Þjóðviljinn - 02.06.1987, Blaðsíða 12
ERLENDAR FRETTIR
Líbanon
Víg Karamis veldur ótla
Sprengja sprakk undirsœti líbanska
forsœtisráðherrans íþyrlu á leiðfrá Trípolí til Beirút.
Þriðji leiðtoginn sem fellur fyrir hendi tilrœðismanna á
10 árum. Líbanir óttast nýja öldu ofbeldisverka í
kjölfar morðsins
Rashid Karami.
Rashid Karami, forsætisráð-
herra Líbanons og leiðtogi
Súnni-múslima, var veginn í gær-
morgun. Ekki er vitað hver kom
fyrir öflugri vítisvél undir sæti
hans í herþyrlu sem var á leið með
hann og fleiri háttsetta Súnníta
frá borginni Trípolí í átt til höfu-
ðstaðarins, Beirút. Allir sem voru
um borð í þyrlunni slösuðust, þar
á meðal innanríkisráðherra Líb-
anons, Abdallah Al-Rassi, en eng-
inn til ólífis utan Karami.
Karami var 65 ára gamall og
forsætisráðherra „þjóðstjórnar-
innar“ sem sett var á laggirnar
árið 1984 en hefur verið nafnið
tómt síðan í ársbyrjun 1986. Þá
drógu múslímskir ráðherrar sig í
hlé í mótmælaskyni við afstöðu
Amins Gemayels forsætisráð-
herra sem neitaði að fallast á
friðaráætlun Sýrlendinga.
Karami þótti alla tíð mjög hall-
ur undir stjórnvöld í Damaskus
og það var vegna tilmæla þeirra
að hann sagði ekki af sér embætti
árið 1986. Það gerði hann hins-
vegar þann fjórða maí síð-
astliðinn er Gemayel og aðrir
leiðtogar kristinna þverneituðu
að fallast á að sýrlenskar her-
sveitir skökkuðu leikinn þegar
öndverðar fylkingar múslíma
bárust á banaspjót í Vestur-
Beirút. Engu að síður lögðu Sýr-
Noregur
Ný fiskeldisplága
Engin lyf hrífa á Bremnesveikina. Bœtist við Hitraveikina
ý sýki hefur nú breiðst út um
Sveitarstjóri óskast
Staða sveitarsjóra Búðahrepps, Fáskrúðsfirði er
laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júní.
Staðan veitist frá 15. júlí.
Upplýsingar um starfið veitir fráfarandi sveitar-
stjóri í síma 97-5220.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf skulu send skrifstofu Búðahrepps,
Skólavegi 53, 750 Fáskrúðsfirði
Tónlistarkennari
óskast
Tónskóli Fáskrúðsfjarðar óskar að ráða skóla-
stjóra.
Æskilegt er að hann taki einnig að sér organista-
starf við kirkjuna.
Nánari upplýsingar veitir formaður tónskóla-
nefndar Agnar Jónsson vinnus. 97-5191 og
heimas. 97-5215.
Faðir okkar og tengdafaðir
Guðmundur Finnbogason
járnsmiður, Grettisgötu 20 B
andaðist laugardaginn 30. maí.
Útförin auglýst síðar.
Dætur og tengdabörn
Eiginkona mín og móðir okkar
Hildigunnur Einarsdóttir
Bjarkarstíg 3
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 4. júní
kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vildu
minnast hennar, láti Krabbameinsfélag AkureyrareðaTón-
listarskólann á Akureyri njóta þess.
Stelnar Þorsteinsson
Guðrún Lilja Steinarsdóttir
Þór Steinarsson
Þórdís Steinarsdóttir
fiskeldisstöðvar meðfram
ströndum Noregs. Bremnes-
veikin, einsog sýkin er kölluð,
hefur valdið því að slátra hefur
þurft fiski í mörgum eldisstöðv-
um. Sýkin drepur aðallega lax.
Fiskalendur og sérfræðingar
standa ráðþrota gagnvart þessum '•
ófögnuði, því engin lyf hafa hrifið
sem fram að þessu hafa verið
reynd.
Þekkingin á þessum nýja sjúk-
dómi er í lágmarki. Hið eina sem
menn vita nokkurn veginn með
vissu er að þetta er ekki bakteríu-
sjúkdómur einsog Hitraveikin
sem herjað hefur gífurlega á
norskar eldisstöðvar.
Upptök
Bremnesveikinnar varð fyrst
vart fyrir þrem árum, við Brem-
nes í Hörðalandi. Útbreiðsla sýk-
innar hefur verið svo hröð að haft
er á orði að Norðmenn séu á
góðri leið með að missa tökin á
stjórn fiskeldismála. Talið er að
brýn þörf sé á róttækum ráðstöf-
unum eigi ástandið ekki að
versna enn meir. Einkum er rætt
um betri varnir gegn smiti og lögð
áhersla á að verja verði hærri
upphæðum til rannsókna á fisk-
sjúkdómum.
Mikið tap
Allir sjúkdómar sem herja á
fisk í norskum eldisstöðvum
valda samdrætti í framleiðslu
miðað við áætlanir. Afleiðing-
arnar geta orðið þær að Norð-
menn standi ekki við gerða samn-
inga um að afhenda fisk og glati
þarafleiðandi mörkuðum sem
þeir hafa haft mikið fyrir að verða
sér úti um.
