Þjóðviljinn - 18.02.1987, Qupperneq 11
ÚTVARP^SJÓNWRPf
0.
6.45 Veöurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin
9.00 Fréttir.
9.03 Morgunstund barnanna: „Fjöru-
lalli“ eftir Jón Viöar Gunnlaugsson
9.20 Morguntrimm. Tilkynningar.
9.35 Lesiö úr torustugreinum dagblaö-
anna.
9.45 Þingfréttir
10.00 Fréttir.
10.10 Veöurfregnir.
10.30 Úr fórum fyrri tfðar
11.00 Fréttir.
11.03 islenskt mál
11.18 Morguntónleikar
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfrgnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.30 í dagsins önn - Börn og skóli
14.00 Miödegissagan: „Þaö er eltthvaö
sem engin veit“ Líney Jóhannesdóttir
les endurminningar sínar sem Þorgeir
Þorgeirsson skráði (6).
14.30 Noröurlandanótur Svíþjóö.
15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
15.20 Landpósturinn
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpiö
17.00 Fréttir.
17.03 Sfödegistónlelkar: Tónlist eftir
Felix Mendelssohn
17.40 Torgiö - Menningarstraumar. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar. Fjölmlðlarabb Tón-
20.00 ^Ekkert mál
20.40 Mál mála
21.00 Gömul tónllst
21.20 Á 1 jöllunum
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Lestur Passíusálma
22.30 Hljóð-varp
23.10 Djassþáttur
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
9.00 Morgunþáttur
12.00 Hádeglsútvarp
13.00 Kliöur
15.00 Nu er lag
16.00 Taktar
17.00 Erill og ferill
18.00 Dagskrárlok.
7.00 Á fætur með Sigurði G. Tómas-
syni.
9.00 Páll Þorsteinsson á léttum not-
um.
12.00 Á hádegismarkaði með Jóhönnu
Harðprdóttur. Fréttapakkinn
14.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd
17.00 Hallgrfmur Thorsteinsson í
Reykjavfk síðdegis.
19.00 Hemmi Gunn í miðrl viku
21.00 Ásgeir Tómasson á miðviku-
dagskvöldi
23.00 Vökulok
24.00 Næturdagskrár Bylgjunnar.
Útrás
19.00 Ný-Bylgja Umsjón: Ásmundur Vil-
helmsson og Magnús Kristjánsson (FA)
12.00 Heiðríkja Umsjón: Gunnar Ársæls-
son og Þorleifur Kjartansson (FA)
14.00 Kaffibrúsinn Umsjón: Ágústa Ól-
afsdóttir og Nína Björk Hlöðversdóttir
(KV)
16.00 Blöndungur Umsjón: Gunnar
Gíslason, Ólafur Vilhjálmsson og Sig-
urður Björnsson (KV)
18.00 Rok(k) úr ýmsum áttum Umsjón:
Helga Dóra Helgadóttir og Ragnheiður
Adolfsdóttir (FA)
19.00 Á réttri rás Umsjón: Pétur Péturs-
son og Kristján Þórarinsson (FA)
20.00 Ungiingar erlendis - þáttur um
skiptinema. Umsjón: Anna Maía Guð-
mundsdóttir og Thelma Hermannsdóttir
(FA)
22.00 Vormenn Umsjón: Stefán Óskar
Aðalsteinsson og Atli Helgason (FA)
AF- Fjölbrautaskólinn við Ármúla.
KV - Kvennaskólinn I Reykjavik.
18.00 Úr myndabókinni
19.00 Prúðuleikararnir
19.25 Fréttaágrip á táknmáli
19.30 Spurt úr spjörunum
20.00 Fréttir og veður
20.35 Auglýsingar og dagskrá
20.40 I takt vlð tfmann
21.35 Sjúkrahúsið í Svartaskógi
22.20 Rokkhátfð f Mainz I
17.00 Besta litia hóruhúsið i Texas
Bandarisk kvikmynd með Burt
Reynolds, Dolly Parton og Dom Deluise
í aðalhlutverkum. Lokað.
