Þjóðviljinn - 19.02.1987, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 19.02.1987, Blaðsíða 17
„Vinnuþrældómurinn eraðalmeinsemd samfélagsins," segir Guðrún Helgadóttir. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 manna að stofnun í andstöðu við verkafólk því LÍN er undirstaða þess að ungt fólk geti menntað sig. Fyrir nú utan það að lána- sjóðurinn er einhver besta kjara- bót sem alþýðan hefur fengið." RÍKISSTJÓRNIN Hvernig metur þú störf og ár- angur ríkisstjórnarinnar? „Ég met árangur ríkisstjórnar- innar afar lítils. Pessi ríkisstjórn státar af því að hafa lækkað verð- bólguna sem í sjálfu sér er ágætt en þetta hefur verið gert á ger- samlega hugmyndasnauðan hátt enda afleiðingarnar eftir því. Þessi ríkisstjórn hefur enga hug- mynd um það hvernig þjóðfélagi hún er að stjórna. Þetta kemur berlega í ljós í okurmálinu þar sem Hæstiréttur er í raun að dæma ríkisstjórnina fyrir asna- skap. Ég bar fram fyrirspurn í fyrra, til bankamálaráðherra, um hvort til væru hæstu lögleyfðu vextir í landinu. Ráðherra svaraði mér og veifaði bréfi frá Seðlabankan- um þar sem bankinn segir að víst séu til „hæstu lögleyfðu vextir“. Viðskiptabankarnir mótmæltu þessu strax og sögðu Seðlabank- ann alls ekki hafa auglýst vexti svo skýrt að ekki orkaði tvímælis. Nú er komið í ljós að Seðla- bankinn hafði ekki sinnt þessari skyldu sinni og jafnframt að ríkis- stjórnin hafði hreinlega ekki vit á því sem hún var að gera. Og það er auðvitað dæmigert fyrir þessa ríkisstjórn að keyra niður laun og ná þannig niður verðbólgu án tillits til tekjuskipt- ingar og réttlætis í þjóðfélaginu - þegar kjör fólks hafa hrað- versnað, hvers hagur er það þá að ná niður verðbólgunni? Samt aflast sem aldrei. Skólamál eru í ólestri, dagvist- un er í molum, það er undantekn- ing ef fyrirtæki standa undir sér, innflutningur er glórulaus. Hver er þá ávinningurinn af minnkandi verðbólgu? STEFNA OKKAR Við viljum stefna að þjóðfélagi þar sem fólk þrífst. Þar sem sjálfstæð þjóð með sjálfstæða menningu þrífst og við getum komið þokkalega fram í sambúð þjóðanna. Við vinnum gegn eyðingu mannslífa og umhverfis. - Og það þarf varla að taka fram að stefna okkar er að fólk upp- skeri þannig fyrir vinnu sína að það geti lifað mannsæmandi lífi. Við erum á móti arðráni og okri. íslendingar eru forrík þjóð og það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því en fjármagnið fer einhverjar krókaleiðir í þjóðfé- laginu, ekki til fólksins. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að það er mjög hættulegt ef fólk ekki vinnur fyrir sér af dagvinnunni. Þá fær það á tilfinninguna að störf þess séu ekki metin og fólk missir sjálfs- virðingu sína og siðferðisvitundin slævist. Fólk verður að kjósa um hvers konar líf það vill lifa, valdið er á ábyrgð þess sjálfs. LIKAMSRÆKTARSTOÐIN H/F Borgartúni 29, Reykjavík. S: 28449 Einstakt tækifæri Hin heimsþekkta líkamsrœktarkona LisserFrost-Larzen verður gestaleiðbeinandi hjá Líkamsrœktarstöðinni hlfnœstu vikurnar, þ.e.a.s. dagana 14.febrúarnk. till. mars. Lisserþykirsérlega hœfur leiðbeinandi þegar um erað rœða megrun, styrkingu og vöðvaformun með tœkjum ítœkjasál. Einnig veitirhún upplýs- ingar um rétt matarœði og notkun nœringarefna, ásamt að út- búa prógrömmfyrir þá er þess óska. Konur og karlar, grípið tœkifœrið og hugið að vaxtarlagi og útliti í tœka tíðfyrir sumar- leyfin. Lisser verðurhjá okkuríBorgartúni29 daglegafrá kl. 13 til20. Líkamsrœktarstöðin Borgartúni 29 sími: 28449 ATH: Munið svœðameðferðina og Bippalsenuddtœkið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.