Þjóðviljinn - 07.03.1987, Page 12
HEIMURINN
Útboð
Sementsverksmiðja ríkisins, Akranesi, óskar hér
með eftir tilboðum í byggingu nýs vegar að líparít-
námu við Miðsandsá í Hvalfirði.
Helstu magntölur eru:
Fylling 11.000 m3
Skering í laus jarðlög 2.500 m3
Bergskeringar 900 m3
Ræsi 7 stk
Frágangur og sáning 12.000 m2
Lengd 913 m
Útboðsgagna má vitja á skrifstofu almennu verk-
fræðistofunnar hf, Fellsmúla26, Reykjavík, gegn
2.500 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á Almenna verkfræðistofunni
kl. 14.00 19. mars 1987 að viðstöddum þeim
bjóðendum er þess óska.
Sementsverksmiðja ríkisins
FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA
Námskeið fyrir
ferðaþjónustubændur
verður haldið að Hvanneyri 23.-28. mars nk.
Skráning og upplýsingar á skrifstofu Ferðaþjón-
ustu bænda, Bændahöllinni við Hagatorg, sími
19200.
Stjórnin
fff Útboð
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboð-
um í endurnýjun Laugarvegar og hluta af hlið-
argötum milli Klapparstígs og Frakkastígs að
báðum gatnamótum meðtöldum.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 15.000 skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
24. mars n.k. kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORCAR
Ftikukjuucgi 3 Sinn 25800
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
PÓSTUR OG SÍMI
óskar eftir að ráða starfsfólk við vaktavinnu eða
dagvinnu hjá böggladeild Póststofunnar í
Reykjavík.
Upplýsingar hjá skrifstofu póstmeistara Ármúla
25.
Börn líta á lífið
sem leik.
Ábyrgöin er okkar -
fulloröna fólksins.
^ FararheiMf\_
MÉUMFERÐAR 11 TT—f D
Uráð
Maður og mörgæsir í sátt og samlyndi á Suðurheimskautslandinu.
Suðurheimskautlandið
Greenpeace
vill fríðun
Deilt um hvernig best verði staðið að náttúruvernd
Umhverfisverndarsamtök
Grænfriðunga hafa sett upp
búðir á Suðurheimskauts-
landinu og hyggjast fylgjast
grannt með öllum fram-
kvæmdum á svæðinu sem þeir
segja að stefni iífríki þess í
hættu.
Þeir segja þetta lið í baráttu
þeirra fyrir algerri friðun svæðis-
ins og að það verði lýst „þjóð-
garður" sem brýn nauðsyn sé á
sökum yfirgangs og spjalla af
mannavöldum.
Til dæmis um þá vá sem væri
fyrir dyrum nefna talsmenn sam-
takanna ofveiði á mörgum fisk-
tegundum í hafinu kringum
landið og einkum og sér í lagi á
smávöxnum svifkrabba, átu, sem
væri undirstöðufæða ótal dýra-
tegunda á svæðinu, svo sem sela,
sjávarfugla og hvala. Herferð
þessi hefur þegar kostað samtök-
in rúma milljón bandaríkjadala
og er ögrun við þau ríki sem
standa að samþykkt um Suður-
heimskautslandið frá árinu 1959
um stjórn og skipulag á svæðinu.
í hópi þeirra eru meðal annars
Bandaríkin, Sovétríkin, Bret-
land, Frakkland, Ástralía og
Argentína. Grænfriðungar segja
ríkin hafa staðið sig afar illa við
náttúruvernd.
Samningurinn er nú viður-
kenndur af þrjátíu og tveimur
þjóðum. í honum er kveðið á um
að engin hernaðarmannvirki rísi
á svæðinu og það sé kjarnorku-
vopnalaust. Löndin sem að hon-
um standa afsala sér tilkalli til
landsvæða og hafa nána sam-
vinnu um vísindarannsóknir og
umhverfisvernd.
Suðurheimskautslandið þekur
tíunda hluta alls þurrlendis á
jörðu og þar er níutíu prósent alls
íss og fyrir vikið mikill fersk-
vatnsforði. Þar eru ennfremur
málmar í jörðu og miklar kola-
birgðir.
