Þjóðviljinn - 19.02.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.02.1987, Blaðsíða 10
Jöfnuður í lífskjömm og atvinnu- uppbyggingu Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, sem skipar 3. sœti G-listans í Reykjavík Það hefurekki verið lognmolla í kringum frambjóð- anda Alþýðubandalagsins í þriðja sæti listans hér í Reykjavík. Tvisvarásíðustu tólfmánuðum hefurÁsmund- urStefánsson, forsetiAlþýðu- sambands íslands, farið fyrir hópi forystumanna verkalýðs- hreyfingar og afhent ríkis- stjórn Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks veigamikla þætti íefnahagsstefnu. Við spurðum Ásmund hvernig það væri að berjast í kosninga- baráttu gegn ríkisstjórn sem að hluta breytti samkvæmt efna- hagsstefnu sem hann hefði átt þátt í að móta: „Það sögðu sumir í okkar flokki að þeir samningar sem við gerðum hefðu verið mjög góðir ef Alþýðubandalagið hefði verið í stjórn en það væri ljótt af okkur að leysa verðbólguvandann fyrir íhaldið, lina á húsnæðiserfið- leikum, koma á staðgreiðslukerfi skatta og svo framvegis. En innan verkalýðshreyfingarinnar hljót- um við á hverjum tíma að leitast við að koma málum fram á þann hátt að við tryggjum sem besta niðurstöðu fyrir okkar umbjóð- endur. Verðbólgan var ekki bara vandamál ríkisstjórnarinnar. Verðbólgan var fyrst og fremst vandamál fyrir almenning í landinu sem á undanförnum árum hefur trekk í trekk staðið frammi fyrir því að verðbólgan hefur verið látin brenna upp jafnvel mjög háar kauphækkanir á augabragði. Reynslan kallaði á að verka- lýðshreyfingin sæi til þess að sú þróun yrði stöðvuð og verðlagi haldið í skefjum. Einar og sér gagnast kauphækkanir lítið. Sama má segja um húsnæðis- vandann. Hann er ekki bara vandamál fyrir sitjandi ríkis- stjórn heldur eyðiíeggur fjöl- skyldulíf, splundrar heimilum og sendir fólk í útlegð. Það var því óhjákvæmilegt að gera allar til- tækar ráðstafanir til þess að stuðla að lausn þessara mála. Staðgreiðsla skatta og einfald- ara skattkerfi er mikilvægt fyrir okkur öll, þó auðvitað sé í þeim tillögum sem nú eru til umræðu aðeins tekið á afmörkuðum þætti skattamálanna þ.e. stað- greiðslunni, en hvorki á skatt- svikum né sköttum fyrirtækja. Sú ríkisstjórn sem nú situr framfylgir vissulega ekki okkar stefnu í efnahagsmálum. Við get- um ekki verið sátt við okurvext- ina, aukin skattfríðindi atvinnu- rekstrar, aðgerðarleysi varðandi atvinnuuppbyggingu og skiln- ingsleysi á nauðsyn félagslegrar uppbyggingar. Ríkisstjórnin hef- ur að vísu beygt sig undir okkar kröfugerð í nokkrum málum en það dylst engum að hún hefur gengið treg til þessa leiks og það hefði verið mun auðveldara að eiga samskipti við ríkisstjórn sem hefði verið þess umkomin að móta sjálfstæða stefnu og hefði haft skilning á þörfum almenn- ings í landinu og slíka ríkisstjórn þurfum við að fá eftir kosningar.“ UM HVAÐ ER KOSIÐ? „í komandi kosningum er kos- ið um grundvallaratriði. Það verður kosið milli hægri og vinstri - og við vitum að komi Alþýðu- bandalagið ekki sterkt út úr þeirri kosningabaráttu verður ekkert sem heitir „til vinstri" í áhrifaað- stöðu eftir kosningar. Við höfum gengið í gegnum nokkurt skeið í pólitík þar sem mörkin milli hægri og vinstri voru ekki jafn skýr og áður. Krafan um blóðuga byltingu hljóðnaði og íhaldsöflin sættu sig við þær félagslegu umbætur sem tókst að ná fram. En nú hefur sú hömlu- lausa markaðshyggja sem veður uppi, skerpt andstæðurnar að nýju. Það vita allir að íhaldið vill fylgja frjálshyggjunni fram þó á þessu kjörtímabili hafi það brost- ið kjark til að hrinda öllum áformum sínum í framkvæmd. Og við vitum einnig að sigur íhaldsins er um leið áfall fyrir þá þætti þjóðfélagsins sem okkur eru heilagastir. Postular markaðstrúarinnar prédika trú á kerfi sem öllu öðru er æðra. Þeir segja niðurstöðu markaðskerfisins heilaga og