Þjóðviljinn - 16.04.1987, Blaðsíða 10
Leda og svanurinn. Grísk
höggmynd úr marmara frá því
um 370 f.kr. Myndin er talin
eftirlíking glataðrar brons-
myndar eftir gríska mynd-
höggvarann Timoteo og til-
heyrir meistaraverkum grískr-
ar höggmyndalistar f rá þess-
umtíma.
10 SfÐA -
Leonardo: Skissur að hár-
greiðslunni á Ledu. Leonardo
vann hvert smáatriði í mynd-
um sínum í mörgum skissum
áður en hann tók til við mál-
verkið. Ekki er vitað hvaða
hugmyndláaðbaki skissu
Leonardos af gamalli konu
með hárgreiðslu Ledu, en
myndlistin var fyrir Leonardo
rannsókn á umhverfinu og
mannlegri náttúru, og þar lét
hann sér ekkert heilagt.
Leda og svanurinn í flúrinu á
bronshurðum Péturskirkjunn-
ar í Róm, en bronshurð þessi
er steyþt 1433-45. Goðsögnin
um Ledu og svaninn tilheyrði
kirkjulistinni á endurreisnar-
tímanum sem hluti af hinum
rómverska menningararfi.
Það er ekki síst fróðlegt að bera
saman þessa mynd af Ledu, og
marmaramyndina af Nóttinni,
sem Michaelangelo gerði yfir
gröf Giuliano di Medici í Medici-
kapellunni í Flórens. Sú högg-
mynd er ein af fjórum sem Mic-
haelangelo gerði yfir grafir þeirra
Giuliano og Lorenzo di Medici.
Þær sýna allar mannverur, sem
eiga að tákna dag og nótt, dag-
renningu og sólsetur. í heild
mynda þessar höggmyndir lík-
ingu við þá hringrás tímans sem
lífið er undirorpið. Það athyglis-
verða í þessu sambandi er hins
vegar sú sláandi líking sem er á
milli myndarinnar af Ledu og
höggmyndarinnar af Nóttinni, en
það gefur okkur jafnframt vís-
bendingu um skilning Michael-
angelos á goðsögninni um Ledu.
Eros og Thanatos
Getnaður Ledu er að því leyti
sambærilegur við getnað Maríu
Guðsmóður, að þar sameinast
guðdómleg vera mannlegu holdi.
Margt er þó á huldu um getnað
þennan og hin dularfullu egg, en
samkvæmt algengu afbrigði goð-
sagnarinnar var Leda gyðjan
Nemesis holdi klædd. Nemesis
var dóttir Næturinnar og systir
Svefnsins (Hypnosis) og
Dauðans (Thanatos). Hún var
jafnframt tákn og boðberi hinnar
réttlátu reiði guðanna, sem
beindist gegn öllum þeim sem
ekki virtu lögmál náttúrunnar og
gættu hófs í hvívetna.
Seifur, sem var æðstur guð-
anna, lagði girndarhug til Nemes-
is, og hann hótaði Nóttinni að
steypa henni í hafið ef hún léti
ekki af því að fela dóttur sína fy rir
sér. Nemesis lagði þá á flótta
undan Seifi, en hann sagðist vilja
geta með henni guði, sem færa
myndu heiminum „fegurð og
reglu og enduróm þeirra í orðum
og tónlist“. Á flóttanum tók
Nemesis á sig mynd fisks í sjó og
dýrs á landi og að lokum tókst
Seifi að finna hana í líki Ledu á
árbakkanum. f atlotum þeirra
sameinast himinn og jörð, ljós og
myrkur, himneskur andi og jarð-
neskur líkami. Af þessari myst-
ísku sameiningu urðu eggin til
með tvíburunum sem táknuðu
bróðurkærleikann og stríðið.
