Þjóðviljinn - 07.03.1987, Síða 13
HEIMURINN
Afvopnun
Einhugur um nýjan samning
Vorontsof spáir samningi um meðaldrœgarflaugar í sumar, tekur drögum Bandaríkja-
mannavelogsegir aðeins tœknivinnu eftir. Shultz og Shevardnadze hittast í apríl
Bjartsýni eykst meö hverj-
um degi um að risaveldunum
takist samningar um fækkun
meðaldrægra eldflauga, og
sagði Júlí Vorontsof aðal-
samningamaður Sovétmanna
á blaðamannafundi í París í
gær að búast mætti við undir-
ritun eftir þrjá mánuði eða
fjóra, það er í júli eða ágúst.
Fregnir frá Washington herma
að utanríkisráðherrarnir
Shultz og Shevardnadze hittist
í Moskvu um miðjan apríl.
Sjöundu lotu afvopnunarvið-
ræðnanna í Genf lauk í gær, og
eiga þær að hefjast aftur formíega
23.apríl, - er því búist við að á
Moskvufundi utanríkisráðherr-
anna verði gengið frá helstu á-
Karpof/Sókólof
Jafntefli
í fimmtu skák
Fimmtu skák þeirra Andreis
Sókólofs og Anatolis Karpofs
lauk með jafntefli eftir að
leiknir höfðu verið þrjátíu og
átta leikir.
Sókólof stýrði hvítu mönnun-
um og lék sem fyrr kóngspeðinu
fram um tvo reiti. Karpof er líka
vanafastur og svaraði hann með
Karó-Kann vörn einsog hans er
vandi í þessu einvígi. Eftir þrjátíu
og þrjá leiki var skipt upp á flest-
um mannanna og fjaraði þá út
bardagaskap keppenda.
Staðan er nú sú að Karpof hef-
ur þrjá vinninga en Sókólof tvo.
Sá sem fyrr hlýtur sjö og hálfan
vinning stendur uppi sem sigur-
vegari í einvíginu og teflir við
Garrí Kasparof um heimsmeist-
aratitilinn í haust. - ks.
England
Slátrarar
geta stráka
Opinberar skýrslur í föður-
landi Shakespeares og miss
Marple sýna fram á að mun al-
gengara sé að getinn sé piltur
en stúlka þegar slátrarahjón
geri hitt og barn dettur í brók.
í niðurstöðu könnunar sem
nær til áranna 1980-’84 kemur
fram að á móti hverjum eitt-
hundrað meybörnum en slátrarar
geta með spúsu sinni eru eitt-
hundrað tuttugu og eitt svein-
barn.
Þrír sprenglærðir læknar segja
skýringuna líklega vera þá að
slátrarar éti mikið ket og að í keti
sé mikið af karlhormónum.
___________________- ks.
greiningsmálum fyrir lokasprett-
inn.
Pótt lotunni sé lokið í Genf að
sinni halda þær undirnefndir
áfram viðræðum sem hafa með-
aldrægar eldflaugar á sinni
könnu. Oddviti þeirrar banda-
rísku undirnefndar, Glitman, sit-
ur nú á rökstólum í Hvíta húsinu
en er væntanlegur innan fárra
daga aftur til Genf.
Vorontsof sagði í París að síð-
ustu dagar mörkuðu þáttaskil í
afvopnunarviðræðunum í Genf,
og eru það fyrstu viðbrögð Sovét-
manna við bandarísku samnings-
drögunum frá því á miðvikudag-
inn. Hann sagði alla vísa benda í
bjartsýnisátt og væri í raun aðeins
eftir tæknileg vinna kringum
samninginn. Vorontsof sagði að
Shevardnadze, Shultz. Hittastí Moskvu um miðjan apríl.
Bandaríkin
Reagan lítið vinsælli
í tveimur spánnýjum skoð-
anakönnunum sem gerðar
voru til að kanna viðbrögð
Bandaríkjamanna við sjón-
varpsávarpi forseta síns kem-
ur i Ijós að fleiri en áður telja
hann standa sig bærilega í
starfi.
Hinsvegar er það sláandi að
enn telur helmingur aðspurðra að
Reagan hafi logið í vopnasölu-
málinu.
Könnun CBS sjónvarpsstöðv-
arinnar leiddi í ljós að fimmtíu og
eitt prósent spurðra fannst forset- '
inn standa sig í starfi eftir að hafa
hlýtt á ræðuna en fjörutíu og tvö
prósent höfðu verið þeirrar skoð-
unar áður en Reagan birtist á
skjánum.
