Þjóðviljinn - 03.06.1987, Blaðsíða 2
'drunriinuini
Hverju spáir þú um úr-
slitin í landsieik íslend-
inga og A-Þjóðverja í
knattspyrnu í kvöld?
Gunnar Jónsson
bílabraskari:
2-0 fyrir Þjóöverjum.
Eyvindur Bergmann
bycjgingaverktaki:
Eg þori ekki að spá. Jæja,
kannski að hann fari 1-0 fyrir
Þjóðverjum.
Hreiðar Sigtryggsson:
Bíddu nú við...ætii hann fari
ekki 1-1.
Bragi Elíasson
knattspyrnuáhugamaður:
1-0 fyrir íslendingum.
Anh-Dao
kennari:
ísland sigrar.
FRÉTT1R
Steinullarverksmiðjan
Stórfelldur táprekstur
Víðtækar aðgerðir til að bjarga verksmiðjunni úrgreiðsluvandanum.
Hlutafjáraukning uppá 72 miljónir og margvísleg hagræðing
Stjórn Steinullarverksmiðj-
unnar á Sauðárkróki hefur
orðið að grípa til margvíslegra
aðgerða til að tryggja framtíð
verksmiðjunnar, en á aðalfundi
verksmiðjunnar var upplýst að
rekstrartapið á sl. ári nam nærri
35 miljónum króna.
Framleiðslan á sl. ári gekk vel
en alls voru framleidd um 2.650
tonn. Salan varð hins vegar minni
en áætlað var eða 2.440 tonn
þrátt fyrir gott söluátak í Fær-
eyjum, en þangað fara nú um
15% af framleiðslu verksmiðj-
unnar.
Flluthafar hafa samþykkt til-
lögur stjórnarinnar um skilyrta
hlutafjáraukningu og mun hún
nema um 72 miljónum og á hluta-
féð að koma til greiðslu á þessu
og næsta ári.
Þá hefur stjórnin samið við alla
helstu lánardrottna um lengingu
á skammtímalánum til minnst 10
ára. Einnig hefur verið gripið til
hagræðingar í rekstri, fækkað um
tvö stöðugildi í verksmiðju, og
söluskrifstofan í Reykjavík hefur
verið lögð niður.
Þrátt fyrir þessar aðgerðir telur
stjórn verksmiðjunnar að bregð-
ist mikilvægir rekstrarþættir í
lengri eða skemmri tíma sé hætta
á að verksmiðjan lendi í alvar-
legum greiðsluerfiðleikum á ný.
-Jg-
Keflavíkurgangan
Rútuferðir
til her-
stöðvarinnar
Það er mikið hringt til okkar og
greinilegt að það cr mikill áhugi á
þessari Keflavíkurgöngu á
laugardaginn, sagði Guðrún Bó-
asdóttir, starfsmaður á skrifstofu
Herstöðvaandstæðinga, í samtali
við Þjóðviljann í gær.
Guðrún sagði að mikið væri
spurt um rútuferðirnar á laugar-
dagsmorgun til herstöðvarinnar á
Keflavíkurvelli og til að létta á
starfsmönnum skrifstofunnar
birtir Þjóðviljinn hér ferðaáætl-
unina frá höfuðborgarsvæðinu
suður á völl:
1. Eiðistorg kl. 07:00 KR-
heimilið kl. 07:10 Elliheimilið
Grund kl. 07:20 BSÍ kl. 07:30 2.
Héðinn kl. 07:00 Lœkjartorg kl.
07:10 Hlemmur kl. 07:20 BSÍ kl.
07:30 3. KRON Langholtsvegi kl.
07:00 Sunnutorg kl. 07:10
Laugardalslaug kl. 07:15
HáaleitisbrautlLágmúli kl. 07:20
BSÍ kl. 07:30 4. Olís Grafarvogi
kl. 06:50 Grensásstöð kl. 07:10
Strœtóstöðvar við Miklubraut kl.
