Þjóðviljinn - 12.02.1987, Qupperneq 14
AU»YÐUBANDAIAGK>
Skagfirðingar!
Um hvað snúast
komandi kosningar?
Allir frambjóðendur Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra í komandi
alþingiskosningum mæta á almennum, opnum fundi í Safnahúsinu nk.
laugardag kl. 16.
Stutt ávörp flytja:
Þórður Skúlason, sveitarstjóri,
Unnur Kristjánsdóttir, iðnráðgjafi, Húnavöllum,
Hannes Baldvinsson, framkv.stj.,
Anna Kristfn Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi,
Þórarinn Magnússon, bóndi, Frostastöðum,
Hafþór Rosmundsson, form. Verkalýðsf. Vöku.
Framsögumenn sitja síðan fyrir svörum ásamt Ragnari Arnalds. Frjálsar
umræður.
Alþýðubandalagið.
Alþýðubandalagið Rangárþingi
Almennur félagsfundur
Almennur félagsfundur verður haldinn föstudaginn 13. febrúar kl. 21.00
að Krókstúni 5, Hvolsvelli.
Á fundinn koma menn úr efstu sætum framboðslistans. Nýir félagar
veikomnir. Stjórnin.
Alþýðubandalagið Vesturlandi
Kjördæmisráð
Kjördæmisráð AB á Vesturlandi boðar til fundar í félagsheimilinu Lindar-
tungu í Kolbeinsstaðarhreppi, sunnudaginn 15. febrúar kl. 13.30.
Fundarefni: 1) Undirbúningur alþingiskosninganna. - Allir frambjóðend-
ur á lista AB á Vesturlandi mæta á fundinn. S|jóm kjördæmisráðs
Alþýðubandalagið á Austurlandi
Stuðningsmenn Alþýðubandalagsins
í Austurlandskjördæmi
Með hækkandi sól höldum við vinnufund með framboðskonum í Valaskjálf,
Egilsstöðum (blái salur), fimmtudaginn 12. febrúar klukkan 20.30. Munið
rútuferðirnar. - Kjördæmisráð.
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Bæjarmálaráðsfundur
Fundur í bæjarmálaráði laugardaginn 14. febrúar kl. 10.00 í Skálanum,
Strandgötu 41.
Dagskrá: 1) Afgreiðsla fjárhagsáætlunar. 2) frá starfi nefnda. 3) Undirbún-
ingur kosninga. 4) Önnur mál.
Mætið vel og stundvíslega. ATH! Sími á Skálanum er 54171, skrifið í
vasabókina. - Stjórnin.
Alþýðubandalagið Kópavogi
Fundur um umhverfismál
Opinn fundur um umhverfismál verður haldinn í Þinghóli mánudaginn 16.
febrúar kl. 20.30.
Dagskrá: Rætt um frumáætlanir bæjaryfirvalda um aukna áherslu á um-
hverfismál og fegrun bæjarins. Framsögu hefur Valþór Hlöðversson for-
maður Umhverfisráðs. Einnig mætir á fundinn Einar Sæmundsson ný-
ráðinn garðyrkjustjóri Kópavogs. Allir velkomnir. - Stjórn ABK.
Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra
Byggjum landið allt
Alþýðubandalagið Norðurlandskjördæmi eystra verður með opna
stjórnmálafundi sem hér segir:
Hrisey - fimmtudaginn 12. febrúar kl. 20.30 í Brekku. Á fundinum flytja
ávörp: Steingrímur J. Sigfússon, Svanfríður Jónasdóttir, Sigríður Stefáns-
dóttir og Björn Valur Gíslason. Framsögumenn sitja síðan fyrir svörum.
Reynihlíð - laugardaginn 14. febrúar kl. 20.30. Allir frambjóðendur Al-
þýðubandalagsins á Norðurlandi eystra mæta á fundinn og sitja fyrir
svörum. Ávörp flytja: Steingrímur J. Sigfússon, Svanfríður Jónasdóttir,
Sigríður Stefánsdóttir og Björn Valur Gíslason. - Kjördæmlsráð.
Stjórn Alþýðubandalagsfélags
Vestur-Húnavatnssýslu
Hvað þarf til að snúa vörn í sókn
í atvinnu- og búsetumálum
Vestur-Húnvetninga?
Félagsfundur í Alþýðubandalagsfélagi V-Húnavatnssýslu verður haldinn
mánudagskvöldið 16. febr. kl. 21.00 í Versthúsinu.
Fundarefni felst í fyrirsögninni og verður það reifað af Þórði Skúlasyni.
Síðan verður rætt um undirbúning kosninganna.
Við skorum á okkar fólk að mæta á fundinn. Jafnframt minnum við á að nýir
félagar eru alltaf velkomnir.
Opið hús
Alþýðubandalagsins er fyrirhugað á Vertshúsinu laugardaginn 21. febr.,
28. febr. og 7. mars milli kl. 15.00 og 17.00. Nánar auglýst síðar.
■ ■■ — ....... ■ ' ■■ .......■■■ ----- " ■■■■■' %
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
ÆFR
Aðalfundur
Æskulýösfylkingin í Reykjavík boðar til aðalfundar, fimmtudaginn 19. febrú-
ar kl. 20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur dagskráratriði auglýst síðar. -
Stjórn ÆFR.
Kvikmyndasjóður
Viðtal við Þráin Bertelsson
Þau mistök urðu í umfjöllun
Þjóðviljans í gær um úthlutanir
Kvikmyndasjóðs, að millifyrir-
sagnir féllu niður að nokkru á 6.
síðu.
