Þjóðviljinn - 27.03.1987, Blaðsíða 17
UM HELGINA
MYNDLISTIN
Sjálfsmyndir 22 sænskra
Ijósmyndara nefnist sýning sem
sett hefur verið upp í anddyri Nor-
ræna hússins. Sýningin var upp-
haflega gerð að frumkvæði fyrir-
tækisins DOG í Stokkhólmi, en fyr-
irtækið hefur það að markmiði að
dreifa Ijósmyndalist í háum gæða-
flokki. Sýningin stendurtil 21. apríl
ogeropin9-19virkadagaog 12-19
ásunnudögum.
Halldór Björn Runólfsson
opnar sýningu á teikningum, vatns-
litamyndum oa akrílmálverki í
Slunkaríki á fsafirði á laugardag kl
15. Á sunnudag kl. 15 mun Halldór
halda fyrirlestur um myndlist í bóka-
safni Menntaskólans á ísafirði.
Haraldur Ingi Haraldsson
opnar sýningu á olíu- og akrílmynd-
um, teikningum og pastelverkum í
Nýllstasafninu, Vatnsstíg 3b á
laugardagkl. 14. Haraldurlngi
stundaði nám í MHÍ1978-81 og
framhaldsnám í Hollandi í 2 ár eftir
það. Opið 16-20 virka daga en 14-
20 um helgar.
Kristján Guðmundsson
sýnir skúlptúra og blýantsteikning-
ar í Ásmundarsal við Freyjugötu.
Sýningin er opin daglega 14-18.30,
síðasta sýningarhelgi.
Listasafn l'slands helduryfir-
litssýningu á verkum Sigurðar Sig-
urðssonar listmálara. Sýningin
spannarallan feril Sigurðarfrá
skólaárunum til dagsins í dag. Opið
virka daga 13.30-16 en 13.30-19
um helgar.
Daði Guðbjörnsson sýnir
olíumálverk í Gallerí Borg við
Austurvöll. Opið 12-18 og 14-18 um
helgar. Síðastasýningarhelgi.
Grétar Reynisson sýnirolí-
umálverk í Gallerí Svart á hvitu við
Óðinstorg. Opið 14-18 alladaga
nema mánudaga til 5. apríl.
Kristjana Samper sýnir
skúlptura og teikningar í Gallerí
Gangskör við Amtmannsstíg (T or-
funni). Á sýningunni eru 19 verk,
sem flest eru unnin á þessu ári.
Opið 12-18 og 14-18 um helgar til 3.
apríl.
Sigrún Steinþórsdóttir
Eggen og Steinþór Marinó Gunn-
arsson sýna myndvefnað, vatns-
litamyndir, einþrykk og pastel-
myndir í Listasafni ASl við Grens-
ásveg. Opið 16-20 en 14-22 um
helgartii 5. apríl.
Tvíæringur FÍM 87 nefnist
samsýning Félags íslenskra mynd-
listarmanna sem nú stendur yfir í
austursal Kjarvalsstaða. Á sýning-
unnieruum 100verkeftir28félags-
menn. Opið 14-22, síðasta sýning-
arhelgi.
Guðrún T ryggvadóttir sýnir
málverk í vestursal Kjarvals-
staða. Opið 14-22, síðasta sýning-
arhelgi. Aðgangurókeypis.
Hansína Jensdóttir sýnir
skúlptúra í anddyrl Kjarvalsstaða.
Opið 14-22, síöasta sýningarhelgi.
Sigurrós Baldvindsdóttir
sýnir 38 olíumálverk í Gallerí Skip,
Skipholti 50c. Opið 13-17 virka
daga, 15-18 um helgar. Síðasta
sýningarhelgi.
Sjávarlandslag nefnist sýning
Norræna hússins á málverkum eftir
norsku málarana Björn Tufta og
Olav Strömme og skúlptúrum eftir
Slgurð Guðmundsson. Opið 9-
19,12-19 á sunnudögum. Síðasta
sýningarhelgi.
Sverrir Ólafsson sýnirskúip-
túra úr málmi í Gallerí Grjót við
Skólavörðustíg, opið 12-18 en 14-
18um helgar.
Nikulás Sigfússon sýnir
vatnslitamyndir i Ingólfsbrunnl,
Aðalstræti 9. Opið 8-18 virka daga
til mánaðamóta.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti
74, hefur opnað skólasýningu á
verkum Ásgrlms Jónssonar.
