Þjóðviljinn - 23.04.1987, Page 4
LEIDARI
Aðeins einn valkostur til vinstrí!
Kosningabarátta hefur að líkindum aldrei fyrr verið
háð á jafn innihaldslausum grunni og fyrir kosning-
arnar á laugardaginn.
Það er ekki lengur spurt um málefni, - heldur
menn.
Það er ekki lengur spurt um innihald, - heldur
umbúðir.
Kosningabaráttan hefureinkennst af fánýtum per-
sónulegum átökum valdagírugraforingja, þeirra Þor-
steins Pálssonar og Alberts Guðmundssonar. Ág-
reiningur þeirra hefur ekki snúist um hvaða stefna er
best fýrir fólkið - heldur hvernig þeir geti náð sem
mestum völdum.
En jafnframt hefur baráttan snúist um hvaða flokk-
ur getur búið til fallegustu og dýrustu auglýsingarnar,
- til að birta í blöðum og sjónvarpi.
Þegar kosningabarátta er rekin á þessum nótum
fer árangurinn ekki eftir því, hverjir hafa besta stefnu,
heldur hverjir geta auglýst mest. Þarmeð hljóta flokk-
ar á borð við Alþýðubandalagið að fara halloka, því
þeir hafaeinfaldlega ekki roð við hinum flokkunumr
sem eru fjármagnaðir af fyrirtækjumog auðhringj-
um.
Vegna þessa hefur rödd Alþýðubandalagsins ekki
náð sem skyldi til fólksins, og nú blasir við, að flokk-
urinn kann að tapa fylgi í kosningunum á laugardag-
inn. Um leið verður styrkur vinstri vængsins á Alþingi
minni, - því í dag er enginn vinstri flokkur nema
Alþýðubandalagið.
Það er athygli vert, að í kosningabaráttunni hefur
stjórnarflokkunum ekki þótt taka því að leggja
áherslu á stefnuatriði. Þeir kjósa þess í stað sjón- '
varpsauglýsingar sem Sambandið og fyrirtækin
borga, og þiggja í staðinn pólitíska greiða.
Alþýðubandalagið hefur hins vegar lagt fram ske-
legga og skýra stefnu:
Flokkurinn telur að þjóðarhætta felist í því að
byggja upp halla á ríkissjóði af þeirri stærðargráðu,
sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa nú efnt
til. Afleiðingin geti einungis orðið verðbólgusprengja
þegar líður á árið.
Þessvegna vill Alþýðubandalagið auka tekjur
ríkisins með því að skattleggja stóreignir og miklar
vaxtatekjur, leggja skatt á brúttóhagnað fyrirtækj-
anna og stórfækka frádráttarliðunum sem þau njóta
til að fela hagnað.
Þetta fjármagn vill flokkurinn líka nota til að gefa
launafólki kost á skattlausum tekjum upp að 50 þús-
und krónum á mánuði, til að leiðrétta misgengi lána
og launa árin 1983 og 1984, sem ennþá veldur
mörgum ungum húsbyggjendum gífurlegum vand-
ræðum.
Alþýðubandalagið vill hefja nýja sókn í atvinnulífi
þjóðarinnar til að vinna gegn þeirri stöðnun sem er
að verða undir núverandi ríkisstjórn. Burðarásar
þeirrar sóknar eiga að verða efling smáfyrirtækja,
framfarasókn og gagnger nýsköpun í sjávarútvegi,
ásamt stóreflingu nýrra atvinnugreina á borð við
fiskeldi, líftækni og hugbúnaðarframleiðslu.
Alþýðubandalagi vill utanríkisstefnu í anda friðar,
þar sem lögð er sérstök áhersla á aðild íslands að
kjarnorkuvopnalausum Norðurlöndum. Hluti slíkrar
utanríkisstefnu er virkur stuðningur þjóðarinnar á
alþjóðavettvangi við bann á allar tilraunir með kjarn-
orkuvopn, oa andstaða við alla frekari hernaðarupp-
byggingu álslandi.
