa Rica á suðurhluta landsins hafa sagt bandalag sitt, FARN, úr heildarsamtökum kontraliða UNO, og fyrir skömmu fylgdi á eftireinn helsti kontraleiðtoginn, Arturo Cruz, sem á sínum tíma barðist gegn Somoza einræðis- herra, og er einn fárra kontraliða sem einhvers álits nýtur. Alfonso Rubelo, sem einnig hefur þótt frambærilegur af kontrahöfð- ingja að vera, hótaði einnig að yfirgefa UNO, og eru þau samtök nú lítið meira en annað nafn á illræmdasta kontrahernum og þeim fjölmennasta, FDN, þar- sem samankomnir eru hermenn og þjóðvarðliðar einræðisherrans Somoza, og vekja viðbjóð í Nic- aragua og víðar. Klofningsmenn- irnir kvarta undan að FDN- herinn hafi setið einn að stuðn- ingi frá Bandaríkjunum og að bandaríska leyniþjónustan hygli FDN eindregið umfram aðra hópa. Að auki eru klofnings- menn sárir yfir því að CIA-menn munu hafa íofað þeim stuðningi í skiptum fyrir að hætta samstarfi við Eden Pastora, gamla sandín- istann sem snerist gegn Managua-stjórn en vildi þó ekki eiga neitt saman við Somoza- lýðinn í FDN að sælda. Þá gerast ríkisstjórnir grann- ríkja Nicaragua, Hondúras og Costa Rica, sífellt órórri yfir hegðun kontraliða sem þær hafa léð land og aðstöðu ásamt banda- rískum og ísreaelskum „ráð- gjöfurn". IHondúras hafa FDN- menn nánast lagt undir sig tölu- verð svæði við landamærin, hrak- ið íbúa brot og telja sig óbundna af óskum stjórnarinnar í Tegucig- alpa, sem óttast að skæruliðar dvelji í landinu til langframa og myndi þar ríki í ríkinu. Og enn má nefna að þrátt fyrir ýmsar uppákomur í pólitíkinni hefur vegur sandínistastjórnar- innar aukist íbandarísku almenn- ingsáliti. Undanfarna mánuði hefur með óyggjandi rökum ver- ið sýnt frammá beina íhlutun leyniþjónustunnar CIA og Hvíta hússins í styrjaldarátökunum, - og samt hefur Managua-stjórn sent heim til sín tvo Bandaríkja- menn sem hvor með sínum hætti höfðu blandast í kontrastyrjöld- ina gegn kjörnum stjórnvöldum landsins. Margt bendir því til að jafnvel um venjuleg bandarísk augu hafi stefna Reagan-stjórnarinnar í Nicaragua beðið skipbrot, og því aðeins tveir kostir uppi fyrir Bandaríkjastjórn, þeir sem demókratinn Dodd bendir á: að hætta ieynistríðinu og leita friðar með stuðningi Contadora-ríkj- anna, eða að gera leynistríðið að opinberu stríði með beinni bandarískri innrás í landið. Hængur á seinni leiðinni, sem er ekki ókær hægri öfgamönnum í liði Reagans, er að slík styrjöld gæti hæglega snúist uppí annað Víetnam með tilheyrandi afleið- ingum á efnahag, almenningsálit og samskipti Washington- stjórnar við valdhafa í umheimin- um báðumegin járntjalds. Sennilegast verður að teljast að það bíði næsta forseta Banda- ríkjanna að taka ákvörðun um þessi efni. Þótt demókratar hafi sitt fram á þingi er ólíklegt að Reagan-stjórnin snúi við blað- inu, og yrði þingið þá að sætta sig við leynilegan eða hálfopinberan stuðning forseta og stjórnar við kontraliða, minni en nú, en næg- an til að viðhalda styrjöid, óáran og efnahagskreppu í Nicaragua. Hinsvegar bendir einörð afstaða demókrata til þess að afstöðuna til Nicaragua beri mjög á góma í þeirri baráttu sem þegar er hafin fyrir forsetakosningarnar í nóv- ember á næsta ári. __ Beirút Hungursneyð í herkvínni Palestínskirflóttamenn svelta í umsetnum