Þjóðviljinn - 07.03.1987, Qupperneq 5
menn og
„Mcgi skapari bergkastala
frjálsrar þjóðar styrkja okkur í
mikilvægu hlutverki í þágu þjóð-
arinnar allrar með frelsis- og
mannúðarhugsjónir að vopni.“
Á þessari hjartnæmu bæn lauk
Þorsteinn Pálsson ræðu sinni á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins
og sneri máli sínu til skapara
bergkastala frjálsrar þjóðar
(guðs almáttugs) og bað hann að
hjálpa loftkastalasmiðum Sjálf-
stæðisflokksins og styrkja þá í
mikilvægu hlutverki í þágu þjóð-
arinnar.
Formaður Sjálfstæðisflokksins
fór á kostum í þessari ræðu sinni,
sagði sögur af Fjölnismönnum og
mæltist til þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn tæki að feta í fótspor
þeirra við að vefa saman varð-
veislu og viðhald íslenskrar
menningar. Frá Fjölnismönnum
barst svo talið að varnarsamn-
ingnum við Bandaríkin, án þess
að formaðurinn færi út í að bolla-
leggja um hvernig Fjölnis-
mönnum hefði litist á þann samn-
ing:
„Og það á enn við eins og á
dögum Fjölnismanna, að menn-
ingin og menntun þjóðarinnar
eru svo samofin framförum í at-
vinnumálum að hvorugt verður
frá hinum skilið.
Það er mikið verkefni, sem sér-
hver kynslóð íslendinga þarf að
axla og ábyrgjast og varðveita og
viðhalda fornum landsréttindum,
sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar.
Pað verður ekki nógu oft endur-
tekið að sú barátta er ævarandi.
Við bárum gæfu til þess að skipa
okkur í sveit lýðræðisþjóðanna
og við höfum tryggt öryggi okkar
með varnarsamningnum við
Bandaríkin."
Sem sé: Varnarsamningur við
Bandaríkin í anda Fjölnismanna.
Auðvitað voru fleiri ljósir
punktar í ræðu formannsins,
enda af nógu að taka í lok fjög-
urra ára ferils utan og innan ráðu-
neytis Steingríms Hermanns-
sonar sem nú er staddur í Kaupin-
hafn til að ganga eftir því að ís-
lenskir námsmenn séu hlýlega
búnir þegar þeir efna til mótmæl-
aaðgerða gegn aðgerðum þessa
arftaka Fjölnismanna, sem nú er
fjármálaráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins og elskar
menningu og menntun og trúir á
skapara bergkastala og varnars-
amninginn við Bandaríkin.
Einna merkilegast við þessa
ræðu er að í henni kemur fram
skilningur Þorsteins Pálssonar á
stöðunni í íslenskum stjórnmál-
um og skilgreining hans á henni.
Þorsteinn sagði:
„Alþýðubandalagið hefur í
áratugi verið einangraður máls-
vari minnihlutaskoðana í sjálf-
stæðis-, utanríkis- og öryggismál-
um þjóðarinnar. Nú hefur sú
stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur mótað og ísland hefur fylgt
í þessum efnum svo til allt lýð-
veldistímabilið náð slíkri fót-
festu, að jafnvel Alþýðubanda-
lagið gerir þessi mál ekki að höf-
uðágreiningsefni lengur. Þar fer
því flokkur án hlutverks.
Slíkur flokkur verðskuldar
ekki að vera höfuðandstæðingur
sjálfstæðismanna."
Keppi-
nautar í stað
andstæðinga
' Nú þykir manni heldur betur
týra á tíkarskottinu, en bíðum
við, því að í næstu málsgrein
kemur Þorsteinn Pálsson sér að
því sem hann vildi hafa sagt:
„Þannig hefur sú breyting orð-
ið á að Alþýðuflokkurinn er í
raun og veru orðinn höfuðkeppi-
nautur Sjálfstæðisflokksins. Ef til
vill má segja að þessi áherslu-
breyting beri vott um meiri
þjóðfélagslega samstöðu en
áður. Ahrif öfgaaflanna hafa
augljóslega dvínað. Hins vegar
fer ekki á milli mála, að aukið
fylgi Alþýðuflokksins myndi gera
hættuna á vinstri stjórn meiri en
áður.“
Um Alþýðuflokkinn segir Þor-
steinn Pálsson meðal annars
þetta:
„Alþýðuflokkurinn („höfuð-
keppinautur Sjálfstæðisflokks-
ins,“ innskot Þjóðviljans) hefur
talið það vænlegast til árangurs
að lýsa yfir því að hann vilji helst
samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.