Goðsagan af Ledu og svanin-
um gefur vissulega tilefni til þess
að líkja henni við nóttina, enda
segja fræðimenn að sú samlíking
hafi verið algeng meðal Róm-
verja. En Leda var ekki bara
dóttir Næturinnar, hún, - eða
Nemesis - var líka systir Thanat-
osar eða Dauðans og Hypnosis
eða Dásvefnsins. Svanurinn er
hins vegar í sögu þessari boðberi
ástleitni og sköpunar eins og
Eros. ísmeygilegur svanshálsinn
verður í ástleitni sinni að reður-
tákni. En Eros var hvortveggja í
senn tvíburabróðir og andstæða
Thanatosar eða Dauðans. Svo
virðist sem Michaelangelo hafi
haft þetta í huga þegar hann gerði
myndina af Ledu og höggmynd-
ina af Nóttinni.
Leda Leonardos
Þegar mynd Leonardos er bor-
in saman við mynd Michaelangel-
os sjáum við í fyrsta lagi muninn á
þeirri heiðríkju endurreisnarinn-
ar, sem einkenndi Leonardo og
lærisveina hans annars vegar og
hins vegar þann ástríðuþrungna
tjáningarmáta, sem oft einkenndi
Michaelangelo og varð til þess að
hann sprengdi myndmál endur-
reisnarinnar og ruddi braut fyrir
mannerisma og barokk. í öðru
lagi eru áhersluatriðin í mynd Le-
onardos gjörólík.
Leda er hér ímynd kvenlegrar
fegurðar og minnir í engu á nótt-
ina. Og þótt hún fari mjúkum
höndum um ástleitinn háls svans-
ins og haldi á jasmínvendi í vinstri
hendi eins og til að ítreka ástar-
hug sinn, þá horfir andlitið frá
svaninum með því hæverska og
tvíræða Mona Lisu brosi, sem Le-
onardo er svo frægur fyrir, og
hvort sem það er af blygðun yfir
nekt sinni eða öðru, þá beinir hún
bljúgu augnaráði sínu að ávöxt-
um ástarinnar en ekki elskhugan-
um. Svanurinn hjá Leonardo er
hins vegar dökkur eins og nóttin,
sem leggur væng sinn utan um
ástina sína þar sem hver fjöður er
þanin af ástleitni. Tvíburarnir
leika sér í grasinu, og öll er þessi
ástarstund sviðsett í dæmigerðu
Leonardo-landslagi með blóm-
gróðri þar sem hver jurt er ná-
kvæmlega máluð - og hefur vafa-
laust sína táknrænu merkingu -
og dökkur forgrunnur klettanna
eykur á dýpt myndarinnar yfir
vatnið, hæðirnar og blámóðu
fjallanna í fjarska.
Leonardo er að því Ieyti til nær
goðsögninni, að hann gerir Ledu
að ímynd kvenlegrar fegurðar.
En hvers vegna hann gerir Ledu
bjarta en svaninn dökkan er ekki
ljóst. Um það eru hins vegar til
tvær tilgátur: annars vegar að
myndin sé gerð fyrir voldugan
höfðingja í Mflanó, sem hét Lúð-
vík Mári, í tilefni brúðkaups hans
- og svanurinn eigi þá að vera
hinn dökki mári. Hin skýringin,
sem er kannski langsóttari, er sú
að Seifur hafi í mynd Leonardo
íklæðst svörtu svansgervi til þess
að komast óhultari að Ledu/
Nóttinni.
Hitt er líka ljóst, að birtan yfir
Ledu hjá Leonardo á sér einnig
þá forsendu að viss hliðstæða er á
milli Ledu og Maríu Guðsmóður,
og því ekki óeðlilegt að hafa hana
bjarta og fagra. En það er líka
áhugavert að skoða lýsingu þess-
ara meistara málaralistarinnar á
þessum kynngimagnaða ástar-
fundi í ljósi þess að báðir höfðu
málararnir takmarkaða hneigð til
kvenna og höfðu ekki mikla
reynslu af kvennaástum. En það
breytir ekki því að skilningur
þeirra og túlkun eru jafn ólík og
raun ber vitni.