Þjóðviljinn - 16.04.1987, Blaðsíða 4
Árni Björnsson er löngu orðinn
helsturfræðimaðuríslenskurum
hátíðir og merkisdaga ýmsa og
eru góðkunnar bækur hans um
Jól á íslandi, Sögu daganna,
Merkisdaga á mannsævinni og
um Þorrablót á íslandi, sem kom
út í fyrra. Þessa daga er verið að
ganga f rá nýrri bók Árna í prent-
smiðju, og heitir hún Hræranleg-
ar hátíðir og fjallar um þá kristi-
legu hátíðisdaga þegar minnst er
pínu Krists, upprisu og himnaför,
en þessir dagar miðast við tungl-
árið og eiga sér því ekki fastan
stað á almanakinu. í bókinni er
fyrstfjallað um ærslatímann í
upphafi föstu, bolludag, sprengi-
dag og öskudag, þá dymbilvik-
una með pálmadegi, skírdegi og
langafrjádegi, og síðan upprisu-
hátíðina, gangdaga, himnaför,
hvítasunnu og þrenningarhátíð.
Við grípum hér með höfundar-
leyfi niður í bókarkaflann um dag-
inn í dag, skírdaginn. Bókin
Hræranlegar hátíðir er gefin út af
Bókaklúbbi Arnarog örlygs.
HRÆRANLEGAR
HÁTÍÐIR
Við fótaþvott skal fyrst syngja
guðspjall Ante diem
Fimmtudagurinn í efstu viku,
sá sem við nefnum skírdag, var
fyrsti dagur hinnar fornu páska-
hátíðar Gyðinga árið sem Jesús
Kristur var krossfestur, eftir því
sem segir í guðspjöllum:
Nú nálgast hátíðin ósýrðu
brauðanna, sem páskar heita.
Á fyrsta hátíðardegi ó-
' sýrðu brauða, á hverjum páska-
lambinu átti að slátra, spurðu
lærisveinar Jesú hann um, hvar
hann vildi þeir matreiddu honum
páskalambið.
Lærisveinarnir gjörðu sem hann
bauð þeim og efnuðu þar til
páskaveizlu.
í kristindómi er dagurinn því í
fyrsta lagi haldinn til minningar
um hina heilögu og síðustu kvöld-
máltíð og er af þeim sökum oft
nefndur á latínu Coena Domini
eða fullu nafni feria V in Coena
Domini. Þessi minning sést
glöggt í Litlu Jóns sögu postula og
guðspjallamanns:
Göfugliga skein á skírdagskveld
virðingarhæð og verðleikur sæls
Johannis með þremur forvænum
frumtignum. Sú fremst og fyrst,
er hann hvfldist yfir sjálft himna-
kóngsins brjóst undir borðinu.
Við þá máltíð tók Jesús bikar-
inn, gjörði þakkir og mælti:
Þessi kaleikur er hinn nýi sátt-
máli í mínu blóði, sem fyrir yður
er útheilt.
Af þessum orðum er runnið
andstefið „Mandatum novum do
vobis“ (Ég gef yður nýtt umboð,
fyrirmæli), sem sungið var í
minningu þessa atviks. Af því er
dregið annað heiti dagsins á lat-
ínu, dies mandati, sem á ensku
hefur breyst í Maundy Thursday.
Eftir að dýridagur varð á 14.
öld sérstök hátíð líkama og blóðs
Krists, fékk önnur minning skír-
dags enn meira vægi en áður, sú
að á þeim degi þó Jesús fætur
lærisveinanna. Heitið dies mand-
ati ásamt söngnum færðist því
smám saman yfir á þessa athöfn.
Eftirlíking hennar er reyndar
kunn í sumum klausturreglum
a.m.k. frá því á 7. öld, og páfa-
stóllinn innleiddi helgisiðinn eigi
síðar en á 12. öld. Af þeim sökum
tóku bæði kirkjuhöfðingjar og
kristnir þjóðhöfðingjar upp þann
sið að þvo fætur undirmanna
sinna ellegar 12 ölmusumanna á
þessum degi, og hafa sumir hald-
ið því fram á síðustu tíma. Eitt
heiti dagsins á latínu lýtur
beinlínis að þessu, dies pedilavii.
Að sjálfsögðu voru beininga-
mennirnir settir í þrifabað hjá
starfsfólki, áður en þeir voru
leiddir fyrir ábóta eða fursta, sem
smurðu fætur þeirra olíu. Þessa
sér ofurlítinn íslenskan stað í 15.
aldar orðubrotinu þar sem eitt
minnisatriðið á skírdag hljóðar
svo:
Við fóta þvott skal fyrst syngja
guðspjall Ante diem og hafa ljós
og reykelsi. Kveldsöngur með
þeim hætti sem dagtíðir.
Þvottur altarisins (abluvio alt-
aris) tengdist líka skírdagsmessu,
því að eftir vígslu náðarmeðal-
anna voru þau flutt með viðhöfn
af altarinu inn í skrúðhúsið og
geymd þar fram á páskamorgun.
Einnig var dúkurinn tekinn af alt-
arinu (denudatio altaris) og
hvorttveggja hreinsað fyrir
páskahátíðina. Þessi athöfn átti
sér því einkar hagnýtar frum-
ástæður, þótt öllu væri gefin
táknræn merking í túlkun helgi-
siðanna. Á þetta er einnig minnst
í orðubrotinu frá Gufudal, þar
sem prestur er minntur á, hvað
gera skuli að lokinni messu á
skírdag.
Eftir þetta þvoi prestur altari sitt,
þar sem krismað er, með víni og
vatni og syngi fyrst Responsori-
um.
