Þjóðviljinn - 07.03.1987, Qupperneq 4
_________________LEIÐARI _____________
Orönotkun, hagsmunir og reisn
í frétt í Þjóðviljanum í dag er sagt frá fróðlegri
umræðu í útvarpsráði þarsem skipst var á skoð-
unum um hvort orðnotkun í fréttum ríkisfjölmiðl-
anna stæðist yfirlýsta óhlutdrægni stofnunar-
innar.
Þau Árni Björnsson og María Jóhanna Lárus-
dóttir lögðu á fundinum fram bókun þarsem
segir að notkun orðsins „vamarlið" um her
Bandaríkjanna á íslandi sé í andstöðu við regl-
urnar um óhlutdrægni vegna þess hve umdeilt
hlutverk hersins er meðal þjóðarinnar. Þettai
heiti, - og fleiri, svosem nafnið „íslenska álfé-
lagið hf. -, væri hugsað sem innræting af hálfu
aðstandenda, og á ríkisútvarpinu ættu menn að
hafa sjálfstæði og djörfung til að leiða slíka
innrætingu hjá sér.
Erindrekar Alþýðu-, Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokks í útvarpsráði lögðust auðvitað í
sameiningu á árarnar með sínum mönnum
suðrá Velli og enn um stund má vænta þess að
heyra fréttamenn útvarps og sjónvarps allra
landsmanna tala af óttablandinni virðingu um
„varnarlið“ í samræmi við opinbera orðabók
Natóflokkanna.
í upphafi var orðið, stendur í góðri bók, og
þessar umræður um orð í útvarpsráði eru merk-
ar vegna þess að þær beina sjónum að einni
tegund hinnar smágervu hernámsveiru sem
hefur nú sótt að þjóðinni í rúma fjóra áratugi, að
þeirri tegund hennar sem einkum leggst á hug-
arfarið.
Með því að tyggja það hægt og bítandi á
hverjum degi framaní þjóðina að herinn sé
„varnarlið“ er verið að boða þá trú á íslandi að
soldátar, Awacs-vélar, kjarnorkuheld byrgi og
olíuhöfn séu hér í okkar þágu, hinum íslenska
Meðaljóni til varnar gegn veraldarógnunum, og
þarmeð órjúfanlegur hluti af íslensku samfélagi.
Það er svo til marks um þrautseiga þjóðar-
greind að meirihluti íslendinga hefur aldrei fall-
ist á þessa skilgreiningu Natómálfræðinga á
herliðinu bandaríska, heldur hafa jafnt her-
stöðvaandstæðingar sem aronskumenn gert
sér grein fyrir því að herinn er hér eingöngu í
þágu herveldisins í vestri.
Og æ fleiri gera sér nú grein fyrir að herliðið
bandaríska er okkur ekki aðeins óþarft og
hættulegt í efnahagslegum og hernaðarlegum
skilningi, heldur beinlínis þrándur í götu þeirra
möguleika sem íslendingum hafa nýverið opn-
ast á alþjóðavettvangi.
Leiðtogafundurinn hefur gert okkur kleift að
ná alþjóðlegri athygli og bjóða fram krafta okkar
til að skapa fegurri veröld, um leið og hinir hag-
sýnu geta hætt að hugsa um að græða á her og
styrjöldum og tekið þess í stað þann skárri kost-
inn huga að hagnaði af friðarstarfi.
Móttökur þær sem forsætisráðherra fékk í
Moskvu í vikunni sýna best breytta stöðu ís-
lendinga í samfélagi þjóðanna, og alþjóðlegur
ferill ólafs Ragnars Grímssonar hefur sannað
okkur að frumkvæði í heimsmálum er ekki
nauðsynlega bundið við milljónaþjóðirnar.
Því miður er stefna íslenskra ráðamanna í litlu
samræmi við þessi breyttu viðhorf.
„Varnarliðs“-flokkarnir í núverandi ríkisstjórn
hafa gírugir leyft stóraukin hernaðarumsvif und-
anfarin ár og oddviti þess „varnarliðs“-flokks
sem enn er utan ríkisstjórnar hefur staðið hjá og
horft á með velþóknun.
Og utanríkisráðherrann Matthías Á. Mathie-
sen hefur með ráðum og dáð reynt að hindra að
norrænum þjóðum takist að koma á rekspöl
fullkomlega raunhæfum og vel rökstuddum
áætlunum um að lýsa Norðurlöndin kjarnorku-
vopnalaus, þannig að nú blasir við sú staða að
andóf Matthíasar og vopnabræðra hans hér-
lendis verði til þess að ísland verði sett hjá,
útilokað frá þátttöku í þessu norræna friðar-
verki, með ófyrirsjánlegum afleiðingum fyrir
stöðu íslendinga á alþjóðavettvangi og sam-
band þeirra við granna sína.
Varnarlið „varnarliðsins" í útvarpsráði hagar
sér í fullu samræmi við vilja samstarfsmanna
sinna í flokksstjórnum og herráðum. Þeir hafa
hinsvegar lagt hið skoplitla lóð sitt á vogar-
skálina öndvert íslenskum hagsmunum og ís-
lenskri reisn.
-m
LJÖSÖPIÐ
Mynd:E. Ól.
þlOÐVILIINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín
Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ólafurGíslason,
Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir,
Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar.
Ljósmy ndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitstelknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrlf8tofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglyslngar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbrelöslu-og afgreiöslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaöaprent hf.
Verð I lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð:55 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 500 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. mars 1987