Alþýðubandalagið vill líka setja umhverfisvernd í
öndvegi. Það vill að reglulegar mælingar verði þegar
í stað hafnar á mengun sjávar, vill baráttu gegn
kjarnorkuvá á hafinu og virka löggjöf gegn mengun.
Alþýðubandalagið vill breytta og bætta starfshætti
verkalýðshreyfingarinnar og verulega hækkun
lægstu launa. Það telur þjóðarsmán að ætla fólki að
lifa af 26,500 krónum og á það hafa frambjóðendur
flokksins enga dul dregið. Lágmarkslaun þurfa að
verða á milli 35 og 45 þúsund krónur og góðærinu á
að verja til að greiða slík laun.
Alþýðubandalagið vill stórefla hlut kvenna, og tel-
ur að sérstaka áherslu beri að leggja á endurmat á
störfum kvenna. Það vill meira jafnrétti, og hefur því
beitt sérfyrir því auknum áhrifum kvenna innan eigin
raða.
Alþýðubandalagið vill öfluga byggðastefnu, þar
sem sjálfstjórn héraða er aukin og fjárhagsstaða
sveitarfélaganna bætt frá því sem er. Flokkurinn
leggst líka gegn þeirri handahófskenndu grisjun’
byggða sem stjórnarflokkarnir standa fyrir, og leggur
til langtímastefnu í landbúnaðarmálum.
Alþýðubandalagið vill opinn háskóla, endur-
menntun og fullorðinsfræðslu og hyggst beita öllu
afli sínu til að verjast atlögunum að lánasjóði náms-
manna, sem nú eru framundan.
Það vill að fjölskyldumál fái forgang, - og hefur
barist fyrir eins árs fæðingarorlofi í áföngum. Fulltrú-
ar þess hafa lagt til skólamáltíðir og samfelldan
skóladag, og hvarvetna haft velferð fjölskyldunnar
að leiðarljósi.
í stuttu máli: Alþýðubandalagið leggurtil skelegga
vinstri stefnu. Það er eini valkosturinn til vinstri í
þessum kosningum, og vilji menn efla sterkan vinstri
flokk á þingi verða þeir að safna liði fyrir Alþýðu-
bandalagið.
En það eru aðeins 48 stundir til stefnu!
-ÖS
KIIPPT OG SKORID
Kvennalistinn
Rakalaus þvættingur
að við séum til vinstri
Sigríður Dúna á kosningafundi Bylgjunnar: Pólitik Kvennalistans hvorki
tilhœgriné vinstri. Kristín Ástgeirsdóttirá Beinnilínu RÚV: Get ekkisvarað með
jái eða neii hvort við viljum að herinnfaristrax. Sigríður Dúnafer með
ósannindi um frumvarp Guðrúnar Helgadóttur, um umboðsmann barna
Sérstaða
Kvenna-
listans
Eru konur betri?
Allir hafa tekið eftir því að
Kvennalistinn fer vel út úr skoð-
anakönnunum meðal kjósenda.
Og Alþýðubandalagsmenn þurfa
ekki að fara í neinar grafgötur um
það, að hvað sem Kvennalista-
konur segja um stöðu sína utan
við hið pólitíska litróf, þá eru þær
í reynd keppninautar um atkvæði
sem til vinstri standa.
Náttúrlega hafa sósíalistar af
þessu nokkrar áhyggjur. En eru í
talsverðum vanda þegar að því er
spurt hvernig megi á þessari
stöðu taka.
Vegna þess að Kvennalistinn
byggir fyrst og síðast á því, að
konur séu, eins og í pottinn er
búið, betur til þess fallnar en
karlar að leysa þá hnúta sem fólki
eru riðnir. Og hvað á einn karl-
hlunkur að hafa til svars við
slíku? Hann getur náttúrlega sagt
sem svo, að þessa kenningu sé
hvorki hægt að sanna né afsanna.
Og ef hann reynir að andmæla
henni, þá hefur hann sjálfur fyrr
en varir fyllst með samviskubit
yfir því að hann sé að troða kon-
um um tær.