búðum. Börn éta hunda og rottur Vitni hafa ófagra sögu að segja af ástandi máia í flótta- mannabúðum Palestínu- manna í vestur Beirút. Búðirn- ar sem hersveitir Amalsjíta hafa setið um síðan í septemb- er síðastliðnum eru því sem næst í rústum og ekki málungi matar að hafa fyrir sveltandi fólkið sem hefst við í þeim. Sjónarvottar segja börn liggja á strætum kveinandi af hungri en að þau pastursmeiri veiði hunda, ketti og rottur og leggi sér til munns. Ekkert lát virðist ætla að verða á bardögum umsátursmanna og liðssveita PLO sem reyna að brjótast úr herkvínni. Hafa sjít- arnir neitað bflstjórum vörubif- reiða sem hugðust flytja hinu að- þrengda fólki mat og lyf um leyfi til að aka inn í búðirnar. Er nú svo komið að flóttamennirnir hafa farið þess á leit við trúarleiðtoga sína að þeir heimili því það óynd- isúrræði að fá að neyta manna- kjöts. Víða um heim hafa menn for- dæmt stífni liðsmanna Amal- sveitanna. Mitterand Frakk- landsforseti fór þess á leit við stjórn hægri flokkanna að hún senti tafarlaust hjálpargögn til flóttamannanna. Arafat, leiðtogi PLO, krafðist þess að Sameinuðu þjóðirnar létu málið til sín taka. -ks. Bandarískir Víetnamhermenn („Platoon" - þykir í Bandaríkjunum raunsannasta myndin til þessa um þann hildarleik Óskarsverðlaun Platoon og Herbergiö Hollywood - Hin nýja Víetnam- mynd Olivers Stone, Platoon, og breska ástarmyndin „A room with a view“ eftir James Ivory fengu flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár, átta hvor. Hanna og systurnar, síð- asta mynd Woody Allen og „The Mission" Rolands Joffe voru tilnefndar til sjö verð- launa. Þessar tilnefningar þykja mik- ill sigur fyrir Oliver Stone, sem ekki fékk Hollywood-fyrirtækin til að fjármagna mynd sína og fá átta tilnefningar varð sér að lokum útum fé í Bret- landi. Óskar sem besta mynd fær Platoon, Herbergið, The Missi- on, Hanna og systurnar eða Children of a lesser God; Óskar fýrir besta karlleik í aðalhlutverki Bob Hoskins í Mónu Lísu, Dex- ter Gordon í Round Midnight, William Hurt í Children of a less- er God, Paul Newman í Peninga- litnum eða James Wood í Salva- dor. Óskarstilnefndar fyrir besta kvenaðalhlutverk eru Jane Fonda í The Morning After, Marlee Matlin í Börnum hins óæðra guðs, Sissy Spacek í Crim- es of the Heart, Katleen Turner í Peggy Sue giftist eða Sigourney Weaver í Aliens. Leikstjórnaróskarinn fer til Olivers Stone fyrir Platoon, Da- vids Lynch fyrir Blue Velvet, Woody Allen fyrir Hönnu, Ro- land Joffe fyrir Mission eða Jam- es Ivory fyrir Herbergið. Verðlaunin verða veitt með pompi og pragt 30. mars og sjón- varpað frá athöfninni víða um heim. - m Sri Lanka Þjarmað að Tamílum Talsmaður stjórnar Sínga- lesa í Kólombo, höfuðborg Sri Lanka, fullyrðir að stjórnarher- inn hafi töglin og hagldirnar í átökum sem staðið hafa á milli hans og sveita aðskilnaðar- sinna Tamíla undanfarna daga. Bardagarnir hófust er stjórnin ákvað að iáta til skarar skríða gegn Freisistígrum Ta- míla sem hafast við í norð- og austurhluta landsins. Krefjast þeir fulls sjálfstæðis og hafa verið óþægur Ijár í þúfu ráða- manna á undanförnum árum. Tamflar eru mjög stórt þjóðar- brot á Srí Lanka eða um tvær milljónir af fimmtán milljónum íbúa eyjarinnar. Segja þeir hlut sinn