Þjóðviljinn - 07.03.1987, Side 1
Laugardagur 7. mars 1987 55. tölublað 52. árgangur
Kosningabaráttan
Það er engin þjóðarsátt
Porsteinn Pálsson: Kratar um margt áþekkir okkur. Alþýðubandalagið er ílœgð vegnaþjóðarsáttar.
Svavar Gestsson: Blekking að tala um þjóðarsátt. Þorsteinn talar einsog hrokafullur einrœðisherra
Það er engin þjóðarsátt í gildi
og það hefur engin þjóðarsátt
verið gerð. Allt tal um slíkt er
blekking. Þó að gerðir hafí verið
kjarasamningar nú eins og
hundrað sinnum áður, þá er ljóst
að verkalýðshreyfingin hefur átt
undir högg að sækja og að víg-
staða hennar til sóknar verður
aldrci sterk nema Alþýðubanda-
lagið verði ennþá sterkara, hvort
sem það er í stjórn eða stjórnar-
andstöðu.
Þetta sagði Svavar Gestsson í
gær um þau ummæli I’orsteins
Pálssonar að Alþýðubandalagið
lifði við pólitískt tilgangsleysi
sökum þess að launþegahreyf-
ingin hefði valið aðrar leiðir til að
ná fram kjarabótum en þær sem
flokkurinn vildi.
„Þegar Alþýðubandalagið er í
lægð þá eigum við ekki verðuga
andstæðinga heldur einungis
keppinauta og Alþýðuflokkurinn
er nú okkar aðalkeppinautur og
skoðanir okkar eru um margt
áþekkar, sagði Þorsteinn Pálsson
í samtali við Þjóðviljann í gær.
Þetta lýsti sér í því að verið væri
að ýta ýmsum forystumönnum
flokksins í verkalýðshreyfingunni
og þingflokknum til hliðar.
Þorsteinn lagði áherslu á að
Sjálfstæðisflokkurinn yrði í for-
ystu í næstu ríkisstjórn, og kvað
langt í land með að Jón Baldvin
yrði forsætisráðherra.
„Yfirlýsingar Þorsteins boða
kaflaskipti í kosningabarátt-
unni,“ sagði Svavar Gestsson.
„Alþýðuflokkurinn er greinilega
í hans augum orðinn allt of líkur
Sjálfstæðisflokknum, enda hefur
formaður Alþýðuflokksins gert
allt til þess að svo mætti verða.
Þorsteinn Pálsson talar einsog
hrokafullur einræðisherra í eins-
flokkskerfi enda má til sanns veg-
ar færa að því er varðar Fram-
sóknarflokk og Alþýðuflokk að
þar ráði hann því sem honum sýn-
ist.“ -Ig/ös.
„Sjálfstæðisflokkurinn er og verður okkar höfuðandstæðingur. Það ear athyglisvert hvernig hann vegur að Alþýðubandalaginu um leið og hann segir að
Alþýðuflokkurinn sé aðal keppinautur Sjálfstæðisflokksins. Þetta er spaugilegt með hliðsjón af því að þessir flokkar ætla sér að mynda ríkisstjórn saman“,
sagði Svavar Gestsson m.a. þegar kosningamiðstöð Alþýðubandalagsins í Reykjavík var formlega opnuð að viðstöddu fjölmenni síðdegis í gær. (Mynd : Sig)
Korpúlfsstaðir
Tryggingar
Kartöflur fyrir myndlist
Reykjavíkurborg úthýsir Sverri Olafssyni myndhöggvara á Korpúlfsstöðum í
kjölfarþess að myndir hans eyðilögðust af völdum sprunginnar leiðslu. Skýring:
myndlistarverkstœðin eiga að verða kartöflugeymslur
Hrakfalla-
bálkar í
umferðinni
Borgarverkfræjðingur hefur sagnarinnar er sögðu sú að borg-
sent Sverri Ólafssyni mynd- in þurfí að breyta vinnuaðstöðu-
höggvara bréf þar sem honuro er nni í kartöflugeymslu.