Spurt um
sérstöðu
Satt að segja er það tvennt sem
leiðinlegast er við Kvennalista-
konur. Annað er það, að þær
segja að vinstri eða hægri skipti
ekki máli, Hitt er viss lítilsvirðing
á sögunni, á þeim konum og
körlum sem margt hafa til
mannréttindamála og þá kven-
frelsis gott lagt áður en nokkur lét
sér detta í hug Kvennalista.
Skoðum nánar staðhæfinguna
um markleysi vinstri og hægri.
Kristín Ástgeirsdóttir skrifar í
fyrradag grein í DV um „Sér-
stöðu Kvennalistans“. Hún segir
hana byggja á sérstakri hug-
myndafræði sem konum einum sé
eiginleg og hafi þær smíðað hana
af sinni sérstöku reynslu (ein-
hverra hluta vegna er látið að því
liggja að reynslan kvenlega hljóti
að vera körlum lokuð bók, eins
þótt þeir lifi og hrærist í félags-
skap amma, mæðra, systra, eigin-
kvenna og kvenkynsvinnufélaga.
Aftur á móti skilst manni að kon-
ur viti allt um reynsluheim karla.
En sleppum því.)
Hver er svo þessi sérstæða og
einstæða hugmyndafræði, sem
kemur hvorki vinstri né hægri við
heldur kynferði?
Jú. Við, segjum Kristín, viljum
skilgreina allt upp á nýtt, setja
fram hugmyndir sem koma illa
við hagsmuni einhverra. Við vilj-
um breytt hugarfar gagnvart kon-
um og börnum ( stundum eru
aldraðir látnir fylgja með) og því
hvað máli skiptir í lífinu. Við vilj-
um hafa aðra forgangsröð verk-
efna en nú tíðkast-t.d. efla skóla
frekar en að reisa nýja flugstöð.
Við erum, segir hún, á móti rán-
yrkju og hæpnum stóriðju-
draumum. Við erum á móti víg-
búnaðarkapphlaupi og trúnni á
ógnarjafnvægið sem rekur það
áfram.
Það merkilega við þessa upp-
talningu er að hún bendir helst til
þess að „sérstaða“ Kvennalistans
sé næsta rýr. Þetta eru allt saman
mál sem lengi hafa verið á dag-
skrá hjá sósíalistum langflestum,
sem einatt skarast við græningja
og friðarsinna. Af málefnaskrá af
þessu tagi má það helst ráða að
Kvennalisti sé óþarfur. Sérstaðan
er þá blátt áfram sú, að engum sé
treystandi nema konum á
Kvennalista til að framkvæma
þau hin góðu mál, sem sósíalistar
og sumir Kratar að minnsta kosti
hafa verið að berjast fyrir ára-
tugum saman.
Þetta er í meira lagi ósanngjarn
málatilbúnaður sem, eins og fyrr
segir, lætur eins og það hafi t.d.
aldrei verið ágreiningur milli
vinstriafla og hægriafla um
nauðsynjamál kvenna og barna
eins og dagvistarmál. En hver
sem vill veit, að hugmyndir um
þau efni verða til á vinstrivæng og
eru síðan neyddar upp á hægri-
öflin eftir að umræðan er orðin
nógu sterk og aðstæður allar
knýjandi.
Við einar vitum
Kristín heldur áfram sínum
sérstæða söguskilningi með því
jað sláa því föstu að þeir pólitískir
flokkar sem til eru hafi alls ekki
komið auga á breytingar í þjóðfé-
laginu og fjölskyldunum, sókn
kvenna inn á vinnumarkað,
hnignun landsbyggðar og fleira.
