Þjóðviljinn - 30.05.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.05.1987, Blaðsíða 1
Stjórnarmyndun Laugardagur 30. maí 1987 114. tölublað 52. órgangur ;».........—.—. . Framsókn vill DBS-stjóm t Porsteinn skilaði afsér í gær, búist við aðforseti hinkri við í umboðsmálum. Framsókn líst ekki á krata, viljastjórn með hœgriflokkunum undirforystu Steingríms. Sjálfstœðismenn þverir. Fjögurra flokka stjórn reynd nœst? Pingflokksfundur Framsókn- armanna komst að þeirri niðurstöðu að krefjast skýrra svara af Sjálfstæðisflokknum um hugsanlega samstjórn þessara flokka með Borgaraflokknum í samræmi við yfirlýsingar Alberts Guðmundssonar og félaga í fyrri viku. Viðbrögð Sjálfstæðis- manna einkennast af tregðu, og staðan í stjórnarmyndunarmál- um er mjög óljós. Þorsteinn Pálsson skilaði í gær af sér stjórnarmyndunarumboði sínu eftir rúman hálfan mánuð. Hann sagði á blaðamannafundi í gær að Sjálfstæðismönnum hefði fundist sennilegasti kosturinn stjórn með Alþýðuflokki og Framsókn eftir slit viðræðna við Kvennalista, en eftir að hafa rætt við Steingrím Hermannsson væri mat sitt að í Framsóknarflokki væri ekki nægur áhugi til að reyna slíkt nú. Þorsteinn neitaði því að hann hefði á umboðstíma sínum tafið fyrir myndun nýrrar stjórnar, það hefði verið reynt til þrautar, og rangt væri að „henda frá sér um- boðinu einsog heitri kartöflu". Gert er ráð fyrir að forseti hinkri við áður en annar stjórnmálaforingi fær umboðið, bíði svars Sjálfstæðismanna við DBS-kosti, og kynni sér líkur á stjórn Framsóknar, Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks. Metingur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um forsætis- ráðherrastólinn stendur í bili í vegi beggja þessara kosta, og Framsóknarmenn ætla sér að bíða áður en rætt er við krata. Náist ekki samkomulag nú um aðra hvora þessara þriggja- flokkastjóma er sennilegast að forsetinn afhendi næsta manni umboð með þeim skilningi að fjögurraflokkakostir séu næstir á dagskrá, og þá einkum samstjórn annarra en hægriflokkanna tveggja. Bæði Kvennalisti og Al- þýðubandalag em tilbúin í slíkar viðræður, og kynni forsetinn að meta þetta þannig að eðlilegast væri að Kvennalisti hefði frum- kvæði að slíkri stjórn. Hugsanlegt er að Jón Baldvin Hannibalsson leggi þetta beinlín- is til við forsetann, og reyni að nota fjögurraflokkaviðræður til að nálgast Framsókn í sameigin- legri andstöðu við Kvennó og Allaballa. Að slíkum viðræðum loknum án árangurs kynni að standa betur í ból ABD-stjórnar en nú, og þríflokkarnir gætu bet- ur varið þátttöku sína í slíkri stjórn, með því að aðrar hafi ekki verið í augsýn og hörð stjórnar- kreppa yfirvofandi. Ítalía Beraði brjóstin Kvcnréttindakonan ástarlífs- leikkonan og þingframbjóð- andi Róttækka flokksins, Uona Staller, lék óvæntum leik i kosn- ingabaráttunni sem nú er í al- gleymingi á Italíu. Frambjóðandinn tók sér stöðu frammi fyrir þinghúsinu í Róm. íklædd örþunnu, bleiku afmors - dressi og umkringd laganna vörð- um hélt fröken Staller yndislega framboðsræðu um gildi ástarinn- ar í mannlegu félagi. Til að færa áheyrendum heim sanninn um að hugur fylgdi máli svipti hún hvað eftir annað blússunni frá bljúgum barmi sínum og sýndi viðstödd- um hvað undir bjó. Frambjóðandinn hagaði orð- um sínum á þessa lund: „Meira klám kemur á jafnvægi í sálinni, greiðir kúgun náðarhöggið, eyðir ofbeldi og skapar róttækni. Lengi lifi ástin! Lengi lifi lífið!“ Framboð Staller hefur vakið mikla athygli á Ítalíu og sýnist sitt hverjum einsog gengur. Hinn aldni bragðarefur Giulio Andre- otti var inntur álits. Hann sagði allt í himnalagi þótt fröken Stall- er tæki sæti á þingi. Svo fremi hún væri ekki að hátta í tíma og ó- tíma. -ks. Utvarpsráð hefur afráðið að tveir þættir um friðarmál, verði fluttir í útvarpinu, eftir að hafa lagt bann við flutningi þeirra um páskaleytið. Þættirnir eru í umsjá Þorsteins Helgasonar, sagnfræðings, en dagskrárdeild bað hann um að annast gerð þeirra. - Útvarpsráð stöðvaði útsend- ingu þáttanna, eftir að það var búið að vinna þá. Dagskrár- deildin fékk í raun engar viðhlít- andi skýringar fyrir því að meiri- hluti útvarpsráðs afréð að koma í veg fyrir útsendingu, þessara þátta, sagði Margrét Oddsdóttir á dagskrárdeild Ríkisútvarpsins. Útvarpsráð hefur nú fallist á að leyfa útsendingu þáttanna og verða þeir á dagskrá Ríkisút- varpsins, 1. og 8. júní. - Við útskýrðum fyrir útvarps- ráði um hvað þættir Þorsteins fjölluðu og ákvað útvarpsráð þá að setja þá á dagskrá, sagði Mar- grét Oddsdóttir. Rafiðnaðarmenn Þokast í samkomu- lagsátt Rafiðnaðarmenn hjá Ríkisút- varpinu og ríkisspítölunum byrj- uðu verkfall á miðnætti í fyrra- kvöld. í allan gærdag voru fundir hjá sáttasemjara og stóðu þeir enn þegar blaðið fór í prentun. Að sögn Elísabetar Olafsdótt- ur, sem sér um fundi sáttasemj- ara, þar sem hann er staddur er- lendis, hafði verulega þokast í samkomulagsátt, en búist var við að fundir stæðu langt fram á nótt. -Sáf Fjöldi krakka var saman kominn fyrir framan nýja útvarpshúsiö viö Efstaleiti í gærmorgun rétt fyrir hádegi til aö berja augun og hlusta á ísraelsku söngvarana og háöfuglana Avi Kustnir og Natan Datner flytja framlag Israel í Eurovision-söngva- keppninni, sem fram fór á dögunum. Vöktu þeir mikla hrifningu viöstaddra meö söng sínum og látbragöi. Létu þeir öllum illum látum, hoppuöu og tóku heljarstökk og fengu mikiö klapp fyrir. Á eftir þeim lék hljómsveitin Grafík nokkur lög. Útvarpsráð Ritskoðun á Ríkisútvarpi Útvarpsráð ritkoðar dagskrá. Kom í vegfyrir að þœttir umfriðarmál yrðufluttir um páskana. Dagskrárdeild tókst að tala umfyrir ráðinu. Þœttirnir á dagskrá í júní

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.