mjög fyrir borð borinn og að Síngalesar, sem með öll völd fara í landinu, líti á þá sem skynlausar skepnur. Þeim sé mismunað að öllu leyti. Móðurmál þeirra njóti ekki viðurkenningar, menntunarmöguleikar séu litlir, góða vinnu sé erfitt að fá og að landrými til ábúðar hreppi þeir sjaldan sýni Síngalesi vott af áhuga. Óánægja þeirra vall og kraum- aði uns upp úr sauð fyrir fjórum árum og síðan hefur gengið á með hrannvígum og hryðjuverkum á báða bóga. Álitið er að allt að fimm þúsundir manna hafi verið vegnir á þeirri ógnaröld. I þeim átökum er nú standa yfir hefur her stjórnvalda slegið hring um skógi vaxið athafnasvæði skæruliðanna sem er fimmti hluti Iandsins. -ks. Filippseyjar Skæmliðar herja á ný Aqvino forseti veitir hernum bardagaheimild. Stjórnarskrá gengur í gildi Að minnsta kosti þrjátíu manns hafa fallið frá því að vopnahléð sem staðið hafði í tvo mánuði rann út á sunnu- daginn. Ákváðu skæruliðar kommúnista að taka upp vopn að nýju og báru því við að ekk- ert hefði verið gert af hálfu stjórnarinnar til að bæta úr því misrétti sem þeir beina spjó- tum sínum gegn. Af þessum sökum veitti Cora- son Aqvino forseti hernum heim- ild í gær til sóknar á hendur upp- reisnarmönnum. Hvatti hún liðs- menn stjórnarsveitanna jafn- framt til að „virða mannréttindi í hvívetna". í gær gekk einnig í gildi ný stjórnarskrá Filippseyja. í henni er gert ráð fyrir að efnt sé til þing- kosninga með jöfnu millibili og skulu landsmenn ganga að kjör- borðinu fyrsta sinni í maí á þessu ári. Þingið kemur til með að starfa í tveimur deildum og fara með völd í mörgum málum sem áður heyrðu undir einráðan forseta. Svo dæmi sé tekið þá verður það á valdi þess að afnema herlög er forseti kynni að setja. Það er kunnara en frá þurfi að segja að með slíkum hætti tók hinn fllræmdi Ferdínand Marcos sér einræðisvald í septembermánuði árið 1972. Þótt frú Aqvino sé sigurreif eftir lyktir stjórnarskrármálsins þá er hætt við að það verði skammgóður vermir. Vandamál- in eru á hverju strái. Efnahags- ástandið er mjög bágborið og gífurlegt bil á milli auðlegðar fárra, að forsetanum sjálfum meðtöldum, og örbirgðar alþýðu manna. Stöðugt má búast við að herinn reyni að bregða fæti fyrir núverandi ráðamenn og hrifsa völdin í sínar hendur. -ks. Eyðni Páfi gegn smokkum Vatíkaninu - Rómversk-kaþ- óska kirkjan hefur varað við of- trú á smokka í baráttunni gegn eyðni, og segir að eina raun- hæfa baráttuleiðin sé að forð- ast þá hegðun sem hættast er við að hafi sjúkdóminn í för. í dagblaðinu Osservatore rom- ano, hálfopinberu málgagni Vatí- kansins segir um síðustu helgi að það sé grátbroslegt að horfa uppá þau viðbrögð í samfélaginu að treysta á smokkinn til að geta lifað óhræddur samskonar kynlífi og áður en eyðni hélt innreið sína. Eyðni breiddist út við á- kveðna hegðun og eina leiðin til að stöðva útbreiðsluna væri að breyta þessari hegðun. í Osservatore romano sagði ennfremur að sú afstaða kirkj- unnar að til væri röng og heimskuleg afstaða til kynlífs hefði mótast áður en eyðni kom til, og því yrði haldið fram þótt unninn yrði bugur á eyðni. Kaþólska kirkjan leggst gegn öllum getnaðarvörnum og er smokkurinn þar með talinn. - m Flmmtudagur 12. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.