Það er stefna norskra
stjórnvalda að fiskeldið eigi að
skila hagnaði án aðstoðar hins
opinbera. Því getur tekið langan
tíma að afla nægrar þekkingar á
fisksjúkdómum, eigi fram-
leiðendur sjálfir að bera kostnað
af rannsóknum og uppfræðslu.
Væntanlega mun þetta leiða til
þess að seiðamarkaðir íslendinga
í Noregi haldist opnir lengur en
ætlað var.
Baldur Pálsson,
Noregi.
lendingar undir sig borgarhelft-
ina og Gemayel hafði enn ekki
faliist á afsögn Karamis er hann
var myrtur.
Karami er þriðji leiðtoginn
sem veginn er í Líbanon á tíu
árum. Arið 1977 var hinn vinstri-
sinnaði forystumaður Drúsa,
Kamal Jumblatt, myrtur og fimm
árum síðar féll leiðtogi kristinna
og nýkjörinn forseti, Bashir
Gemayel, fyrir morðingjahendi.
í bæði skiptin skall á vargöld í
kjölfar morðanna og gekk á með
hrannvígum, mannránum og
sprengjuherferðum. Óttast Lí-
banir mjög að víg Karamis muni
draga sama dilk á eftir sér. -ks.
Yfirmenn stjómarhersins á Sri Lanka harma að leiðtogi Frelsistígranna, Velup-
illai Prabhakaran, skyldi ganga sér úr greipum.
Sri Lanka
Vígi Tígranna falla
Foringjar stjórnarhersins fullyrða að allar
búðir Frelsistígra Tamíla íhéraðinu
Vadamarachchi séu á sínu valdi. Indverjar
hyggjastsenda mat og meðul til tamílskra
borgara en stjórnvöld í Kólombo taka það
óstinnt upp
Hernaðaryfirvöld á Sri Lanka
segja sókn hers síns á hendur
Frelsistígrum Tamfla á Jaffna-
skaga hafa tekist vonum framar.
Herforingjar stjórnvalda fullyrða
að dátar sínir hafi tekið ö)I vígi
Tígranna á átakasvæðinu her-
skildi; hið síðasta, bærinn Point
Pedro á norðausturströndinni,
hafi fallið I gær. Nú sé allt Va-
damarachchi hérað á valdi
stjórnarhersins. Þeir segjast hafa
misst 30 menn fallna og að 168
hafi særst í átökunum en 150
Tígrar liggi í valnurn og 250 hafi
verið teknir höndum.
Blaðafulltrúi stjórnarinnar í
Kólombo sagði að með þessum
hemaðarávinningum væri fyrsta
hluta sóknarinnar lokið en viður-
kenndi að annað af tveim mark-
miðum áhlaupsins hefði farið út
um þúfur. Herforingjar ráða-
manna höfðu einsett sér að hafa
hendur í hári leiðtoga Tígranna,
Velupillai Prabhakaran, en hann
smaug úr greipum þeirra þótt
þeir hefðu talið sig hafa riðið um
dvalarstað hans þétt net leitar-
manna úr röðum hersins.
Þótt heimildir um gang at-
burða á Jaffnaskaga umliðna
viku hafi flestar verið ættaðar frá
ráðamönnum í Kólombo þá
bendir ýmislegt til þess að frétt-
irnar um skjótan sigur stjórnar-
hersins eigi við rök að styðjast.
Útgöngubanni sem sett var á
Jaffnaskaga var til að mynda
aflétt í 11 klukkustundir í gær til
þess að íbúarnir 800 000 gætu
orðið sér úti um mat og vistir.
Blaðafulltrúinn var spurður að
því hvort stjórnvöld mundu láta
hér við sitja eða láta þegar í stað
skríða til skarar á öðrum blettum
skagans þarsem Tígrarnir hefðust
við. Hann sagði það velta á
tvennu. Annarsvegar hvort það
væri ráðlegt út frá hernaðarsjón-
armiðum og hinsvegar hvort
hyggilegt væri að styggja Ind-
verja meira en orðið væri.
Tamflar á Sri Lanka eiga um 50
miljón frændur og frænkur sem
heimili eiga í Tamil-Nadu fylki á
sunnanverðu Indlandi. Stjórn
Rajivs Gandhi hefur ítrekað
mælt í mót hernaðaraðgerðum
kollega sinna í Kólombo og boð-
ist til að miðla málum.
í gær lýsti Indlandsstjórn því
yfir að hún myndi á miðvikudag-
inn senda skipalest með matvæli
og lyf til handa óbreyttum borg-
urum á Jaffnaskaga. Sri Lanka-
stjórn tók þessum fréttum illa.
Sagði háttsettur embættismaður í
gær að stjórnin hti á þetta sem
afskipti af innanríkismálum
landsins, matvælanna væri ekki
þörf og hún myndi væntanlega
gefa út yfirlýsingu um þetta mál í
dag.
-ks.
16 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þri&judagur 2. júní 1987
Aðalheimild: REUTER