Þjóðviljinn - 30.05.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.05.1987, Blaðsíða 7
Námskeið í samtalstækni Að kunna að hlusta Guðrún Friðgeirsdóttirfélags- fræðingur hefur verið leið- beinandi á námskeiðum í samtalstækni og ráðgjöf sem haldin hafa verið í ýmsum stofnunum svo sem skólum og heilbrigðisstofnunum. Hafa þessi námskeið verið mjög vinsæl og vel sóttog báðum við Guðrúnu því um að segja okkur svolítið frá því í hverju þessi námskeið eru fólgin. „Petta eru mismunandi löng námskeið," sagði Guðrún, „sum eru ekki nema 20 kennslustundir og eru þá haldin yfir helgi en önnur eru mun lengri og þá er ráðgjöf yfirleitt tekin með inn í námskeiðsefnið. En svona námskeið byggjast í raun og veru á því að kenna fólki að hlusta. Öll samskipti fólks grundvallast á því hversu vel fólk kann að hlusta og setja sig í spor annarra, vegna þess að þannig kemur í ljós hversu vel þú þekkir sjálfan þig og hve mikla virðingu þú berð fyrir öðrum. Námskeiðin byrja á því að láta fólk kynnast, mynda traust meðal þátttakenda og síðan byggjast þau á því að fólk reynir að kynnast sjálfu sér, lærir að þekkja sjálft sig, við- brögð sín og tilfinningar. Þetta gerum við með því að prófa okk- ur áfram í ýmis konar hlutverka- leikj um, þar sem stór þáttur er að hlusta á aðra segja frá sjálfum sér og síðan umorða hinir frásögnina yfir í sín eigin orð. Þá kemur mjög skýrt í ljós hversu vel fólk þekkir sjálft sig. Annar þáttur er að rifja upp sína fyrstu bernsku- minningu. Það hafa verið settar fram kenningar um að fyrsta bernskuminning fólks eigi stóran þátt í mótun lífstfls einstaklings- ins, og að fyrsta bernskuminning- in geti sagt mikið um lífsviðhorf fólks, hvernig það leysir vanda- mál, hvernig viðhorf það hefur til hins kynsins og svo framvegis. Það er til dæmis áberandi í heilbrigðisstéttunum hve fyrsta bernskuminning margra einstak- linga þar tengist dauða, veikind- um eða slysum. Allt þetta gefur tilefni til sjálfs- skoðunar og athugunar einstakl- ingsins á sínum eigin lífsviðhorf- um. Þannig lærir fólk að meta það hvernig lífsviðhorf þess endurspeglast í samskiptum þess við aðra einstaklinga og umhverf- ið. Það mikilvægasta í öllum sam- skiptum er að kunna að hlusta og taka við þeim boðum sem liggja í því sem sagt er við mann.“ Hvernig er þessum námskeið- um tekið? „Þau eru alltaf að verða meira og meira viðurkennd innan stofn- ana, það er orðið viðurkennt nú orðið innan heilbrigðisstéttanna að andleg aðhlynning er mjög nauðsynleg til að lækning beri ár- angur og innstilling hjúkrunar- fræðinga hefur breyst mjög á síðari árum, meira finnst mér en meðal kennara. Það er þó oft brotalöm á og sjúklingar eru stundum allt að því settir í hlut- verk hálfvitans. Nemendum finnst þeir oft vera settir neðar en kennarinn og þeim líður þá ekki vel innan skólastofnunarinnar. Það er talað við þá á lítillækkandi hátt og þeir ekki teknir góðir og gildir. Þetta er vegna þess að það er ekki hlustað á þá og þau boð sem þeir senda. Oft er talað um að nemendur eigi að bera virð- ingu fyrir kennara sínum en auðvitað á þetta að vera mun meira gagnkvæmt en oft vill vera. Það eiga allir, sama á hvaða aldri þeir eru, erfitt með að sætta sig við að vera lítillækkaðir og það leiðir ekki til neins að lítil- lækka annað fólk, það næst ekk- ert samband milli manna þegar það er gert. Rannsóknir erlendis hafa sýnt að samband milli kenn- ara og nemanda hefur oft úrslita- áhrif á að árangur náist í námi og það hefur mikið að segja fyrir kennara að komast að nemand- anum og geta styrkt hæfileika þeirra og þar með námsárangur. En því miður eru skólarnir komn- ir fremur stutt hvað þetta varðar og hafa ekki nýtt sér þá þekkingu sem nú er komin fram um gildi opinna mannlegra samskipta. Margir