Þjóðviljinn - 27.03.1987, Blaðsíða 22
ORD I EYRA
7
Axlabönd handa Ola
og gamlar verjur
Til er skemmtileg saga af Sig-
urði heitnum Guðmundssyni
skólameistara á Akureyri. Sig-
urður átti vanda til að vera ákaf-
lega viðutan þegar hversdagslífið
og skyldur þess voru annars veg-
ar.
Sagan segir frá því að kona Sig-
urðar bæði hann einhverju sinni
að fara í bæinn og kaupa í leiðinni
ný axlabönd handa Ólafi syni
þeirra.
Skólameistari arkaði af stað og
var alráðinn í því að gleyma ekki
erindinu. Til að festa það sér í
minni tautaði hann sífellt fyrir
munni sér: - Axlabönd handa
Óla. Axlabönd handa Óla. Axla-
bönd handa Óla.
Og þannig hélt skólameistari
áfram á leið í bæinn. En sá var
siður Sigurðar skólameistara að
leita sér til skemmtunar að rím-
orðum, svo að hann tók að tauta
setninguna og bæta við rímorði: -
Axlabönd handa Óla - stóla.
Axlabönd handa Óla - stóla.
Þegar í bæinn kom vatt skóla-
meistari sér kampakátur inn í
fyrstu verslun sem á leið hans
varð og sagði glaður í bragði: -
Ég ætla að fá fjóra stóla.
Eitthvað svipað þessu telja
menn að hafi komið fyrir Þor-
stein Pálsson um daginn þegar
hann tók af skarið í Albertsmál-
inu.
Álitið er að eftir fundahöld í
fílabeinstumum frjálshyggjunnar
hafi menn komist að þeirri niður-
stöðu að Þorsteini bæri að bjóða
Albert að sitja áfram í náðum
þessar fimm vikur eða svo sem
eftir em af ráðherradómi hans
gegn því að hann viki af fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins.
Þorsteinn fór svo af stað til að
koma þessum skilaboðum á
framfæri við þingflokkinn, fjöl-
miðla og Albert sjálfan tautandi
fyrir munni sér: Albert í ráðherr-
astól - Albert af lista. Albert í
ráðherrastól - Albert af lista.
En síðan telja menn að á
leiðinni hafi komið slinkur á
jeppa fjármálaráðherrans og við
það hafi hann farið að tauta: Al-
Ingvi Hrafn: (einlægni, Þorsteinn, eru
þetta ekki bara gamlar verjur?
bert úr ráðherrastól - Albert á
lista.
Að vísu skal það viðurkennt að
til em menn sem ekki telja þessa
skýringu á því tiltæki Sjálfstæðis-
flokksins að reka Albert í fjörtíu
daga en ráða hann til fjögurra ára
nógu skynsamlega - en þeir hinir
sömu menn hljóta þó að viður-
kenna að aðrar skynsamlegri
skýringar á uppátækinu fyrirfinn-
ast ekki.
Enda virðist skynsemin ekki
svífa yfir vötnunum um þessar
mundir.
Á seinni sáttafundinum sem
Albert: f fjömtíu daga útlegð til að
byggja upp siðferðisþrek fyrir fjögurra
ára þingmennsku.
Yngvi Hrafn fréttastjóri Sjón-
varpsins hélt í deilu þeirra Þor-
steins og Alberts í sjónvarpssal
reyndi Helgi E. Helgason að
spyrja Þorstein Pálsson að því,
hvort ekki væri hægt að rekja
upphaf þessa ósamkomulags til
þess er Albert studdi Gunnar
heitinn Thoroddsen til að mynda
ríkisstjóm í blóra við flokkseig-
endafélagið í Sjálfstæðisflokkn-
um.
Nú er Helgi af kratakyni og
hættir til að stuða stórhöfðingja
úr Sjálfstæðisflokknum með takt-
lausum spurningum, svo að
Þorsteinn: Alls ekki gamlar væringjar!
fréttastjórinn tók sjálfur að sér að
þýða spurninguna á kurteist mál
fyrir formann sinn Þorstein Páls-
son.
