Þjóðviljinn - 27.03.1987, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 27.03.1987, Blaðsíða 20
VtÐHORF Fávísi um íshafsseli Fyrr má nú vera, en að gleypa loft eins og fréttamenn gerðu yfir selavöðum við Noreg. Eins og þeir væru í maraþonhlaupi, svo stóðu þeir á öndinni austur í Osló og Helsingfors. Á að magna hér múgæsingu? Hvers vegna að rjúka svona upp til handa og fóta? Hvað þarf að „aðstoða" Norðmenn, rétt eins og einhverja aumingja í nauðuml? Ætti ekki að athuga sinn gang áður en farið er að boða sam- starfsfundi, að skuldbinda sig gagnvart Norðmönnum eða gefa þeim undir fótinn? Hingað til hafa þeir ekki alltaf verið okkur svo þægir Ijáir í þúfu. Undirboðið okk- ur hvarvetna á skreiðar- og fisk- mörkuðum með ríkisstyrktri fram- leiðslu. Þá hafa þeir haldið norsk- íslenska síldarstofninum niðri vit- andi vits og fengið Rússa í lið með sér, sem skemmst er að minnast. Að berja bægslum með buslugangi Ekki er að spyrja að dugnaði og valdastriti Halldórs Ásgríms- sonar sjávarútvegsráðherra. Stundum er sem hann haldi að hann sé utanríkisráðherra á ís- landi. Svo var á síðastliðnu sumri og svo er enn. Er hann ekki að hlaupa á sig enn einu sinni, að grípa nú í vöðusel við Noreg eins og eitthvert hálmstrá? Hann lenti í sjálfheldu með hvalveiðar í nafni vísinda og telur sig nú sjá sér leik á borði með selveiðar í nafni „vísinda“ og „samvinnu". Par að auki og sem betur fer er hann kominn í sjálfheldu með of- sóknir sínar á hendur selabænd- um hér á landi. Honum má ekki takast að búa til tækifæri til að snúa því tafli sér í vil og komast aftan að bændum á fölskum for- sendum, koma nú askvaðandi út úr vöðuselavöðum við Noreg. Þetta er sagt í tilefni af óðagoti hans, að vilja óður og uppvægur semja við Norðmenn um „sam- starf“ við að rannsaka seli. Einn- ig í tilefni af öðru sérlega öfga- kenndu tali hans um seli við Grænland nýverið. Selavöður norðan úr íshafi eru ekki nýlunda. Þær gætu orðið plága hér við land, rétt eins og við Noreg. Því skyldi enginn neita að óreyndu. En þær eru hvalveiðum Játvarður Jökull Júlíusson skrifar óviðkomandi og þær eiga ekki meira skylt við hagvana selast- ofna íslenskra bænda á hlunn- indajörðum, en villtir hreindýra- flokkar eiga skylt við kýrnar á túnum á Austurlandi. Náttúran lætur ekki að sér hæða Selir eru hraust og frjósöm dýr kenningu Kristjáns heitins Friðrikssonar. Hann hélt því fram, að Norðmenn hefðu fækk- að selunum í Norður-íshafinu svo stórkostlega þegar þeir sóttu veiðarnar fastast, að það hafi haft áhrif á viðgang fiskistofna hér við land. Þetta getur hugsanlega staðist, einkum þegar reiknað er með öllum selategundum í Norður-íshafinu samanlagt. hve stórum stfl urtur kæpa árlega á ísnum sem nær inn í íslenska lögsögu. Kynna sér allar aðstæður. Reyna að sjá út hvort auðvelt er að ná þó ekki væri nema nokkur hundruð kópum árlega, ef skip væri sent þeirra erinda. Vita fyrir víst hvort þarna er eitthvað að hafa sem tekur að slægjast eftir þegar markaðir opnast. „Selavöður norðan úr íshafi eru ekki nýlunda. En þœr eru hvalveiðum óviðkomandi og þœr eiga ekki meira skylt við hagvana selastofna íslenskra bœnda