Þjóðviljinn - 02.06.1987, Page 9

Þjóðviljinn - 02.06.1987, Page 9
 „Þaðer skipulagt vændi í tengslum við herstöðvar Bandaríkjamanna allsstaðarsem þæreraðfinna. Hvernigerástand- ið hérálslandi?" Systir Mary Sole- dad Perpinan frá Filippseyjum er forystumaður í friðarbaráttu og réttindabaráttu kvenna í þriðja heiminum. endur voru drepnir og tilræði voru gerð gegn ýmsu fólki. Sú hugsun sækir á mann hver stend- ur að baki þessari skemmdar- starfsemi, hver myndi tapa á friðsamlegri lausn. Því miður virðist Cory Aquino nú hafa tekið harðari afstöðu til skæruliðanna eins og til að storka þeim, en ég vona að það sé her- bragð en ekki stefnubreyting sem boði að hernum verði beitt í auknum mæli, en það væri sorg- legt. Nýkjörið þing er komið saman og ég vona að það beri gæfu til að hafa jákvæð áhrif á atburðarásina. Samtök okkar berjast fyrir sjálfstæðum Filipps- eyjum í öllum skilningi. Hvaða samband er milli friðar- hreyfinga ykkar og friðarhreyf- inga hér á norðurhveli? „Á þingi Friðarsambands norðurhafa (North Atlantic Network) í New Y ork á dögunum voru fulltrúar frá Karabíska haf- inu, Miðjarðarhafi, Eyjaálfu og víðar. Ég var þar fulltrúi íbúa á Kyrrahafssvæðinu. Þar að auki eru kirkjulegar friðarhreyfingar þriðja heimsins í nánu sambandi við friðarhreyfingar og hópa, bæði kirkjulega sem aðra, í norðurálfu og um allan heim raunar. Á Kyrrahafssvæðinu er einnig friðarsamband sem fylgist með og berst gegn flutningum og geymslu á kjarnavopnum og fyrir kjarnorkuvopnalausu svæði á hafinu og þessi mál tengja okkur auk langtímamarkmiðsins að ganga af hernaðarhyggjunni dauðri. Samtökin hafa einnig gætur á þeim ríkjum sem aðhyllast hern- aðarhyggjuna og gætu reynt að seilast til áhrifa í krafti hennar, svo sem Japan, Frakkland og fleiri. Fórnarlömb hernaðar- hyggjunnar Pú ert forystumaður hreyfingar sem berst gegn misnotkun á kon- um í þriðja heiminum. „Já, þessi hreyfing varð til í sambandi við mjög árangursríkar aðgerðir og mótmæli gegn svo- kallaðri kynlífsferðamennsku karlmanna, frá Japan til Suðaustur-Asíulanda. Þetta var í janúar 1981. Mánuði seinna vakti ég athygli á skipulögðu vændi í sambandi við herstöðvar og heri Bandaríkjamanna, en þessi starf- semi er jú eldri en kynlífsferða- mennskan og hefur verið landlæg lengi og bandarískir hermenn hellst yfir nágrannalönd Viet- Nam, Kóreu, Okinawa, Papaya Beach og Thailands um áratuga skeið. Við þetta mál er erfiðara að fást en hið fyrra. Við tengdum það mannréttindabaráttu strax árið 1982 og settum það í sam- band við hernaðarhyggjuna og hvernig hún leiðir til misnotkun- ar, traðkar á og notfærir sér fólk, í þessu tilfelli konur. Við vöktum athygli á málinu á kvennaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Na- irobi 1985 og víðar og eigum nú víðtækan stuðning fólks um allan heim og ekki síst í Bandaríkjun- um sjálfum, jafnvel á Bandaríkj- aþingi. Bæði konurnar og hermenn- irnir ekki síður eru fórnarlömb kerfisins sem á rætur sínar í hern- aðarhyggjunni og þessvegna er mikilvægt að Bandaríkjamenn sjálfirstöðvi þetta. Baráttan gegn hervændinu er einnig háð í Afr- íku og Mið-Ameríku. Við höfum tengsl við Kenya og Hondúras þar sem vandinn er mikill. Her- vændið er ekki síst alvarlegt vegna þess hve það stuðlar að út- breiðslu eyðni. Á Filippseyjum voru 5500 vændiskonur mótefnis- prófaðar og allmargar reyndust jákvæðar. Þegar bandaríska flugmóður- skipið Kitty Hawk kemur til Mombasa í Kenya að taka vistir og „viðra“ mannskapinn þá er safnað saman konum alls staðar að úr Kenya hermönnunum 10 þúsund til skemmtunar. Sem bet- ur fer er að vakna skilningur hjá fólki á því, að þetta er ekkert sjálfsagt, - að verða á þennan hátt fórnarlamb hernaðarhyggj- unnar. Svipað ástand ríkir í Hondúras og víða í Suðaustur-Asíu, en hvemig ástandið í þessum málum er hér í kring um herstöðina í Keflavík