Leiðsögn fyrir skólanema fáanleg.
Opið fyrir almenning sunnudaga,
þriðjud. og fimmtud. kl. 13.30-16.
Gallerí Langbrók við Bók-
hlöðustíg sýnirtextíl, tauþrykk, fatn-
að og listmuni á virkum dögum 12-
18og 11-14álaugard.
Gallerí íslensk list, Vestur-
götu 17, sýnir verk eftir Braga Ás-
geirsson, Einar Þorláksson, Haf-
stein Austmann, Jóhannes Jó-
hannesson, Kristján Davíðsson,
Kjartan Guðjónsson, Valtý Péturs-
son, Vilhjálm Bergsson og Guð-
mund Benediktsson. Opið 9-17
virkadaga.
LEIKLIST
ísienska óperan sýnir Aidu
eftir Giuseppe Verdi í kvöld og á
sunnudag kl 20.1 aðalhlutverkum
eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir,
Anna JúlíanaSveinsdóttir, Garðar
Cortes, Kristinn Sigmundsson,
ViðarGunnarsson, EiðurÁ. Gunn-
arsson, Katrín Sigurðardóttirog
Hákon Oddgeirsson. Sýnt er með
íslenskum texta.
Þjóðleikhúsið sýnirgaman-
leikinn Hallæristenór eftir Ken
Ludwig í kvöld kl. 20. Aurasálin
eftir Moliére verður sýnd á laugar-
dag kl. 20. Fáar sýningar eftir.
Fjölskylduleikurinn Rympa á rusl-
ahaugnum eftir Herdísi Egilsdóttur
verður sýndur á laugardag og
sunnudag kl. 15. íslenski dansf-
lokkurinn ásamt gestadönsurum
sýnir Ég dansa við þig eftir Jochen
Ulrich við tónlist eftir Samuelina T a-
hija. Æfingastjóri er Sveinbjörg Al-
exanders, en hún og Ulrich unnu
saman að danssýningunni
Blindingsleik, sem Þjóðleikhúsið
sýndi í desember 1980 og mörgum
er í fersku minni. Gestadansarar
eru 2 aðalkarldansarar Kölnaróper-
unnar, Athol Farmerog PhilipTal-
ard. Tónlistarflutningur er í höndum
Egils Ólafssonarog Jóhönnu Lin-
net, auk þess sem tónlist er flutt af
segulbandi frá upphaflegri upp-
færslu verksins í Þýskalandi. Önnur
sýning verður á sunnudagskvöldið
en 3. og 4. sýning á þriðjudag og
miðvikudag kl 20.30.
Næsta sýning á Upprelsn á íoa-
firði eftir Ragnar Arnalds veröur á
fimmtudag kl. 20.
Litla sviðið, Lindargötu 7, sýnir f
smásjá eftir Þórunni Sigurðardótt-
ur í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar
í 27. sinn á laugardag kl. 20.30.
Gestum Þjóðleikhússins gefst kost-
ur á að kaupa leikhúsveislu, en þá
er innifalin þríréttuð máltíð í
Leikhúskjallaranum, leikhúsmiði
og aðgangurað Leikhúskjallaran-
um eftir sýningu, og kostar veislan
1300krónur.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir
Dag vonar eftir Birgi Sigurðsson í
kvöld og á sunnudag kl. 20. Land
míns föður eftir Kjartan Ragnars-
son verður sýnt á laugardag kl.
20.30 í 198. sinn. Nú eru fáar sýn-
ingar eftir á þessu vinsæla leikriti,
en sýningunni hefur verið boðið á
leiklistarhátíð í Svíþjóð ívor.
Leikskemma L.R við
Meistaravelli sýnir Djöf laeyjuna,
leikgerð Kjartans Ragnarssonará
skáldsögum Einars Kárasonar í
kvöld, sunnudag og þriðjudag kl.
20. Uppselt er á svo til allar sýning-
artil páska.
Leikhúsíð í kirkjunni sýnir
Lelkritið um Kaj Munk eftir Guð-
rúnu Ásmundsdóttur í Hallgríms-
kirkju í kvöld kl 20.30, á sunnudag
kl. 16 og á mánudag kl. 20.30.
AlþýðuleikhúsiðsýnirEru
tigrisdýr (Kongó? eftir Finnana
Johan Bergum og Bengt Ahlfors í
veitingahúsinu I Kvosinni á sunnu-
dag kl. 13, næstu sýningar á mið-
vikudag, fimmtudag og föstudag kl.
