Þjóðviljinn - 30.04.1987, Síða 9

Þjóðviljinn - 30.04.1987, Síða 9
Slæmt gengi í skoðana- könnun segir ekkert um málstaðinn Þegar þú skoðar kosningabar- áttuna, fínnst þér þá að skoðana- kannanir og niðurstöður þeirra hafí haft áhrif á málflutning frambjóðenda? Þeir sem slá sér mjög upp á könnunum verða líka að taka merk á þeim þegar niðurstöðurn- ar eru þeim óhagstæðar. Það er út í hött að halda að slæmt gengi í könnun segi eitthvað um mál- staðinn, það segir bara það að færri fylgja honum. Málstaðurinn hvorki batnar né versnar eftir því hve margir fylgja honum. Þegar menn fara að láta kannanimar stjórna sér algjörlega þá bendir það kannski til þess að málstað- urinn sé ósköp léttvægur fyrir þá sjálfa. Auðvitað er ástæða til að skoða hug sinn vandlega ef áhangendumir týna mjög töl- unni, en það eitt að einhvr tiltek- inn málstaður missi fylgi segir ekkert út af fyrir sig um „vonsku“ þess málstaðar. Pólitískar áróðursauglýsingar „Áróður á kjörstað“ er gamall frasi um eitt af þvi sem ekki má. Hvað með áróður á kjördag eða þvi sem næst? Viltu sjá einhverjar hömlur settar á auglýsingar í fjöl- miðlum síðustu dagana fyrir kosningar? Mér finnst það óskapleg aftur- för að pólitískar áróðursauglý- singar séu komnar inn í ljósvaka- fjölmiðlana. Mér finnst það aft- urför vegna þess að auglýsingar eru ekki vísbending um neitt nema peningalegan styrk þess sem auglýsir. Auglýsingamáttur fer eftir peningamættinum og er algerlega óskyldur lýðræðinu. Með þessu er verið að gefa lýð- ræðinu langt nef, og sárt að sjá ljósvakafjölmiðlana elta blöðin í þessum efnum. HS Fyrir og eflir skoðanakannanir Már Jóhannsson, starfsmaður á skrif- stofu Sjálfstœðis- flokksins íáratuga- vís, um gamla og nýja tíma í kosningabar- áttunni Már Jóhannsson vinnur á J skrifstofu Sjálfstæðisflokksins og i hefur lengi þann steininn klapp- | að; hann hefur verið starfsmaður j þar í fjóra áratugi. Við spurðum I hann undan og ofan af um I breytingar þær sem hafa orðið á kosningastarfinu síðustu áratug- ina, sérstaklega með tilliti til ný- móðins fyrirbæra eins og skoðanakannana og prófkjara. Skoðanakannanir og prófkjör hafa nú verið nokkuð lengi við lýði. Persónulega hef ég ekki ver- ið hrifinn af þessum prófkjörum, en kannski er allt í lagi að hafa einhvers konarforval. Prófkjörin hafa gengið sér til húðar og ég 1 vona að það verði samstaða milli flokkanna að hætta við þau. Það teldi ég æskilegt. Finnst þér einhver prestskosn- ingaeffekt í gangi í þeim? Já, það er hætt við að þau verði persónuleg og menn þola slíkt misjafnlega. Það bar að vísu ekki mikið á því síðast hjá okkur, en ég held það verði að hvfla sig á þessu formi um tíma. Kjördæmisráðin fara með æðsta valdið úti í kjördæmunum, og þau gera út um framboðsmál- in. Það er sjaldan breytt frá út- komunni í kjördæmunum, enda jafngilda 50% bindandi útnefn- ingu. En hér á sínum tíma var gerður listi innan fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins og það er stór hópur - tólf til þrettán hundruð manns. Þá var saminn listi yfir 60 menn og síðan var könnun hjá fulltrúaráðinu og val- ið hverjir ættu að fara á listann, og kjörnefnd gekk síðan frá því. Það var reynt að fá breidd í þenn- an hóp; starfsstéttasjónarmið ríkjandi og fleira í þeim dúr. Má vera að eitthvert þessháttar form verði tekið upp aftur. Vissi maður hvernig landið lá fyrir kosningar hér áðurfyrr þótt engar vœru skoðanakannanirn- ar? Jú, það var greinilegra þá en nú. Eg hygg að fólk hafi verið Már Jóhannsson: Ef útkoman er ekki hagstæð í skoðanakönnunum þá kallar það á aukið starf. Mynd. Sig. staðfastara í sinni skoðun og minni hreyfing milli flokka - þeir voru líka færri þá en nú - og miklu afmarkaðri línur í stefnu og starfi flokkanna þá en nú er. Nú er þetta dálítið mikið breytt með til- komu nýrra flokka; konurnar hafa risið upp og ýmsir smáflokk- ar eru uppi. Hvað með kosningastarfið, hefur það tekið miklum breyting- um? Það er miklu víðfeðmara og meira nú en áður. Það er auðvit- að miklu meiri fjöldi manna sem tekur þátt í kosningastarfinu hér í Reykjavík. Það eru kannski ekki hlutfallslega fleiri; fólkinu hefur fjölgað og borgin stækkað. Skipulag kosningabaráttunnar er með svipuðu móti og áður fyrr nema hvað kosningaskrifstofun- um hefur fjölgað. Áður var ein allsherjarmiðstöð, en nú hefur starfið dreifst meira um borgina með hverfaskrifstofum og það kallar á meiri mannafla. Hefur kosningataktíkin breyst mikið? Kosningataktíkin er nokkuð svipuð og áður. Eitt er þó breytt: áróðurinn er orðinn allur annar og meiri. Fjölmiðlarnir eru fleiri og þeir eru allir nýttir. Þá eru dreifiblöð og bæklingar í miklu meira magni en áður fyrr. Ég held að spennan sé ekkert sér- staklega meiri nú en áður, að öðru leyti en því að kosningarnar núna eru að mörgu leyti spenn- andi og tvísýnar vegna fjölda flokkanna. Finnst þér niðurstöður skoðan- akannana hafa áhrif á málflutn- ing frambjóðenda? Ef útkoman er ekki hagstæð í skoðanakönnunum þá kallar það á aukið starf. Það sem snýr að Sjálfstæðisflokknum: stofnun Borgaraflokksins hefur kallað á ennþá meira starf, og það, að út- koma okkar í skoðanakönnunun- um á rót að rekja til þessa nýja flokks. HS Fimmtudagur 30. apríl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.