Þjóðviljinn - 19.02.1987, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 19.02.1987, Qupperneq 19
Hver maður fái þjónustu sem einstaklingur í áttunda sæti lista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík er ArnórPétursson, enhann hefuráratuga reynslu afbar- áttu fyrir réttindum þeirra sem minna mega sín íþjóðfé- laginu. Aukþess að hafa starfað innan Alþýðubanda- lagsins í um 20 ár hefurArnór verið formaður íþróttafélags fatlaðra frá stofnun þess, 1974 og tilþessa dags, að einu ári undanskildu, ogeinn- ig starfað mikið að öðrum málefnum fatlaðra. Arnór er 37 ára gamall og starf- ar sem fulltrúi hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Hann er giftur Áslaugu Magnúsdóttur og eiga þau eina dóttur, Magný Ósk, en hún kom fyrsta barnabarninu í heiminn fyrir rösku ári. HELSTU MÁL KOSNINGANNA? Við spurðum Arnór hvað hann áliti brýnustu mál kosningabar- áttunnar. „Ég á erfitt með að ráða í hvaða mál verða mest áber- andi, en ég vona að það verði uppstokkun í skattakerfinu án tafar. Það verður næst lagður á skattur í júní svo það er unnt að grípa til einhverra ráðstafana. Mér hefur óað við því síð- astliðin ár hversu margir sleppa við að borga skatta og vil sjá ein- hverjar aðgerðir tafarlaust. Síð- ustu 3-4 ár virðist þróunin hafa verið sú að það eru að myndast tvær stéttirílandinu. Annarsveg- ar hinn almenni launamaður sem greiðir skatta af hverri einustu krónu og hins vegar þeir sem geta hagrætt launum sínum og skammtað sér risnu og látið fyrir- tækin greiða lúxusinn og jafnvel framfærsluna og koma síðan nán- ast skattlausir út. Þetta þarf að lagfæra tafarlaust.“ VIÐSKIPTAVINIR TRYGGINGA- STOFNUNARINNAR Þar sem Arnór þekkir í gegnum starf sitt á Tryggingastofnun kjör segir Arnór Pétursson, einn af forystumönnum fatlaðra og fulltrúi í Trygginga- stofnun ríkisins semskipar 8. sæti G-listans í Reykjavík þeirra sem sœkja sér framfærslu- eyri í almannatryggingakerfið spurðum við hann hvort ekki vœri þörf endurbóta íþeim málaflokk- um? „Það er með almannatrygg- ingalöggjöfina eins og að ef ein- hver hefði keypt sér jakkaföt fyrir fimmtíu árum. Það væri far- ið að sj á á þeim fötum nú og jakk- inn væri eflaust bættur og stagað- ur. Ef bæturnar væru mislitar er ekki von á góðu og það er eins með löggjöfina - hún var ágæt á sínum tíma og síðan hefur verið reynt að sníða af henni helstu agnúana og bæta hana. Nú er hins vegar þörf á því að taka lögin og önnur lög sem tengjast lögum um almannatryggingar, svo sem lög um málefni aldraðra, lög um mál- efni fatlaðra og barnalögin og steypa þessu saman í nýja og heilsteypta félagsmálalöggjöf. Það eru einnig mál sem þarf að leysa úr strax. Til dæmis vantar um 4000 krónur upp á að tekju- trygging og full heimilisuppbót nái umsömdum lágmarks- launum. Síðan þarf að meðhönd- la hvern tryggingaþega sem ein- stakling gagnvart tryggingakerf- inu. Við vitum t.d. að einhver ein- staklingur er meðhöndlaður sem slíkur gagnvart skattgreiðslum, en í tryggingakerfinu er það þannig að ef maki tryggingaþega vinnur úti, er helmingur launa þess sem vinnur, reiknaður trygg- ingaþega til tekna og ef bæði hjón þiggja ellilífeyri fær hvort um sig ekki nema 90% af einstaklingslíf- eyri“. MÁLEFNI FATLAÐRA Þar sem Arnór er einna best þekktur fyrir mikið og óeigin- gjarnt starf í þágu fatlaðra, lá beint við að spyrja hann hver vœri mikilvœgustu úrlausnarefni í þeim málaflokki? „Það er margt sem þar kemur inn. Það má alls ekki henda að Framkvæmdasjóður fatlaðra verði skertur og nú síðast tókst að draga úr skerðingunni. En meginmál fatlaðra er skipu- leg uppbygging og þá sérstaklega á sviði atvinnumála fatlaðra - og það er alveg forkostulegt að af þeim sem komast út á vinnu- markaðinn fara 80% til einkafyr- irtækja en aðeins 20% fá atvinnu í opinbera geiranum. Þar virðist vanta mikið á hvað varðar skiln- ing. Málið er að fatlaðir hafa ekki áhuga á því að verða þiggjendur heldur vilja vera þátttakendur og taka fullan þátt í að byggja þetta þjóðfélag upp bæði á félagslega sviðinu og einnig og ekki síst hvað varðar verðmætasköpun. Og það er rétt að fólk geri sér grein fyrir að aukin atvinnuþátt- taka fatlaðra skilar þjóðfélags- legum arði. Bæði minnka þær bætur sem þeir fötluðu fá og svo skilar vinna þeirra tekjum til baka, sérstaklega í óbeinum sköttum. í einhverju fylki Bandaríkj- anna var gerð úttekt á einmitt þessu og þar komust menn að raun um að sköpun atvinnutæki- færa fyrir fatlaða skilaði einmitt talsverðum árangri. Þeir gátu betur séð fyrir sér sjálfir, en það vilja fatlaðir gera, og neysla þeirra jókst með meiri fjárráðum og þar með óbeinir skattar." KOSNINGABARÁTTAN „Það verður að spyrja að leikslokum," sagði Árnór er hann var spurður hvernig honum litist á kosningabaráttuna. „Ég vona að sjálfsögðu það besta. En vandamálið er, að mínu áliti, það að við höfum góðan málstað og góða stefnu en okkur hefur hins vegar gengið illa að koma stefn- unni til skila. Ég tel að við ættum að reyna að koma skilmerkilega á framfæri sérstöðu Alþýðubandalagsins á framfæri, sérstaklega hvað varð- ar atvinnustefnu og afstöðu okk- ar til hersins og hermannsins." Máiið er að fatlaðir hafa ekki áhuga á að vera þiggjendur heldur vilja vera þátttakendur í að byggja upp þjóðfélagið. Ódýrar bókahillur fyrir skrifstofur og heimili. Eik, tekk og hvítar með beykikanti A4 4-30 HUSGÖGN OG INNRETTINGAR .SU0URLANDS8RAUT 18 A4 4-30+0030 68 69

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.