Fimmtíu og fjögur prósent
spurðra voru þeirrar skoðunar að
forsetinn leyndi enn upplýsingum
varðandi vopnasölumálið og sex-
tíu prósent töldu að halda bæri
áfram rannsókn.
Ennfremur sögðu fimmtíu og
átta prósent að stjórn Bandaríkj-
anna væri yfirleitt í höndum ann-
arra en Reagans sjálfs.
Fimmtíu og níu prósent
spurðra hefði þótt við hæfi að
Ronald Reagan bæði bandarísku
þjóðina afsökunar á athæfi sínu.
- ks.
skoðanamunur um skammdræg-
ar flaugar ætti ekki að standa í
vegi.
Risaveldin virðast sammála
um þann ramma frá Reykjavík að
útrýma meðaldrægum flaugum
sínum í Evrópu og skilja aðeins
eftir slíkar flaugar í Bandaríkjun-
um og Asíuhluta Sovétríkjanna,
100 kjarnaodda hvorumegin.
Sovétmenn hafa fallið frá kröfu
sinni um að með í samningum
verði hafðar 162 meðaldrægar
flaugar Frakka og Breta.
Bandaríkjamenn hafa krafist
þess að mörk Asíu og Evrópu
verði í þessu samhengi skilgreind
uppá nýtt og höfð nokkuð austan
Uralfjalla. Vorontsof sagði um
þetta mál að Bandaríkjamenn
hefðu fundið áhugaverðan stað
fyrir eldflaugar Sovétmanna, -
Sovétmenn mundu líka finna
áhugaverðan stað fyrir banda-
rískar eldflaugar.
Takist samkomulag um með-
aldrægar eldflaugar yrði það
fyrsti afvopnunarsamningur risa-
veldanna síðan ABM-
samkomulagið var gert árið 1972.
Vorontsof harmaði það í gær að
þrátt fyrir þessi þáttaskil miðaði
ekkert í Genfarviðræðum um
langdrægar flaugar og um
geimvopn.
-m
Róm
Atak gegn
nautgripapest
Á ráðstefnu Matvæla-og land-
búnaðarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna sem haldin var í Róm
nýlega voru sérfræðingar á einu
máli um að stórefla þyrfti átak
gegn nautgripapest í löndum
þriðja heimsins.
Þessi banvæni og bráðsmitandi
sjúkdómur fer sem eldur í sinu í
heitum löndum og vilja visinda-
menn að árið 1988 verði hrint af
stað herferð gegn þessum vágesti
í fimm löndum, Bangladesh,
Bútan, Indlandi, Nepal og Pak-
istan.
Menn voru þeirrar skoðunar
að slíkt átak myndi ekki kosta
minna en tvöhundruð og þrjátíu
milljónir bandaríkjadala og yrðu
ríkisstjórnir landanna að bera
þyngsta baggann en stofnunin
myndi væntanlega einnig leggja
fram fé.
Slíkur fjáraustur myndi að
öllum líkindum margborga sig
því talið er að allt að tvöhundruð
og fjörutíu milljónir nautgripa á
Indlandi einu séu í bráðri smit-
hættu.
-ks.
DJÓÐVILJINN mm límimi
681333 0 681866 ^ 0 68 63 00
Blaðburður er
0 68 13 33
rmm íui
0 681866 0 686300
BESTA TRIMMIÐ
og borgar ssg
Blaðbera
vantar
víðsvegar
um borgina
Hafðu samband við okkur
DJOÐVIUINN
Síðumúla 6
0 68 13 33
Veríð
velkomin
Laugardaginn 7. mars nk.
flytja Verslunin Málarameist-
arinn og Heildverslun Þor-
steins Gíslasonar Nordsjö-
umboðið á íslandi, sem verið
hafa að Grensásvegi 50, ínýtt
og betra húsnæði að Síðu-
múla 8 fíeykjavík.
Nordsjö málning og lökk eru
sænskar gæðavörur, Tinto-
rama litakerfið býður upp á
þúsundir lita jafnt úti sem inni.
Verið velkomin á nýja staðinn
og sannfærist um að góð
þjónusta geturorðið enn betri.
yv
Verslunin
Málarameistarínn
Heildverslun
Þorsteins Gíslasonar
Síðumúla 8, 108 Reykjavík
Símar 689045 og 84950