Þjóðviljinn - 03.06.1987, Blaðsíða 5
enn
Ódysseifur
þraukar
Maria Lexa sýnir í Kramhúsinu
Ódysseifur myndskreyttur
Maria Lexa er bandarísk kona
búsett í Árósum og rekur þar
leikhús sem hún kallar Dreka-
leikhúsið. Hún er hingað komin
til að halda námskeið í látbragði
og spuna en gaf landanum einnig
kost á að kynnast list sinni í all-
langri „myndskreytingu" sem
hún hefur samið um Ödysseifs-
kviðu ásamt Bernard Colin og
flytur ein með margvfslegri
tækni.
SVERRIR
HÓLMARSSON
í upphafi sýningar birtist okkur
gyðjan Kalýpsó, sú sem lengst
hélt Ódysseifi föngnum, í
allmikilli stærð eins og gyðju
sæmir. Hún kynnir ýmis þemu
verksins, togstreitu milli goð-
magna og mannlegra afla, brott-
för og heimkomu. Þvínæst skiptir
leikkonan snöggt um gervi og
birtist nú sem Helena fagra með
fas og gervi kvikmyndadísar og
segir okkur frá Trójustríðinu og
tildrögum þess að Ódysseifur
hraktist fram og aftur um Mið-
jarðarhafið í heil tíu ár áður en
hann komst heim úr þeirri styrj-
öld - og hafði þá verið að heiman
heila tvo áratugi. Þvínæst víkur
sögunni að þessum hrakningum
og brugðið er upp myndum af því
að Násíka fann Ódysseif nakinn á
ströndinni, af viðureign hans við
risann Polyfemos, af því er norn-
in Kirka breytti með fjölkynngi
mönnumÓdysseifs í svín, af ferð
hans niður til Hadesar. Síðan vík-
ur sögu að Penelópu, sagt er frá
viðskiptum hennar við biðlana,
kænsku hennar og ástarþrá er
innilega og fallega lýst. Þá kemur
þáttur af endurkomu Ódysseifs
er hann hittir á ný svínahirðinn og
fóstru sína, fellir biðlana og sam-
einast að lokum Penelópu í fal-
lega erótísku atriði.
Til þess að segja þessa löngu og
flóknu sögu beitir Maria Lexa
margvíslegum meðulum og að-
ferðum - látbragsleik, raddbeit-
ingu, brúðuleik af ýmsu tagi,
skuggamyndum, frásagnarlist.
Allt eru þetta gamalkunnar að-
ferðir en hún fléttar þær einkar
skemmtilega saman og virðist
hafaorðiðfyrirallmiklumáhrifum
af þeim aðferðum sögu-
skemmtunar sem hafa rutt sér
. nokkuð til rúms undanfarið og
eigaræturað rekja til frásagnar-
listar ólæsra samfélaga. Maria
Lexa er afskaplega snjallur flytj-
andi og hefur alla tækni á valdi
Heimferð Ódysseifs sem tók heil tíu ár og mikla hrakninga lýsir Maria Lexa af listfengi og magnaðri raddbeitingu.
sínu, en það var kannski radd-
beiting hennar sem mesta hrifn-
ingu vakti, hvernig hún brá sér úr
einu hlutverki í annað áreynslu-
laust fyrir tilstilli raddarinnar.
Víða varð sýningin fögur og áh-
rifamikil, tií dæmis í skugga-
myndaatriðinu og svo í endur -
fundum ódysseifs og fóstrunnar.
Það sem helst mætti finna að
þessari sýningu er textinn sem
mér þótti óþarflega orðmargur á
köflum og ganga of langt í útskýr-
ingum og málalengingum sem
truflaði gang sögunnar og verk-
aði stundum eins og væri verið að
tala niður fyrir sig. Þessar frá-
bæru sögur Hómers hafa ekki
enst í þrjú þúsund ár að ástæðu-
lausu heldur vegna þess að þær
eru með bestu sögum sem búnar
hafa verið til. Það er hins vegar
ekki lengur hægt að ganga út frá
því að áhorfendur þekki þessar
sögur og bakgrunn þeirra og þess
vegna er víst nauðsynlegt að hafa
töluverðar skýringar í kringum
svona sýningu. Það er til baga
fyrir sýninguna og leiðir hugann
að því hvers vegna skólakerfi
okkar hefur brugðist jafn ger-
santlega og það hefur gert því
hlutverki að koma hornsteinum
vestrænnar menningar, svo sem
eins og Hómer og Biblíunni,
áleiðis til þjóðarinnar. Höfum
við ekki einblínt um of á eigin
bókmenntaarf?
