Þjóðviljinn - 24.03.1987, Blaðsíða 3
FRETTIR
Sjúkraliðar
Félag ísl. fræða
Samþykkti
samninginn
„Ég er ekki ánægður með
þennan samning en við ákváðum
að leggja þetta fyrir félagið og
það kom í lj ós að fólk gat sætt sig
við þetta,“ sagði Gísli Ragnars-
son, formaður samninganefndar
Félags íslenskra fræða, eftir at-
kvæðagreiðslu í gær um nýjan
kjarasamning, sem var sam-
þykktur með 16 atkvæðum gegn
9.
Samningurinn er óuppsegjan-
Iegur í tvö ár og felur í sér upp-
stokkun á starfsheitum og röðun í
flokka sem þýðir um 17-18%
hækkun. -vd.
Hafnarfjörður
Hús brann
Slökkvilið Hafnarfjarðar var
kvatt út síðdegis á sunnudag að
Sævangi 35, sem er bárujárns-
klætt timburhús en þar var eldur
laus.
Reykkafarar könnuðu strax
hvort einhver væri í húsinu en
það reyndist vera mannlaust.
Greiðlega gekk að slökkva
eldinn og notaði slökkviliðið til
þess þrjá bfla. grh.
Verkfall náttúrufrœðinga
Hættuástand yfirvofandi
Starfsemi Blóðbankans lamast ef til verkfalls kemur. Upp-
sagnir á ríkisspítölunum taka gildi l.apríl. Ólafur Jensson
yfirlœknir: Erum mjög kvíðin
Ef til verkfalls kemur og upp-
sagna í framhaldi af því
skapast hættuástand hér, þrátt
fyrir neyðarvaktir, sagði Ólafur
Jensson, yfirlæknir Blóðbank-
ans, I samtali við Þjóðviljann um
yfirvofandi verkfall náttúrufræð-
inga 31. mars næstkomandi.
Verkfali mun aðeins standa í einn
dag því að 1. aprfl koma fjöl-
dauppsagnir til framkvæmda, ef
ekki semst.
„Hér eru 16 náttúrufræðingar
og þeir eru burðarásinn í öllu
starfí á rannsóknarsviðinu,“
sagði Ólafur. „Það verður ef til
vill hægt að halda uppi helgar-
þjónustu hér og neyðarvöktum
með undanþágum en það er alls
ekki nægilegt ef eitthvað óvænt
kemur upp á.
Það verður að fresta öllum
skurðaðgerðum sem hafa verið
fyrirhugaðar og aðeins hægt að
framkvæma neyðaraðgerðir sem
þola enga bið vegna slysa, ó-
væntra innri blæðinga og svo
framvegis.
Neyðarvaktir verða þó öldung-
is ófullnægjandi til að sinna allri
þeirri þjónustu sem við starfrækj-
um við landsbyggðina en blóð-
söfnun heldur áfram að einhverju
leyti, þannig að við eigum ein-
hverjar birgðir. Við sjáum einnig
um rhesus-vamir fyrir allt landið,
sem er hluti af mæðraverndinni,
og það verður erfíðleikum bund-
ið að sinna því vegna vinnuálags á
meinafræðinga.
Við erum þess vegna mjög
kvíðin vegna þess ástands sem
getur skapast verði ekki samið,“
sagði Ólafur.
-vd.
Yfir 500 ganga ut
Efekki semstfyrir 31. mars munuyfir500 sjúkraliðar hjá ríki og borg ganga út.
Vilja 35.000 krónur í lágmarkslaun. Neyðarástand á sjúkrahúsum ef uppsagnir
Ef ekki nást samningar við
sjúkraliða í Starfsmannafé-
Iagi Reykjavtkurborgar og
Starfsmannafélagi ríkisins fyrir
31.mars mun starfsemi ailra
sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæð-
inu því sem næst lamast, þegar
537 sjúkraliðar ganga út til að
leggja áherslu á kröfur sínar.
Sjúkraiiðar sögðu upp störfum
sínum fyrir hálfu ári en upp-
sagnarfrestur þeirra var fra-
mlengdur um áramót til l.aprfl.
„Við gemm kröfu um 35.000
króna lágmarkslaun en þau em
koma tilframkvœmda
núna 27.000,“ sagði Hulda Ólafs-
dóttir formaður Sjúkraliðafélags
íslands í samtali við Þjóðviljann.
„Við höfum fært þau rök fyrir
þessarri kröfu að við höfum að
baki þriggja ára sérnám einsog
fjöldi iðnaðarmanna. Auk þess
höfum við farið fram á starfsmat
og hækkað vaktaálag.
