Þjóðviljinn - 27.03.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.03.1987, Blaðsíða 11
VESTFIRÐIR Umsjón: Guðmundur Rúnar Heiðarsson Alþýðubandalagið á Vestfjörðum Byggðastefna á Vestfjörðum Kristinn H. Gunnarsson, efstimaöurá listaABáVest- fjörðum. Undir forystu hans vann AB í Bol- ungarvíkeftirm- innilegan kosn- ingasigurísíð- ustu sveita- stjórnarkosning- umsem tekiö vareftirútum alltland. „Byggðastefna á Vest- fjörðum er það mál sem við leggjum höfuðáherslu á í þessari kosningabaráttu. Ég tel að enginn landshluti hafi farið jafn illa út úr landsbyggðarpólitík núver- andi stjórnarflokka eins og Vestfirðirnir. Á þessu kjör- tímabili, sem nú er að enda hefur deyfð og kyrrstaða einkennt málefni fjórð- ungsins. Þessu ætlum við, Alþýðubandalagsfólk á Vestfjörðum, að snúa við. Þessvegna setjum við byggðastefnuna á oddinn,“ segir Kristinn H. Gunn- arsson efsti maður á lista Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum í komandi al- þingiskosningum, en þær fara fram eins og kunnugt er þann 25. apríl n.k. Að sögn Kristins leggja Al- þýðubandalagsmenn á Vest- fjörðum áherslu á eftirfarandi þætti: Samgöngumál: Þau eru ein af þeim forsendum til þess að byggð haldist á Vest- fjörðum og jafnframt mundi hún styrkjast ef samgöngur væru góð- ar. Til þess að svo verði þarf að opna leiðina frá ísafirði til Pat- reksfjarðar allt árið sem þýðir að gera þarf þrenn jarðgöng: Frá Isafirði til Súgandafjarðar - frá Súgandafirði til Önundarfjarðar og jarðgöng gegnum Hrafnseyr- arheiði. Þáþarf að byggja brú yfir Dýrafjörð. Samkvæmt núgildandi vega- lögum vantar 600 milljónir til ný- framkvæmda í vegamálum og munar um minna á þessu ári. Flugið: Við þurfum að fá samræmda samgönguáætlun fyrir Vestfirð- ina þar sem stillt er saman sam- göngum á lofti, láði og legi. Það er nauðsynlegt að vinna að sam- ræmdri áætlun í þessum mála- flokki. Það er mjög mikilvægt fyrir samgöngumál Vestfirðinga að flugfélagið Ernir h/f á ísafirði geti haldið áfram á þeirri braut sem það hefur þegar markað sér. Það er í algjörri andstöðu við upp- byggingu flugsins á Vestfjörðum þegar tekið er af fjárlögum ársins í ár styrkur ríkisins til sjúkraflugs og sú ráðstöfun Iýsir algjörum skilningsskorti á fluginu sem ör- yggistæki. Samgöngur á sjó: Eins og ástand vegakerfisins á Vestfjörðum er í dag leggjum við áherslu á að þungavörur séu flutt- ar sjóleiðis með Ríkisskip þar sem það er mun ódýrara en með vöruflutningabílum. Sérstaklega með tilliti til þess að dýrir vöru- flutningar leggjast á vöruverð í búðum og nóg er dýrtíðinni þar fyrir að fara. Hvað rekstur m.a. Fagraness snertir þá er hlutverk þess og rekstur í endurskoðun í dag. En hingað til hefur þjónusta Djúp- bátsins verið í góðu lagi en íbúar við innanvert Djúp leggja mikla áherslu á rekstur hans sem ör- yggistækis og það styðjum við að sjálfsögðu. Framhaldsskóla- menntun íVest- firðingafjórðungi: Koma verður á fót samræmdri framhaldsskólamenntun á Vest- fjörðum sem tekur yfir alla þætti bók- og verknáms. í því sam- bandi má varpa fram þeirri hug- mynd að stofna framhaldsskóla sem yrði með deildir á t.d. Pat- reksfirði, Þingeyri og ísafirði. Inn í þetta kæmu svo héraðsskól- arnir á Reykjanesi, þar sem mætti t.d. nota jarðhitann sem þar er til náms í fiskirækt, og hér- aðsskólinn á Núpi í Dýrafirði. Það er nauðsynlegt fyrir Vestfirðina að skólamálin séu í góðu lagi. Það er forsenda stöð- ugrar byggðar að nemendur geti gengið að námi og kennslu sem nýtist þeim í fjórðungnum, en ekki að þeir þurfi að leita burt sem leiðir oftast til þess, því mið- ur, að þeir koma ekki aftur til baka. Hafa Vestfirðingar af þeim sökum séð á bak mörgu ágætis- fólki sem annars hefði komið að góðu gagni fyrir Vestfirðinga. Til að nemendur eigi jafnan kost á námi þarf að eyða þeim mun sem er á kostnaði við nám eftir búsetu. Taka þarf upp styrki fyrir þá nemendur sem þurfa að fara að heiman og dvelja í heima- vist fjarri sínum heimilum. Auka þarf dreifbýlis- og ferðastyrk handa