Þjóðviljinn - 07.03.1987, Qupperneq 14
MINNING
Þorsteinn Krístján Sigurðsson
Fæddur2. ágúst 1904 - Dáinn 1. mars!987
Mig langar meö nokkrum fá-
tæklegum orðum að minnast afa
konunnar minnar og vinar míns
Þorsteins Kr. Sigurðssonar. Þeg-
ar ég hugsa til baka til þeirra
ánægjuríku stunda, sem við átt-
um saman, þá koma upp í huga
minn ótal myndir. Það er einmitt
á svona stundu sem maður verður
var við hvað orð eru í raun fátæk-
leg, við hliðina á þeim myndum,
sem maður geymir í minningu
sinni af liðnum atburðum.
Þorsteinn fæddist og ólst upp á
Hellissandi á Snæfellsnesi. Hann
var sonur hjónanna Steinunnar
Magnúsdóttur og Sigurðar Þor-
steinssonar skipstjóra og útgerð-
armanns. Systkini Þorsteins voru
Jónína, sem er elst, næst kom
Sólborg og yngst var Sigríður.
Einnig áttu þau tvo hálfbræður,
Jónas og Kjartan Lárussyni, frá
fyrra hjónabandi Steinunnar.
Sigurður faðir Þorsteins lést af
veikindum, þegar Þorsteinn var á
unglingsárum. Það segir sig sjálft
að erfitt hefur verið fyrir
Steinunni að framfleyta heimili
við þessar aðstæður, en með að-
stoð barna sinna og einstæðum
dugnaði og skapfestu gekk það
vel og minntist Þorsteinn þessara
ára með þakklæti. Þorsteinn varð
eins og aðrir unglingar á þessum
tíma að byrja að vinna um leið og
hann gat vettlingi valdið og hefur
það ásamt stórbrotnu umhverfi,
sem hann elst upp í, átt sinn þátt í
að móta hann. Náttúrufegurðin á
Snæfellsnesi átti alla tíð sterk ítök
í honum og hef ég fáa hitt, sem
jafn mikla tilfinningu og næmi
höfðu fyrir fegurð landsins og því
ríkidæmi, sem móðir náttúra er,
ef maður aðeins gefur sér tíma til
að skynja umhverfi sitt. Fljótlega
eftir lát föður síns fer Þorsteinn
suður til að leita vinnu og fæst við
ýms störf í landi. Einnig dvaldist
hann um stund í Vestmannaeyj-
um þar sem hann fékkst við sjó-
sókn.
f kringum 1928 er Þorsteinn í
vinnu við fiskverkun í Viðey hjá
Kárafélaginu, sem stundaði þar
umfangsmikla útgerð. Býr hann
þar ásamt móður sinni og systr-
um. Þar hittir hann eftirlifandi
eiginkonu sína, Guðmundínu
Kristjánsdóttur, sem var þar að
aðstoða bróður sinn Kristin við
heimilishald í veikindum konu
hans. Kristinn var netagerðar-
meistari og sá um verkstæðið
fyrir Kárafélagið. Gengu Þor-
steinn og Guðmundína í hjóna-
band í október árið 1930, og var
það eitt gæfuríkasta spor sem
Þorsteinn steig um ævina. Var
hjónaband þeirra í alla staði
óvenju farsælt. Fyrstu hjúskapar-
árin áttu þau í Viðey, en þegar
halla fór undan fæti hjá Kára-
félaginu og útgerð lagðist niður,
þá neyddust þau eins og aðrir til
að flytja annað og fluttust þau
árið 1933 að Hákoti á Álftanesi
þar sem þau bjuggu um eins árs
skeið. Var Þorsteinn einn af síð-
ustu starfsmönnum Kárafélags-
ins. Minntust þau hjónin oft tím-
anna í Viðey með söknuði og
töldu það einn besta tíma ævinn-
ar. Þar var margt ungt fólk á þess-
um tíma og því félagslíf mikið og
blómlegt og oft dansað og
skemmtanir haldnar. Það er
framandi að heyra, að fyrir að-
eins fimmtíu árum hafi verið þar
nokkur hundruð manna byggð,
þar sem aðeins standa örfá hús í
dag og í eyði. Af Álftanesinu
fluttu þau í eitt ár á Akranes til
æskustöðva Guðmundínu og svo
þaðan til Reykjavíkur þar sem
þau bjuggu síðan.
