Þjóðviljinn - 03.06.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 03.06.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTHR Synt í Þýskalandi íslenska unglingalandsliðið í sundi er nú á leiðinni til Þýska- lands, nánar tiltekið Bremerha- ven. Þar taka ísiendingar þátt í aldursflokkamóti er kallast,, Kogge der Seestadt Bremerha- ven“. Keppt er um farandbikar sem sænska sundfélagið SC Kristian- sand hefur tvisvar unnið og sigri þeir nú vinna þeir hann til eignar. Að sjálfsögðu munu íslendingar gera sitt besta til að koma í veg fyrir það. Keppendur íslands eru. Björg Jónsdóttir, UMFN Ævar Örn Jónsson, UMFN Brynja Árnadóttir, UMFN Arnar Birgisson, KR Elísabet Kristjánsdóttir, UMFS Eyjólfur Jóhannesson, ÍA Kristjana Þorvaldsdóttir, ÍA Alda Viktorsdóttir, ÍA Elín Sigurðardóttir, fA Lóa Birgisdóttir, Ægi Sindri Valdimarsson, Ægi Davíð Jónsson, Ægi Kári Pálmason, Ægi Jón Valur Jónsson, UMSB Sigríður Dögg Auðunsdóttir, UMSB Svavar Þór Guðmundsson, Óðni Birna Björnsdóttir, Óðni Kristján B. Arnarson, Vestra Sunddeild Bolungarvíkur tekur einnig þátt í þessari keppni með 16 keppendur. Þjálfarar eru Auðunn Eiríks- son og Hafliði Halldórsson. -ibe fslensku keppendurnir sem fara til Bremerhaven. Miðvikudagur 3. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Punktar úr 2.umferð Alls léku 7 leikmenn í fyrsta skipti í 1. deild í leikjum 2. um- ferðarinnar um heigina. Það voru KA-mennirnir Arnar Bragason, Jóhannes Valgeirsson og Arni Hermannsson, Skagamennirnir Guðmundur Matthíasson og Har- aldur Ingólfsson, Skarphéðinn ívarsson, Völsungi, og Rúnar Kristinsson, KR. Jón Oddsson lék sinn fyrsta 1. deildarleik með nýju félagi, Fram. Hann hefur áður leikið með Breiðabliki, ÍBÍ og KR í 1. deild. Þrír skoruðu sitt fyrsta 1. deildarmark, þeir Guðmundur Magnússon, KR, Freyr Braga- son, ÍBK, og Tryggvi Gunnars- son, KA. Viðar Þorkelsson skoraði sitt fyrsta 1. deildarmark í 5 ár, eða frá 1982, þegar hann jafnaði fyrir Fram á Akranesi. Það var jafn- framt 950. mark Fram í deilda- keppninni frá upphafi. Heimir Guðmundsson hefur skorað bæði mörk ÍA í 1. deild til þessa en hafði aldrei áður skorað í deildinni. Jón Grétar Jónsson skoraði 1050. mark Valsmanna í 1. deild frá upphafi þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins gegn ÍBK. Pétur Ormslev, Fram, og Ian Fleming, FH, hafa fengið 2 gul spjöld hvor í fyrstu 2 umferðun- um. Fjögur spjöld þýða leikbann þannig að þeir eru þegar hálfnað- ir með kvótann. KA, ÍBK og Valur eru prúð- ustu lið 1. deildar til þessa. Hvert þeirra hefur aðeins fengið á sig eitt gult spjald í fyrstu tveimur leikjunum. Völsungur, Víðir og Þór eru með 2 gul hvert, ÍA og Fram 3 en FH og KR hafa fengið 4 gul spjöld hvort. Þór beið í fyrsta skipti lægri hlut fyrir Völsungi í deildakepp- ninni. Liðin höfðu áður mæst 8 sinnum í 2. deild, Þór hafði unnið 5 leiki en 3 endað með jafntefli. Víðismönnum hefur enn ekki tekist að skora mark hjá KA í deildaleik. í 2. deild 1983 vann KA 1-0 og síðan varð jafntefli, 0-0, og nú vann KA 1-0 í Garðin- um. -VS Viðar Þorkelsson skoraði sitt fyrsta mark í fimm ár á laugardag. Evrópukeppni Stefnt að sigri Leikið gegn A-Þjóðverjum í kvöld Það er að duga eða drepast í kvöld þegar íslendingar mæta Austur-Þjóðverjum í Evrópu- keppninni í knattspyrnu. Austur- Þjóðverjar eru vissulega með sterkt lið en ef íslenska liðið leikur eins og það best getur má búast við spennandi leik. Leikurinn gegn Austur- Þjóðverjum í kvöld er 9. lands- leikur þjóðanna. Við stöndum reyndar ekki mjög vel í þeim samanburði. Austur-Þjóðverjar hafa sigrað