Sverrir Hólmarsson
Hallgrímskirkja
Kirkjulistahátíð
um hvítasunnuna
Fyrsta hátíð sinnar tegundar hér. Fimm aðaltónleikar og
fernir hádegistónleikar, leikhús og myndlist. Óratórían
Jesúpassía með um 200 flytjendum
Dagana 6. -13. júní verður
haldin mikil kirkjulistahátíð í
Hallgrímskirkju. Er þetta í
fyrstaskipti sem slík hátíð er
haldin og eru tildrög hennar
stórauknir möguleikar til list-
astarfsemi í kjölfar vígslu kirkj-
unnar og ákveðinn vilji for-
ráðamanna Hallgrímskirkju til
að nýta þá í þágu listarinnar.
Framkvæmd hátíðarinnar er í
höndum Listvinafélags Hall-
grímskirkju og Mótettukórs
Hallgrímskirkju.
Á hátíðinni verða haldnir 9 tón-
leikar, fimm aðaltónleikar og
fernir hádegistónleikar. í tón-
leikahaldinu ber hæst flutning
Jesúpassíunnar eftir þýska tón-
skáldið Oskar Gottlieb Blarr, en
þar verða samtals nærri 200 flytj-
endur, - 6 einsöngvarar, Kór Ne-
anderkirkjunnar í Dusseldorf,
Skólakór Kársness, málmblásar-
ar úr Lúðrasveitinni Svaninum og
Sinfóníuhljómsveit íslands full-
skipuð. Texti verksins er tekinn
úr ritum Gamla testamentisins og
guðspjöllunum, svo og ljóðum
eftir núlifandi ljóðskáld og er að
mestu á hebresku, en stefjaefnið
er sótt í forna tónlistarhefð Gyð-
inga og kristinna manna. Fyrsti
þátturinn lýsir innreiðinni í Jerú-
salem, annar þátturinn gerist í
Getsemanegarðinum og sá þriðji
lýsir krossfestingunni.
Mótettukórinn verður með
tvenna tónleika á hátíðinni með
Miðvlkudagur
tveim ólíkum efnisskrám, Manu-
ela Wiesler heldur einleikstón-
leika og Björn Steinar Sólbergs-
son frá Akureyri heldur orgeltón-
leika. Einnig verða daglegir há-
degistónleikar og hátíðaguðs-
þjónusta á hvítasunnudag.
Tónlistin er þó ekki það eina
sem boðið er upp á á kirkjulista-
hátíðinni því Leikhúsið í kirkj-
unni verður með sérstaka auka-
sýningu á leikritinu um Kaj
Munk föstudaginn 12. júní og
Snorri Sveinn Fiðriksson opnar
myndlistarsýningu í forkirkjunni.
Þar sýnir hann vatnslitamyndir
sem hann gerði við 4 passíusálma
fyrir lestur þeirra í sjónvarp á síð-
ast liðinni föstu.
-ing
I. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Hádegisleikhúsið
Tvær aukasýningar
Vegna mikillar eftirspurnar
mun Alþýöuleikhúsiö hafa
tvær aukasýningar á leikritinu
Eru tígrisdýr í Kongó? sem
sýnt hefur verið í hádeginu í
veitingahúsinu í Kvosinni
undanfarið við góðar undir-
tektir. Verða aukasýningarnar
áföstudag og laugardag.
Eru tígrisdýr í Kongó? fjallar
um tvo rithöfunda sem hafa feng-
ið það verkefni að skrifa gaman-
leik um eyðni. Málið vefst fyrir
þeim og kemst ekki á skrið fyrr en
þeir taka það til bragðs að setja
sjálfa sig í spor fórnarlambanna
og taka þá umræðurnar oft kostu-
lega stefnu.
Leikstjóri er Inga Bjarnason
en með hlutverkin fara Viðar
Eggertsson og Harald G. Har-
alds.