sagt upp vinnuaðstöðu sinni á „Ég lít á þetta sem hreinan
Korpúlfsstöðum með þriggja terrorisma og hefndaraðgerðir",
mánaða fyrirvara. Ástæða upp- sagði Sverrir Ólafsson í samtali
Hvalfjörður
Hraðvaxta kræklingur
Tilraunir við Hvítanes lofa góðu
Tilraunir með kræklingaeldi
við Hvítanes í Hvalfirði lofa mjög
góðu. Á síðasta ári óx kræklin-
gurinn að meðaltali um 2,7 sentí-
metra sem að sögn Björns Björns-
sonar, starfsmanns Hafrann-
sóknastofnunarinnar telst góð
niðurstaða. Jafnframt er hlut-
deild innmatar með því besta sem
gerist erlendis í kræklingarækt.
Þetta kom fram í erindi Björns
á ráðstefnu í fiskeldi, sem hófst í
gær og heldur áfram um helgina.
Björn sagði hins vegar, að
þrátt fyrir góðan vöxt væru fram-
tíðarmöguleikar kræklingaeldis
nokkuð takmarkaðir, því
heimsmarkaðsverð væri lágt á
kræklingum, sökum mikils frant-
boðs á þeim frá Suður-Evrópu.
-ÖS
við blaðið. „Við höfum verið
þarna í yfir 10 ár og aldrei borið
skugga á. Húsnæðið hefur verið
kynt á okkar kostnað allan þenn-
an tíma, og við höfum lagt mikla
vinnu í viðhald og endurnýjun
þess. Þetta húsnæði væri vafa-
laust ónýtt nú ef við hefðum ekki
haldið því við. Það hefur verið
talað um að gera Korpúlfsstaði
að einhvers konar menningar-
miðstöð í framtíðinni, en nýjasta
stefna borgaryfirvalda í þessum
málum virðist nú vera að fylla
húsið af kartöflum."
Sem kunnugt er varð mikið
tjón á verkum félaga í Mynd-
höggvarafélaginu í desember s.l.
þegar heitavatnslögn í vinnustof-
um félagsins í kjallara Korpúlfs-
staða sprungu. Sá sem varð fyrir
mestu tjóni var Sverrir Ólafsson
myndhöggvari, en hann hefur
haft vinnuaðstöðu á Korpúlfs-
stöðum í 10-12 ár, og var á sér
húsaleigusamningi við borgina.
Myndhöggvarafélagið fól
Arnmundi Bachman lögfræðingi
að gæta hagsmuna félagsmanna
gagnvart borginni vegna þessa
tjóns, og sendi hann borgarverk- ■
fræðingi bréf fyrir rúmum mán-
uði, þar sem farið var fram á við-
ræður við borgina vegna tjóns
þessa og hugsanlegar bætur borg-
arinnar. Borgarverkfræðingur
hefur ekki látið svo lítið að svara
bréfinu, en hefur nú þess í stað
sagt Sverri upp vinnuaðstöðu I
sinni.
Ekki náðist í borgarverkfræð-
ing í gær, en vonandi eiga eftir að
koma fram nánari skýringar á
þessu máli. Sverrir Ólafsson
heldur þó ótrauður áfram mynd-
sköpun sinni, því nú um helgina
opnar hann sýningu á andlits-
myndum úr málmi í Gallerí Grjót
við Skólavörðustíg.
-ólg.
Tjónagreiðslur vegna
umferðaróhappa aukist
verulega. Stórhœkkuð
iðgjöld
Skráð umferðaróhöpp í febrú-
ar sl. voru 500 fleiri en í sama
mánuði í fyrra. Frá áramótum
hafa að meðaltali verið skráð 38
óhöpp á degi hverjum. Þessi
aukning umferðaróhappa það
sem af er þessu ári og á sl. ári
hefur m.a. leitt til þess að bif-
reiðatryggingar hækkuðu um
19% um sl. mánaðamót.
í fyrra greiddu tryggingafélög-
in 829 miljónir í bætur vegna um-
ferðaróhappa sem var 30% hærri
fjárhæð en árið á undan. Ið-
gjaldagreiðslur námu hins vegar
ekki nema 752 miljónum þannig
að tjónabætur voru um 10% um-
fram iðgjöld.
-RK.