Guðmundína og Þorsteinn
eignuðust fjóra syni, elstur er Sig-
urður, vélstjóri að mennt, giftur
Þórdísi Brynjólfsdóttur. Næst
elsturer Kristján, vélstjóri, giftur
Hrefnu Jónsdóttur. Þá kemstu
Ragnar, vélvirki, giftur Steinunni
Bjarnadóttur, og yngstur er
Hallgrímur, endurskoðandi í
Reykjavík, giftur Jónínu Frið-
finnsdóttur. Barnabörnin eru
orðin 16 að tölu og barnabarna-
börnin 21, allt hið vænlegasta
fólk. Þegar Sólborg systir Þor-
steins missir eiginmann sinn af
slysförum, þá taka þau Guð-
mundína að sér eitt barna henn-
ar, Sigurð Hallgrímsson, sem nú
býr í Vík í Mýrdal og reyndist
þeim sem besti sonur.
Þorsteinn byggði fjölskyldu
sinni hús að Langholtsvegi 31, á
krepputímum, og hygg ég að
mörgum húsbyggjandanum
þættu vandamálin í dag smávægi-
leg ef þeir þyrftu að horfast í augu
við brot af þeim vandamálum,
sem Þorsteinn þurfti að yfirstíga á
þeim tíma. Þá var ekki um lán að
ræða né úrval byggingarefna og
innréttinga heldur skortur og
kreppa í algleymingi og kassi,
sem hægt var að nota fjalir úr,
gulls ígildi. Þótt ekki hafi verið
hátt til lofts og vítt til veggja á
Langholtsvegi, þá var það
sannkölluð höll. Höll þar sem
samhent fjölskylda bjó og gladd-
ist í sameiningu yfir hverjum
áfanga sem náðist. Þar var áfangi
hvers og eins framávið sigur allra.
Á Langholtsveg var gott að koma
og þar var alltaf nægur tími, þægi-
legt og hlýlegt andrúmsloft, og
ekki síst þegar horfið var aftur til
fyrri tíma með skemmtilegum og
lifandi sögum þeirra hjóna.
Þorsteinn var hagleiksmaður í
höndum og mátti sér aldrei una
nema að hafa eitthvað fyrir
stafni. Var hann eftirsóttur
starfskraftur eins og sést á því að
þrátt fyrir krepputíma þá hafði
hann ávallt vinnu, enda vann
hann sín störf af samviskusemi og
trúnaði. Eftir að til Reykjavíkur
kom hóf hann störf hjá Kol og
Salt hf. og starfaði þar í um 25 ár,
lengst af sem bifreiðastjóri. Eftir
að Kol og Salt er lagt niður, þá
hefur hann störf hjá Eimskipafé-
lagi íslands, þar sem hann starf-
aði til ársins 1977 og hættir þá
störfum sjötíu og tveggja ára
gamall. Þorsteinn eignaðist
marga góða vini og kunningja
meðal vinnufélaga og minntist
hann ætíð vinnufélaga sinna og
stjórnenda með virðingu og hlý-
hug.
Þorsteinn hafði mikla ánægju
af veiði og útiveru. Eru þeir ófáir
veiðitúrarnir, sem hann fór með
vinum og kunningjum og kom þá
oft í ljós þetta einstaka næmi hans
fyrir náttúrunni. Hann virtist
skynja lífríkið í kringum sig og
rataði því ósjaldan á bestu
veiðistaðina en magnið var hon-
um ekki kappsmál, heldur sport-
ið. Þetta næmi hans fyrir um-
hverfinu kom ekki síst í ljós í
garðinum að Langholtsvegi, þar
sem þau hjónin byrjuðu með ber-
an melinn, sáðu fræjum og í dag
gnæfa þar trén við himinn. Var
Guðmundína enginn eftirbátur
hans í þessum efnum og virtist allt
sem hönd þeirra snerti verða að
hinum fegursta gróðri. Er það
eini garðurinn þar sem ég hef séð
stórar rósir skarta sínu fegursta á
kafi í snjó. Á efri árum byggðu
þau sér sumarbústað við Þing-
vallavatn, og dvöldust þar
löngum á sumrin sér til mikillar
ánægju og yndisauka. Ferðalög
voru þeim mikið áhugamál og
leið nánast ekkert sumar án þess
að lagt væri land undir fót og
keyrt hvert á land sem var og gist í
tjöldum og sæluhúsum.
Ég minnist Þorsteins sem hæg-
láts og hógværs manns, sem var
ríkur af hlýju og góðvild, nægju-
samur og þakklátur út í tilveruna.
Það eru stórkostlegir breytinga-
tímar, sem hans kynslóð hefur
upplifað og okkur nútímabörn-
unum hættir til að gleyma að við
eigum þessari kynslóð að þakka
þá velsæld og velferð, sem við
búum við í dag. Sá grunnur, sem
við byggjum á í dag, var byggður
af þeim, með berum höndum,
svita og tárum, í kreppu og far-
sóttum. Mér fannst Þorsteinn
alltaf svo ríkur, hann hafði svo
mikið að gefa. Verðmæti, sem
við nútímabörnin erum alltof fá-
tæk af, mitt í allri auðlegðinni og
lífsgæðakapphlaupinu. Verð-
mæti, sem ekki verða lögð inn á
bankabók með hæstu lögleyfðu
vöxtum, heldur verðmæti, sem
koma frá einlægu og hlýju hjarta-
lagi, kærleik og þakklæti til lífs-
ins. Ég veit að við eigum eftir að
hittast aftur og þakka fyrir þær
stundir, sem við hjónin áttum
með afa Þorsteini.