Þetta er blátt áfram rangt. Vitan-
lega hafa allir flokkar gert sér
grein fyrir þessum breytingum og
öðrum - spurningin er svo hvern-
ig þeir hafi brugðist við. Og þeir
hafa vitanlega gert það hver með
sínum hætti, í anda réttinda og
hagsmuna þeirrra stétta og hópa
sem þeir hafa kosið sér að vera
málsvarar fyrir - atvinnurek-
enda, launafólks, kvenna, aldr-
aðra osfrv. Eitt af því skrýtnasta í
málflutningi Kristínar og annarra
Kvennalistakvenna er einmitt
það, að segja sem svo að eldri
flokkar og þá Alþýðubandalagið,
séu ónýtir vegna þess að þeir séu
tengdir ákveðnum hagsmunum
sem leiða af stéttaskiptingu í
landinu. Kvennalistinn er einn
yfir slíkt hafinn. Hann sér ekki
svo óþægilega hluti. Hann viður-
kennir ekki aðra hagsmunaárek-
stra en hagsmunaárekstra karla
og kvenna.
Hæpnar særingar
Og það er einmitt vegna þessa,
að þótt málefnaskrá Kvennalist-
ans gæti vel verið umorðun
margra þeirra hugmynda sem ís-
lenskir sósíalistar hafa reifað á
liðnum árum, þá er það ekki út í
hött þegar Sigríður Dúna lýsir því
yfir reið, að Kvennalistinn sé
hvorki til hægri né vinstri.
En það þýðir vitanlega ekki að
hægrið og vinstrið hafi gufað upp
eða að þeim hagsmunaárekstrum
sem uppi eru í hverju þjóðfélagi
hafi verið kastað á bak við frels-
andi ímynd Kvennalistans „og ég
sé þá aldrei meir“. Slíkar særing-
ar eru skammgóður vermir, hvort
sem mönnum líkar betur eða
verr. Hitt er svo lakara, ef þessi
þverstæðufulla blanda vinstri-
smálefna og þeirrar kenningar að
allar konur séu í rauninni í sama
báti, verður á þessu méli til að
tefja fyrir þeirri pólitísku nauð-
syn á Islandi, að sverð og skjöld-
ur vinstrimanna, Alþýðubanda-
lagið, verði eins öflugt og það
þarf að vera í hægrinepju tímans.
áb
J)IÓÐVILIINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgafandl: Útgálufólag Þjóðviljans.
Rltatjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertalsson, Ossur
Skarphóðinsson.
Fréttaatjórt: Lúðvfk Geirsson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörteifurSveinbjðmsson, IngunnÁsdísardóttir,
Kristln Ólafsdóttir, Kristófer Svavareson, Logi Bergmann Eiðsson
(Iþróttir), Magnús H. Glslason, MðrðurÁmason, ÓlafurGlslason,
Ragnar Karisson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrlmsson, Vil-
borg Davlðsdóttir, Yrtgvi Kjartansson (Akureyri). ■
Handrfta- og prófarkaleatur: Ellas Mar, Hildur Finnsdóttir.
ýóamyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson.
Útlttatelknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvssmdaatjórl: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrlfatofuatjórl: Jóhannes Harðareon.
Skrlfatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson.
AuglýalngaatjórhSigriðurHannaSigurbjömsdóttir.
Auglýalngar: Baldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins-
dóttir.
Slmvarala:Katrfn AnnaLund, SigrfðurKrisíánsdóttir.
Húamóðir: Soffla Björgúlfsdóttir.
Bflatjórl: Jóna Sigurdórsdóttir.
Utbralðalu- og afgrelðalustjórl: Hörður Oddfriðarson.
Afgrelðala: Bára Sigurðardóttir, Kristln Pétursdóttir.
lnnhelmtumenn:BrynjólfurVilhjálmsson, ÓlafurBjömsson.
Utkeyrala, afgrelðala, rltatjórn:
Sfðumúla 6, Reykjavlk, afml 681333.
Auglýalngar: Sfðumúla 6, afmar 681331 og 681310.
Umbrot og aetnlng: Prentamlðja Þjóðvlljana hf.
Prentun: Blaðaprant hf.
Verð f lauaaaðlu: 55 kr.
Helgarblöð: 60 kr.
Aakrlftarverð á mánuðl: 550 kr.
.4 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN Flmmtudagur 23. aprfl 1987"