í þýðingu Yngva Hrafns sátta-
semjara hljóðaði spumingin svo:
- Þorsteinn, í einlægni sagt, em
þetta ekki bara gamlar verjur?
Svar formannsins var ekki
síður skynsamlegt en spurningin:
- Nei, ég get fullvissað ykkur
um að þetta eru ekki gainlar vær-
ingjar.
Ér ekki kominn tími til að
skólar landsins verði opnaðir á
nýjan leik?
'ALÞÝÐUBANDALAGHD*
Hafnarfjörður
Bæjarmálaráðsfundur
Fundur verður í bæjarmálaráði laugardaginn 28. mars kl. 10.00 í
Skálanum, Strandgötu 41.
Fundarefni: 1) Staðan í umhverfis- og náttúruverndarmálum,
Jóhann Guðjónsson formaður gróðurverndarnefndar og Erling
Ólafsson fulltrúi í náttúruverndarnefnd reifa málin. 2) Staðan í
bæjarmálunum: Magnús Jón Árnason. 3) Vegamót: Lúðvík t
Geirsson. 4) önnnur mál.
Félagar fjölmennið og mætið stundvíslega. - Stjórnin.
Alþýðubandalagið Reykjavík
Morgunkaffi
hjá 2. deild
2. deild ABR heldur félagsfund að
Hverfisgötu 105, laugardaginn 28.
mars kl. 11.00. Álfheiður Ingadóttir
mætir á fundinn. Fjölmennum. -
Stjórnln.
Jóhanna
Guðrún
Alþýðubandalagið Reykjavík
Opið hús á sunnudaginn
Opið hús verður í Kosningamiðstöðinni á Hverfisgötu 105 frá kl.
I4 á sunnudaginn og næstu sunnudaga.
Frambjóðendur G-listans i Reykjavík sitja fyrir svörum og boðið
verður uppá ýmsa skemmtan. Á sunnudaginn situr Guðrún
Helgadóttir alþm. fyrir svörum og kl. I6.00 mun Jóhanna Linnet
söngkona syngja nokkur lög við undirleik Arnar Magnússonar.
Allir velkomnir. ABR.
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Hafnfirðingar!
Opið hús og kosningavinna í Skálanum, Strandgötu 41, á laug-
ardag frá kl. I4.00. Mætum öll og skoðum í kjörskrár - spjall -
kaffi - meðlæti og skemmtun. Fjölmennum. Síminn á skrifstof-
unni er 54171. Stjórnin.
Vestfirðir
Kosningaskrifstofan í Hæstakaupstað, Aðalstræti 42, ísafirði, er
opin allan daginn. Sími: 94-4242 og -4298. Kosningastjóri er
Gísli Þór Guðmundsson. Alltaf heitt á könnunni.
Kosningamiðstöðin
Reykjavík
Kosningamiðstöðin er að Hverfisgötu
105. Þar er opið alla virka daga til kl.
22.00 á kvöldin. Á laugardögum kl.
10- 18ogásunnudögum kl. 14-18.
Síminn er 17500.
Kíkið inn og fáið ykkur kaffi og styrkið
kosningastarfið með kaupum á
happdrættismiðum.
KOSNINGASKRIFSTOFUR Vesturland
Alþýðubandalagið
Utankjörfundarkosning
Utankjörfundarskrifstofa Alþýðubandalagsins er að Hverfisgötu
105. Ópið frá kl 9 á morgnana og fram eftir á kvöldin. Síminn er
91-22335 og 91-22361. Símsvari 91-623484.
Norðurlandskjördæmi vestra
Hvammstangi: Kosningaskrifstofan er að Spítalastíg 16.
Opið virka daga frá kl. 20.30 - 21.30 og um helgar frá kl. I5 -18.
