Þjóðviljinn - 24.03.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.03.1987, Blaðsíða 2
Sighvatur Björgvinsson Alþýðuflokki: Ég hef ávallt verið talsmaður þess að Islendingar tækju sem mestan þátt í norrænu samstarfi og þá ekki hvað síst í friðarmál- um. Spumingin snýst um hvernig >etta er framkvæmt. Haraldur Ólafsson Framsóknarflokki: Niðurstöðumar eru afgerandi og þvert á alla flokkspólitík. Ég vona bara að við tökum tillit til þeirra. Ragnhildur Helgadóttir Sjálfstæðisflokki: Ég vil ekkert um þetta segja, en i auðvitað er allt fólk á móti kjarn- orkuvopnum. (slendingar eru friðsöm þjóö. |—SPURNINGIN— Hvað finnst þér um niðurstöður skoðanakönnunar Félagsvís- indastofnunar um aðild íslands að kjamorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum? Ólafur Ragnar Grímsson Alþýðubandalagi: I engri skoðanakönnun hefur komið fram jafn afgerandi stuðn- ingur við nokkurt mál. Eina sanna þjóðarsáttin í landinu er því um að íslendingar eigi að vera hluti af kjamorkuvopnalausu svæði Norðurlandanna. Guðrún Agnarsdóttir Kvennalista: Niðurstöðumar eru bæði skiljan- legar og eðlilegar. Það sem kem- ur mest á óvart er yfirgnæfandi fylgi kjósenda Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks og það vekur spumingar um hvernig skoðanir kjósenda skila sér í stefnu þess- ara flokka. FRÉTT1R Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Loksins skýr svör Fjölmennur fundur á Borginni á sunnudaginn. Margrét S. Björnsdóttir fundarstjóri: Loksins komfram skýlaus afstaða allraflokka. Jón Baldvin: Mest hissa á að ekki skuli 100% vera hlynnt aðild íslands. GuðmundurÁrni: Trúi því ekki að forystaflokksins leggist gegnframgangi málsins Afjórða hundrað manns sóttu fund á Hótel Borg á sunnu- daginn sem samtök friðarhreyf- inga stóðu fyrir í tilefni af skoð- anakönnun um afstöðu Islend- inga tU þess hvort landið eigi að verða hluti af kjarnorkuvopna- lausu svæði á Norðurlöndum. Fulltrúar frá sjö flokkum skýrðu afstöðu sína í málinu með fram- söguræðum, en síðan fóru fram pallborðsumræður þar sem full- trúar flokkanna sátu fyrir svörum. „Það ánægjulegasta við þenn- an fund var að í fyrsta sinn kom fram skýlaus afstaða flokkanna í þessu máli,“ sagði Margrét S. Björnsdóttir, sem var fundar- stjóri ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni, bæjarstjóra og odd- vita Alþýðuflokksins í Hafnar- firði. Margrét sagði ennfremur að nú væri ljóst að tveir flokkar væru ekki samþykkir aðild ís- lands að kjarnorkuvopnalausu svæði á þeim forsendum sem gefnar hefðu verið, þ.e. Alþýðu- flokkur og Sjálfstæðisflokkur. Hins vegar hefði komið fram mjög eindreginn vilji hjá Alþýðu- bandalagi, Bandalagi jafnaðar- manna, Flokki mannsins, Fram- sóknarflokknum og Kvennalista. Á fundinum hefðu fulltrúar Al- þýðuflokksins, Kjartan Jóhanns- son og Jón Bragi Björnsson, tekið undir það með sjálfstæðis- mönnum að yfirlýsing um kjarn- orkuvopnalaust svæði myndi við núverandi aðstæður raska valda- jafnvæginu í okkar heimshluta. Eins og fram kom í könnuninni er yfirgnæfandi meirihluti meðal stuðningsmanna allra flokkanna fyrir því að ísland taki þátt í þessu samstarfi. Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Alþýðuflok- ksins, var spurður hvað honum fyndist um niðurstöður könnu- narinnar, en 92% Alþýðuflokks- manna styðja aðild íslands í trássi við málflutning flokksins þegar málið kom fyrir Alþingi. „Ef ég hefði verið spurður í þessari könnun þá væri svar mitt: Já, ég er hlynntur aðild íslands - að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Við alþýðuflokksmenn erum vitaskuld hlynntir því að kjarn- orkuvopn séu hvorki hér né ann- ars staðar á Norðurlöndum, en við tryggjum okkur ekki fyrir því með einhliða yfirlýsingum. Ég er mest hissa á því að ekki skyldu 100% vera hlynntir aðild ís- lands.“ Guðmundur Árni Stefánsson var spurður hvort ágreiningur væri innan Alþýðuflokksins um þetta mál. „Ég vil nú ekki segja það. Ég trúi því ekki að forysta flokksins leggist gegn því, þó svo hún sjái einhverja praktíska van- kanta á framkvæmdinni. En hins vegar mætti stefna flokksins vera afdráttarlausari í anda bræðra- flokka okkar í Skandinavíu. Ég hygg þó að enginn ágreiningur sé um grundvallaratriðin.“ íslenskar friðarhreyfingar munu á morgun standa fyrir úti- fundi á Lækjartorgi þar sem þeir Pétur Gunnarsson rithöfundur og Erik Alfsen, stærðfræðipró- fessor við Oslóarháskóla, flytja ávörp. Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Eindreginn þjóðarvilji Stuðningsmenn Viðreisnarflokkanna ósammálaforystumönnum þeirra um kjarnorkuvopnalaust svœði Um 90% þjóðarinnar eru hlynnt því að ísland gerist að- ili að norrænu samstarfí um að lýsa Norðurlöndin kjarnorku- vopnalaust svæði, þar af 72% nvjög hlynnt því. Þetta er niður- staða könnunar Félagsvísinda- stofnunar Háskólans sem gerð var nú í mars. Aðeins 6% eru mótfallin því að fsland verði með. Úrtakið var 1115 manns og aðeins 36 neituðu að svara eða tóku ekki afstöðu. Stærra hlutfall kvenna er hlynnt aðild fslands að slíku sam- starfi en karla. Minnstur stuðn- ingur er við hugmyndina í Reykjaneskjördæmi, en einnig þar er yfirgnæfandi meirihluti hlynntur eða 86,3%. Stuðningur- inn er mestur í yngstu aldurshóp- unum en minnkar eftir því sem fólk verður eldra. Þá var könnuð skiptingin eftir stjórnmálaflokkunum og er sú tafla birt hér með fréttinni. Eins- og sjá má er vilji stuðningsmanna þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. allur annar en þingmanna Al- -Sáf. Taka af- Alllr stöðu X-A X-B X-D X-G X-V Mjög hlynntir ... 69,9 72,2 76,5 64,6 67,2 91,2 90,6 Frekarhlynntir ... 16,9 17,4 15,2 24,2 16,2 4,4 5,7 Hvorki né 4,2 6,1 6,1 4,6 1,8 0 Frekar mótfallnir... ... 3,3 3,4 2,3 2,0 7,0 0 0 Mjög mótfallnir ... 2,7 2,8 0 3.0 5,0 2,7 3,8 (0,6% spurðra neituðu að svara, 2,6% svöruðu „veit ekki“.) 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 24. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.