Þjóðviljinn - 03.06.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Til hvers Keflavflairganga?
Það er efnt til Keflavíkurgöngu á laugardag-
inn kemur, og eins og fyrri daginn er þeim á
Morgunblaðinu ekki skemmt. Þeir þykjast að
þessu sinni hafa efni á að gera lítið úr öllu
saman. Þettaernú baratímaskekkja, segja þeir
í Staksteinum, varla að herstöðvaandstæðing-
ar nenni þessu sjálfir og svo sýna skoðana-
kannanir það, að (slendingar eru giska ánægðir
með Nató og herinn og allt það.
Það er því miður ekki nema rétt, að andstað-
an gegn erlendum herstöðvum og öðru því sem
tengir íslenskt samfélag við vígbúnaðarkapp-
hlaupið hefur stundum áður verið mun sterkari
en nú er. En þetta er einmitt ein veigamikil
ástæða fyrir því að Keflavíkurganga er ekki
tímaskekkja: þeir sem hafa aðra skoðun á ís-
lenskum þjóöfrelsismálum og friðarmálum en
helstu ráðamenn landsins telja vitanlega brýnt
verkefni á hverjum tíma að minna á viðhorf sín,
reyna að fá aðra til að skilja þau og taka undir
þau með einum eða öðrum hætti.
Sannleikurinn er nefnilega sá, að að því er
varðar vígbúnaðarmál og þann herstöðvaanga
þeirra sem að okkur snýr, þá er þjóðin ekki
tvískipt eins og oft er fram tekið, heldur þrískipt.
Til er ákveðinn hópur manna sem eru eindregn-
ir stuðningsmenn þeirrar stefnu sem á hverjum
tíma kemur frá Pentagon og höfuðstöðvum
Nató, trúa beinlínis á nauðsyn herstöðva - eða
láta sem þeir geri það, vegna þess að þeir ætla
sér að græða á hermangi af einhverju tagi. í
annan stað fara svo þeir sem öngvar herstöðv-
ar vilja og fara þar saman í ýmsum hlutföllum
áhyggjur af íslensku sjálfstæði og reisn, andúð
á hernámi hugarfarsins og samstaða með
öllum þeim sem um víða veröld kveðja sér
hljóðs gegn kjarnorkuvá. í þriðja lagi fer svo
hinn stóri hópur þeirra afskiptalitlu, þeirra sem
hafa fyrst og síðast tilhneigingu til að taka því
ástandi sem er eins og það sé óumflýjanlegt:
Hvað má ég vesalingur minn? Þar eru margir
sem aldrei hafa velt í alvöru fyrir sér þeim kost-
um sem uppi eru í þessum málum en haga sér í
herstöðva- og friðarmálum sem öðrum eftir
formúlunni: Við vitum hverju við sleppum en
ekki hvað við hreppum.
Og af sjálfu leiðir að um afstöðu eða öllu
heldur afstöðuleysi þessa stóra „gráa“ geira í
samfélaginu stendur styr ár og síð, eins þótt
stund verði milli stríða.
Og vitanlega eru fleiri ástæður en þessi fyrir
því að Keflavíkurganga og skyldar aðgerðir
verða aldrei sú „tímaskekkja" sem Morgun-
blaðið vill að þær séu.
Við getum minnt á nokkrar í stuttu máli.
Jafnvel í upphafi herstöðvamakks var furðu-
víðtæk samstaða meðal íslenskra stjórnmála-
foringja úr öllum flokkum um að lýsa því yfir, að
herinn bandaríski mætti aldrei verða sjálfsagð-
ur hluti af íslensku þjóðlífi, fastur hryggjarliður í
okkar efnahagslífi. Þessum yfirlýsingum hafa
margir gleymt - og Keflavíkurganga er einmitt
merkilegt tæki til að minna á þessa sígildu
kröfu, þessa forsendu þess að íslenskt sjálf-
stæði eigi sér sæmilega framtíð: Herinn er ekki
sjálfsagður hlutur.
Andstaðan gegn ríkjandi stefnu hefur ekki
borið þann árangur sem skyldi á undanförnum
áratugum, en hún hefur m.a. haft þau raunveru-
leg áhrif, að án hennar hefði herinn fært mjög út
kvíarnar - ísland væri í enn ríkari mæli en nú í
senn freistandi skotmark og læst í vítahring
hermangs. Keflavíkurganga er til að minna á og
skerpa þessi áhrif íslensks andófs á „takmörk-
un vígbúnaðar".
