Þjóðviljinn - 16.04.1987, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 16.04.1987, Blaðsíða 18
Með páskabros á vör Páskafríið, lengsta frí vetrarins, er að byrja. Það erjafnfrmtfyrstafríið okkarsíðan um jól og í kjölfar þess koma dagar eins og sumardagurinn fyrsti, verkalýðsdagurinn, fyrsti maí og fleiri slík- ir sem við getum hlakkaðtil. Áður voru páskarnir fjölskylduhátíð líkt og jólin. Fjölskyldan kom saman við veisluborð og gjarnan varfariðti! kirkju. Við könnuðum iítillega hvort þessir siðir okkar íslendinga hefðu breyst með nýjum tímum og spurðum fólk að því hvað það ætlaði að gera í páskafríinu. Svör þess fara hér á eftir. Gleðilegapáska! Helena Jónsdóttir og Hrafnkell Tulini- us. Á skíði Þau eru aö koma úr sund- lauginni í Breiðholti. Hún heitir Helena Jónsdóttir, 22 ára frá Vestmannaeyjum og vinnur sem tölvari hjá Krabba- meinsfélaginu. Hann heitir Hrafnkell Tulinius, 23 ára frá Ak- ureyri og vinnur við rannsóknarstörf hjá Málun hf. Þau hafa búið í Reykjavík í 3 ár og finnst það ágætt en stundum erilsamt. „Fara á skíði,“ svara þau sam- tímis. „Við vorum að koma úr Bláfjöllum í dag. Við förum á skfði hvenær sem við getum,“ segir Hrafnkell. „Um páskana förum við annaðhvort í Bláfjöll eða norður á Akureyri. Það er ekki alveg ákveðið." Á.M.E. Guðmundur Snorrason Róast með aldrinum Guðmundur Snorrason fulltrúi á Keflavíkurflugvelli: „Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að gera við tímann í fríinu. Maður hefur róast svo með aldrinum. Áður var ég mikið í félagsmálum og þá liðu engir páskar svo að ekki væri farið í ferðir yfir páskahelgina, t.d. í Þórsmörk. Núorðið held ég páskana oftast hátíðlega með því að kaupa páskaegg fyrir systkinabörnin og skrepp a.m.k. til Hveragerðis frekar en að gera ekki neitt.“ SM Ég œtla að telja kindurnar Mæðginin Emilía 29 ára og Eyvindur 5 ára voru á Laugaveg- inum á leið í Þjóðleikhúsið að kaupa miða á Rympu á rusla- haugnum. „Við ætlum til Lilju ömmu í Vestmannaeyjum um páskana,” sagði Eyvindur. „Við fljúgum á miðvikudag fyrir páska,” sagði Emilía. „Og ég hef mörgum sinnum komið í flugvéi áður, mér finnst það ægi- lega gaman og ég er ekkert hræddur,” heyrðist í Eyvindi litla. Hvers vegna til Eyja? „Svo ég geti fengið páskagjöf- ina mína. Svo ætlum við í ferm- ingarveislu til frænda okkar. Mér finnst líka svo gaman að fara upp á fjöll með afa Gylfa og ég ætla að telja kindurnar hans og ég á al- vöru kíki og ætla að fara með hann og skoða kindurnar með honum. Og svo ætla ég líka að skoða fuglana í fjallinu.” En Emilía svarar: „Ég ætla að láta stjana við mig, mér finnst það svo gott. Frí eru aldrei nógu löng fyrir mig.” E.K. Emilía og Eyvindur Á alveg œðislegum aldri SofTía Óskarsdóttir er á „alveg æðislegum aldri” eins og hún orð- aði það, eða 53 ára og vinnur við verslunarstörf. „Ef maðurinn minn fær frí ætlum við í sumar- bústaðinn okkar í Grímsnesinu og vera þar. Þetta verður 5 daga frí og ég vona bara að veðrið verði gott. Við förum á okkar eigin bíl og tökum litla voffann okkar með. Svo koma alltaf gest- ir - um síðustu páska vorum við með fullt af gestum. Þetta er ansi gaman, alltaf góður andi.” Soffía ætlar að láta sér líða vel, slappa af og eins og hún sagði: „klippa trén mín, kíkja ofan í jörðina og athuga hvort ekki sé hægt að fara að setja lauka í potta og undirbúa fyrir sumarið. Það er alveg dásamlegt að vera þarna í Grímsnesinu í góðu veðri og ég fer alltaf ef ég kemst, það er svo gott að vera laus við ysinn og þy- sinn í bænum.” E.K. Soffía Óskarsdóttir Auðvitað borða póskaegg „Ég veit ekki hvað ég ætla að gera,“ sagði Gunnar Már Krist- jánsson 5 ára Vestmannaeyingur, leika mér við Hauk