nið- urstaðan er skilgreind sem réttlát af því hún varð til í kerfinu. Þeir segja: Enginn á kröfu til neins nema endurgjalds fyrir það sem hann leggur fram á markaði. Markaðskerfið má ekki trufla til að aðstoða þá sem verða undir. Kerfið blífur, einstaklingurinn skiptir ekki máli. Frjálshyggjan tryggir þannig rétt eins til að troða aðra niður í svaðið. Rétt hins sterka til að hrifsa til sín. Hver og einn skal hugsa um sig og ekki hætishót um aðra - ekki heldur þá sem minnst mega sín. FRELSI í HÆTTU Viðhorf verkalýðs- og vinstri hreyfingarífélagsmálum. Krafan um samstöðu og gagnkvæma ábyrgð. Þetta er allt í hættu sigri frjálshyggjan og hennar nótar í kosningabaráttunni. Við viljum tryggja hverjum einstaklingi frelsi frá skorti, frelsi frá kúgun og yfirgangi. Við vilj- um tryggja börnum okkar frelsi frá því að týnast á markaðstorgi frjálshyggjunnar. Okkar mark- mið eru að veita öryggi fyrir aldr- aða, aðhlynningu í veikindum og veita öllum einstaklingum tæki- færi til að komast til þroska og móta sitt eigið líf. Við viljum frelsa frá óttanum við örbirgð og eymd. Þetta er allt í hættu. Frjálshyggj- an er mannfjandsamleg og við vitum að sigur íhaldsins er ósigur „Ríkisstjórnin hefur að vísu beygt sig undir okkar kröfugerð í nokkrum málum en það dylst engum að hún hefur gengið treg til þessa leiks." fyrir allt hið mannlega í okkur. Við vitum að sókn til betra þjóðfélags verður ekki að raun- veruleika undir forræði íhaldsins - hvorki sókn í atvinnumálum né í aðbúnaði einstaklingsins. Vinstri öflin verða að eflast og fá stöðu til að vernda það sem áunnist hefur og sækja til nýrra landvinninga. Þar dugir Alþýðu- bandalagið eitt - þar dugir ekki að treysta á krata eða kvenna- lista.“ TENGSL VERKALÝÐS- HREYFINGAR Ásmundur er í því sæti fram- boðslista Alþýðubandalagsins sem hefur þótt „frátekið" fyrir forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar. Að vísu sat fyrirrennari hans þar í öðru sæti en Ásmundur í því þriðja og helgast það a því að Guðrún Helgadóttir færðist upp um sæti í forvalinu. En hvernig er það fyrir forseta Al- þýðusambandsins að setjast í þetta fræga „verkalýðssæti“ list- ans. „Það er og hefur verið rótföst skoðun Alþýðubandalagsmanna að nauðsynlegt væri á hverjum tíma að forystumenn úr verka- lýðshreyfingunni ættu sæti í þingflokknum, til að tryggja traust tengsl á milli þess starfs sem unnið er í verkalýðshreyfing- unni og þess sem unnið er innan þingflokksins og á sjálfu alþingi. Þetta hlutverk hafa haft á undan mér svo ágætir menn sem Sigurð- ur Guðnason, formaður Dags- brúnar, Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusambandsins, Eð- varð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, og Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dags- brúnar. Ég tel tvímælalaust að þessi tengsl séu báðum aðilum nauðsynleg.“ En hvernig samrýmast störf forseta Alþýðusambandsins og þingmanns Álþýðubandalagsins? „Starf í verkalýðshreyfingu er í raun ákaflega pólitískt starf- það er ekki bara verið að semja um kaup og kjör heldur einnig að tryggja aðstæður verkafólks á flestum sviðum. Þess vegna er pólitískt starf mikilvægur þáttur í starfsemi verkalýðssamtakanna. Við verðum að hafa það í huga að stór hluti kjara verkafólks er mótaður utan hins hefðbundna samningssviðs og þannig á vett- vangi stjórnvalda. Af þessu leiðir að verkalýðs- hreyfingin er, hefur verið, og verður pólitísk stofnun. í upphafi var Alþýðusamband samband verkalýðshreyfingar og Alþýðu- flokks - þetta var ein og sama skipulagsheildin - en með klofn- ingi á vinstri vængnum og þegar verkalýðssamtökin ná til nánast allra í þjóðfélaginu verða þessi beinu tengsl við einn flokk ó- raunhæf og útilokað að hafa bein skipulagstengsl við aðeins einn stjórnmálaflokk. 10 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.