12 og á laugardag 4. apríl kl. 13.
Miðaverð er 750 kr. léttur hádegi-
sverður og kaffi innifalið.
Leikfélag Akureyrar sýnir
söngleikinn Kabaretteftir Joe
Masteroff, Fred Ebb og John Cand-
er á föstudag og laugardag kl.
20.30. Næstu sýningar verða föstu-
dag, laugardag og sunnudag um
næstu helgi.
Nemendaleikhúsið er nú að
æfa finnska leikritið „Rúnar og
Kylllkiu eftir leikritaskáldið Jussi
Kylatasku. Leikritið var frumsýnt í
byrjun síðasta áratugar, og fjallar
það um árekstra tveggja ung-
menna við heim hinna fullorðnu.
Leikritið gerist í litlu finnsku þorpi á
árunum 1955-60. Ráðgert er að
frumsýning verði 22. apríl nk. Leik-
stjóri er Stefán Baldursson en þýð-
andi Þórarinn Eldjárn.
Ég dansa við þig“ heitir sýning (slenska dansflokksins sem verður í Þjóðleik-
ííúsinu á sunnudag. Myndin sýnir Ingibjörgu Pálsdóttur og Athol Farmer á
sýningunni.
TÓNLIST
Joachim Quartett, semtalinn
er vera einn besti strengjakvartett
yngri kynslóðarinnar í Vestur-
Þýskalandi, lýkur hljómleikaferð
sinni um Norðurlönd á vegum
Goethe-stofnunarinnar með hljóm-
leikum í Austurbæjarbíói á sunnu-
dagkl. 14.30ávegumTónlistarfé-
lagsins. Kvartettinn, sem kenndur
er við þýska fiðlusnillinginn Joseph
Joachim, hlaut nýverið „Deutsche
Musik Wettbewerb 1978“-viður-
kenninguna í Bonn og hefur haldið
tónleika víða um heim.
Sjötta landsmóti íslenskra
barnakóra lýkur með tónleikum að
Helmalandi í Rangárvallasýslu á
sunnudag kl. 15, þar sem um 800
börn munu stilla saman raddir
sínar, og er ólíklegt að kostur gefist
á að hlýða á fjölmennari kór hér á
landi. Tónmenntakennarafélag ís-
lands stendur að tónleikunum, að-
gangurerókeypis.
John Speight barítónsöngvari
og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttirpí-
anóleikari halda Ijóðatónlelka í
Njarðvíkurkirkju á laugardag kl.
15. Fluttir verða söngvar eftir Beet-
hoven og Vaughan Williams.
Ljóðatónleikamirverða síðan
endurteknir í Bústaðakirkju í
Reykjavíkfimmtudaginn 2. apríl.
Kristskirkja. ÞrösturEiríks-
son orgelleikari og Gunnar
Eyjólfsson leikari munu flytja tón-
verkið Job eftir norska tónskáldið
Egil Hovland í Kristskirkju á sunnu-
dag kl. 17. Verkið er samið 1970 og
er fyrir orgel og upplestur úr Jobs-
bók.
Selma Guðmundsdóttir pí-
anóleikari heldur tónleika á vegum
Tónlistarskóla Akraness í Vlna-
minni á Akranesl á laugardag kl.
15. Á efnisskrá eru verk eftir Jón
Leifs, Pál isólfsson, Franz Liszt,
Fredric Chopin og Leos Janacek.
Mánudaginn 30. mars mun Selma
flytja sömu efnisskrá ÍTónllstar-
skólanum í Keflavík.
Heiti Potturinn nefnistný-
stofnaður jassklúbbur, sem opinn
er í Duus-húsi við Fischersund á
hverju sunnudagskvöldi, þar sem
leikin verður lifandi jass-tónlist.
Dansk-íslenskur jass.
Danski trompetleikarinn Jens
Wlnther, sem er sólóisti í þekktustu
stórsveit Evrópu, Radioens Big
Band, mun ásamt þeim Eyþóri
Gunnarssyni píanóleikara, Tóm-
asl R. Einarssyni kontrabassa-
leikara og Gunnlaugi Briem
trommuleikara halda tónleika í
Heita pottinum í Duus-húsi við Fisc-
hersund á mánudag kl. 21.30. Jens
Winther hefur leikið með fjölmörg-
um hljómsveitum, og síðustu árin
hefur hann verið með eigin kvintett,
sem hlaut 2. verðlaun í keppni al-
þjóöajass-sambandsins.