Er það skiljanlegt í ljósi þess
mikla árangurs sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur náð í tíð núver-
andi ríkisstjórnar. Á hinn bóginn
er löng reynsla fyrir því, að lítið
er að marka yfirlýsingar for-
manns eða forystumanna Al-
þýðuflokksins fyrir kosningar um
þessi efni. Og að hinu leytinu er á
það að líta, að allur málatilbún-
aður Alþýðuflokksins, að því
marki sem hægt er að henda
reiður á honum, hefur miðað að
því að staðsetja flokkinn örugg-
lega vinstra megin við miðju
stjórnmálanna. Færi svo að Sjálf-
stæðisflokkurinn tapaði fylgi yfir
til Alþýðuflokksins væri það með
vissum hætti ávísun á nýja vinstri
stjórn.“
Allt er þetta mjög athyglisvert.
Einkum og sérflagi ef maður
leggur á sig að reyna að ráða í
hvað það er sem formaður Sjálf-
stæðisflokksins er að reyna að
segja með þessum orðum sínum.
Víkjum þá fyrst að útlistun
hans á Alþýðubandalaginu. Þar
fer flokkur án hlutverks, segir
Þorsteinn Pálsson. Slíkur flokkur
verðskuldar ekki að vera höfuð-
andstæðingur Sjálfstæðismanna.
Hver á
að trúa?
Þetta er soldið yfirdrifið eins
og fleiri í þessari kosningaræðu
formannsins en það er kannski
réttlætanlegt að reyna að stappa
stálinu í hina óbreyttu íhalds-
menn, þeim hefur sigið larður
upp á síðkastið og tími til kominn
að gera úrslitatilraun til að ýta við
þeim. Og það reynir Þorsteinn að
gera með því að reyna að slá ryki í
augu þeirra og telja þeim trú um,
að ástæðulaust sé að hafa áhyggj-
ur af Alþýðubandalaginu og and-
stöðu þess við íhaldið.
Tilgangurinn með blekking-
unni kemur síðan í ljós, þegar
Þorsteinn lýsir því yfir að Al-
þýðuflokkurinn sé nú höfu-
ðkeppinautur Sjálfstæðisflokks-
ins.
Þessi fullyrðing er ekki síður
hæpin en sú fyrri um ótímabært
andlát Alþýðubandalagsins, ekki
síst með tilliti til þess að hver ein-
asti íslendingur sem náð hefur
kosningaaldri veit fullvel, að eftir
fáeinar vikur hafa sjálfstæðis-
menn og kratar hugsað sér að
mynda ríkisstjórn í sameiningu.
Svo að tal Þorsteins um „höfuð-
keppinaut" sinn kemur manni
dálítið spánskt fyrir sjónir.
Heldur hann að íslenskir kjós-
endir séu svo vitlausir að þeir trúi
svona tali? Eða bara landsfund-
arfulltrtúar Sj álfstæðisflokksins?
Pólitískt
„hagkaup“
Gott og vel. Formaður Sjálf-
stæðisflokksins tilkynnir flokki
sínum á landsfundi, að Alþýðu-
bandalagið sé búið að vera, og
Alþýðuflokkurinn sé nú höfuð-
andstæðingurinn.
Þá spyr maður næst um til-
ganginn. Hvernig er þeim manni
innanbrjósts sem fínnur ekki
annan leik í stöðunni en að grípa
til málflutnings af þessu tagi?
Jú, tilgangurinn er augljós:
Fyrst með velþóknun sem síð-
an blandaðist kvíða og er orðin
að skelfingu hefur Þorsteinn
Pálsson horft á baráttuaðferðir
kratanna. Þeirra útgangspunktur
var þessi: Flokkurinn er að drag-
ast upp og drepast. Okkur vantar
fylgi. Fylgið er mest hjá íhaldinu
og þar skulum við fiska. Fiskiríið
gengur vel og stefnan er sett á
ríkisstjórn.
Á þetta hefur Þorsteinn Páls-
son þurft að horfa. Fyrst var það
ánægjulegt að kratarnir skyldu
hætta mótþróa sínum við íhaldið.
Síðan varð þetta skuggalegt.
Andstæðingurinn fyrrverandi var
orðinn að keppinaut. Farinn að
versla með sömu stefnu og sömu
skoðanir. Á lægra verði. Farinn
að reka nokkurs konar pólitískt
„hagkaup".
í fyrstunni var það þægileg til-
hugsun að eiga von á stjórnar-
samstarfi við lítinn og þægan
krataflokk. En þegar fram liðu
stundir og krataflokkurinn virtist
stækka og stækka, allt á kostnað
íhaldsins, var tilhugsunin ekki
jafnskemmtileg lengur.
Hætt við því að þjónninn verði
hortugur við húsbóndann.
