Þjóðviljinn - 30.05.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.05.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTHR Kynnt verður nám í upplýsingatækni á fram- haldsskólastigi í íslenska skólakerfinu, hjá einkaskólum og þekktum skólum erlendis. Er þú ert... • að taka ákvörðun um námsbraut eða framtíðarstarf • að huga að framhaldsnámi hér- lendis eða erlendis • áhugamaður um tölvur • að dragast aftur úr í starfi vegna tæknibreytinga • huga að endurmenntun starfs- manna....þá átt þú erindi á þessa kynningu Þessir aðilar taka þátt í kynningunni: Fjölbrautaskólinn í Garöabæ, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Flensborgar- skólinn í Hafnarfirði, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn í Kópa- vogi, Menntaskólinn við Sund, Menntaskólinn í Reykjavík, Framhaldsskóladeild menntamálaráðu- neytis, Háskóli íslands, Endurmenntun H.Í., Iðn- skólinn í Reykjavík, Iðntæknistofnun íslands, Kennar- aháskóli (slands, Námsgagnastofnun, Tækniskóli ís- lands, Verzlunarskóli íslands, aðilar úr námi í EDB skólanum í Odense og University of London, Stjórn- unarfélag íslands, Tölvufræðslan hf. Kynningin er haldin í Verzlunarskóla ís- lands Ofanleiti. Hún er öllum opin og aðgangur ókeypis. I tengslum við kynninguna verður haldin ráðstefna á sama stað um tölvumenntun fyrir íslenskt atvinnulíf. Hefst hún kl. 13.00. NOTAÐU ÞETTA EINSTAKA TÆKIFÆRI. SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS VILTU VITA UMTÖLVUNÁM? KYNNING Á TÖLV JNÁMI MÁNUDAG 1. JÚNÍ KL. 16-18 ALLT FRÁ NÁMSKEIÐUM TIL HÁSKÓLANÁMS. Qunnar Skúlason fagnar öðru marki KR-inga. FH-ingar ekki yfir sig hrifnir af atburðinum. Mynd:/ l.deild Fjömgt í Frostaskjóli Það var góður dagur hjá KR- ingum í gær. Sannfærandi sigur gegn FH á mjög góðum velli í besta knattspyrnuveðri. KR-ingar kunna greinilega vel við sig í Frostaskjóli og þeir voru allan tíman sterkari aðilinn og með smá heppni hefði sigurinn getað verið stærri. KR-ingar áttu fyrstu færi leiksins. Guðmundur Magnússon og Pétur Pétursson áttu báðir góð skot sem Halldór Halldórsson varði. En FH-ingar áttu einnig sín færi. Ólafur Kristjánsson skallaði yfir Pál Ólafsson, en Þor- steinn Guðjónsson bjargaði á línu. Um miðjan síðari hálfleik voru KR-ingar nálægt því að ná foryst- unni. Andri Marteinsson tók þá aukaspyrnu og Pétur kom á fullri ferð, en fastur skalli hans fram- hjá. Stuttu síðar kom svo fyrsta markið. Willum Þórsson renndi þá boltanum á Guðmund sem skoraði af öryggi með góðu skoti. Mínútu síðar kom annað mark- ið. Pétur lék þá laglega inní teiginn og lagði boltann fyrir Gunnar Skúlason. Hann gaf sér góðan tíma áður en hann af- greiddi hann yfir Halldór í mark- inu. Skömmu síðar fékk Pétur gott tækifæri en hann fékk bolt- ann á markteig, en Halldór varði skot hans. Síðari hálfleikurin var ekki jafn skemmtilegur og sá fyrri. Leikurinn var meira á miðjunni en bæði lið áttu þó hættuleg færi. Ólafur Kristjánsson tók auka- spyrnu fyrir FH við vítateig, en Páll Ólafsson varði snilldarlega. Hinum megin varð Halldór að taka fram sparihanskana er hann varði glæsilega skalla frá Pétri. En KR-ingar voru ekki búnir að segja sitt síðasta orð. Pétur átti góða sendingu á Björn Rafnsson sem var kominn innfyrir og skoraði af öryggi. Á siðustu mínútum leiksins varði Halldór svo glæsilega þrumuskot frá Willum. KR-ingar voru mun sprækari og framlínan mjög öflug. Andri og Pétur náðu vel saman og vörn- in var sterk. Þorsteinn Guðjóns- son var mjög öruggur í vörninni og sama má segja um aðra KR- inga. FH-ingar voru hinsvegar frek- ar þungir og komust ekki nógu vel inní leikinn. -Ibe Knattspyrna Knattspymuskólar Nú þegar knattspyrnuvertíðin er hafinn, byrja knattspyrnuskólarnir hjá þeim yngri. Flest félögin eru með slíka kennslu. KR-ingar starfrækja kanttspyrnu- skóla eins og undanfarin ár. Skóla- stjóri þar er Sigurður Helgason og honum til aðstoðar Óskar Porvalds- son. Þá munu þeir Gordon Lee og Pétur Pétursson leiðbeina þátttak- endum annað slagið. Þátttakendum er skipt í fjóra flokka eftir aldri og fyrsta námskeiðið hefst 1. júni. Innrritun fer fram í síma 27181 eða á skrifstofu knattspyrnu- deildarinnar. Þróttarar verða með sinn skóla á grassvæði félagsins við Holtaveg. Þar er Guðjón Ingi Eiríksson skólastjóri og mun hann leggja aðaláherslu á léttar og skemmtilegar æfingar. Skráning fer fram í síma 82817 og 17915. Leiknismenn verða einnig með knattspyrnuskóla og er sá á svæði fé- lagsins við Fellaskóla. Sigurbjartur Á Guðmundsson er skólastjóri, en einnig munu ýmsar kempur s.s Pétur Pétursson ofl. koma í heimsókn. ÍK verður að sjálfsögðu með knattspyrnuskóla eins og undanfarin ár. Fyrsta námskeiðið hefst 1. júni og skráning fer fram í síma 44368, eftir kl. 20. Stjarnan og íþrótta- og tómstund- aráð Garðabæjar verða í sameiningu með kanttspyrnuskóla í Garðabæ. Þar koma landsliðsmenn og atvinnu- menn í heimsókn og margt verður til gamans gert. Innritun fer fram í Garðalundi 1. júní frá 10-15. KR-FH 3-0 (2-0) *** KR-völlur 29. maí Dómari: Magnús Jónatansson * Áhorfendur:1800 1- 0 Guðmundur Magnússon (36.mín), 2- 0 Gunnar Skúlason (37,mín), 3-0 Björn Rafnsson (85.mín) Stjörnur KR: Pétur Pétursson * Andri Marteinsson * Þorsteinn Guðjónsson * Willum Þór Þórsson * Stjörnur FH Halldór Halldórsson * Magnús Pálsson * ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Kennarar Egilsstaðaskóla vantar 4 góða kennara til að kenna m.a. handmennt, raungreinar og stærð- fræði, dönsku, íslensku og yngri börnum. Á staðnum er svo til allt sem hugurinn girnist nema Þjóðleikhús og Sinfóníuhljómsveit. Við útvegum ódýrt húsnæði og veitum ýmsa aðra fyrirgreiðslu. Upplýsingar veita skólastjóri og yfirkennari í síma 97-1146 frá kl. 10-12 virka daga og á kvöldin í síma 97-1632. Skólanefnd «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.