Síminn er 95-1460. Lítið inn eða hafið samband.
Blönduós: Kosningaskrifstofan erá Aðalgötu 1 sími 95-4561.
Opin frá kl. 15 -18 alla daga nema laugardaga. Starfsmaður er
Þorleifur Ingvarsson.
Norðurlandskjördæmi eystra
Aðalkosningaskrifstofan er á Akureyri í Lárusarhúsi, Eiðsvalla-
götu 18. Opið alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-18. Síminn er
96-25875 og -27413. Kosningastjóri er Gunnar Helgason. Fra-
mlögum veitt móttaka á skrifstofunni og á tékkareikning nr.
8790 í Alþýðubankanum Akureyri.
Suðurland
Aðalkosningaskrifstofan er að Sigtúni 1 Selfossi (gamla Iðn-
skólanum). Opnunartími er alla virka daga kl. 14 -19. Síminn er
99-1006. Kosningastjóri er Guðvarður Kjartansson. Alla laugar-
daga fram að kosningum er opið hús í kosningamiðstöðinni kl.
I4 - 17. Frambjóðendur verða á staðnum.
VESTMANNAEYJAR: Kosningaskrifstofan er á Bárugötu 9
(Kreml). Fyrst um sinn verður skrifstofan opin sunnudaga-
mánudaga og föstudaga frá kl. 16-18. Síminn er 98-1570.
Aðalkosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins á Vesturlandi er í
Rein á Akranesi. Skrifstofan verður opin fyrst um sinn mánu-
daga kl. I5 -19, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl.
16-19, föstudaga frá kl. 15 -19 og laugardaga frá kl. 13 - 17.
Síminn er 93-3174 og -3175.
Austfirðir
Aðalskrifstofa Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi er
á Reyðarfirði, Heiðarvegi 22, neðri hæð. Opið alla virka daga frá
kl. 10-18 og á kvöldin frá kl. 20-22. Um helgar fyrst um sinn frá
kl. 14-17. Síminn er 97-4361. Kosningastjóri er Jóhanna III-
ugadóttir, heimasími: 97-4377. Alltaf heitt á könnunni.
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Kosningaskrifstofan er á Búðavegi 6.
Sími 97-5444. Opið á fimmtudagskvöldum frá kl. 20.00 fyrst um
sinn.
Neskaupstaður: Kosningaskrifstofan er að Egilsbraut 11.
Sími: 97-7571 og -7804. Öpið milli 15-17 fyrst um sinn.
Kosningastjóri er Lilja Huld Auðunsdóttir.
Egilsstaðlr: Kosningaskrifstofan er að Selási 9. Sími 97-
1425. Skrifstofan er opin milli kl. 20 - 22 um helgar.
HÖFN í HORNAFIRÐI: Kosningaskrifstofan er á Hafnarbraut
26 (neðri hæð). Opið frá kl. 17-19.30 og 20-22 virka daga og
13-19 um helgar. Síminn er 97-81426.
G-listinn Reykjanesi
Aðalkosningaskrifstofa G-listans í Reykjaneskjördæmi er í
Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Þar er opið alla virka daga
frá kl. 10.00-19.00. Alltaf heitt á könnunni og starfsmennirnir
Valþór, Asdís, Helgi og Unnur til þjónustu reiðubúin. Símarnir
eru 41746 og 46275.
Þá hefur einnig verið opnuð kosningaskrifstofa í Keflavík, að
Hafnargötu 34. Síminn þar er 92-4286. - G-listinn Reykjanesi.
Hafnarfjörður: Kosningaskrifstofan er í Skálanum, Strand-
götu 41. Opið alla virka daga frá kl. 17.00 og um helgar frá kl.
I4.00. Síminn er 54171.
Keflavík- Suðurnes: Kosningaskrifstofan erað Hafnargötu
34 í Keflavík. Síminn er 92 -4286.
‘22 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 27. mars 1987
Ji