Vígsla olíu og smyrsla (con-
secratio crismatis) varð einnig frá
5. öld fastur liður í dómkirkjum á
þessum degi. Loks voru trúnem-
ar (katechumene) á fyrstu öldum
kirkjunnar teknir í samfélag
kristinna á skírdegi öðrum
dögum fremur. Að því lýtur enn
eitt nafn hans, dies competentium
(aðlögunardagur).
í minningu alls þessa varð dag-
urinn brátt sérstakur aflátsdagur
iðrandi syndara, og eru dæmi um
slíka athöfn allar götur frá dögum
Innocentíusar páfa 1. á 5. öld.
Hann var lengi vel síðasti dagur
langaföstu, og þá voru þeir ein-
mitt leystir úr banni, sem fengið
höfðu iðrunarklæði í upphafi
föstunnar, á öskudag, og töldust
nú hafa fengið sanna iðran. Þessu
aflausnarhlutverki hélt dagurinn,
þó að honum væri kringum 800
hnikað til frá lokum langaföstu til
að vera hluti „heilagrar þrídæg-
ru“.
Að þessu inntaki dagsins lúta
latnesku heitin dies indulgeniae
og dies absolutionis (aflausnar-
dagur), á frönsku jeudi absolu og
dies viridium (dagur hinna
grænu, fersku). Með síð-
astnefnda heitinu mun átt við, að
hinir endurleystu yrðu sem ný-
laufguð tré í kirkju Krists með
vísun til orða hans um hið visnaða
og hið græna tréð. Á þýsku var
þetta heiti hinsvegar þýtt bók-
staflega sem Griindonnerstag.
Að þessu aflausnar- hreinsun-
ar- og endurnýjunarhlutverki
virðast gömlu norrænu orðin
lúta: skírdagur, skíriþórsdagur,
og enska orðið Sheer Thursday,
en það er til skráð sem shereðurs-
dai um 1200. Átt er við hreinsun
og endurnýjun sálarinnar, þar
sem lo. skírr merkir hreinn og so.
skíra að hreinsa, sem er hinn
upphaflegi tilgangur þess að skíra
barn, um leið og þvf var gefið
nafn. Guðmundur Andrésson
þýðir nafn skfrdags á latínu sem
dies lustricus (hreinsunardagur),
en það var reyndar notað um
skírnardag barna á því máli.
Nafnið skírdagur kemur fyrir í
einu elsta handriti fslensku, sem
talið er frá því um 1200 og er ætíð
langalgengasta nafn dagsins í ís-
lensku. Það kemur jafnt fyrir í
messuskýringum, tikskipunum
biskupa, lögbókum, rímtölum,
annálum, samtíðarsögum, ís-
lendingasögum og dýrlinga-
sögum.
Orðið skírdagur finnst hins-
vegar ekki fyrr en um 1300 og þá í
norskum lögum og bréfum. Það
er reyndar fremur sjaldgæft í ís-
lenskum handritum. Þó kemur
skírþórsaftann fyrir í handriti af
Karlamagnús sögu frá því um
1400, þar sem segir frá því að
patríarki nokkur gaf Karlamagn-
úsi meðal margra helgra dóma
Jesú Krists
kníf og disk þann er hann hafði
skíriþórsaptan, þá er hann mat-
aðist með postulum sínum.
í Hákonar sögu Hákonarsonar
í Flateyjarbók og Fríssbók segir
einnig á einum stað:
Var þá blásið til þings skíriþórs-
dag út í Kristskirkjugarði.
Athugandi er, eins og áður
sagði, að hér er um að ræða efni
sérstaklega skrifað handa norsk-
um lesendum. í Skálholtsbók
yngstu frá 15. öld segir hinsvegar
á sama stað, að blásið var til þings
skírdag.
Enda þótti myndin skírdagur
finnist í eldra handriti, gæti hún
verið stytting úr skíriþórsdagur. í
því sambandi verður óhjákvæmi-
lega hugsað til breytinga á
nöfnum vikudaganna, sem lík-
lega verða hérlendis á 12. öld og
eru eignaðar Jóni Hólabiskupi
helga í báðum prentuðum gerð-
um sögu hans:
Hann bannaði og alla hindur-
vitni, þá er fornir menn höfðu
tekið af tunglkomum eða dægr-
um, eða eigna daga heiðnum
mönnum eða guðum, sem er að
kalla Óðins dag eða Þórs, og alla
þá hluti aðra, er honum þóttu af
illum rótum rísa.
Samkvæmt þessu átti Þórsdag-
ur að breytast í fimmtudag, og því
hefði atkvæðið „þórs“ átt að falla
niður úr „skíriþórsdagur“, án
þess þó að orðið breyttist í „skíra-
fimmtudag“.
Ekki þarf þó endilega að kenna
Jóni biskupi Ögmundarsyni um
þetta né heldur þakka honum. í
gamalli sænsku og dönsku eru
myndirnar skárdagher og
skcerdag ekki síður en skiárþors-
daher og skœrtorsdag. Varla hef-
ur bann Jóns biskups náð alla leið
þangað, þótt máttugur væri. Og
=1G
Björnsbakarí j
Vallarstrcati 4.
Slmi 153.
Páskaeggin
eru þegar tilbúin.
Sjáið útstilHngunai I gluggunum I dag.
Oöýr, en smekkleg vinargjöf.
* ) Egg
Lfrá kr. 0,20 til kr. 7,00. .
M a r c i p a n
Súklculað
1
I
0
i
1
Páskaeggjasiður barst til Islands um 1920. Þetta er fyrsta páskaeggjaauglýs-
ingin sem vitað er um, í Morgunblaðinu 2. apríl 1922, og ákveðni greinirinn
bendir til að varan hafi ekki verið ókunn.
4 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN PÁSKAR 1987