Menningarmiðstöðin í
Gerðubergi heldurtónleikaá
sunnudag kl. 15. Sr. Gunnar
Björnsson mun þá flytja svítu fyrir
einleiksselló eftir J. S.Bach. Ág-
ústa Ágústsdóttlr sópransöng-
kona syngur Fimm söngva eftir Ric-
hard Wagner við Ijóð eftir Mathilde
Wesendonk og undirleik Vllhelm-
fnu Ólafsdóttur píanóleikara. Þá
flytja þau einnig Tvo söngva fyrir
altrödd og lágfiðlu eftir Jóhannes
Brahms.
Guðni Franzson klarínettu-
leikari og Þorstelnn Gauti Slg-
urðsson píanóleikari haldatón-
leika í Norræna húslnu á þriðjudag
kl. 20.30. Fluttverðaeinleiksverek
fyrir klarinettu eftir ítalska tón-
skáldið Luciano Berio, Ingvar Lid-
holm frá Svíþjóð og Hollendinginn
Rudolf Escher, en þeir eru allir
meðal virtustu tónskálda samtím-
ans. Þá verðurflutt verkið Premiére
Rhapsodie eftir Debussy og Són-
ataop. 120nr. 1 fyrirklarinettuog
píanó eftir Jóhannes Brahms.
HITT OG ÞETTA
Átthagasamtök Héraðs-
manna halda kaffiboðfyriraldr-
aða Héraðsmenn í Furugerði 1 kl.
14 á laugardag. Félagsvist. Ná-
grannatríóið syngur með gítarundir-
leik.
Hana nú. Vikuleg laugar-
dagsganga frá Digranesvegi 12 kl.
10. Samvera, súrefni, hreyfing, vor-
ið nálgast óðum. Allir velkomnir.
Styrktarfélag vangefinnaheld-
ur aðalf und sinn 7Bjarkarási á laug-
ardag kl 14. Venjuleg aðalfundar-
störf.
Kvikmyndasýningar MÍR.
Á sunnudag verður sovéska kvik-
myndin „Mimino“ sýnd í bíósaln-
um að Vatnsstíg 10. Myndin er frá
1977, leikstjóri Georgí Danelía,
einn kunnasti leikstjóri Sovétríkj-
anna.
„Hvernig skilgreina norrænir
karlmenn sjálfa sig?“ Ingibjörg
Hafstað mun svara þessari áleitnu
og spennandi spurningu í laugar-
dagskaffi Kvennalistans á hótel Vík
á laugardag kl. 14. Allir velkomnir.
Námsstefna um sifjaspell
verður haldin á Árnagarði, stofu
301 á laugardag kl. 14 á vegum
nema í félagsráðgjöf við Háskóla
íslands. Frummælendur verða Inga
Huld Hákonardóttir, séra Ólaf Odd
Jónsson, Högni Óskarsson geðl-
æknir og Guðrún Jónsdóttir fél-
agsráðgjafi.
Flugfélagið
ERNIR
ÍSAFIRÐI
Áætlun frá
ísafirði til:
Suðureyrar
Flateyrar
Ingjaldssands
Þingeyrar
Bíldudals
Patreksfjarðar.
Til Reykjanes
og annarra staða
í Isafjarðardjúpi
eftir þörfum.
Bílaleiga í
Reykjavík og
á (safirði
Útvegum einnig bíla á alla
staði sem flugfélagið hefur
flugáætlun til, með dags
fyrirvara.
Leigu-, fragt og sjúkraflug.
Sími 94-4200
Tónlistarhátíð
ungra einleikara
á Norðurlöndum
verður haldin í Reykjavík 23.-30. okt. 1988. Há-
tíðin er haldin á vegum Tónlistarháskólaráðs
Norðurlanda.
íslenskum einleikurum, einsöngvurum og sam-
leiksflokkum gefst kostur á að taka þátt í hátíð-
inni.
Samnorræn nefnd velur endanlega úr umsókn-
um, en forval fer áður fram í hverju landi fyrir sig.
Þátttakendur mega ekki vera yfir þrítugt (söngv-
arar 35 ára).
Umsóknarfrestur er til 1. júní 1987.
Umsóknareyðublöð verða afhent og allar nánari
upplýsingar gefnar í Tónlistarskólanum í Reykja-
vík.
Auglýsið í Þjóðviljanum
Föstudagur 27. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17