Grænfriðungar óttast að á
komandi árum muni þær þjóðir
sem standa að samþykktinni
renna hýru auga til þessarra auð-
linda og að enn frekari spjöll
verði unnin á umhverfinu.
Breska utanríkisráðuneytið
segir hugmyndir Grænfriðunga
ekki vera neina bót á reglum sam-
þykktarinnar um umhverfis- og
náttúruvernd og í mörgu hrein
uppsuða úr þeim.
„Gildandi reglur eru í mörgum
atriðum betur útfærðar og fyllri
en samsvarandi klausur í drögum
Grænfriðunga", segir ásamt öðru
í yfirlýsingu ráðuneytisins.
Heimsþekktur náttúruvísinda-
maður, Nigel Bonner að nafni,
sem er formaður alþjóðlegrar
nefndar er hefur verndun lífríkis
Suðurheimskautslandsins á sinni
könnu segir Grænfriðunga hafa
þónokkuð til síns máls. Einkum
er varði ofveiðina.
En hann bendir hinsvegar á að
það sé skref afturábak að gera
svæðið að „þjóðgarði" með al-
gerri friðun. Það væri hætta á að
einhverjar þjóðir virtu slíka á-
kvörðun að vettugi. Betra sé að
þrýsta á samningsþjóðirnar um
að þær móti sér skýra og ákveðna
stefnu í umhverfis- og náttúru-
verndarmálum Suðurheim-
skautslandsins sem taki tillit til
nýrra og breyttra aðstæðna.
-ks.
Skoðanakannanir
Vinstrimenn hæni í kosningum
Athugun í Danmörku sýnir að kannanir gefa vinstriflokkum
Athugun stjórnmáiafræð-
ingsins Verner Sand Kirk á
skoðanakönnunum í Dan-
mörku að undanförnu bendir
til að myndi mið- og hægri-
flokkar áfram stjórn eftir
næstu kosningar þurfi þeir að
reiða sig á stuðning öfga-
hægrimanna í Fremskridts-
partiet auk þess þingstuðn-
ings sem stjórnin hefur nú frá i
Radikale Venstre. Kirk segir
ennfremur augljóst að vinstri-
flokkarnir fái alltaf minna í
skoðanakönnunum en í kosn-
ingunum sjálfum.
Meirihluti vinstriflokka, krata,
SF og VS virðist þó heldur
ósennilegur eftir næstu kosning-
ar, og bendir athugun Kirks til að
flestir flokkar haldi nokk-
lægra en þeim ber
urnveginn sínu, íhaldsflokkur
Schluters tapi aðeins og Socialist-
isk Folkeparti bæti við sig,
jafnvel 4-5 prósentum. SF fékk í
síðustu kosningum tæp 12 prós-
ent atkvæða. Þar á móti kemur að
hinn flokkurinn til vinstri við
krata, VS, er í fallhættu útaf
þingi.
Verner Sand Kirk, sem vinnur
hjá pólitískri og efnahagslegri
rannsóknarstofnun danskra
krata, heldur því fram að saman-
lagðar skoðanakannanir gefi
vinstriflokkunum alltaf minna
fylgi en þeir fá í kosningum.
Hann hefur borið saman kannan-
ir og úrslit í þrennum síðustu
kosningum, og segir að mið- og
hægriflokkarnir hafi fengið að
meðaltali 3,2% minna í kosning-
um en kannanir spáðu. Sá flokk-
ur sem mest fær í könnunum mið-
að við kosningar er Framfarafl-
okkurinn lengst til hægri í litróf-
inu.
Stjórnmálafræðingurinn Kirk
segir að fráleitt sé að taka mikið
mark á breytingum í einstökum
könnunum, - og er hér að tala um
viðurkenndar stofnanir í Dan-
mörku á borð við Gallup og
Observa - kannanirnar séu því
aðeins marktækar um flokkafylgi
að þær séu bornar saman yfir
töluvert tímabil og heildar-
hneigðin greind. Með þeim hætti
einum sé hægt að sjá fyrir líkur á
tapi eða vinningi einstaks
stjórnmálaflokks eða meta fram-
haldslífslíkur ríkisstjórnar.
-m
‘12 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. mars 1987