Þjóðviljinn - 30.05.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.05.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þjómnuiNN Lauoardagur 30. maí 1987 114. tölublað 52. örgangur SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Byggingarfulltrúi Alþýðubandalagið eðlileg Björgvin Víglundsson: Algengt að menn hjá embœttinu hönnuðu og tækju úteigin verk. Gert ísamráði við byggingarfulltrúa. Einnig algengt að slíkt vœri gert án leyfis borgarverkfrœðings „Þegar ég starfaði hjá bygging- arfulltrúa var algengt að menn tækju sjálfir út byggingar sem þeir höfðu sjálfir hannað t.d. burðarvirki í. Það var gert í fullu samráði við byggingarfulltrúa og með vilja hans,“ segir Björgvin Víglundsson, verkfræðingur, en honum var vikið frá embættinu fyrir rúmu ári. „Ástæðan fyrir því að mér var vikið úr embættinu snerti ekki nein verkfræðileg mistök. Hún var sú að mér láðist að biðja um leyfi til að hanna, en slíkt var alls ekki óalgengt, enda kerfið mjög þungt í vöfum.“ Björgvin sagði að þegar að hann starfaði hjá embætti bygg- ingarfulltrúa hafi verið mjög al- gengt að menn hafi teiknað án leyfis og því hefði honum komið það mjög á óvart þegar það var notað sem ástæða til að losa sig við hann. Núna eftirá sæi hann hinsvegar að það væri ógerlegt að menn væru í endalausri auka- vinnu með starfinu hjá borginni, enda auðvelt að vera vitur eftirá. Þá sagði Björgvin að brott- hvörf frá embættinuhefðu verið mjög tíð og það væri langt því frá að þeir menn sem hefðu hætt væru ekki hæfir til þessa verks. Þvert á móti væri þarna margt úr- vals verkfræðinga. Súf Varma- landsnefndin á lyrsta fundi Starfsnefndin sem mið- stjórnarfundur Alþýðubanda- lagsins að Varmalandi ákvað að koma upp heldur fyrsta fund sinn nú á laugardaginn í Reykjavik. Starfsnefndinni var falið að efla umræður í flokknum um vanda hans eftir kosningarnar í apríl, vinna úr þeim, draga upp úrbótatillögur, og undirbúa landsfund, en var ekki náið sett fyrir vinnubrögð. í Varmalandsnefndinni situr einn úr hverju kjördæmi, nema tveir úr Reykjavík, og eru nefnd- armenn sicipaðir af stjórnum kjördæmisráða: Ríkharð Brynj- ólfsson Hvanneyri, Þuríður Pét- ursdóttir ísafirði, Hinrik Aðal- steinsson Siglufirði, Kári Arnór Kárason Húsavík, Álfhildur Ól- afsdóttir Vopnafirði, Unnar Þór Böðvarsson Biskupstungum, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson Hafnarfirði, Gísli Gunnarsson Reykjavík og Stefanía Trausta- dóttir Reykjavík. - m Fasteignaverð Rýkur upp Veruleg verðhækkun varð á söluverði einbýlishúsa á höfuð- borgarsvæði á síðasta ársfjórð- ungi 1985 og 1986 hækkaði sölu- verð einbýlishúsa um 22%, sem er um 4% umfram hækkun láns- kjaravísitölu, samkvæmt fréttab- réfi Fasteignamats ríkisins. Út- borgunarhlutfallið hefur hækkað úr 70,3% í 71,9%, eða um 1,6% að meðaltali. - RK Byggðasafn Hafnarfjarðar Beocom síminn er hannaður af hinu heims- þekkta fyrirtæki Bang og Olufsen og uppfyllir því ströngustu kröfur um útlit og gæði. Beocom er léttur og meðfærilegur, hefur 11 númera minni, átta mismunandi hringingar; háar, lágar, hraðar og hægar. Hann hefur einnig sjálfvirkt endurval, hentuga minnisplötu, skrá yfir númer í minni og fjölda annarra góðra kosta. Beocom er sími sem nútíma- fólk kann vel að meta; hönnunin er glæsileg, möguleikarnir ótalmargir og svo kostar hann aðeins kr. 7.946.- PÓSTUR OG SÍMI SÖLUDEILÐ REYKJAVlK, SlMI 26000 OG PÓST- OG SlMSTÖÐVAR UM LAND ALLT Þú færð nýja Beocom símann í Söludeildinni í Kirkju- stræti og póst- og símstöðvum um land allt. Magnús Jónsson var ekkert ýkja hrifinn af að láta mynda sig við bruggtækin, enda verið templari frá unga aldri. Mynd Falleg hönnun «g étal mögnle fyrir aðeins kr. 7.946,- Bmgg- tæki Einars Ben. gefin Mungát skal höfð í nærveru sálar, sagði kona ein, sem af póet- ísku innsæi vitnaði óvart vitlaust i stórskáldið á hátíðlegri stundu. Þó þarna sé rangt með farið var Einari Benediktssyni, skáldi, ekkert á móti skapi að mungát væri höfð i nærveru sálar auk að- gátarinnar. Byggðasafn Hafnarfjarðar fékk í vikunni bruggtæki Hlínar Johnson, sambýliskonu Einars Benediktssonar, skálds, síðustu æviár hans. í tækjum þessum mun Hlín hafa eimað mjöð fyrir Einar þegar þau bjuggu í Herdís- arvík, en Einari þótti sopinn góð- ur. Það var Gunnar Ingvarsson, tengdasonur Páls, sonar Hlínar, sem færði safninu tækin til varð- veislu. Magnús Jónsson, byggðasafns- vörður, sagði Þjóðviljanum, að þetta væru heimsasmíðuð tæki, annarsvegar suðukútur með hita- elementum inní og hinsvegar sí- valningur til að kæla gufuna. Auk bruggtækjanna fékk safnið einnig skilvindu og strokk úr Herdísar- vík, en Hlín bjó í nokkurn tíma ein í víkinni eftir að Einar and- aðist. _sáf Sovétríkin Lenti á Rauða torginu Vesturþýskur unglingspiltur flaug í fyrradag lítilli Cessnarellu frá Finnlandi til Moskvu og lenti á Rauða torginu án þess að hermaskína Sovétmanna rumsk- aði hið minnsta. Var nýfarinn frá íslandi Sjá bls.13.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.