veit ég ekki. Þessir hlutir gætu verið huldir að ein- hverju leyti. Það er nokkur mun- ur að vera af þriðja heims þjóð- erni eða tilheyra hinum vestræna heimshluta.f San Diego í Kali- forníu er t.d. stór herstöð og frá henni eru skipulagðar vændis- ferðir til Tijuana í Mexíkó þar sem aðstæður eru allar aðrar og bágari en í Bandaríkjunum sjálf- um. Efnahagur bæjarbúa verður háður þessu, konurnar verða fórnarlömb vegna kynferðis síns, þjóðernis síns og fátæktar sinnar og á þennan hátt gerist þetta alls staðar þar sem hervændið er við lýði.Hermennirnir bandarísku eru líka fórnarlömb þessa kerfis hemaðarhyggjunnar. Þeir em í hemum vegna þess að þeir eiga fárra kosta völ sakir fátæktar, uppruna eða litarháttar, en í Bandaríkjaher er mjög hátt hlut- fall þeldökkra manna. Fólk verður að átta sig á sam- henginu og hætta að misnota jörðina, hætta að láta hernaðar- hyggjuna stjórna lífi sínu, koma í veg fyrir vígbúnaðaruppbygging- una, koma í veg fyrir að herir gæti hagsmuna hinna fáu á kostnað fjöldans og stefni lífi á jörðinni í hættu,“ sagði systir Mary Sole- dad Perpinan að lokum. -sá. Tónleikar og söngkeppni Látúnsbariri íslands Stuðmenn fylgja nýrri plötu úr hlaði með tónleikahaldi um landið og leitað nýjum söngstjörnum undir yfirskriftinni „Leitin að Látúnsbarkanum. “ Lokakeppnin í beinni útsendingu úrsjónvarpssal. Táningahljómsveitin Stuðmenn mun brátt senda frá sér nýja hljómplötu sem nefnist Á Gæsa- veiðum og inniheldur tíu ný frum- samin popplög. Mun táninga- hljómsveitin fylgja afsprengi sínu eftir með hnitmiðuðu tónleika- ferðalagi um landið í öll átta kjör- dæmin sem hefst nú um helgina á Vestfjörðum. Á tónleikaferð sinni munu Stuðmenn standa fyrir mikilli leit að „Látúnsbarkanum" sem þeir eru fullvissir um að finnist meðal landans. Leit þessi er umfangs- mikil og metnaðarfull söng- stjörnuleit og munu fimm kepp- endur geta skráð sig á hverjum viðkomustað Stuðmanna og flutt eitt lag með hljómsveitinni eða við eigin undirleik. Telja Stuð- menn að með slíkri leit geti þeir fundið margan góðan söngkraft sem ekki hefur haft tækifæri til að láta ljós sitt skína. Að loknu tónleikaferðalagi Stuðmanna verður síðan haldin lokakeppni um besta og hljóm- prúðasta söngbarkann, þ.e. Lát- únsbarkann í beinni útsendingu í sjónvarpssal þann 5. júlí og verða vegleg verðlaun veitt, utanlands- ferð, hljómplötusamningur og verðlaunagripur sem er Látúns- barkinn á stalli. -ing. Tómstundaskólinnbýöurupp áskemmtilegnámskeiönú ísumar. Þettaeruööruvísi námskeiö en börn og unglingar eiga aö venjast. Þau byggja á lifandi kennslu í 6tungumálum, myndlistog leiklist. Áhersla er lögð á aðlaðandi kennslu og t.d. aö nota tungumálið viö eðlilegar aöstæður, þ.e. talmál. Námskeiðin eru fyrir tvo aldurshópa, 8-10 ára og 11 -13 ára. Fyrra námskeiðið verður 9.-22. júní en hið seinna 23. júní til 3. júlí. Kennt verður í Iðnskólanum í Reykjavík og Tómstundaskólanum, Skólavörðustíg 28. Námsgreinar: Enska 34 st. ítalska 34 st. Neil Mc Mahon Lamberto Biasi Kl. 9:00-11:30 eldri deild Kl. 9:00-11:30 eldri deild 13:00-15:30 yngri deild 13:00-15:30 yngri deild Danska 34 st. Þýska 34 st. Lisa Schmalensee Kl. 9:00-11:30 eldri deild Kl. 9:00-11:30 eldri deild 13:00-15:30 yngri deild 13:00-15:30 yngri deild Myndlist 34 st. Sænska 34 st. Þóra Sigurðardóttir Ásdís Sigurjónsdóttir Kl. 9:00-11:30 eldri deild Kl. 9:00-11:30 eldri deild 13:00-15:30 yngri deild 13:00-15:30 yngri deild Leiklist - leikræn tjáning 34 st. Spænska 34 st. Seinna námskeið Elísabeth Saguar Sigríður Eyþórsdóttir Kl. 9:00-11:30 eldri deild Kl. 9:00-11:30 eldri deild 13:00-15:30 yngri deild 13:00-15:30 yngri deild Innritun alla virka daga kl. 10-16 í síma 621488. Leitið frekari upplýsinga. TÖM5TUNDA SKOLINN Skólavöróustig 28 Sími 621488 Þriðjudagur 2. júní 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.