nemendum innan Vestfirðingafjórðungs. Við ger- um þá kröfu á hendur ríkinu að það jafni þennan aðstöðumun og það strax. Sjávarútvegur: Kasta þarf kvótakerfinu út á hafsauga með öllu sem því fylgir. Núverandi kvótakerfi var sett á stofn sem skömmtunarkerfi vegna þess að talið var nauðsyn- legt að takmarka ársafla á þorski við 200 þúsund tonn. En á síðustu árum hefur þorskaflinn verið mun meiri. Kvótakerfið er í dag við lýði á fölskum forsendum. A því hefur orðið eðlisbreyting, úr því að vera skömmtunarkerfi í það að vera almennt stjórntæki með gífurlegu valdi í höndum eins manns, sjávarútvegsráð- herra. Þetta kerfi hefur svipt okkur Vestfirðinga því forskoti sem við höfum haft miðað við aðra lands- fjórðunga vegna nálægðar okkar við gjöful fiskimið. Þessi kerfis- óskapnaður hefur ekkert tillit tekið til þess hversu atvinnulíf og byggð hér á Vestfjörðum er háð fiskveiðum. Fiskurinn er eina auðlind Vestfirðinga. Kvótakerfið býr til fölsk verð- mæti með því að aðgangur að fiskimiðunum gengur kaupum og sölum. í reynd er því búið að skattleggja þessa auðlind með þeim afleiðingum að þeir einir geta hafið útgerð sem fjármagnið eiga. Dæmi: Bátur sem er metinn í húftryggingu á 80 milljónir króna og sem er seldur á mili staða hækkar í verði um 80 milljónir króna sem þýðir kaupverð upp á 160 milljónir einungis vegna þess að kvóti bátsins er seldur með. Dæmi: Eignaréttur kvótans er í höndum eignaraðila skipsins. Þegar skip er selt fylgir kvótinn skipinu. Þetta atriði hefur þegar haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir mörg sveitarfélög á Vestfjörðum og má í því sambandi nefna Pat- reksfjörð. Þar hefur samdráttur í afla á botnlægum fisktegundum dregist saman um 40% og vertíð- arbátum fækkað úr 10 í 2. Sam- kvæmt kvótakerfinu er ekki unnt að fá meiri afla nema að menn séu tilbúnir að greiða auðlinda- skatt. Fiskveiðistjómun sem byggir á því aðalmarkmiði að setja kvóta á skip leiðir ævinlega til þess að útgerðin þarf að bera viðbótar- kostnað vegna auðlindaskatts. Hitt er rétt að fram komi að fiskveiðistjórnun er nauðsynleg. Vestfirðingar hafa lagt fram til- lögu um fiskveiðistjórnun til 5 ára sem tryggir æskilega sókn í botn- lægar fisktegundir jafnframt því að tryggja atvinnuöryggi fisk- vinnslufólks og ennfremur að það sé laust við galla núverandi kvót- akerfis. Þetta mundi tryggja stöðugleika hjá viðkomandi sveitarfélögum. Landbúnaður: Útlitið fyrir bændur á Vest- fjörðum er vægast sagt mjög dökkt. Nýjustu ráðstafanir stjórnvalda sem felast í fullvirðisrétti í mjólkur- og kind- akjötsframleiðslu koma ákaflega illa við flesta bændur í fjórðungn- um. Það ber að hafa í huga að bú á Vestfjörðum eru yfirleitt smá. Skerðingin sem felst í fullvirðisréttinum veldur því að á fjölmörgum jörðum er ekki unnt að framfleyta fjölskyldum. Að óbreyttu munu margir bændur flosna upp af jörðum sínum sem mun valda gífurlegri byggðarösk- un í sveitunum. Það er rétt að menn geri sér grein fyrir því, að á meðan að það ástand varir sem nú er, að annarsvegar er um að ræða hefðbundinn landbúnað sem lýtur framleiðslustjórnun og hinsvegar hinar frjálsu búgreinar sem eru stundaðar að miklu leyti í verksmiðjubúskap í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, að þá mun núverandi fullvirðisréttur í mjólkur- og kindakjötsfram- leiðslu verða talinn offramleiðsla innan fárra ára. Það mun leiða til enn frekari skerðingar á fullvirðisrétti og meiri land- auðnar í hinum dreifðu byggðum landsins en nú er. Menn verða að gera það upp við sig hvort á að halda landinu í byggð eða ekki. Þeir sem líta ein- ungis á hagkvæmni verksmiðju- búrekstrar styðja núverandi stefnu stjórnvalda og eru andvíg- ir því að byggð haldist um land allt. Óbreytt stefna í landbúnað- Snúum vörn í sókn. Burtmeð kyrrstöðu, deyfð og drunga sem einkennt hefur Vestfirði á valdatíma núverandi stjórnarflokka. Kvótann burt. Fiskurinn er okkar eina auðlind Föstudagur 27. mars 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.