18.30 Myndrokk. Lokað.
19.00 Gúmmíbirnlrnlr. Teiknimynd.
19.30 Fréttir
20.00 Opin lína - Gestur er Bryndís
Schram.
20.15 Bjargvætturinn
21.05 Húsið okkar. Lokað.
21.50 Tiskuþáttur. Lokað.
22.20 Zarcoz. Bandarisk bíómynd með
Sean Connery og Charlotte Rampling i
aðalhlutverkum. Lokað.
KALLI OG KOBBI
Ætlar hann að vera Nei hann ætlar að sitja
heima og gefa sælgæti? fyrjr hrekkjalómum
GARPURINN
FOLDA
í BLÍDU OG STRÍDU
ORÐ I EYRA
Já, ráðherra!
Algerlega hlutlaus nefnd, sem
Alþingi íslendinga skipaði
Hæstarétti að skipa til að kanna
embættisrekstur menntamála-
ráðherrans hefur nú hafið störf.
Treglega gekk þó hvorttveggja
að fá rannsóknarnefnd sam-
þykkta og eins hitt að fá embætti-
smenn til að taka sæti í nefndinni,
því að nefndarstörf af þessu tagi
þykja ekki vita á gott: Enginn
veit hvern enda það tekur ef
skyndilega er farið út í þá sálma
að rannsaka á hlutlausan hátt
störf og embættisrekstur máttar-
stólpa í þjóðfélaginu sem ýmist
eru kosnir eða skipaðir, en þó
fyrst og fremst útvaldir af guði til
starfa sinna og embætta.
Ákveðið var að hefja
rannsóknina á því að kalla fyrir
nefndina nánasta starfsmann
menntamálaráðherrans og hans
hægri hönd - ráðuneytisstjórann í
menntamálaráðuneytinu.
Nefndarmaður: Það er ekki
okkur að kenna að þú varst kall-
aður fyrir. Okkur var skipað að
rannsaka þetta leiðindamál.
Ráðuneytisstjórinn: Á þessi
nefnd að kanna rekstur ráðuneyt-
isins yfirleitt, eða bara uppátækin
í þessum ráðherra?
Nefndarmaður: Rannsóknin
beinist að ráðherranum sjálfum.
Róðuneytisstjórinn: Guði sé
lof.
Nefndarmaður: Mætti er beð-
inn um að tala hærra. Hvað
varstu að segja?
Ráðuneytisstjórinn: Ég hef
ekkert að fela, en ég treysti mér
engan veginn til að bera ábyrgð á
öllum þessum ráðherrum sem
streyma hér út og inn eins og jó-
jó. Ég gæti sagt ykkur margar
sögur af þeim.
Nefndarmaður: Við skulum
byrja á sögum af þessum einstaka
ráðherra og taka fyrst söguna af
því, hvernig það atvikaðist að
hann rak úr embætti fræðslustjór-
ann á Norðurlandi eystra.
Ráðuneytisstjórinn: Það er nú
eiginlega mér að þakka.
Nefndarmaður: Fyrirgefðu að
ég skuli grípa fram í fyrir þér, en
er það rétt skilið að þú viljir taka
á þig ábyrgðina á þessari brott-
vikningu.
Ráðuneytisstjórinn: Alls ekki.
Ég átti hugmyndina, en ábyrgðin
er að sjálfsögðu ráðherrans. Og
þessa hugmynd setti ég fram til að
afstýra ennþá meiri ógæfu.
Þannig var að strax þegar þessi
ráðherra kom í ráðuneytið sá ég
að erfiðir tímar færu í hönd. Fas
og limaburður minnti mjög á ít-
alska stjórnmálamanninn Mússó-
líni, og sjálfsálit og stórmannleg
framkoma minnti á rómverska
keisarann Neró, svo að ég var
fljótur að sjá út, að þessi ráðherra
yrði einn af þeim erfiðari.