vin minn. Ég fer til Akureyrar um páskana - heimsækja fullt af frændum og frænkum á Akureyri og ömmu mína. Ég fer í fermingarveislu hjá Hjedda frænda mínum. Ég hef oft farið til Akureyrar. Ég fer á þotu ef það verður snjór, borða svo auðvitað páskaegg og nammi. Ég á fimm fótbolta en gleymdi þeim öllum heima. Haukur vinur minn segir að Jesús hafi verið krossfestur á páskun- um. ÁS Gunnar Már Kristjánsson Gönguferðir kringum Rauðavatn Hárgreiðslustofan var tóm, viðskiptavinir dagsins allir famir til síns heima. Bára Kemp hár- greiðslumeistari settist í einn stó- linn og slakaði á eftir erilsaman dag. „Ég ætla að slappa af og hvíla lúin bein. Tíminn fyrir páska er mjög erfiður vegna ferminganna. Ég bý nærri Rauðavatni. Þar er kjörið svæði til langra göngu- ferða. Ég stefni að því að ganga mikið um páskana. Einnig hjól- um við mikið, sonur minn og ég, við njótum okkar svo sannarlega úti í náttúrunni." Bára sagðist einnig stunda Bára Kemp. skíði en ekki ætla í fjöllin um þessa páska. Hún vill vera í betra formi til skíðaiðkana. „Páskarnir hjá okkur líða yfir- leitt í kyrrð og ró. Við borðum góðan mat hittum vini og kunn- ingja sem óneitanlega em van- ræktir vegna tímaskorts." Fiskimennska er mínar œr og kýr Karl Leví Jóhannesson lífeyris- þegi og trillukarl: „Ætli maður geri nokkuð ann- að en dunda í bátnum, já og gjóa augunum á sjónvarp og í blöðin.“ Báturinn, Helga Péturs, stóð á þurru fyrir neðan Slippinn í Reykjavík og við hann var Karl Leví að nostra. Helga er smíðuð af Karli Leví og syni hans og hún var tekin í notkun 1980. „Maður átti báta í gamla daga fyrir vestan. Ég var á togurum á stríðsámnum og síðan á sfldar- bátunum meðan þeir voru og hétu en mig vantaði réttindi. I þrettán ár var ég hjá Garða- Héðni. Fiskimennskan er mínar ær og kýr - maður er fæddur með þess- um ósköpum. Báturinn fer á flot fyrir páskana. Nei, ég veiði ekki um páskana, skömmtunarstjór- inn, Halldór Ásgrímsson bannar það. Já, það er meiningin í sumar að vera við þetta ef heilsan leyfir. Þetta er heilsusamlegt. Ég fer á færi, það er enginn fiskur í net svo maður fer ekki á þau. Nei ég er ekkert að þenja mig til annarra Ianda, Mallorkapeningarnir mín- ir liggja í bátnum. Allur minn frí- tími hefur farið í bátinn.“ Karl Leví Jóhannesson ellilífeyrisþegi og trillukarl. Magnús Sigurðsson verkfræðingur hjá IBM. Förum ó gönguskíði Magnús Sigurðsson verkfræð- ingur hjá IBM: „Ef ég geri eitthvað sérstakt þá fer ég upp í fjöllin á gönguskíði. Við emm með ungabarn og ger- um eitthvað sem hentar okkur öllum.“ Magnús var á ferð í Heiðmörk- inni fyrsta daginn eftir langt kuldakast og rok í byrjun aprfl. Hann var að viðra tvo hunda, 12 ára gamlan Labrador og 6 ára Golden Retriever. „Eftir vinnuna við skrifborðið er gott að eiga gönguferð í vænd- um með hundana. Þá verður að viðra minnst klukkutíma á dag. Það kostar vinnu að hafa hund. Yngri hundurinn, Bangsa, á ég sjálfur og hann kemur með í skíðaferðimar. „Bangsinn" fylgir okkur fast eftir en stundum fer hann styttri rannsóknarferðir út fyrir brautina. En það er ekki vandamál að fá gæslu fyrir hann ef við fömm eitthvað að heiman, t.d. í sumarfríum. Þetta er svo gott grey.“ Pétur Ágúst. Guð býr í fjöllunum Pétur Ágúst 4ra ára, hitti ég á Austurvelli. Hvað em páskar? „Það em bara nokkrir dagar.“ Áf hverju eru páskar? „Af því ég á afmæli, nei Jesú- barnið á afmæli þá.“ Er Jesúbarnið til? „Það er til.“ Hvar á það heima? „Hjá Guði.“ Hvar á hann heima? „í fjöllunum." Hvað ætlar þú að gera um pá- skana? „Ég ætla að fá mér páskaegg.“ K.M.S. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN PÁSKAR 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.