Þjóðviljinn - 03.06.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.06.1987, Blaðsíða 12
ERLENPAR FRÉTTIR Kína Umbótamenn f lýta sér hægt Kínverjar hafa slegið áfrest umfangsmikilli nýsköpun íefnahagsmálum. íhaldsmönnum vex ásmegin en hafa fátt til efnahagsmála að leggja Engu að síður hafa orðið mikl- ar breytingar í kínversku efna- hagslífi frá því Deng tók í taumana. Velmegun hefur aukist og Kínverjar hafa á síðustu árum aukið kornframleiðslu sína mjög og selja nú verulegt magn úr landi ár hvert. Snemma í fyrra voru ráðamenn svo upp með sér af árangrinum að þeir sömdu áætlanir um stór stökk fram á við á þessu ári. Með- al nýmæla átti að verða gagnger endurskoðun verðlagningarkerf- isins sem þykir næsta úrelt. En við lok síðasta árs fór að halla undan fæti í efnahagsmálum Vonir Kínverja standa til að land þeirra verði í tölu mestu iðnvelda um alda- mótin. Eigi sá draumur að rætast þurfa að stórstígar framtarir að eiga sér stað í efnahagsmálum á næstunni. og í janúar kom til átaka náms- manna og lögreglu með þeim af- °- Bygging K á Landspítalalóð Tilboð óskast í innanhússfrágang á hluta bygg- ingar K á Landspítalalóð í Reykjavík. Húsið, sem er fjórar hæðir, auk (Dakhæðar, er nú uppsteypt með ísettum og glerjuðum gluggum og fullfrá- gengið að utan. Stærð hússins er 19.060 m3 og heildargólfflötur um 4.600 m2. Verkið felur í sér fullnaðarfrágang á tveimur neðstu hæðum hússins, innrétting og lagnir, ein- angrun og múrhúðun útveggja tveggja efri hæð- anna með ofnakerfi og fullnaðarfrágang á þak- hæð sem lagnarými. Auk þess uppsteypu á lagnastokk og loftinntaki. Verkinu á að skila í tvennu lagi, svæði A, sem skilgreint er nánar í útboðsgögnum, skal skila fullgerðu og lögnum að því svæði, eigi síðar en 1. maí 1988, en verkinu öllu fulllokið 1. september 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borg- artúni 7, Rvk, gegn 30.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 7. júlí n.k., kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844 Frá Grunnskólanum á Hellissantíi Kennara vantar í eftirtaldar stöður: Einn kennara í yngri barna kennslu og einn kenn- ara til að kenna tónmennt í Grunnskólanum og við Tónlistarskólann. Boðið er upp á húsnæði gegn lágri leigu og mun flutningsstyrkur verða veittur. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 93-6618 eða 93-6682. leiðingum að flokksformaðurinn Hu Yaobang hrökklaðist úr emb- ætti. íhaldsmenn komu fram úr skúmaskotum og töluðu digur- barkalega um að „borgaralegt frjálslyndi“ tröllriði þjóðlífinu. Hinum metnaðarfullu nýsköpun- arplönum var snarlega stungið undir stól og verða ekki ofarlega á baugi fyrr en á flokksráðstefnu síðla í ár. Samt sem áður verður gerð til- raun með nýmæli í rekstri fyrir- tækja á næstunni. Þau eru á þá lund að fyrirtækin semja við ríkis- stjórnina um að framleiða ákveð- ið magn vöru en jafnskjótt og staðið hefur verið við samninginn er firmum gefið sjálfdæmi um sölu umframafurða. Og þau fá haldið ágóðanum. „Þetta eru ósköp meinleysis- legar breytingar,“ sagði kín- verskur umbótamaður í Peking, „en róttæk nýsköpun er ekki hyggileg einsog andrúmsloftið er nú á toppnum." í mars viðurkenndu ráðamenn að halli hefði verið á fjárlögum í fyrra og sú yrði einnig