Ég vil leggja á það áherslu að
ég hef einskis látið ófreistað til að
halda honum í skefjum, en ég
held það sé ekki hægt að misvirða
það við mig, þótt ég hafi tvisvar
Uenntamálaráðherrann:
Ekki ósvipaður ílalska stjórn-
málamanninum Mússólíni - i
útliti.
sinnum neyðst til að fórna peðum
í tafli mínu við ráðherrann.
Nefndarmaður: Gætirðu út-
skýrt þetta nánar.
Ráðuneytisstjórinn: Hann var
nýlega byrjaður hérna hjá mér
þessi blessaður kján.. hm... er
verið að taka þetta upp á segul-
band?
Nefndarmaður: Já.
Ráðuneytisstjórinn: Hann var
semsé nýbyrjaður þessi gáfaði og
velmálifarni heiðursmaður þegar
hann kallar MIG inn á skrifstof-
una sína og fer að spyrja hvað
hann geti gert sem ráðherra.
- Skynsamir ráðherrar gera
sem allra minnst, segi ég.
- Ég er ekki skynsamur ráð-
herra heldur mikilmenni, segir
hann.
- Já, ráðherra, segi ég.
Ráðuneytisstjórlnn: Em-
bættismenngeta ekkiboriðá-
byrgð áþessum ráðherrum
sem koma og tara einsog
dægurflugur.
- Ég er á móti þessum helvítis
stúdentum, segir hann. Þetta
heimtar af mér námslán með
mikilli frekju og er svo í út-
löndum og hangir á búllum og svo
kemur það heim þetta dót og set-
ur af stað rannsóknir sem sanna
að allt sem gert er sé ómögulegt.
Ertu með blað og blýant?
- Já, ráðherra, segi ég.
- Skrifaðu þá minnispunkta:
1) afnema námslán 2) taka upp
zetuna aftur 3) fjölga yfsilonum.
Ég sá strax að það yrði engu
tauti komið við manninn, svo að
ég neyddist til að grípa til minna
ráða og sagði: Þetta líkar mér.
Stokka upp kerfið alminlega. Það
var tími til kominn. Mér leyfist
kannski að koma með tillögu:
Það verða allir skíthræddir í kerf-
inu ef þú veittir einhverjum emb-
ættismanni ærlegt tiltal. Ærlegt
tiltal gerir sama gagn og margar
reglugerðir og mikil pappírs-
vinna. Þá segir ráðherrann:
- Haf þú heill mælt. Mér leiðist
pappírsvinna. Nú rekum við ein-
hvern delann. Réttu mér starfs-
mannaskrána.
Og nú spyr ég
rannsóknarnefndina: hvað gat ég
gert annað en að rétta ráðherran-
um starfsmannaskrána?
Nefndarmaður: Hvað sagði
ráðherrann, þegar hann tók við
starfsmannaskránni?
Ráðuneytisstjórinn: Hann
sagði: Ugla sat á kvisti, átti börn
og missti...
Nefndarmaður: Og þá fauk
Lánasjóðsmaðurinn. En hvernig
bar þetta til með námsstjórann?
Ráðuneytisstjórinn: Það var
ósköp svipað. Ráðherrann hafði
lítið verið í fjölmiðlum í dáldinn
tíma og var orðinn erfiður, kom-
inn með fráhvarfseinkenni og far-
inn að tala um að þessir sér-
kennslupeningar skiluðu litlum
árangri.
Nefndarmaður: Hvað hafði
hann til marks um það.
Ráðuneytisstjórinn: Hann
sagðist sjá það á starfsmönnum
ráðuneytisins yfirleitt og á mér
sérstaklega. Maðurinn var sem
sagt orðinn til alls vís, svo að ég
kunni ekki önnur ráð en rétta
honum starfsmannakladdann.
Nefndarmaður: Hvað sagði
ráðherrann þá?
Ráðuneytisstjórinn: Hann
sagði: Úllen dúllen doff... Og svo
heimtaði hann að þessi fræðslu-
stjóri væri rekinn.
Nefndarmaður: Og hvað sagð-
ir þú þá?
Ráðuneytisstjórinn: Ég sagði
vitaskuld: Já, ráðherra!
Suðri