07:15-07:25 BSÍ kl. 07:30 5.
Rofabœr austast kl. 07:00 Shell
Árbœ kl. 07:10 Stekkjabakki/
Grœnistekkur kl. 07:20 BSÍ kl.
07:30 6. Bústaðakirkja kl. 07:00
Strœtóstöðvar við Bústaðaveg v/
Veðurstofu kl. 07:20 BSÍ kl.
07:30 7. Fjölbraut Breiðholti kl.
07:00 Olís Norðurfelli kl. 07:10
v/Maríubakka kl. 07:20 BSÍ
kl.07:30 8. Seljaskóli kl. 07:00 við
Raufarsel kl. 07:10 Skóga/
Öldusel kl. 07:20 Engihjalli kl.
07:30 Strœtóstöðvar við Álfhóls-
veg að bensínstöð á Kópavogs-
hálsi kl. 07:40
Hafnarfjarðarvegur/
Vífilsstaðavegur kl. 07:45
Hafnarfjörður kl. 07:50
Reykjavíkurvegur Norðurbœr
íþróttahús við Strandgötu Uppi á
Holti.
Til móts við gönguna: Sérleyfis-
bílar Keflavíkur frá BSÍ kl. 09:00
- 11:30 - 13:30 (Kúagerði) -
15:30 (Straumur).
Þessi vaska sveit lögreglunnar í Reykjavík mun sinna í sumar vegaeftirliti um allt land ásamt eftirliti á hálendinu i
samvinnu við Landhelgisgæsluna sem leggur til þyrluna. Nýjungin í þessu árvissa eftirliti lögreglunnar er sérútbúinn
hálendisbíll sem verður notaður í fyrsta skipti í sumar. Ef einhver er í vafa hvar sá bíll er á myndinni, þá er hann lengst til
vinstri.
Lögreglan
Eftirlitsbíll á
hálendinu í sumar
Vegaeftirlit lögreglunnar íReykjavík byrjar ídag. Notaðir verðafjórir bílar
ístað sex áður. Astœðan sparnaður. Þyrla landhelgisgæslunnar notuð á
hálendinu
r
Ifyrsta skipti í sumar verður lög-
i ‘
Ireglan í Reykjavík með sérstak-
lega útbúinn bíl til eftirlits á há-
lendinu til að fylgjast með um-
ferðinni þar og vera vegfarendum
til halds og trausts. Einnig verður
þyrla Landhelgisgæslunnar not-
uð þegar þurfa þykir. í gær fóru
lögreglumenn með þyrlunni upp
á hálendið til að kanna ástand
vega. í vegaeftirlitinu í sumar
verða nú fjórir bflar í stað sex sem
munu aka um allt land og vinna
að vegaeftirliti í samráði við stað-
arlögreglu á hverjum stað. Þessi
árvissa starfsemi lögreglunnar
hefst í dag.
Að sögn Bjarka Elíassonar
yfirlögregluþjóns er fækkun
vegaeftirlitsbílanna til komin
vegna sparnaðar ríkisins en á
móti kemur að fjárveiting fékkst
fyrir bfl til eftirlits á hálendinu.
Sagði Bjarki að það væri
nauðsynlegt að fylgjast með um-
ferðinni á hálendinu þar sem það
færðist í vöxt að menn færu upp á
hálendið sér til skemmtunar og
keyrðu þar um. Sérstaklega væri
ásókn útlendinga mikil upp á há-
lendið á alls kyns torfærubflum
og yrði haft eftirlit með því að
ekki væru unnar skemmdir á
náttúrunni með ógætilegum ak-
stri. Þetta ætti auðvitað líka við
um íslendinga. Einnig yrði mikið
öryggisatriði að hafa lögreglu á
hálendinu ferðamönnum og öðr-
um til halds og trausts. grh
2 SfÐA - ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 3. júní 1987