Þjóðviljinn - 24.03.1987, Blaðsíða 13
HEIMURINN
Anatólí Karpof hefur ástæðu til að
brosa breitt um þessar mundir.
Skák
Enn sigrar
Karpof
Anatólí Karpof vann i gær
sinn þriðja sigur á andstæð-
ingi sínum, Andrei Sókólof, í
einvígi þeirra félaga um réttinn
til að skora Kasparof
heimsmeistara á hólm.
Karpof stýrði hvítu mönnun-
um og knúði fram sigur eftir sex-
tíu og þrjá leiki. Nú þarf
heimsmeistarinn fyrrverandi að-
eins einn vinning úr næstu fjórum
skákum til að standa uppi sem
sigurvegari, staðan er sex og hálf-
ur gegn þremur og hálfum honum
í vil. -ks.
Chad
Líbýumenn fara halloka
Stjórnarherinn nœr mikilvœgum herflugvelli á sitt vald.
Verða Líbýumenn brátt hraktir úr landinu?
Stjórnarhernum í Chad virð-
ist vera að vaxa ásmegin í
styrjöldinni við Líbýumenn
sem um langt árabil hafa hafst
við í norðurhluta landsins.
Að sögn stjómvalda í höfuð-
borg landsins, N‘Djameina, hef-
ur her hliðhollur Hissene Habre
forseta nú unnið mjög mikilvæg-
an sigur á líbýskum sveitum sem
gættu flugvallarins í Ouadi Doum
og náð honum á sitt vald. Fyrir
vikið eiga Líbýumenn verra með
að hagnýta sér yfirburði sína í
lofti því nú verða flugvélar þeirra
að leggja upp frá flugvöllum í
heimalandi sínu.
Bardaginn mun hafa verið
mjög harður því fimmþúsund
hermenn vel vopnum búnir
vörðu flugvöllinn. Ekki fengust
nákvæmar tölur um hve margir
létu lffíð en að sögn talsmanna
Her Gaddafys ofursta, til vinstri, á undir högg að sækja í styrjöldinni við
stjómarherinn í Chad sem lýtur stjórn Hissene Habre forseta, til hægri.
Kína/Portúgal
Macao verður kínversk
I gær komust portúgölsk og
kínversk stjórnvöld að
samkomulagi um framtíðar-
skipan mála i portúgölsku ný-
lenduborginni Macao á suður-
strönd Kína.
Að sögn heimilda í Lissabon
mun borgin verða kínversk rétt
fyrir aldamótin eða nánar tiltekið
þann tuttugasta desember árið
1999. Þar með verður orðið við
þeirri kröfu Kínverja að öll land-
Kamerúnráðstefnan
Engin niðurstaða
Vísindamennirnir komust ekki að einróma niður-
stöðu um orsakir hamfaranna. Hvetja stjórnvöld til
að koma í vegfyrir aðflóttamenn snúi til Nyosvatns á
ný
Vísindamenn úr öllum
heimshornum sögðu um helg-
ina fundi sínum slitið um or-
sakir náttúruhamfaranna við
Nyosvatn í fyrra án þess að
komast að sameiginlegri
niðurstöðu.
Sem kunnugt er stendur annar
hópurinn á því fastar en fótunum
að blöndun botnvatns og yfir-
borðsvatns hafí leyst úr læðingi
banvænt gasið. Fyrir þeim söfn-
uði fara vatnalíffræðingar en
einnig aðhyllast þá tilgátu fjöl-
margir jarðfræðingar, til að
mynda íslensku sérfræðingarnir.
Á öndverðum meiði eru
franskir og ítalskir eldfjallafræð-
ingar undir forystu Harouns
nokkurs Tazieffs sem telja bers-
erksgang höfuðskepnanna orsak-
ast af eldsumbrotum í iðrum jarð-
ar.
Þó voru þeir á einu máli um að
það væri glapræði af hálfu yfir-
valda í Kamerún að heimila
flóttamönnum frá svæðum um-
hverfis stöðuvatnið að snúa á ný
til síns heima. Áður en það yrði
kleift þyrftu mun ítarlegri rann-
sóknir að fara fram í því augna-
miði að komast að niðurstöðu um
hvað olli útstreymi eiturgassins
sem varð sautjánhundruð fjöru-
tíu og sex einstaklingum að fjör-
tjóni. -ks.
svæði í suðurhluta Kína lúti Pek-
ingstjórninni þegar ný öld gengur
í garð.
Þótt Macao sé ekki jafn mikil-
væg efnahagslega og Hong Kong,
sem einnig verður afhent kínver-
sku stjóminni rétt fyrir lok aldar-
innar, þá hafa Kínverjar lagt
jafnmikla áherslu á að fá yfirráð
yfir henni af þjóðemisástæðum.