segja að skólarnir séu lok- uð stofnun og að skólastjórar hafi geysilega mikil völd. Það er í sjálfu sér rétt að þeir geta haft það og ef kennari upplifir ekki lýðræðisleg og opin vinnubrögð á kennarastofunni þá getur hann engan veginn gengið inn í bekk og verið lýðræðislegur, einlægur eða opinn þar. Fyrirtæki aftur á móti hafa mörg hver gripið þetta tveim höndum og halda svona nám- skeið reglubundið, enda sjá þau hagnaðinn sem það felur í sér að fólki líði vel á vinnustað. Það af- kastar meiru og ber fyrirtækið fyrir brjósti sér og eykur þannig viðskiptin. Inn í svona námskeið eru líka tekin fyrir tengsl á vinnu- stað því það hefur komið fram í könnunum að fólk setur fjöl- skylduna og tengsl innan hennar númer eitt en strax á eftir koma tengsl og félagsskapur á vinnu- stað sem í mjög mörgum tilfellum telst jafn mikilvægur og launin.“ Hvernig kemur ráðgjöf inn í þessi námskeið í samtalstækni? „Ráðgjöf má ekki vera einhver sérfræðingur sem leysir vanda- mál, heldur eitthvað sem hjálpar einstaklingnum til að skilja sjálf- an sig og aðra, glöggva sig á vand- amálum eða erfiðleikum og hjálpa sér þannig sjálfur. Það hefur orðið áherslubreyting frá ráðgjöf fyrir einstaklinga yfir á Það er ekki hægt að leysa vandamál fyrir fólk en það er hægt að aðstoða fólk við að leysa vandamálin sjálft. Og hvort sem vandamál eru einstaklingsbundin eða bundin hóp eða stofnun þá er fyrsta atriðið alltaf að hjálpa fólki til að auka samskiptamöguleika sína. hóp upp á síðkastið og er það vel. Það er ekki nóg að skoða ein- staklinginn eingöngu heldur verður líka að skoða það félags- lega kerfi sem hann lifir í, fjöl- skylduna, skólana og aðrar stofn- anir. Það sem stendur mörgum stofnunum fyrir þrifum er skortur á opnum samskiptum innan þeirra, það skapar til dæmis oft vandamál hvernig ákvarðanir eru teknar, það er að segja ofan frá eingöngu og jafnvel á bak við tjöldin. Málin eru oft ekki rædd og því fólki sem ákvarðanirnar koma við er ekki gefinn kostur á að koma með sínar skoðanir og hugmyndir. Þetta hefur í för með sér að allt of margir einstaklingar eru óvirkir af því að þeir fá ekki tækifæri til að vera virkir þátttak- endur. Veikleiki stjórnunar innan stofnunar felst oft í því að hún reynir lítið til að hafa áhrif á að það fólk sem vinnur innan stofnunarinnar vinni í raun og veru að sameiginlegum mark- miðum. Annað atriði er að nú á dögum virðist vera sterk tilhneiging til að steypa alla í sama mót, allir eiga að hafa staðlaða framkomu. Inn í þetta kemur líka að í dag má fólk ekki sýna tilfinningar, allt á að byggjast á rökum. Þarna er verið að afneita því að fólk er ólíkt og með ákaflega mismunandi þarfir, langanir og tilfinningalíf en það vill nú samt verða þannig að til- finningalífið ræður því hvernig ákvarðanir eru teknar ekki síður en rökin og þarna er strax komin mótsögn. Það má segja að því meiri sér- hæfing sem verður innan samfé- lagsins því meiri þörf er á sam- vinnu og opnum samskiptum sem gera ráð fyrir tilfinningalífi manneskjunnar. Og jafnvel þar sem unnið er í hópvinnu er allt of algengt að einn eða tveir taki völdin og þá er samvinnan ekki fyrir hendi lengur því hinir verða óvirkir og treysta sér ekki. Stjórnandi í hópvinnu þarf að skilja að hlutverk hans er ekki að ráða heldur að aðstoða og leiðbeina hópnum til að vinna saman. Það er í rauninni alveg sama á hvaða sviðum samfélagsins mað- ur ber niður, alls staðar rekur maður sig á það að fólk kann ekki nógu vel að hlusta hvert á annað og þá ekki heldur að tala saman svo hin innri merking orðanna komist til skila.“ -ing Guðrún Frið- geirsdóttir: Grundvallarat- riði allra opinna samskipta milli fólks er að kunna að hlusta Laugardagur 30. maí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.