Það var vissulega komið til
móts við okkur í samningi þeim
sem Reykjavíkurborg bauð fé-
lagsmönnum í Starfsmannafélagi
borgarinnar, en ekki nóg. Það
munu skapast mjög mikil vand-
ræði ef uppsagnirnar koma til fra-
mkvæmda, sem við viljum heils
hugar koma í veg fyrir en við leg-
gjum áherslu á að það er ekki
lengur á okkar valdi. Boltinn er
núna hjá viðsemjendum okkar.“
Engar viðræður hafa verið
boðaðar af sáttasemjara við
sjúkraliða í SFR og viðræður við
borgarstarfsmenn eru ekki hafn-
ar eftir að þeir felldu samninginn
um helgina. Davíð Oddsson
borgarstjóri hefur sagt að engar
viðræður verði við þá fyrr en sam-
ið hefur verið við ríkisstarfs-
menn.
-vd.
Starfsemi Blóðbankans lamast þegar náttúrufræðingar fara í verkfall 31. mars
vegna deilna við stjórn ríkisspítalanna og ganga síðan út 1. apríl til að leggja
áherslu á kröfur sínar í samningum við ríkið. Mynd Sig.
List og menning
Gagnleg skilaboð
Guðrún Helgadóttir: Fjölsótt málþing Alþýðubandalagsins
flutti gagnleg skilaboð tilþeirra semfara meðforsjá menningarmála
listir og menningu, sem haldið
var á Hótel Sögu á sunnudag.
Um 200 manns sóttu málþingið
og um 15 stutt framsöguerindi
voru flutt, þar sem fulltrúar
flestra greina lista og menningar
viðruðu skoðanir sínar á því,
hvemig búa skyldi að list og
menningu í okkar þjóðfélagi.
- „Það kom mjög skýrt fram
þama, að menn kæra sig ekki um
að stjómvöld stýri lista- og menn-
ingarlífi í landinu, heldur eigi þau
að gera listamönnum kleift að
stunda sína vinnu,“ sagði Guðrún
Helgadóttir. „Þannig komu fram
hugmyndir um stofnun sjóða og
starfslauna fyrir listamenn, og að
ríkið geri sérstakt átak til kynn-
ingar og útbreiðslu myndlistar, i
bókmennta, tónlistar og kvik-
mynda, bæði á innlendum og er-
lendum vettvangi. Þá var einnig
athyglisvert hversu margir frum-
mælenda töldu menntun í list-
greinum vera ábótavant hér á
Þetta málþing var fjölsótt og er-
indin sem flutt voru hvert
öðru betra, og umræðurnar á
eftir afar frófllegar, sagði Guflr-
ún Helgadóttir alþingismaður,
þegar við inntum hana eftir því
hvernig henni þótti til takast mefl
málþing Alþýðubandalagsins um
Olga Guðrún Ámadóttir, Guðrún Helgadóttir, Mörður Ámason, Védís Gríms-
dóttir og Þorsteinn Gylfason við setningu málþingsins.
landi, og að átak í þeim efnum
væri frumskilyrði árangurs á
flestum sviðum lista. Þá voru fjöl-
miðlamir einnig til umræðu, og
þá sérstaklega vandi Ríkisút-
varpsins í ljósi breyttra aðstæðna.
í heild má segja að á ráðstefnunni
hafi komið fram fjölmörg skila-
boð til stjómvalda og þeirra sem
fara með forsjá menningarmála í
landinu. Þetta var því hin þarf-
asta umræða, og ekki séð fyrir
endann á henni, ekki síst í ljósi
þeirrar stefnumörkunar Alþýðu-
bandalagsins, að tvöfalda beri
framlög ríkisins til lista og menn-
ingarmála“, sagði Guðrún
Helgadóttir.
Þess er að vænta að skilaboð
ráðstefnunnar rati rétta boðleið
til stjórnvalda, því meðal fundar-
manna var Sverrir Hermannsson
menntamálaráðherra. Umræður
á málþinginu verða nánar raktar í
menningarkálfi Þjóðviljans á
morgun, miðvikudag.
ólg
El Salvador-nefndin
Breytt í Mið-
Ameríkunefnd
Á félagsfundi í EI Salvador-
nefndinni í kvöld verður m.a.
tekin ókvörðun um hvort breyta
eigi nafni nefndarínnar í
Mið- Amerfkunefnd.
Ragnar Stefánsson sagði í sam-
tali við Þjóðviljann í gær að starf
nefndarinnar væri mun víðtækara
en bara það sem sneiti E1 Salva-
dor og því þætti mönnum rétt að
breyta um nafn á félagsskapnum.
Afmœlisgrein
Rangfeðruð
limra
í afmælisgrein um Valgeir Sig-
urðsson í helgarblaði Þjóðviljans
varð mér á að segja limru, sem
þar var birt, eftir afmælisbarnið.
Limran er eftir Hermann Jó-
hannesson frá Kleifum, þingf-
réttaritara útvarpsins, en ruglin-
gurinn stafar af því að báðir voru
þeir vinir að yrkja um sama efnið
í þingveislunni.
Ég bið báða afsökunar á fram-
ferðinu, Hermann og Valgeir, en
veit að báðir fyrirgefa mér.
Helgi Seljan.
Þrlðjudagur 24. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3