Enn er það að ekki er manninum hollt að
hann loki sig inni einn með sínar skoðanir, sín
viðhorf til mála sem miklu varða. Það er honum
siðferðileg nauðsyn að eiga samleið með sam-
herjum, og hvaða form er í rauninni skemmti-
legra en Keflavíkurganga? Sem er um leið
samstöðuganga með svo ótal mörgum í ná-
lægum og fjarlægum löndum sem ekki sætta
sig við það, að þau séu dæmd til óvirkrar og
eymdarlegrar biðstöðu í skugga kjarnorku-
sveppsins. Gangan er m.a. yfirlýsing um að
þetta fólk eigi sér rödd og rétt, sannfæringu og
draum, sem við munum ekki gefa ráðamönnum
risaríkja næði eða leyfi til að banda frá sér í
valdhroka. -áb
KLIPPT OG SKORHE)
Framsóknarmenn kynnu hins
vegar að vera á öðru máli..
Véfréttir
Óvissa forystu Alþýðuflokks-
ins um sjálfa sig og hvað hún vill
birtist sömuleiðis næsta vel í
loftkenndum “nálgunum" henn-
ar gagnvart Alþýðubandalaginu.
Allar götur frá því kosingum lauk
hafa forystumenn kratanna verið
að “nálgast" Alþýðubandalagið,
og hafa af því á stundum spunnist
nokkuð dramatískar blaðafregn-
ir. Þcssar “nálganir" hafa hins
vegar verið með þeim hætti, að
enginn er nokkru nær.
Stundum eru óljósar fregnir af
því að forysta krata vilji búa til
sameiginlegan þingflokk með
þingmönnum Alþýðubandalags-
ins. Gott og vel. En hver er það
sem vill þetta?
Alþýðublaðið
yxna
Vorið hefur skringileg áhrif á
lífið. f sveitinni verða kvígurnar
yxna og meira að segja Alþýðu-
blaðið er í heilan mánuð búið að
vera yxna fyrir hönd Jóns Bald-
vins.
Á þessum tíma hefur blaðið
haft uppi bónorð við allt sem
hrærist í stjórnmálageiranum, -
með allt að því ósæmilegum
ákafa. Stundum hefur hinn ný-
bakaði stjórnmálaritstjóri, Ing-
ólfur Margeirsson, gerst svo fjöl-
þreifinn á síðum blaðsins að
manni dettur helst í hug fær-
eyskur sjómaður sem er að koma
á dansleik eftir sex mánaða úti-
legu á saltfiski við Grænland.
Það mætti kannski minna
þennan sérlega fulltrúa Jóns
Baldvins í pólitísku tilhugalífi á
þá staðreynd, að einmitt hinn
ósiðlegi ákafi garpanna sem
komu úr saltinu við Grænland
varð oft til þess að þeir fóru of-
fari, þukluðu of fast og of víða.
Afleiðingin varð sú að í besta falli
gáfu allar þeim utan undir, - en í
versta falli fóru þeir einir heim og
sumir jafn kvenmannslausir í
kuldann og trekkinn í næsta túr.
Kratar þukla kannski ekki of
fast. En þeir þukla of víða. Þeir
geta heldur ekki gert upp við sig
hvort þeir vilja vera á föstu eða
bara gamna sér næturlangt.
Með sama áframhaldi bíða Al-
þýðuflokksins þau örlög ein að
enda aftur í saltinu við Grænland.
Erfitt hjá Jóni
Alþýðuflokkurinn kom út úr
kosningum án þess að hafa einu
sinni náð samanlögðum styrk sín-
um og Bandalags jafnaðarmanna
frá því í kosningunum 1983. Það
kallaði Jón Baldvin sigur. Hann
hafði þá misserum saman flengst
um landið og náð upp miklu fylgi
í skoðanakönnunum, en tókst
með atfylgi Ámunda og annarra
“ráðgjafa" að glutra því niður
áður en til kosninga kom. Hann
var því undir miklum þrýstingi
innan eigin raða, og vitaskuld var
besta ráðið fyrir hann að skíra
útkomu flokksins í kosningunum
“sigur“.