raunin í ár. Síðustu tvö ár hafa viðskipti við útlönd verið rekin með tapi, út- gjöld ríkisins farið úr böndum og Iaun hækkað um skör fram. Þessar hrakfarir hafa, sem fyrr segir, verið vatn á myllu gamalla vopnabræðra Maós formanns sem enn úir og grúir af í kerfinu. Þeir tóku frumkvæðið í pólitísk- un efnum, hleypt var af stokkun- um herferð gegn „borgaralegum þankagangi" og „vestrænni úr- kynjun“ og ýmsum úr þeirra röðum hefur verið gert hátt undir höfði í fjölmiðlum ríkisins. Ekki er gott að átta sig nákvæmlega á hve sterk staða þeirra er en það hlýtur að verða þeim til minnkunar að hafa engar raun- hæfar tillögur fram að færa til lausnar efnahagsvandanum né til uppstokkunar á kerfi sem öllum þorra landsmanna ber saman um að þurfi að færa í betra horf. Nýsköpunarstefnan hefur haft ýmsar hliðarverkanir sem komið hafa við kaunin á alþýðu manna. Þeirra helst er verðbólgan. f síð- asta mánuði kvartaði Zhao Ziy- ang forsætisráðherra og flokks- formaður undan því að fjölmiðlar Deng Xiaoping með vini sínum og skjólstæðingi, Hu Yaobang, sem vék úr embætti formanns Kommúnistafl- okksins í janúar. Arftaka hans og for- sætisráðherrann Zhao Ziyang sjáum við á innfelldu myndinni. fjölluðu um nýsköpunina á of áróðurskenndan hátt en létu undir höfuð leggjast að skýra hana út. Hann gaf jþeim fyrirmæli um að fjalla um hana á hlutlægan hátt, draga ekkert undan sem vera kynni óþægilegt og færa fólki heim sanninn um nauðsyn hennar. Einn helsti hagfræðingur Kín- verja reit grein í Dagblað alþýð- unnar í síðustu viku og vék að þessum vanda. „Það hefur valdið kurr meðal fólks að fá ekki við- hlítandi skýringar á verðhækkun- um. Þótt róttækar umbætur í efnahagsmálum valdi ætíð óvissu og séu nokkuð áhættusamar þá hefur það sýnt sig hvarvetna að þær skila árangri og bæta kjör al- mennings. En í löndum þar sem stjórnvöld halda að sér höndum og ríghalda í gamlar hagkreddur er vöruframboð fáskrúðugt, markaðsmál í ólestri og skömmtunarkerfi gjarna við lýði.“ Þessum orðum er næsta augljóslega beint að Kína Maós og ýmsum Austur-Evrópuríkj- um, svo sem Rúmeníu. Kínverja hefur dreymt stóra drauma um að land þeirra komist í hóp öflugustu iðnríkja eigi síðar en við upphaf næstu aldar. Opin umræða og efnahagslegar stað- reyndir á síðustu átta árum hafa hinsvegar komið þeim niður á jörðina og fært þeim heim sann- inn um að Kína er fátækt land. Eigi draumurinn nokkurn tíma að rætast þurfa að verða stórstíg- ar framfarir í efnahagsmálum á næstu árum. -ks. 12 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. júní 1987 Tvennt veldur því að umfangs- mikilli efnahagslegri ný- sköpun, sem koma átti til fram- kvæmda í ár, hefur verið frestað og bíður betri tíma í Kína. Lands- menn glíma nú við efnahagserfið- leika sem sett hafa strik í reikninginn og íhaldsmenn hafa fært sig upp á skaftið innan Kommúnistaflokksins síðan kom til stúdentaóeirða í janúar en þeir gjalda varhuga við allri tilrauna- mennsku í efnahagsmálum. Að vísu leggja þeir fátt til málanna til Iausnar aðsteðjandi vanda en engu að síður nota þeir áhrif sín til þess að hægja á framkvæmd nýsköpunarinnar sem Deng Xiao- ping átti frumkvæði að árið 1978. Aðalheimild: REUTER

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.