Hvað er þá til ráða? Formaður
Sjálfstæðisflokksins vill fá krat-
ana í sína þjónustu. En hann vill
hafa þá þæga. Þess vegna má
hann ekki tapa miklu fylgi til
þeirra. Best að reyna að stöðva
lekann með því að segja Sjálf-
stæðismönnum, að ef þeir kjósi
Jón Baldvin þá muni hann fara í
vinstri stjórn. Ekki er hægt að
kalla þennan tilvonandi banda-
mann andstæðing, en eitthvert
nafn verður að gefa honum til að
vara við honum. Köllum hann
keppinaut. Það skilja allir bisn-
issmenn. Gerum svo þessa frjálsu
og heiðarlegu samkeppni að að-
almáli kosninganna.
Segjum fólki að Alþýðubanda-
lagið sé dautt. Gleymum launa-
mismun og ójafnrétti. Og ef ein-
hver er með múður, þá segjum
við bara að vinstri stjórn sé sama
og verðbólga. Einföldu slagorðin
klikka aldrei. Höfum nú spenn-
andi samkeppni um fyrsta sætið í
kosningunum milli Sjálfstæðis-
flokks og krata. Og leggjum til
hliðar allan ágreining. Segjum
fólkinu, að úr því að Rússinn sé
ekki búinn að stúta því fyrir löngu
hljóti það að sjá að öryggis- og
utanríkismálum sé best borgið í
höndum Ronalds Reagan.
S treð með
hundi og
Best að setja saman ræðu um
þetta fyrir landsfundinn. Byrja á
hinu sögulega hlutverki Sjálf-
stæðisflokksins og minnast á Óla
‘Thors og Bjarna Ben og Jóhann
Hafstein. Það virkar vel á eldra
liðið. Á maður kannski líka að
minnast á Gunnar Thor? Nei,
best að sleppa honum.
Svo telur maður upp það sem
gerst hefur jákvætt á síðustu
árum og þakkar það Sjálfstæðis-
flokknum. Nema hvað það er rétt
að viðurkenna að góðærið hafi
ekki verið til bölvunar. Svo smá-
vegis um flokk allra stétta, ef það
skyldu vera þarna einhverjir fá-
tæklingar. Síðan kynnir maður
Alþýðuflokkinn sem keppinaut
okkar en ekki andstæðing og
jarðar Alþýðubandalagið. Smá-
vegis líka um byggðamálin fyrir
liðið af landsbyggðinni og svo
drífur maður sig í bókmennta-
legar og menningarlegar tilvitn-
anir. Fjölnismenn eru alltaf góðir
í svoleiðis. Svo klykkir maður út
með tilvitnunum í eitthvert ljóð.
Tek bara eitthvað eftir Jónas
Hallgrímsson. Hann var Fjöinis-
maður. Þetta er ágætt:
Hver vann hér svo að með orku?
Aldrei neinn svo vígi hlóð.
Búinn er úr bálaslorku
bergkastali frjálsri þjóð.
Þetta er fínt. Orka, vígi, ber-
gkastali, frjáls þjóð. Glimrandi
fínt fyrir landsfundinn. Verð að
lesa meira eftir þennan Jónas:
Einn ég treð með hundi og hesti
hraun, - og týnd er lestin öll.
Nei ekki passar þetta fyrir
landsfundinn. En hvað með
þetta:
Mjög þarfnú að mörgu að hyggja,
mikið er um dýrðir hér,
enda skal ég úti liggja,
engin vœttur grandar mér.
Viðreisnar-
uppvakn-
ingur
Svona er nú hin merkilega
kosningabarátta háð. Af sumum.
En það er þó huggun á þessum
tímum hinni léttvægu orða, að
Alþýðubandalagið starfar enn af
fullum krafti og er andstæðingur
Þorsteins Pálssonar og keppi-
nauta hans um ráðherrastólana í
þeirri „viðreisnarstjórn" sem er
framadraumur Þorsteins Páls-
sonar og Jóns Baldvins Hanni-
balssonar.
Og það er löngu ljóst, að í þeim
kosningum sem nú standa fyrir
dyrum verður kosið um það,
hvort fólk vill endurvekja gamla
viðreisnardrauginn og rifja upp
þá stjórn sem við máttum búa við
um 12 ára skeið, uns Alþýðu-
bandalagið lagði hana að velli -
eða hvort fólk vill hrista af sér
stjórn ójöfnuðar, mismununar og
frjálshyggju. Valkostirnir eru
tveir: Samfylking íhalds og krata
annars vegar og Alþýðubanda-
lagið hins vegar.
Meðan loftkastalasmiður
Sjálfstæðisflokksins snýr sér í
bljúgri bæn til skapara bergkast-
ala frjálsrar þjóðar að biðja um
styrk til að komast í stjórn með
Alþýðuflokknum snýr launafólk
á íslandi sér til Alþýðubandalags,
því að næstu kosningar verða af-
drifaríkar.
- Þráinn
Laugardagur 7. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5