á hlunnindajörðum, en villtir hreindýraflokkar eiga skylt við kýrnar í túnum á Austurlandi. “ og getur fjölgað ört. Trúlega eru ísbirnir það fáir tiltölulega, að lítið sér á þó þeir lifi á sel. Það er eitthvað bogið við þær fréttir, að selir hafi ekki verið veiddir í ís- hafinu í fjögur ár. Það er lengra síðan dró mikið úr þeim veiðum. Enda sýnir sig að selum hefur fjölgað þar, séu fréttirnar ekki stórlega orðum auknar. Séu vöðurnar við Noreg núna á þriðja hundrað þúsund ókynþroska ungviði, aðeins einn eða tveir ár- gangar, þá er ekki að sökum að spyrja, að fullorðnir selir eru orðnir ansi margir. Það verður efnilegur hópur sem elst upp þetta árið, ef ekki skortir viður- værið. Og að ári og á þar næsta ári, ef enginn veiðir kópa nema ísbirnirnir. Sagnir eru um kynstur af vöðu- sel sem kæpti á hafís hér við land á ísaárum. Auk þess um stórar selavöður í sjó, þar á meðal við Breiðafjörð á nítjándu öldinni. Ekkert mælir á móti að svipað kunni að vera í aðsigi, ef skepn- urnar hafa nóg í sig og lítið sem ekkert verður veitt, að stofninn dreifist einnig hingað. Nú er ástæða til að kynna sér Selveiðar Norðmanna í hafísn- um voru svæsin rányrkja eins og Jóhann Kúld lýsti þeim. Þeir skutu allt kvikt á öllum aldri hvar og hvenær sem þeir komust í færi. Engin dýrategund stenst lát- lausar ofsóknir af því tagi í fjölda- mörg ár. Þess megum við íslend- ingar líka minnast um hvalina fyrir austan landið. Norðmenn gjöreyddu þeim svo um og eftir aldamótin, að enn er ekkert á því hafsvæði að hafa eftir 80 ár. En vöðuselurinn hefur verið fljótur að rétta við. Hefur honum fjölg- að nú þegar meira en góðu hófi gegnir? Heimskt er heimaalið barn Það er bagalegt hvað við erum fávísir um íshafsseli innan ís- lenskrar lögsögu. Eða vita þeir hjá Hafrannsóknastofnun eða Landhelgisgæslu eitthvað að ráði um seli í ísnum innan hennar? Og hvað vita aðrir athugulir sjó- menn? Væri ekki ráð að fara að kanna ísinn í þessu tilliti? Þó ekki væri nema að senda þyrlu frá varðskipi til að kanna hvort og í Tilgangurinn með athugunun- um væri líka sá að sanna að ís- lendingar geta staðið fyrir sínu, geta stuðlað að jafnvægi í náttúr- unni og verið færir um að nýta auðlindir hennar. Nú er komin til sögunnar tækni áður óþekkt við selveiðar, sem getur auðveldað þær. Mestu skiptir ef hægt er að nota vél- sleða. Vélsleðar gætu dregið plastbáta á ísnum, vélsleðaferjur, svo komist yrði um víða vegu á skömmum tíma, bæði á floti og eftir föstum ís. Hver hópur veiði- manna hefði samband við móðurskipið með labbrabb tæki eða áþekkum fjarskiptabúnaði. Og aflann mætti frysta um borð. Og svo framvegis. Vorkópaskinn eru fegursta grávaran Þegar og ef við vitum nánar um núverandi hlutdeild okkar í sela- stofnum í íshafinu, á hafísnum, þá sést hvort við þurfum að tala við Norðmenn og Grænlendinga um þá þætti í lífríki íshafsins. En hvað sem því líður. Nú þeg- ar er vitað um annað sem miklu máli skiptir. Það er að fá Grænl- endinga og Norðmenn til sam- starfs um að koma tauti við Grænfriðunga og við Evrópu- ráðið, sem hafa í sameiningu úti- lokað að selja og nota kópaskinn suður í Evrópu. Evrópuráðið