Elsku Guðmundína, ég votta
þér innilegustu samúð mína,
missir þinn er mikill, en um leið
mikið að þakka. Sonum Þor-
steins og fjölskyldum þeirra votta
ég samúð mína svo og eftirlifandi
systrum og öðrum nánum ætt-
ingjum.
Guðmundur Guðmundsson
rALÞYÐUBANDALAGIÐ
Ragnar Guðnln Svavar
Miðstjórn
Alþýðubandalagsins
heldur fund 7. og 8. mars í Miðgarði,
Hverfisgötu 105, Reykjavík.
Til fundarins eru sérstaklega boðaðir
efstu frambjóðendur flokksins úr
öllum kjördæmum.
Dagskrá:
Ólafur Ragnar
Laugardagur 7. mars:
Kl. 10.00 NYSKÖPUN - JÖFNUÐUR - HAGSÆLD
Skil efnahags- og atvinnumálanefndar Alþýðubanda-
lagsins
Kynning
Umræður
Kl. 14.00 KOSNINGAMÁLIN
Framsögumenn: Ragnar Arnalds
Guðrún Helgadóttir
Svavar Gestsson
Ólafur Ragnar Grímsson
Umræður
Kl. 16.00 STARFSHÓPAR UM KOSNINGAMÁLIN
Sunnudagur 8. mars:
Kl. 11.00 ÁLIT STARFSHÓPA
Umræður
Afgreiðsla
Matarhlé er báða dagana milli kl. 12 og 13.
Stefnt er að fundarslitum fyrir kl. 17.00 á sunnudag.
Vinsamlegast tilkynnið skrifstofu þátttöku eða forföll - sími
17500
Formaður Mlðstjórnar AB
Alþýðubandalagið Akranesi
Aðalfundur Reinar
Aðalfundur Reinar verður haldinn laugardaginn 7. mars kl.
14.00 í Rein. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur
mál.
Kaffi og veitingar. Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
Alþýðubandalagið Kópavogi
Morgunkaffi ABK
Laugardaginn 7. mars milli kl. 10 - 12 verða Heimir Pálsson
bæjarfulitrúi og Kristján Sveinbjörnsson fulltrúi í Skipulagsnefnd
og formaður Umferðarnefndar með heitt á könnunni í Þinghóli,
Hamraborg 11 3.hæð.
Allir velkomnir.
Stjórnin
Unnur Sólrún.
Þurfður
Alþýðubandalagið Akureyri
Bæjarmálaráðsfundur
Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 9. mars kl. 20.30 í Lárus-
arhúsi.
Dagskrá: Fundur bæjarstjórnar þriðjudaginn 10. mars.
Stjórnin
KOSNINGASKRIFSTOFUR
i Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra
Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins er í Lárusarhúsi,
Eiðsvallagötu 18, Akureyri. Til að byrja með verður skrifstofan
opin þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16-18. Starfsmaður er Krist-
jana Helgadóttir. Síminn er 25875.
Alþýðubandalagið Vestfjörðum
Búið er að opna kosningaskrifstofu á Hæstakaupstað, Aðal-
stræti 42, ísafirði. Skrifstofan er opin allan daginn. Síminn er
94-4242. Kosningastjóri er Gísli Þór Guðmundsson. Alltaf heitt
á könnunni.
Austurlandskjördæmi
Halló konurí
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars komum við saman í
Félagslundi Reyðarfirði kl. 14.00 og ræðum baráttumál okkar
með frambjóðendum á lista Alþýðubandalagsins í komandi
kosningum.
Dagskrá: 1. Fundur settur. 2. Unnur Sólrún flytur ávarp. 3.
Niðurstaða hópvinnu. 4. Umræður. 5. Sameiginleg niðurstaða.
6. Fundi slitið. 7. Spjall, kaffi og skemmtun. Takið með ykkur
MFA söngbókina.
Alþýðubandalagið Austurlandskjördæmi
G-listinn Reykjanesi
Aðalkosningaskrifstofa G-listans í Reykjaneskjördæmi er í
Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Þar er opið alla virka daga
frá kl. 10.00-19.00. Alltaf heitt á könnunni og starfsmennirnir
Valþór, Ásdís, Helgi og Unnur til þjónustu reiðubúin. Símarnir
eru 41746 og 46275.
j Þá hefur einnig verið opnuð kosningaskrifstofa í Keflavík, að
i Hafnargötu 34. Síminn þar er 92-4286. - G-listinn Reykjanesi.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. mars 1987