Er þetta sérlega bagalegt eink-
um hvað varðar stutt viðtal við
Þráin Bertelsson kvikmynda-
gerðarmann, þar sem lesendur
verða að geta sér til hver það er
sem talar.
Til að ekkert fari á milli mála
birtum við hér á eftir viðtalið við
Þráin aftur.
-sá.
„Ég óska Hrafni Gunnlaugs-
syni til hamingju. Hann fær núna
það tækifæri, sem alla íslenska
kvikmyndagerðarmenn hefur
dreymt um, sem sé að gera kvik-
mynd án þess að þurfa að hafa
áhyggjur af fjármálunum. Hrafn
hefur gert bæði góða og vonda
hluti rétt eins og við hinir og hann
á skilið að fá gott tækifæri til að
sýna hvað í honum býr.
Það sem mér hins vegar sárnar
við þessa úthlutun er að sjá enn
einu sinni staðfestingu á þeirri
ringulreið, geðþóttaákvörðunum
og fáfræði, sem alla jafna hafa
einkennt störf Kvikmyndasjóðs.
Það eru engar reglur til handa
úthlutunarnefnd að fara eftir. Á
hún að veðja á þá kvikmynda-
gerðarmenn sem henni líst best á
persónulega? Á hún að úthluta til
manna eftir afköstum? Á hún að
úthluta eftir aðsókn? Eftir hverju
á hún að fara? Mönnunum er
vorkunn. Á hinn bóginn er Knúti
Hallssyni formanni úthlutunar-
nefndar engin vorkunn. Hann
hefur haft góðan tíma, allar götur
síðan ég byrjaði í kvikmynda-
gerð, til að koma skipulagi á hlut-
ina, en það hefur hann látið vera.
Það er ekki Hrafni að kenna að
mönnum gremst, hversu mjög
honum tekst að mjólka sjóðinn.
Það er Knútur sem ber ábyrgð-
ina.
Það gengur ekki lengur að
dreifa peningum af handahófi,
eins og Egill ætlaði að dreifa silfr-
inu yfir þingheim forðum. Það
þarf að setja um þetta reglur. ,
Eins og stendur getur allt gerst:
Það væri til dæmis ekkert hægt að
gera við því, þótt einhver maður
fengi peninga í erlenda sampró-
dúksjón, og notaði þá peninga
síðan til að kaupa íslandsréttinn á
myndinni.
Og í framhaldi af því ætti styrk-
þeginn allan aðgangseyri sem inn
kæmi á íslandi án þess að hætta
nokkru úr eigin vasa.
Ég trúi því ekki að ekki hafi
verið sett undir þennan leka
varðandi þessa sænsk-íslensku
mynd.
Ég held að það liggi í augum
uppi, að ég sjálfur hef fengið
hrikalega útreið hjá Kvikmynda-
sjóði. Eg hef gert fimm myndir og
fengið rúmar tíu milljónir. Hrafn
hefur gert þrjár myndir og fengið
tæpar þrjátíu. Ég hef fengið góða
aðsókn og getað skrimt, en mig
hefur reyndar dreymt um að fá
meiri aðstoð til að geta þróast
sem listamaður. En ég hef bið-
lund. Hrafn hefur fengið gott
tækifæri. Kannski kemur röðin
einhvern tímann að okkur minni
spámönnunum eins og Ágústi
Guðmundssyni, Þorsteini Jóns-
syni og Þráni Bertelssyni. Mér
finnst við eiga það skilið“.
Laus staða
Lektorsstaða í lífeðlisfræði við námsbraut í hjúkrunarfræði f
læknadeild Háskóla Islands er laus til umsóknar. Gert er ráð
fyrir að ráðið verði í stöðuna frá 1. júlí 1987.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækj-
enda, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf
skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6 150
Reykjavík, fyrir 9. mars n.k.
Menntamálaráðuneytið,
9. febrúar 1987.
Tilkynning til launa-
skattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því
að eindagi launaskatts fyrir mánuðina nóvember
og desember er 16. febrúar n.k. Sé launaskattur
greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til
viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með
gjalddaga.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til
innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra,
og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
Vináttufélag VÍK
íslands og Kúbu
Aðalfundur
Aðalfundur VÍK verður haldinn laugardaginn 14.
febrúar kl. 14.00 að Hverfisgötu 105 efstu hæð.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kristina Björklund segir frá vinnu-
ferð til Kúbu um jólin og sýnir lit-
skyggnur.
3. Starfið framundan.
Mætum öll.
Stjórnin.
tímaleysi
í umferðinni.
Það ert ýtí sem
situr undir stýri.
UUMFERÐAR £.an*he»(\
ráð
T4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
álþýðubandaiagið
KOSNINGASKRIFSTOFUR
Alþýðubandalagið
Norðurlandi eystra
Kosnlngaskrifsto,a Alþýðubandalagsins er í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu
18, Akureyri. Til að byrja með verður skrifstofan opin þriðjudaqa oq
fimmtudaga kl. 16-18. Starfsmaður er Kristjana Helgadóttir. Síminn er
G-listinn Reykjanesi
Aðalkosningaskrifstofa G-listans í Reykjaneskjördæmi er ( Þinghóli,
Hamraborg 11, Kópavogi. Þareropið alla virka daga frá kl. 10.00-19.00.
Alltaf heitt á könnunni og starfsmennirnir Valþór, Ásdís, Helgi og Unnur til
þjónustu reiðubúin. Símarnir eru 41746 og 46275.
Þá hefur einnig verið opnuð kosningaskrifstofa í Keflavík, að Hafnargötu
34. Síminn þar er 92-4286. - G-listinn Reykjanesi.