Þjóðviljinn - 30.05.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.05.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Kjamoriaihætlan Fræðimenn greinir víst á um það hvort núverandi forði kjarnorkutóla í vopnabúrum stórveldanna geti eytt mannlífi á jörðinni ellefu sinnum eða þrettán sinnum. Okkur hinum dauðlegu má vera nokk sama um hina tölulegu niður- stöðu, en okkur má ekki vera sama um sífellda margföldun þessara vopna og sífellt hættulegri tæknisigra við hönnun þeirra og tilbúning. Fréttir berast vestan frá Bandaríkjunum um að þar séu í smíðum ný kjarnavopn, svo fullkomin að rætt er um þau sem þriðju kynslóð kjarnavopna, á eftir fyrstu sprengjun- um sem byggðust á klofningi frumeinda og þeim sem síðar komu og byggðust á samruna frumeinda. Nýju vopnin sem nú er verið að hanna og reyna eru auðvitað eðlisskyld hinum gömlu, en taka þeim langt fram um markvísi og nákvæmni og flest þeirra eru ætluð til notkunar í geimnum, annaðhvort gegn skotmörkum þar eða á jörðu niðri. Á meðal þeirra sem þegar hafa verið gerðar með tilraun- ir f fyrstu gerð sinni er einskonar riffilsprengja kennd við eldgjafann Prómeþevs, lítil kjarnorkusprengja sem þeytir frá sér kúlum í ákveðna stefnu og á að eyða geimskeytum andstæðingsins. Annað tól í smíðum er sprengja heitin eftir Excalibur, sverði Artúrs konungs. í þeirri sprengju er reynt að virkja röntgengeisla sem til verða við spren- ginguna og nota þá til að magna upp leysigeisla sem með gríðarlegum krafti er beint að skotmarkinu. Þá er rætt um sprengjur sem einkum gefi frá sér örbyl- gjur sem gætu eyðilagt rafleiðslur, til dæmis í tölvunetum, á stóru svæði, enn aðrar sprengjur eru til þess ætlaðar að beinast að mjög smáum svæðum, til dæmis Kremlarhverf- inu einu saman. Lærisveinar töframannsins fara sumsé sínu fram vest- anhafs, og sjálfsagt er ýmislegt á seyði líka í rannsóknastöðvum Sovétmanna. Þessar nýju gerðir af kjarnavopnum eru einkar varhuga- verðar. Þær eru vissulega „betri“ en hinar gömlu, en sjálf nákvæmni þeirra og markvísi eykur hættuna á að herstjór- arnir gripi til þeirra. Þær minnka á ákveðinn hátt muninn á hefðbundnum vopnabúnaði og kjarnorkuvopnum, og gefa þeim mönnum undir fótinn sem halda að hægt sé að heyja svokallað takmarkað kjarnorkustríð. Þær auka líkur á að gripið verði til kjarnorkuvopna í staðbundnum átökum, á milli risaveldanna sjálfra eða hinna smærri ríkja. Það er viðurkennt af opinberri hálfu í Bandaríkjunum að rannsóknir og tilraunir við þessa þriðju kynslóð kjarnorku- vopna tengist stjörnustríðsáætlun Washington- stjórnarinnar, þótt sú áætlun eigi í orði kveðnu ekki að byggja á kjarnorku. Það er líka komið í Ijós að vinna við þessi nýju vopn er helsta ástæða þess að Bandaríkjastjórn hefur hvað eftir annað hafnað tilboðum Moskvumanna um gagnkvæmt bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, jafnvel þótt í So- vétríkjunum hafi verið gert hálfs annars árs hlé á tilraunun- um, jafnvel þótt sýnt sé, meðal annars vegna frumkvæðis þjóðarleiðtoganna sex, að eftirlit með að slíkt bann sé haldið er fyllilega raunhæft. Umræða um afvopnunarmál hefur nokkra hríð beinst að kjarnorkuflaugunum (Evrópu, og menn vona enn að risa- veldin nái saman um fækkun eða útrýmingu ákveðinna tegunda kjarnavopna í álfunni. Slíkt skref væri hinsvegar lítils virði nema um leið verði komið í veg fyrir fjölgun annarra kjarnavopna. Fréttir af hinum nýju vopnum í Bandaríkjunum benda því miður til þess að ráðamenn þar í landi séu ekki á neinum afvopnunarbuxum, þótt til skamms tíma kunni að vera þægilegt að benda almenningi á einhvern afvopnunarárangur. Það er rétt að minna á að í samhljóða þingsályktun frá eykst 23. maí 1985 markaði alþingi íslenska stefnu gegn smíöi vopna einsog þeirra sem nú eru reynd í Nevadaeyðimörk- inni. í ályktuninni beinir þingið því til ríkisstjórnarinnar „að styðja og stuðla að allsherjarbanni við tilraunum, fram- leiðslu og uppsetningu kjarnavopna undir traustu eftirliti, svo og stöðvun á framleiðslu kjarnakleyfra efna í hernað- arskyni". Fróðlegt væri að vita hvernig ríkisstjórnin hefurframfylgt þessari íslensku stefnu. Eymd Þorsteins Þorsteinn Pálsson hefur nú gefist upp við að mynda ríkisstjórn. Hann hélt umboði forseta til þess frá 14. maí til gærdagsins, 29. maí, og gekk hvorki né rak. Hann boðaði til formlegra viðræðna um stjórnarmyndun fimmtudaginn 21. maí, en vinnubrögðin voru þannig að þingflokkarnir þrír fóru fyrst til þess að leysa ágreiningsmál sín að kvöldi miðvikudagsins 27. maí. Strax og á reyndi slitnaði uppúr þeim viðræðum. Þorsteinn hefur nú sagt forseta að hann ætli ekki að vera að lengur. Á þessum tilgangslausa hálfa mánuði hefur Þorsteinn Pálsson enn rýrt traust sitt sem stjórnmálaforingja, og gangur mála í viðræðunum og bakvið tjöldin bendir til að Sjálfstæðisflokkurinn sé í raun forystulaus, þráttfyrir að skapstór og baldinn keppinautur Þorsteins um flokksvöld- in hafi tekið með sér fjórðung liðsmanna í önnur pólitísk héruð. Þorsteinn Pálsson gerir rétt í því að biðjast undan því frumkvæði sem forseti fól honum fyrir rúmum tveimur vikum. -m Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltatjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttaatjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, ólafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta-og prófarKaleatur: ElíasMar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlltatelknarar: Sævar Guöbjömsson, Garöar Sigvaldason. Framkvæmdaatjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrífatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýaingaatjórl: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir. Auglýslngar: Baldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, SigríðurKristjánsdóttir. Húsmóðir: Soffía Björgúlfsdóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu- og afgreiðslustjórl: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Krístín Pótursdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson. lltkeyrsla, afgreiðsla, ritstjóm: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6, aímar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasólu: 55 kr. Helgarblöð:60kr. Áskriftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.