Það var bæði skiljanlegt, - og
mannlegt. Hitt er svo annað mál,
sem okkur kemur ekkert við hér
á Þjóðviljanum, að innan Al-
þýðuflokksins finnst mörgum
það skrítin söguskoðun að sigur
felist í því að ná í rauninni minna
fylgi en í kosningunum á undan.
Jón Baldvin er því í nokkuð
erfiðri stöðu innan flokksins. Há-
vaðinn í honum í fjölmiðlum síð-
an frá kosningum hefur líka sett
hann í kastljósið með þeim hætti,
að hann verður að komast í ríkis-
stjórn. Ella er stöðu- hans í
flokknum mjög hætt. Þetta hefur
sett formann Alþýðuflokksins
undir mikinn þrýsting. Sá þrýst-
ingur hefur ekki minnkað við
það, að ríkisstjórnin sem hann
pantaði sérstaklega eftir kosning-
ar: stjórn krata, Kvennalista og
íhalds, gekk ekki upp.
Ráðvillt forysta
Ef til vill er það sökum þessa
vaxandi þrýstings, sem forysta
Alþýðuflokksins í dag virðist
næsta ráðvillt. Það er ósköp erfitt
að átta sig á því, hvað það er sem
formaður Alþýðuflokksins, og
hirðin kringum hann, vill.
Þannig hefur Alþýðuflokkur-
inn haft Framsóknarflokkinn á
hornum sér um langa hríð, og tal-
ið hann þá forneskjuskepnu sen-
öllum framförum hamlar. For-
maðurinn hefur barið sér á brjóst
og sagt: Allt nema Framsókn.
Nú býr hins vegar Gaukur ekki
lengur á Stöng. Framsókn er ekki
lengur sú skaðræðisskepna sem
formaður Alþýðuflokksins hefur
sagt hana vera. Nú er hún allt í
einu orðin fýsilegur samstarfsað-
ili og liggur við að Alþýðublaðið
sé strax búið að panta prestinn.
Formaðurinn búinn að snúa við
blaðinu og búinn að gleyma 28
miljarða hítinni, einsog Álþýðu-
flokksmenn kalla gjarnan land-
búnaðinn.
Ekki dettur okkur á Þjóðvilj-
anum í hug að kalla þetta tæki-
færismennsku. Það flökrar ekki
einu sinni að okkur að þetta stafi
af því að nú finnist Jóni Baldvin
besta leiðin í ráðherraembætti
.elast í stjórn með því sem kratar
kalla gjarnan landbúnaðarmafí-
una.
Stundum er talað um sam-
vinnu, jafnvel sameiningu. Gott
og vel. En hvar hefur slík beiðni
formlega komið fram?
Stundum er talað um að flokk-
arnir eigi að búa sér til sameigin-
legan málefnagrundvöll. Gott og
vel. En um hvað? Um ríkis-
stjórn? Um uppstokkun á verka-
lýðshreyfingunni? Um samstarf í
einstökum málaflokkum?
Spyr sá sem ekki veit. Ennþá
hefur Alþýðuflokkurinn ekki
treyst sér til að senda Alþýðu-
bandalaginu formleg tilmæli um
eitt eða neitt. Hann hefur hins
vegar sent því og Kvennalista
lausleg drög að einhverju sem ef
til vill gæti einhvern tíma orðið að
einhverju. Ef þannig lægi á kröt-
um, það er að segja.
Þetta eru undarleg vinnu-
brögð, svo ekki sé meira sagt.
Menn verða að vita hvað þeir
vilja, ætli þeir að reka pólitík.
Svo einfalt er það nú.
-ÖS
þJOÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, Þróinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Fréttaatjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir,
Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson
(íþróttir), Magnús H. Gíslason, MöröurÁrnason, ÖlafurGíslason,
RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrímsson, Vil-
borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrlta- og prófarkaleatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
LJósmy ndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlltstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, GarðarSigvaldason.
Framkvæmdaatjórl: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifatofustjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson.
Auglýslngastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Baldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins-
dóttir.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðlr: Soffla Björgúlfsdóttir.
Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbrelðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Afgrelðsla: Bára Siguröardóttir, Kristln Pétursdóttir.
Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn:
Sfðumúla 6, Reykjavfk, sfmi 681333.
Auglýslngar: Sfðumúla 6, sfmar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmlðja Þjóðvlljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð f lausasölu: 55 kr.
Helgarblöð: 60 kr.
Áskrtftarverð á mánuði: 550 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 3. júní 1987