Þeir vom skiljanlega orðnir
hundleiðir á að hafa erlendar ný-
lenduborgir inni á stofugólfinu
hjá sér.
Erlendir sendiráðunautar
kváðust þess fullvissir að samn-
ingurinn um Macao væri með
svipuðu sniði og samkomulag
bresku og kínversku stjórnanna
um Hong Kong. Þá myndi borgin
halda sjálfstjórn að vissu marki
og ennfremur yrði kapítalískt
hagkerfí áfram við lýði eftir af-
hendingu.
Megin ásteytingarsteininn
teija menn hafa verið ríkisfang
fjörutíu þúsund borgarbúa sem
hafa portúgalskt nkisfang og vilja
ófúsir láta það af hendi. Kínver-
skir ráðamenn hafa aldrei fallist á
að þegnar þeirra séu jafnframt
erlendir nkisborgarar.
En lyktir þessa deilumáls, sem
og annarra, verða heyrinkunnar
á föstudag þegar ríkisstjómir
landanna tveggja munu gefa út
sameiginlega yfírlýsingu.
-ks.
sendiráðs Chad í París var mann-
fall mikið.
Herfræðingar segja sigur þenn-
an þann mikilvægasta fyrir
stjórnarherinn til þessa frá því
hann lét til skarar skríða gegn lí-
býska hernum.
Til átaka kom hvað eftir annað
í síðustu viku í námunda við flug-
völlinn. í fyrradag kvaðst stjóm-
arherinn hafa vegið sjöhundruð
áttatíu og sex líbýska dáta í orr-
ustu við Bir-Koura sem er fjöm-
tíu og fimm kílómetra fyrir sunn-
an Ouadi Doum.
Hersveitir ráðamanna í
N‘Djameina hófu sókn á hendur
Líbýumönnum þegar þorri upp-
reisnarmanna úr herbúðum Go-
ukouni Ouedbei, fyrrverandi
forseta, sagði skilið við hann og
gekk til liðs við höfuðfjanda
hans, Habre, núverandi forseta.
Síðan hefur Gaddafy Líbýufor-
seti ekki getað teflt fram inn-
lendum herstyrk gegn stjórnar-
hernum og hefur vopnaskakið
því svo að segja breyst úr borg-
arastyrjöld í milliríkjastríð.
Og í því stríði stendur stjórnar-
her Chad til vinnings, nái hann að
halda flugvellinum í Ouadi
Doum og fleiri hernaðarlega
mikilvægum stöðum sem hann
hefur nýlega rifið úr höndum Lí-
býuhers. Síðasta vígi dáta Gadd-
afys er eyðimerkurvinin Faya-
Largeau, stærsta borgin í norður-
hluta landsins og jafnframt fæð-
ingarborg Habres forseta. Hún er
nú umsetin hersveitum forsetans
sem kunna þá og þegar að láta
skríða til skarar. Falli hún í hend-
ur þeim kann fátt að verða lí-
býska hemum til bjargar annað
en flótti heim. -ks.
Júgóslavía
Hervaldi hótað
Forsœtisráðherra Júgóslavíu hótar að siga hernum á
verkfalls- og andófsmenn
I gær birtu helstu dagblöð í
Júgóslavíu glefsur úr samtali
Branko Mikulic forsætisráð-
herra við vestur-þýska frétta-
menn þar sem hann lét skína í
tennurnar og staðhæfði að
færu verkföll og mótmælaað-
gerðir úr böndunum þannig að
stjórnkerfi landsins yrði í
hættu þá væri ekki um annað
að ræða en að beita hervaldi
gegn andófsmönnum.
Isamastreng tók Milan Delja-
vic varnarmálaráðherra og
blandast engum hugur um að um-
mæli þeirra séu fremur ætluð
eigin þegnum en erlendum sjón-
varpsneytendum.
Einsog fram hefur komið í
fréttum logar allt í vinnudeilum
og verkföllum í Júgóslavíu um
þessar mundir vegna setningar
laga úm launafrystingu sem
stjórnvöld segja nauðsynlega til
að ráða niðurlögum óðaverð-
bólgu. Hafa þau lýst því yfir að
ekki komi til greina að hækka
laun nema framleiðni verði aukin
í helstu atvinnugreinum lands-
manna. -ks.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
fólk til bréfberastarfa hálfan daginn í Reykjavík.
Upplýsingar hjá póstmeistara og hjá útibús-
stjórum pósthúsanna.
ÞJÓÐVIUINN
■ hl'LL'KM
Tímirm
Blaðburður er
BESTA TRIMMIÐ
og borgar sig
Blaðbera
vantar
víðsvegar
um borgina
F: I I ll •}:! iT> mUOW*] .1 .i
ÞJÓÐVIIJINN
Síðumúla 6
0 68 13 33
Þriðjudagur 24. mars 1987, ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17