lét Grænfriðunga kúska sig, en nú hefur selafriðun þeirra ekki lengur vind í seglin. Þar sló alvar- lega í baksegl og fór sem fara hlaut og þá stöðu sem upp er komin, eigum við að nýta okkur eins og mögulegt er. Skinn af íslensku landselskóp- unum standa á sporði dýrustu og eftirsóttustu grávöru af hvaða tegund annarri sem er, ef annar- leg öfl grípa ekki inní. Að vísu skiptast þar á tískusveiflur. Stundum hafa loðskinnin betur, stundum selskinnin. Varðandi ríkin í Evrópu- ráðinu, að vinna íslenskum kópa- skinnum þar brautargengi, þá þurfa allir að leggjast á eitt. Þar á utanríkisþjónustan, viðskipta- ráðherrann og þingmenn í sendi- nefndum að vera í fararbroddi. Einnig kaupsýslumenn almennt. Allir ættu að láta óspart í sér heyra við hvert tækifæri. Enginn sem eitthvert manntak er í, má liggja á liði sínu. Eðlilegt jafnvægisástand í framleiðslu og sölu kópaskinna verður að kom- ast á aftur, og það sem fyrst. Að því þarf að vinna af fyllstu alvöru. Framtíðarstefna Hér er tæpt á nokkrum hug- myndum sem vitanlega þarf að ræða miklu nánar og skoða betur áður en hafist verður handa við' að framfylgja framtíðarstefnu. Þar hljóta samtök selveiðibænda að láta til sín taka og að sér kveða. Miklu máli skiptir að óviðkomandi aðskotadýr vinni ekki meira tjón en orðið er, hvorki á skinnamarkaðnum né á íslensku selastofnunum. Hvort tveggja þarf að endurreisa eftir áföllin á undanfarandi ógnaröld. Þar hlýtur líka að skipta miklu máli að viðkomandi stjórnvöld standi í stöðu sinni, en verði ekki sum sek um afglöp og önnur um tilburði til valdníðslu, sem síst er betra, eins og dæmin eru um. Játvarður Jökull Júlíusson er landskunnur fræðaþulur og rithöfundur AÐALFUNDUR Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verðurhaldinn í Fóstbræðraheimilinu, Langholts- vegi 109-111, í dag, föstudaginn 27. mars 1987, kl. 16.30. Dagskrá; samkvæmt 5. grein samþykkta fyrir Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað. Stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Kenndu ekki ÖðrUm Um. Hver bað þig aö hjóla í myrki og hálku? yUMFERÐAR RAD MARKAÐURINN Grensásvegi 50 auglýsir: HLJÓMTÆKI Kassettutæki Magnarar Hátalarar Ferðatæki Litasjónvörp frá kr. 7.000.'- frá kr. 7.000.- frá kr. 2.500.- frá kr. 4.000.- frá kr. 8.000.- Hljómtækjaskápar Biítæki Tölvur og fleira SKÍÐAVÖRUR Okkur vantar nú þegar í sölu skíðavörur af flestum stærðum og gerðum. MARKAÐURINN Grensásvegi 50 Sími83350. II Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskareftirtilboðum í undir- stöður fyrir vinnubúðir, lóð vinnubúða, gerð plana og aðstöðu fyrir verktaka, lagfæringu á aðalvegi um virkjunarsvæðið á Nesjavöllum og lagningu veitukerfa (hitaveitu, frárennslis, rafmagns og síma) í vinnubúðir og aðstöðu verktaka. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3 Reykjavík, gegn kr. 15.000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 8. apríl nk. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fnknk|uvcgi 3 Simi 25800 Berðu ekki við tímaleysi í umferðinni. Þaö ert /bc sem situr undir stýri. IUMFERÐAR Fararhe»t iráð 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.