í 6 viðureignum, einu sinn höfum við gert jafntefli og Sund einu sinni sigrað. Það var á Laugardalsvelli fyrir tæplega tólf árum. Nánar tiltekið 5.júní 1975. Þá unnum við frækilegan sigur, 2-1. Árinu áður höfðum við af- rekað á ná jafntefli á útivelli og þá þóttu Austur-Þjóðverjar með bestu knattspynuþjóðum heims. Voru t.d. eina þjóðin sem lagði Vestur-Þjóðverja að velli þegar þeir urðu heimsmeistarar 1974. Einn af íslendingunum sem leika á morgun, lékjíennan leik fyrir 12 árum. Sá er Asgeir Sigur- vinsson og hann skoraði síðara mark íslands. Markatalan úr þessum átta leikjum er 5-15, Austur- Þjóðverjum í vil. Þrfr af leikjun- um voru á útivelli. íslenska landsliðið í kvöld er líklega eins sterkt og það getur orðið. Allir lykilmennirnir eru með, en inní hópinn koma Lárus Guðmundsson og Pétur Arn- þórsson í stað Sigurðar Grétars- sonar og Péturs Ormslev. Líklega má segja að Sovét- menn séu nokkuð öruggir með sigur í riðlinum. Þeir hafa aðeins tapað einu stigi, gegn íslandi, og aðeins fengið á sig eitt mark, mark Arnórs Guðjohnsen. Staöan í 3.riöli Evrópukeppninnar: Sovétrikin...........4 3 1 0 9-1 7 A-Þýskaland..........4 1 2 1 2-2 4 Frakkland............4 1 2 1 2-2 4 Island...............4 0 2 2 1-5 2 Noregur..............2 0 110-41 Leikurinn verður á Laugardal- svelli og hefst kl. 20. Ástæða er til að hvetja alla til að mæta á völ- linn og hvetja landsliðið sem hef- ur sýnt að það hefur tvímælalaust getu á við stóru þjóðirnar. -Ibe Þótt þeir eigi fyrir höndum erfiðan leik gegn Austur-Þjóðverjum í dag, er skopskynið í Imí hjá landsliðsmönnunum. Hér bregða þeir Sigurður Jónsson og Friðrik Friðriksson á leik, á æfingu í gær. Mynd:E.ÓI 09 þetta líka... Svíinn Sven Göran Eriksson, sem nýlega sagði af sér sem þjálfari Roma, hefur nú tekið við liði Fiorentina I l.deild. Selcuk Yula heitir tyrkneskur knattspyrnumaður sem nú er atvinnulaus. Hann var á tveggja ára samningi hjá Blau Weiss Berlin, en var rekinn I gær. Forráða- menn BW Berlin sögðu að hann hefði mætt frekar stopult á æfingar undan- farnar vikur. Yula hefur skorað tvö mörk fyrir BW Berlin. John Sillet var í dag gerður að framkvæmda-. stjóra Coventry. Hann var áður þjálf- ari og hyggur nú á breytingar. „Við hefðum getað sigrað I 1 .deildinni ef við hefðu nýtt tækifæri okkar betur," sagði hann í gær. „Nú munum við kaupa sterka leiikmenn og á næsta ári verðum við I einu af toppsætun- um. Þess má til gamans geta að sigur I bikarkeppninni nú fyrir skömmu var fyrsti titill Coventry I 104 ára sögu félagsins. Elton John er einnig mjög bjartsýnn á næsta keppnistímabil. „Við erum nú meðal tíu bestu liða I deildinni og innan skamms verðum við meðal þriggja bestu." Hann sagði einnig að sér litist vel á nýja framkvæmdastjóra Wat- ford, David Basset. Watford er ný- komið úr keppnisferð í Kína þar sem þeir sigruðu landsliðið, 2-0. Þau eru flókin fjölskyldumálin hjá Robert Maxwell, blaðakóngnum breska. Hann hefur nú tekið við sem formaður Derby af syni sínum lan. En samkvæmt regl- um breska knattspyrnusambandsins má hann ekki sitja í stjórn tveggja félaga og sagði því af sér sem for- maður Oxford. Það var annar sonur hans, Kevin, sem tók stöðu hans þar. Frakkar hyggja nú á breytingar í landsliði sínu í knattspyrnu. „Nú þegar Platini er hættur verðum við að fá fleiri yngri menn í liðið,“ sagði Henri Michel franski landsliðsþjálfarinn. Philippe Fargeon, sem hefur komið mjög á óvart, leikur sinn fyrsta landsleik gegn Norðmönnum. Jean Tigana hefur verið talinn líklegur sem fyrirliði liðsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.